Morgunblaðið - 14.03.1991, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 14.03.1991, Blaðsíða 45
45 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MARZ 1991 Menningarvika sérskólanema BANDALAG íslenskra sérskóla- nema BÍSN mun standa fyrir menningarviku 1991 frá 15.-22. mars. Svavar Gestsson menntamála- ráðherra setur menningarviku BÍSN föstudaginn 15. mars að Rauðagerði 27, í sal FÍH. Við það tækifæri munu verða veitt verðlaun fyrir tillögu að besta merki vikunn- ar sem BÍSN og Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis efndu til. Samkór Fósturskóla íslands og Þroskaþjálfaskóla íslands mun flytja nokkur lög. Einsöngvarar frá Söngskólanum í Reykjavík munu einnig flytja nokkur lög. Nemendur úr Tónlistarskólanum í Reykjavík munu flytja nokkur verk. Myndlist- arsýning nema úr Myndlista- og handíðaskólanum verður opnuð við þetta tækifæri og verður opin dag- lega frá kl. 16.00-19.00 ef frá er skilin helgin en þá er opið frá kl. 14.00-19.00. Stýrimannaskólinn í Reykjavík er 100 ára um þessar mundir. I til- efni af þessu stórafmæli verður opið hús í Stýrimannaskólanum laugardaginn 16. mars. Þar verða tæki og starfsemi skólans kynnt. Björgunarþyrla Landhelgisgæsl- unnar verður til sýnis og Jón Páll Sigmarsson sterkasti maður heims kemur í heimsókn og lyftir ýmsum skipsbúnaði. Hið árlega Opið hús verður í Háskóla íslands sunnudaginn 17. mars. Þar verða nær allir sérskólar á landinu kynntir ásamt Háskólan- um sjálfum. Einnig verða ýmis skemmtiatriði s.s. söngur, tónlist, fslandsmótið í bríds hefst í dag íslandsmótið í brids hefst á Hótel Loftleiðum í dag klukkan 13. Þar keppa 32 sveitir af öllu\ landinu um átta sæti í úrslita- keppni sem verður um páskana. Flestar sveitirnar eru úr Reykjavík, eða 13 talsins. Fjórar sveitir eru frá Norðurlandi vestra og þijár frá flestum hinna kjördæ- manna. Spilaðar verða tvær umferðir á dag en mótinu lýkur á sunnudag. leikræn tjáning, ljóðaupplestur o.fl. Nemendur Fósturskólans, Kennara- háskólans og Þroskaþjálfaskólans munu vera með leikherbergi fyrir börnin. Þar verður málað, litað, lesnar sögur, brúðuleikhús o.fl. Mánudaginn 18. mars mun stutt- myndin Raunasaga 7.15 verða sýnd á breiðtjaldi í matsal Iðnskólans í Reykjavík kl. 12.30. Um kvöldið kl. 20.30 verða Tónleikar í Hafnar- borg, Hafnarfirði. Nemendur sem eru að ljúka einleikaraprófum úr Tónlistarskólanum munu flytja verk eftir: Dvorák, Beethoven, Wieni- awski, Bach, Brahms og Chopin. Þriðjudaginn 19. mars mun Ingi- mar Ingimarsson fréttamaður RUV stýra umræðum um málefni sér- skólanema. Þátttakendur eru sér- skólanemar og fulltrúar 6 stærstu stjórnmálaflokka á Islandi. Umræð- urnar hefjast kl. 16.00 og verða í matsal Iðnskólans í Reykjavík. Sæbjörg, slysavarnaskóli sjó- manna, verður tii sýnis í Reykjavík- urhöfn. Nemendur Stýrimannaskól- ans í Reykjavík munu sýna notkun á reykköfunarbúnaði, flotgöllum, þyrlulykkju, björgunarbátum SAMTÖK um vestræna samvinnu (SVS) og Varðberg halda sameig- inlegan hádegisfund í Hliðarsal Hótels Sögu (inn af Súlnasal) laugardaginn 16. mars 1991. Sal- urinn verður opnaður klukkan tólf á hádegi. Framsögumaður á fundinum verður dr. Dennis J.D. Sandole, „Associate Professor of Conflict Resolution and International Relati- ons“ við George Mason University. Umræðuefni hans er: Hlutverk Norður-Atlantshafsbandalagsins í framtíðarfyrirkomulagi varna í Evr- ópu. Meðal ritsmíða ræðumanns má nefna „Generic Theory: The Basis of Conflict Resolution", „Tradition- o.m.fl. Fyrirlestrar og kaffi verða í matsal skipsins. Málþing verður í Þroskaþjálfa- skóla íslands miðvikudagskvöldið 20. mars í húsnæði skólans í Skip- holti. Kynnt verður margskonar fötlun, andleg og líkamleg. Ein- hverfa og heilalömun verða einnig