Morgunblaðið - 14.03.1991, Page 26

Morgunblaðið - 14.03.1991, Page 26
26 ’l&okGtlNBlADlri FIMMTUDAGUrJ'Í:' ÍÍÍrzÍ?Í991 DÓMUR BORGARDÓMS REYKJAVÍKUR í MÁLI BHMR GEGN RÍKISSJÓÐI samningar Kjarafélags tæknifræð- inga, Kennarasambands íslands og Læknafélags íslands og Læknafé- lags Reykjavíkur f.h. lausráðinna sjúkrahússlækna og einnig kjara- samningur vegna fastráðinna lækna. Þessir kjarasamningar eiga það sammerkt að ýmist var gildistími þeirra liðinn fyrir 1. júlí 1990 eða þeir uppsegjanlegir fyrir þann tíma. Kjarasamningamir hafa allir að geyma ákvæði um rétt til breytingar á launum hækki laun annarra laun- þega umfram þær hækkanir sem í kjarasamningunum -eru ákveðnar. Lagt hefur verið fram af hálfu stefndu minnisblað hagdeildar fjár- málaráðuneytisins um líkleg áhrif víxlverkunar launa og verðlags í kjölfar 4,5% launahækkunar BHMR dags. 20. nóvember 1990 en þar segir m.a.: „Ein _af forsendunum í kjarasamn- ingi ASÍ og VSÍ frá í febrúar var sú, að launaþróun annarra launþega yrði sú sama og gert var ráð fyrir í þeim samningi. Á grundvelli þeirrar for- sendu hefði 4,5% launahækkun til BHMR fljótlega leitt til samsvarandi hækkunar hjá ASÍ og síðan hjá BSRB. í kjölfarið hefðu félagar í BHMR kraf- ist sömu hækkunar á grundvelli 15. gr. kjarasamnings þeirra og rikisins, þar sem kveðið er á um sömu launa- hækkanir til þeirra og annarra og síð- an koll af koili. Augljóst er, að án aðgerða hefði þessi leið á skömmum tíma leitt til mikilla víxlhækkana launa og verð- lags, sem ómögulegt er að sjá fyrir endann á. Þannig má reikna með, að árshraði verðbólgunnar miðað við verðhækkanir síðustu þriggja mánaða hefði í árslok 1990 nálgast 30% í stað 5-6% samkvæmt forsendum febrúar- samninganna. Þá hefði hækkunin inn- an ársins líklega orðið 8% umfram það sem var stefnt, þ.e. 15% í stað 6‘/2%, sbr. eftirfarandi töflu.“ Af hálfu stefndu hafa einnig verið lagðir fram útreikningar Þjóðhags- stofnunar frá 3. desember 1990 um hugsanlega verðþróun á næstu mán- uðum, ef bráðabirgðalögin féllu úr gildi. Utreikningar þessir eru gerðir að beiðni forsætisráðherra. I út- reikningunum eru ýmsir vamaglar slegnir og niðurstöður byggðar á mismunandi forsendum. Miðað er við að laun hækki í janúar, mars, maí og júní 1991 en mismunandi mikið. Samkvæmt því er gert ráð fyrir að hækkun verðlags í júlí 1991 á ársgrundvelli gæti orðið 22,3%, 26,9% eða 37,8% eftir því við hvaða launahækkanir er miðað. Af hálfu stefnanda hefur verið lögð fram rannsókn Hagfræðistofn- unar Háskóla íslands á áhrifum til- tekinnar launahækkunar frá og með 1. júlí 1990 á verðbólgu næstu 12 mánuði. Tekið er fram að grundvall- .. arforsenda sé að laun annarra laun- þega en þeirra sem eru í BHMR hækki ekki. Gert er ráð fyrir því að meðallaun BHMR félaga séu frá því að vera jöfn launum annarra til þess að vera tvöfalt hærri. Miðað við jöfn laun verði vægi í heildarlauna- greiðslum 3%, og 4,5% launahækkun hækkaði meðallaun í landinu um 0,14%. Miðað við tvöfalt hærri laun verði vægið 5,8%, og 4,5% launa- hækkun hækkaði meðallaun um 0,27%. Síðan segir orðrétt: „Ef gert er ráð fyrir að meðallaun BHMR-manna séu á bilinu meðaltal allra til tvöfalt meðaltal þeirra sem ekki eru i BHMR má ætla að verðlags- áhrif 4,5% launahækkunar BHMR- manna séu á bilinu 0,07% til 0,14% í framfærsluvísitölu frá 1. júlí 1990 til áramóta 1990/1991.