Morgunblaðið - 14.03.1991, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 14.03.1991, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MARZ 1991 Frank Lacy og Full Circle Full Circle. Frá vinstri Skúli Sverrisson, Dan Rieser, Anders Bostroni, Karl Lundberg og fremstur er Philip Hamilton. ___________Jass______________ Guðjón Guðmundsson FRANK Lacy, Pétur Östlund og hljómsveit Tómasar R. Einarssonar og hin bandaríska Full Circle með Skúla Sverrissyni leika í Púlsinum á Vitastíg í þessum mánuði og mætti af þessu ætla að allflestir fagurkerar bregði undir sig jassfætinum og mæti á svæðið. Sannkallað festival framundan og minnir á þá tíma er hver toppkrafturinn á fætur öðrum komu hingað í boði Jazzvakningar á síðari hluta áttunda áratugarins og bytjun þess níunda. Lacy og félagar verða í Púlsinum 14. og 15. mars og Full Circle á sama stað 20. og 21. mars. Frank Lacy hafnaði á síðasta ári í 5. sæti í kosningu jasstímaritsins Down Beat um efnilegasta básúnu- leikarann, en Lacy er ungur maður á enn frekari uppleið. í þætti sem sjónvarpið sýndi á síðasta ári þar sem Art Blakey var heiðraður sjötugur fór Lacy á kostum; tryllingurinn, rökviss spuninn og heit sveiflan eðlis- læg. Gaman verður að sjá og heyra hve trylltur hann verður með Tómasi R. og félögum. Sigurður Flosason getur hæglega orðið funanum að bráð en spuni Eyþórs Gunnarssonar er jafnan ljóðrænni. Rytmaseiðinn elda Pétur Östlund og Tómas R. en efniskráin verður að uppistöðu ný verk eftir Tómas og allt verður þetta þrykkt á plötu fyrir komandi kynslóð- ir. En þar með er veislunni ekki lokið því bandaríska sveitin Full Circle heldur hér tvenna tónleika 21. og 22. mars. Tónlistin sem sveitin leikur et'jass/rokk/fönk og einhvet' kokteill af heimstónlist. Sveitin hefur gert tvær plötur og upptökum á þeirri þriðju, Secret Stories, er nýlokið í Brasilíu. Þar naut sveitin meðal ann- ars krafta Gilberto Gil sem raddar í einu lagi auk gítarleikarans Ricardo Silveira og trompetleikarans Marcio Montarroyos. Skúli gekk í sveitina á síðasta ári en áður hafði hann lokið námi í bassaleik frá Berklee-tónlist- arskólanunt í Boston þar sem hann hlaut verðlaun sem framúrskarandi bassaleikari. Það er e.t.v. tíl ntarks um tónlistarlegan þroska Qg sjálf- stæði Skúla að þegar hann hafði lok- ið námi barst honunt boð um að starfa með Steps Ahead sem hann hafnaði. Síðan hefur ekkert heyrst til Steps Ahead en Secret Stories spái ég góðurn viðtökum á banda- rískum markaði. NATTURUFEGURÐ hí « m Við þekkjuni öll hin notalegu áhrif sem náttúran stafar frá sér og því þarf engan að undra hinar stórkostlegu vinsældir náttúrulegra gólfefna. KROMMENIE LINOLEUM gólfdúkurinn er eingöngu unninn úr náttúrulegum efnum. r Hann er níðsterkur í allri JÉSÍ sinni mýkt og er því iiwifftaÍM ■ - framúrskarandi endingargóður auk þess sem hann er eldtraustur. H§j| m Síðast en ekki síst er hann , m tífe: i til í ótal munsturtilbrigð- um sem gleðja augað og | ; gefa umhverfinu þann blæ sem liver og einn kýs. í KROMMENIE LINOLEUM fara því saman náttúrulegur Wmm, styrkur og fegurð, hugarflug og hagkvæmni. GÓLFEFNi GÓLFEFNi GÓLFEFMUiÓLFEFNi gólf?I^Vefni GÓLFM ^tFEFN! gólfe™sdlfefn! GÓLFEFNi GÓLFEFN! Maimoleum Gæðagólfdúkar Viljirðu nánari upplýsingar, liltu inn eða hringdu! Ekiaran Gólfbúnaður « SÍÐUMÚLA 14 SÍMI (91) 83022 » 41 «1« pTedslon hjörulids- krossar 'i<lNG Revi nslA pjÓN USTA pEl<l' FÁLKINN SUÐURLANDSBRAUT 8 SÍMI 84670^^
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.