kynntar sérstaklega. Júlía Hreins- dóttir, Örn Ómarsson o.fl. svara spurningum sem tengjast þeirri fötlun. Fimmtudaginn 21. mars verður opið hús í List- og verkgreinadeild Kennaraháskóla Islands, Skipholti 37. Húsið opnar kl. 20.00.. Verk eftir nemendur verða til sýnis. Menningarviku BISN lýkur síðan með árshátíð félagsins á skemmti- staðnum LÍDÓ í Lækjargötu. Innan BÍSN eru eftirtaldir 16 sérskólar: Garðyrkjuskólinn, Lylja- tækniskólinn, Samvinnuháskólinn, Fósturskólinn, Þroskaþjálfaskólinn, Myndlista- og handíðaskólinn, Iðn- skólinn, Kennaraháskólinn, Tónlist- arskólinn, Tækniskólinn, Fisk- vinnsluskólinn, Leiklistarskólinn, Stýrimannaskólinn, Söngskólinn, Tölvuháskóiinn og íþróttakennara- skólinn. al Approaches to Conflict Manage- ment: Short-term Gains versus Long-term Costs“, „Expanding the Debate on Generic Theory of Conflict Resolution: A Response to a Critique", „Simulation in the Analysis of International Conflict: Accessing Total Systems", „Britain between East and West: A Con- cerned Independence", „Conflict Management and Problem Solving: Interpersonal to International Applications“ og „The Genesis of War: Mapping and Modelling of Complex Conflict". Fundurinn er opinn félagsmönn- um í SVS og Varðbergi, svo og gestum félagsmanna. (Fréttatilkynning) SVS og Varðberg: Framtíðarhlutverk Atl- antshafsbandalagsins Muming: Hjördís Tryggvadóttir Kvaran — Húsavík En innsta hræring hugar míns, hún hverfa skal til upphafs síns, sem báran endurheimt í hafið. (Einar Benediktsson) Það sem bærist með manni þegar góður vinur kveður óvænt þennan heim verður líklega aldrei sett á blað. Hugsanir koma og hugsanir fara líkt og öldur hafsins. Hjördís Tryggvadóttir Kvaran eða Læla eins og vð kölluðum hana kvaddi þennan heim aðfaranótt miðviku- dagsins 6. mars sl. Það var mikill missir fyrir okkur, því Læla var heilsuhraust fram á síðasta dag og jafnan hrókur alls fagnaðar. „Vertu ekki hryggur" sagði kon- an mín við mig, þegar ég minntist Lælu stuttu eftir andlát hennar, „hún hefur aðeins lokið sinni skóla- vist hér“. Ósjálfrátt reikaði hugur minn til þeirrar skólavistar sem ég naut vetrarlangt á Húsavík, hjá þeim hjónum, sem unglingur. Þessir umbrotatímar æsku minnar urðu að verðmætri minningu undir hand- leiðslu Lælu. Hún gat deilt með mér sorg og gleði meira en gengur og gerist, þegar tvær kynslóðir mætast. Hún kunni að glæða áhuga minn á bókmenntum og ljóðum, meira en margur annar. Það þykir mér gott veganesti. Hún sagði oft við mig, þegar við ræddum saman, að hún ætti dálítið mikið í mér. Slíkt fannst mér forréttindi. Læla ólst upp ásamt móður minni á Mælifelli í Skagafirði. Þegar ég var strákur, var ég svo heppinn að fá sveitapláss á æskuslóðum þeirra systra. Og það hef ég fyrir satt að mikill var missir Lýtinga, þegar þær systur, æskufjörið holdi klætt, urðu að taka sig upp og flytja á mölina, ásamt frú Önnu, sem allra vanda vildi leysa. Og mér býður í grun að þegar mín lest mun bruna yfir landamæri þessa heims og annars, munu þær systur mæta mér, með sinn smit- andi hlátur. Hvort Mælifellshnjúk- urinn verður í baksýn, læt ég ósagt, en eitt er víst að þar munu glymja hlátrasköll. Mér er ljúft að enda þessi fátæklegu orð á setningu sem tengdasonur Lælu viðhafði um móður mína látna. „Það var heiður að teljst til þess hóps, sem hún bar svo mjög fyrir bijósti.