“ Þá hefur stefnandi lagt fram skýrslu hagfræðideildar Seðlabanka íslands dags. 30. nóvember 1990, sem samin var að ósk forsætisráð- herra. Ekki þykir ástæða til að rekja efni skýrslunnar að öðru leyti en því að aðalniðurstaðan er þessi: „Það er því mat hagfræðideildar að skynsamleg túlkun kjarasamninga ASÍ/VSÍ feli ekki í sér vá óðaverð- bólgu.“ Rétt er að geta þess að í tilefni þessarar skýrslu gaf bankastjórn Seðlabankans út yfirlýsingu. Þar segir m.a. eftirfarandi: „Þótt vissulega sé hægt að hafa mismunandi skoðanir á framvindu verðlagsmála, ef bráðabirgðalögin eru felld, telur bankastjómin miklu meiri hættur framundan en álit hagfræði- deildar Seðlabankans virðist gefa í skyn. Er bankastjórnin eindregið þeirrar skoðunar, að umtalsverð al- menn kauphækkun nú mundi hafa í för með sér alvarlega röskun í verð- lagsþróun á næstu mánuðum, sem myndi stefna langtímamarkmiðum um lækkun verðbólgu hér á landi í veru- lega hættu.“ III. í upphafi munnlegs málflutnings var því lýst af hálfu stefnanda að eitt meginmarkmiðið með gerð kjar- asamnings BHMR og fjármálaráð- herra f.h. ríkissjóðs hefði verið að færa kjör félagsmanna í BHMR til samræmis við kjör þeirra launþega á almennum launamarkaði er gegndu hliðstæðum störfum eða hefðu sömu eða svipaða menntun, sérhæfni og ábyrgð. Ennfremur að loforð um leiðréttingu þessa yrðu annað en orðin tóm, en fyrri loforð um samræmingu af þessu tagi hefðu margoft verið svikin. Um þessi atriði hefðu verkfallsátökin staðið sem hefðu verið undanfari samning- anna. Samið hefði verið um að fé- lagsmenn í BHMR fengju þær al- mennu hækkanir sem yrðu á launa- markaðinum en að auki sérstakar hækkanir til samræmingar á launa- kjörum. Samningurinn hefði sætt nokkurri gagmýni félagsmanna vegna lítillar launahækkunar, en þeir þó sætt sig við hann vegna ákvæðanna um samræmingu launa- kjara. Ríkisstjórnin hefði lýst því yfir að öll tortryggni um að samningurinn yrði ekki efndur væri ástæðulaus. Alþýðusamband íslands, Vinnu- veitendasamband íslands og Vinnu- málasamband samvinnufélaganna hefðu í febrúar 1990 samið um litlar launahækkanir og í þeim samning- um hafi hvorki verið tekið fram að samningarnir breyttu öðrum samn- ingum né heldur þar verið ákvæði sem tryggt hafi að samkvæmt þeim yrðu greiddar sömu launahækkanir og félagar í BHMR áttu rétt á. Eft- ir að dómur Félagsdóms gekk hafi komið fram beinar og óbeinar kröfur aðila vinnumarkaðarins um að launahækkunin sem dómurinn kvað á um yrði tekin af með bráðabirgða- lögum. Með 1. mgr. 2. gr. bráðabirgða- laganna hafi verið lögfestar sömu launahækkanir og Alþýðusamband Islands hafi samið um, en þær launa- hækkanir hefðu félagar í BHMR hvort sem er fengið samkvæmt 15. gr. kjarasamnings síns. Samkvæmt bráðabirgðalögunum hafi félagar í BHMR verið þeir einu sem þola hafí mátt launalækkun, laun annarra launþega hafi ekki lækkað. í upphafi munnlegs málflutnings var því lýst af hálfu- stefndu að bráðabirgðalögin hefðu verið sett til vamar svokallaðri þjóðarsátt, en hún væri víðtækur samningur fjölda aðila í þjóðfélaginu um þau efna- hagslegu markmið að halda niðri verðbólgu og verja kaupmátt launa. Um kaup og kjör hafi verið samið til lengri tíma en áður og um lágar kauphækkanir og reynt hafi verið að tryggja að verðhækkanir yrðu litlar. Ríkisstjórnin hafi