Morgunblaðið - 14.03.1991, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 14.03.1991, Blaðsíða 20
 röer shai.i .m íiuoAa n'Mi/n aiaAjanuoHOM MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MARZ 1991 EB - Eitthvað fyrir okkur? Seinni grein eftir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur Félagsmálasamningur Evrópu- bandalagsins var samþykktur árið 1989 af öllum aðildarríkjum EB að Bretlandi undanskildu. Bretar beittu sem sagt neitunarvaldi og þ.a.I. er félagsmálasamningurinn ekki bindandi. Með því er ekki hægt að kæra brot á honum til EB-dómstólsins í Lúxemborg. Félagsleg réttindi launafólks Þessi samningur á að tryggja almenn félagsleg grunnréttindi launafólks. Það verður þó að segj- ast eins og er að þessi réttindi eru afskaplega takmörkuð og loðin. Hann kveður t.d. á um að fyrir hveija starfsgrein beri að greiða viðeigandi laun —samkvæmt venj- um einstakra ríkja. Allir sem úti- lokaðir eru frá vinnumarkaði skulu fá lágmarkstekjur og viðeigandi félagsaðstoð — í samræmi við að- stæður einstakra ríkja. Þá skulu allir launþegar hafa nægjanlega heilbrigðis- og öryggisvemd í vinnuumhverfi sínu. í raun er félagsmálapólitík ekki mál EB heldur einstakra aðild- arríkja. Þess vegna er ekki fjallað um gamalt fólk, sjúklinga, böm og þá sem ekki hafa tök á því að vera á vinnumarkaði (þó þeir séu ekki beinlínis atvinnulausir) í fé- lagsmálasamningi EB. En fyrir þessu er líka önnur ástæða og hún er sú, að eins og. flest annað í bandalaginu miðast samningurinn við hinn fijálsa markað — í þessu tilviki hinn fijálsa vinnumarkað. Menn hafa sjálfsagt gert samning- inn í þeirri góðu trú að hann næði til flestra íbúa EB þar sem „vinn- andi fólk“ (heimilisstörf eru ekki vinna!) væri í meirihluta í banda- laginu. Þetta stenst hins vegar ekki. íbúar EB em 324 milljónir og þar af em 140 milljónir á vinnu- markaði eða aðeins 43%. Verkalýðshreyfíngin, undir for- ystu Alþýðusambands Evrópu og með tilstyrk ýmissa flokka á Evr- ópuþinginu, vinnur að því að gera endurbætur á félagsmálasamn- ingnum. Nýr samningur getur þó ekki orðið að veraleika nema um hann náist alger samstaða innan Ráðherraráðs EB. Samþykki meirihlutans dugar ekki. Velferðin Jacques Delors, forseti fram- kvæmdastjómar bandalagsins, hefur sagt að innri markaðurinn muni ekki njóta stuðnings almenn- ings nema hægt verði að sýna fram á að hann hafí í för með sér sann- anleg félagsleg gæði. Það er erfitt að koma auga á þau i dag, en engu að síður virðast ýmsir íslensk- ir félagshyggjumenn gæla við þá hugmynd að með EB verði komið á félagslegu markaðskerfi. En hrædd er ég um að róðurinn verði erfiður. Innri markaði verður kom- ið á árið 1992 á forsendum hins fijálsa markaðskerfis. Fjármagnið og fulltrúar þess hafa þá fengið sitt og munu án efa verða tregir til breytinga í anda félagshyggju. Ef að líkum lætur mun tilkoma innri markaðar hafa talsverð áhrif á velferðarkerfið t.d. í Danmörku. Ástæðan er sú að danska ríkið hefur hingað til haft töluverðar tekjur af sérstökum tollum á áfengi, tóbaki, bensíni og raf- magnstæki. Þessir tollar teljast til viðskiptahindrana innan EB og verða því að hverfa með innri markaði. Þá hafa Danir lagt á hærri virðisaukaskatt en flest ríki í EB og komast líklega ekki hjá því að lækka hann. Samanlagt er áætlað að þetta muni leiða til 40 milljarða dkr. lækkunar á tekjum ríkisins en það samsvarar 20% nið- urskurði á opinberam útgjöldum. Þetta hlýtur óhjákvæmilega að leiða til niðurskurðar á dönsku velferðarkerfi. Enn er með öllu óútkljáð hvar þetta á að koma nið- ur. Þeir tollar sem Danir verða nú að leggja af hafa auðvitað þjónað pólitískum tilgangi. Með því að halda verðinu háu á áfengi og tób- aki er t.d. reynt að halda aftur af neyslunni. Mjög margir vilja að sams konar aðferðum verði beitt gagnvart mengandi vörum. En því miður, góð pólitísk markmið verða að víkja fyrir hinum gallhörðu lög- málum viðskiptanna. Allt sem hér hefur verið sagt skiptir