“ + Þökkum af alhug þeim fjölmörgu, sem vottuðu okkur samúð og veittu okkur styrk við fráfall dóttur okkar, móður, tengdamóður og ömmu, RANNVEIGAR MAGNÚSDÓTTUR BRINK, írabakka 34, Reykjavík. Guð blessi ykkur öll. Foreldrar, börn, tengdabörn og barnabörn. Röskva vann eitt sæti í Stúdentaráði RÖSKVA, samtök félags- hyggjufólks, vann eitt sæti í kosningum til Stúdentaráðs Háskóla íslands. Röskva fékk sjö fulltrúa en Vaka, félag lýð- ræðissinnaðra stúndenta, fékk sex menn kjörna. Þar með er komin upp pattstaða í Stúdenta- ráði því fylkingarnar hafa báð- ar fimmtán fulltrúa þar. í kosningunni til Stúdentaráðs hlaut Röskva 1.504 atkvæði, eða 50% gildra atkvæða, og sjö menn kjöma. Vaka hlaut 1.498 atkvæi, eða 49,8% gildra atkvæða, og sex menn kjörna. Auðir seðlar og ógildir voru 145. í kosningum til Háskólaráðs hlaut Vaka 1.587 atkvæði, eða 52,3%, en Röskva 1.442, eða 47,5%, og hvor fylking fékk einn mann kjörinn. Kjörsókn var góð í kosningun- um og hefur aukist undanfarin ár. Á kjörskrá vom 5.046 og 3.153 greiddu atkvæði og er það 62,5% kjörsókn. Við kosningar til Stúdentaráðs og Háskólaráðs er kosið um helm- ing fulltrúa hvetju sinni. Stúd- entaráð er skipað 30 stúdentum, kosið er um 13 í hverjum kosning- um og að auki sitja þar þeir fjórir sem sæti eiga í Háskólaráði. Vaka var með sextán fulltrúa í Stúd- entaráði en Röskva fjórtán. Eftir kosningarnar eru félögin með jafnmarga fulltrúa í Stúdentaráði, fimmtán talsins. í Háskólaráði hafa félögin tvo fulltrúa hvort. Erum í skýjunum yfir fyrsta kosn- ingasigri Röskvu - segir Skúli Helgason, efsti maður á lista Röskvu RÖSKVA, samtök félags- hyggjufólks, vann eitt sæti í kosningum _ til Stúdentaráðs Háskóla Islands. Samtökin fengu sjö fulltrúa í Stúdentaráð og einn í Háskólaráð. „Ég er auðvitað í skýjunum yfír kosningasigri Röskvu, þessa unga félags. Samtökin voru stofn- uð 1988 og það er merkilegt að þá kom upp sama staða og nú, báðir voru með fimmtán fulltrúa. Fulltrúar fylkinganna verða að setjast niður og semja af heilind- um um málin,“ sagði Skúli Helga- son, efsti maður á lista Röskvu til Stúdentaráðs. „Vaka fékk Stúdentaráð 1988 vegna þess að þeir unnu kosninga- sigur. Nú sigruðum við en ég skal ekkert um það segja hvort við fáum Stúdentaráð. Fordæmið er alla vega komið en það á alveg eftir að ræða þetta,“ sagði Skúli. Hann sagði að kosningabarátta Röskvu hefði verið með nokkrum örðum hætti en oft í Stúdentapól- itík. „Við einbeittum okkur að málefnanlegum umræðum en sát- um á okkur þegar baráttan virtist ,vera að fara út í persónulegar árásir. Ég er stoltur af stúdentum að hafa tekið þá afstöðu að mál- efnin skiptu meira máli en áróð- ursstríð. Ég er líka stoltur af hversu mikil þátttaka var í kosn- ingunum enda hvöttum við fólk til að kjósa, hvert svo sem valið yrði,“ sagði Skúli. Aukin þátttaka skil- aði sér ekki til okkar - segir Hermann Hermannson efsti maður á lista Vöku VAKA, félag lýðræðissinnaðra stúdenta, tapaði í kosningum til Stúdentaráðs Háskóla ís- lands. Félagið hlaut sex menn kjörna og einn í Háskólaráð. „Það er í rauninni lítið um þessi úrslit að segja. Við erum auðvitað óhress með að tapa og svo virðist sem aukin þátttaka í kosningun- um hafi ekíri skilað sér til okkar nema að litlu leyti. Það munaði að vísu ekki nema sex atkvæðum en þetta gengur bara betur næst,“ sagði Hermann Hermannsson, efsti maður á lista Vöku til Stúd- entaráðs um úrslit kosninganna. „Þessi úrslit þýða pattstöðu í Stúdentaráði. Við erum með fimmtán fulltrúa og Röskva líka. Nú þurfa Vaka og Röskva að setj- ast niður og semja. Þessi staða kom einnig upp 1987/88 og þá fengum við Stúdentaráð og stjórn- uðum því. Ég veit ekki hvarnig þetta fer núna,“ sagði Hermann. „Þrátt fyrir tapið fékk Björn Ársæll Pétursson mjög góða kosn- ingu til Háskólaráðs og það er mjög gleðilegt," sagði Hermann. Hann sagðist telja að aukna kjörsókn mætti skýra með því öfluga starfi sem Stúdentaráð hefur haft í vetur. „Það hefur mikið starf verið unnið í Stúdenta- ráði í vetur og ég held það sé aðalskýringin á aukinni þátttöku stúdenta í kosningunum,“ sagði Hermann. Einar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.