konur veralegu máli. Lág- launafólk, og þar af leiðandi kon- ur, eiga meira undir velferðarkerf- inu en hinir sem betur eru settir. Þá ræðst staða og aðstæður kvenna mjög af því hvernig búið er að bömum og öldruðum í þjóðfé- laginu. Segja má að konur á Norðurl- öndunum séu nokkuð vel settar borið saman við kynsystur þeirra í Suður-Evrópu. Það er kannski einmitt þess vegna sem þær óttast að innan EB muni staða þeirra síst batna. Þær, en ekki betur sett- ir karlar, verði látnar greiða kostn- aðinn af því að jafna félagslega stöðu kvenna innan EB ef til þess kemur. EB - Miðstýrt af körlum Eins og flest þjóðríki er EB af- skaplega karlstýrt, en þar við bæt- ist að það er líka miðstýrt og ólýð- ræðislegt. Evrópuþingið, þar sem hinir þjóðkjörnu fulltrúar sitja, hefur mjög lítil völd og gegnir eink- um ráðgefandi hlutverki. Þar eiga sæti 518 fulltráar, þar af 95 kon- ur, og er hlutfall kvenna því 18,4%. Með löggjafarvaldið og æðsta vald í bandalaginu fer Ráðherraráðið sem skipað er einum ráðherra frá hveiju aðildarríki. Skipan þess fer nokkuð eftir því málefni sem til umfjöllunar er hveiju sinni. Þannig er það stundum skipað landbúnað- arráðherram, stundum sjávarát- vegsráðherram o.s.frv. Þegar litið er yfír ríkisstjórnir aðildarríkjanna gefur það augaleið að konur era afskaplega sjaldséðar í ráðherrar- áðinu. Framkvæmdavaldið er í höndum 17 manna framkvæmda- stjórnar og mér er til efs að í þeim hópi sé nokkur kona. í toppstöðum í embættismannakerfí EB era kon- ur innan við 5%. Þær eru hins veg- ar um 70% í hópi þeirra lægstlaun- uðu í- EB-skrifræðinu. Á vegum EB starfa tvær skrif- stofur sem sinna málefnum kvenna. Önnur er á vegum jafn- réttisnefndar EB og hlutverk henn- ar er að móta og fylgja eftir stefnu bandalagsins í jafnréttismálum. Hin á að sinna upplýsingaþjónusta um málefni kvenna. Þessar tvær skrifstofur hafa samtals á sínum vegum 20 starfsmenn sem ekki getur talist mikið þegar þess er gætt að á vegum framkvæmda- stjómarinnar starfa 15.000 starfs- menn og að í ríkjum EB búa 165 milljónir kvenna. Þar að auki er Ingibjörg Sólrún Gísladóttir „Vegna alls þessa er full ástæða fyrir íslend- inga að flýta sér hægt í samskiptum sínum við EB, láta ekki órök- studda sleggjudóma og taugaveiklun ná tökum á sér og umfram allt - semja ekki af sér. Við erum ekki að missa af neinni lest því hún verð- ur áfram kjur á sínum stað.“ starfandi ráðgjafanefnd um jafn- réttismál, en í henni eiga sæti 2 fulltráar frá jafnréttisnefndum að- ildarríkjanna auk áheyrnarfulltTúa , frá Alþjóðavinnumálastofnuninni (ILO) og samsvarandi samtökum atvinnurekenda. Konur í aðildarríkjum EB reyna auðvitað að hafa áhrif á fram- kvæmdastjóm bandalagsins eins og fjölmargir aðrir hagsmunahóp- ar. I Brussel starfar sægur af fólki sem hefur beinlínis atvinnu af því að tala máli þrýstihópa. Þetta eru hinir s.k. „lobbyistar“. Tveir/tvær slíkar vinna sérstaklega fyrir kon- ur. Önnur er á vegum samtaka bænda, hin á vegum Alþýðusam- bands Evrópu. Til samanburðar má geta þess að bílaiðnaðurinn starfrækir 20 skrifstofur með fjolda starfsmanna sem gæta hagsmuna þessarar einu atvinnu- greinar gagnvart framkvæmda- stjóminni. Jafnréttismál Innan EB era nú i gildi 5 sam- þykktir um jafnréttismál sem hafa lagagildi, aðildarríkjunum er með öðrum orðum skylt að laga eigin löggjöf að þessum samþykktum. Þessar samþykktir eru ágætar svo langt sem þær ná, og hafa að sumu leyti gengið lengra en íslensk jafn- réttislög. Þannig hefur sú regla verið í gildi hjá bandalaginu allt frá 1976 að sömu laun skuli greidd fyrir jafnverðmæt störf. Þá eiga konur og karlar að njóta jafnstöðu á vinnumarkaði og gagnvart at- vinnutryggingum. Bein og óbein mismunun er bönnuð en þó með þeirri undantekningu að gefinn er möguleiki á jákvæðri mismunum til að auka hlut kvenna. Allt er þetta þó heldur loðið. Allar samþykktir EB í jafnréttis- máium eiga það sammerkt að þær taka aðeins til vinnumarkaðarins og stöðu kvenna þar. Konur innan EB hafa sótt nokkum styrk í þess- ar samþykktir og þess má t.d. geta að breskar konur hafa kært 530 mál fyrir EB-dómstólnum vegna launamisréttis. Ekki alls fyrir löngu kvað dómstóllinn svo upp úrskurð sem markaði nokkur tímamót. Að þessu sinni voru það danskar konur sem nutu góðs af. Skrifstofukonur hjá Danfoss- verksmiðjunni kærðu atvinnurek- anda .sinn fyrir . launamisrétti. Dómurinn sem féll var á þá leið að atvinnurekandinn hefði komið upp launakerfí sem ekki væri hægt að sjá hvernig væri uppbyggt en hins vegar væri hægt að sýna fram á að í því kerfi væra konur al- mennt lægra launaðar en karlar. Það væri ekki kvennanna að sanna að þær væra lægra launaðar vegna kyns síns heldur bæri atvinnurek- andanum að sanna að kerfið byggðist ekki á kynbundnu mis- rétti. Það var með öðrum orðum beitt öfugri sönnunarbyrði og um 240 konur hjá Danfoss munu að öllum líkindum fá kauphækkun í kjölfarið. Efnahagsbandalaginu og stofn- unum þess er því ekki alls varnað í jafnréttismálum. En það er heldur ekkert sem mælir gegn því að það sem þar hefur verið best gert verði okkur að fýrirmynd hér á landi. Rök með aðild að EB Á undanförnum árum og ára- tugum hefur Evrópubandalagið tekið sífelldum breytingum. Band- alagið í dag er alls ekki þáð sama og það var fyrir tæpum 20 áram þegar Danir gengurí það. Á átt- unda áratugnum gætti nokkurrar stöðnunar, en frá miðjum síðasta áratug hefur þróunin verið hröð samfara þeim efnahagsbata sem þá varð í Evrópu. Með tilkomu innri markaðar árið 1992 verður svo gagnger breyting á bandalag- inu. Það sem byijaði sem stál- og kolabandalag er á góðri leið með að verða að efnáhagslegu og pólit- isku bandalagi ólíkra þjóðríkja. Enn er ekki séð fyrir endann á því valdaframsali sem þessu fýlgir. Þeir sem hafa sterkasta sann- færingu fyrir því að íslendingar eigi að gerast aðilar að EB færa gjarnan fram þau rök að tími þjóð- ríkjanna sé liðinn, vandamálin sem við sé að etja í dag séu alþjóðlegs eðlis og verði ekki leyst nema á alþjóðavettvangi. En Evrópuband- alagið er engin alþjóð og tilvera þess á ekkert skylt við alþjóða- hyggju. í EB era gömlu nýlendu- veldin, gamla Evrópa, að styrkja sig í samkeppninni við Bandaríkin og Japan. Sá vandi sem heimurinn stendur andspænis í umhverfismál- um, vígbúnaðarmálum og málum þróunarlanda verður ekki leystur innan EB. Það þarf mun víðtækari samvinnu um þau mál. Þá hafa þau rök heyrst að með inngö'ngu í EB verði hægt að tryggja langþráðan stöðugleika í íslensku efnahagslífi, þá fyrst komist lag á íslenska hagstjóm. Er þetta vægast sagt sérkennileg röksemdafærsla því um leið og við gefumst upp við að stjórna íslensku efnahagslífi, um leið og við gef- umst upp á því að vera efnahags- Iega sjálfstæð og gefum frá okkur þau stjómtæki sem við höfum í peningamálum, eram við að leggja framtíð íslénsks samfélags í ann- arra hendur. Fleiri rök hafa auðvitað heyrst fyrir inngöngu íslands í EB en flest svo léttvæg að þau verða ekki gerð að umtalsefni hér. Afstaða kvennalistans 1 stefnuskrá sinni tekur Kvenna- listinn afstöðu gegn inngöngu ís- lands í EB. Við höfum líka séð ástæðu til að gjalda varhug við þeirri aðlögun að bandalaginu sem fylgir Evrópska efnahagssvæðinu. Ástæðan er einföld: Við höfum ekki heyrt nein sannfærandi rök fyrir því að það sé íslendingum, hvað þá íslenskum konum, til hags- bóta að ganga inn í EB. Þá teljum við að á EB og Evrópska efnahags- svæðinu sé stigsmunur en ekki eðlismunur. Hér að framan hef ég reynt að varpa ljósi á sitthvað sem lítill gaumur hefur verið gefínn í um- ræðunni um EB. Ég hef reynt að sýna fram á að málið snýst ekki bara um fjármagn heldur líka fólk. í EB lýtur allt einu lögmáli — lög- máli markaðarins. Það sem ekki er hægt að sveigja undir þetta lög- mál er látið liggja á milli hluta og þar á meðal eru þættir sem era miklir áhrifavaldar í lífí kvenna. Það er því engin tilviljun að á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.