beitt sér fyrir setningu laga og reglugerða til þess að stuðla að því að markmiðum þjóðarsáttarinnar yrði náð. Þessar aðgerðir hafi breytt allri efnahags- stjórnun í þjóðfélaginu. Kjarasamn- ingamir hafí réynst grundvöllur þess stöðugleika sem hafi ríkt, en verð- bólga á árinu 1990 hafi aðeins verið 7,2%. í aðfararorðum bráðabirgða- laganna sé lýst þeim markmiðum sem átt hafí að ná. Gildistími lag- anna sé hinn sami og þjóðarsáttar- innar. IV. Af hálfu stefnanda er því haldið fram að með setningu bráðabirgða- laga nr. 89, 3. ágúst 1990 hafi bráðabirgðalöggjafinn brotið gegn 2. gr., 28. gr., 67. gr. og 73. gr. stjórnarskrárinnar, en þær eru svo- hljóðandi: 2. gr. Alþingi og forseti íslands fara sam- an með löggjafarvaldið. Forseti og önnur stjórnarvöld samkvæmt stjórn- arskrá þessari og öðrum landslögum fara með framkvæmdarvaldið. Dóm- endur fara með dómsvaldið. 28. gr. Þegar brýna nauðsyn ber til; getur forsetinn gefið út bráðabirgðalög milli þinga. Ekki mega þau þó ríða í bág við stjómarskrána. Ætíð skulu þau lögð fyrir næsta Alþingi á eftir. Nú samþykkir Alþingi ekki bráðabirgða- lög, og falla þau þá úr gildi. Bráðabirgðafjárlög má ekki gefa út, ef Alþingi hefur samþykkt fjárlög fyrir fjárhagstímabilið. 67. gr. Eignarrétturinn er friðhelgur. Eng- an má skylda til að láta af hendi eign sína, nema almenningsþörf krefji; þarf til þess lagafýrirmæli, og komi fullt verð fyrir. 73. gr. Rétt eiga menn á að stofna félög í sérhverjum löglegum tilgangi, án þess að sækja þurfi um leyfi til þess. Ekk- ert félag má leysa upp með stjórnar- ráðstöfun. Þó má banna félag um sinn, en þá verður þegar að höfða mál gegn félaginu, til þess að það verði leyst upp. IV. 1 Eins og fyrr segir er því haldið fram af hálfu stefnanda að það sé andstætt 2. gr. stjómarskrárinnar, sem kveður á um þrígreiningu ríkis- valdsins, að löggjafinn geti með setningu laga leyst ríkisvaldið undan samningsskyldum sem staðfest hafi verið með dómi skömmu áður að því bæri að efna, eins og verið hafi nið- urstaða Félagsdóms hinn 23. júlí 1990. Með setningu bráðabirgðalag- anna hafi löggjafinn breytt endan- legum dómi yfír ríkisvaldinu, farið inn á valdsvið dómstóla og þar með brotið ákvæði 2. gr. stjórnarskrár- innar. Af hálfu stefndu er því haldið fram að með dómi Félagsdóms hafi verið skýrðar 1. og 5. gr. kjarasamn- ings BHMR og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs sem deilt hafí verið um og með þeirri skýringu hafi dómur- inn skapað ákveðið réttarástand. Löggjafínn hafi ekki breytt niður- stöðum dómsins um deiluefnið, held- ur því réttarástandi sem af dómnum leiddi. Þetta sé löggjafanum fyllilega heimilt og um slíka löggjöf séu ýmis dæmi. Ekki skiptí máli hvort löggjaf- inn beiti þessari heimild sinni löngu eða skömmu eftir að dómur gangi. IV. 2 Af hálfu stefnanda er því haldið fram að við setningu bráðabirgða- laganna hafi ekki verið fyrir hendi það skilyrði 28. gr. stjómarskrárinn- ar, að brýna nauðsyn verði að bera til setningar bráðabirgðalaga. Samkvæmt bráðabirgðalögunum hafí engir aðrir launþegar en félags- menn í BHMR þurft að sæta lækkun á launum sínum. í kjarasamningum annarra launþega hafí ekki verið kveðið á um það að þeir öðluðust rétt til sömu hækkunar og félagar í BHMR fengu frá 1. júlí 1990 sam- kvæmt kjarasamningi sínum. Sú fullyrðing bráðabirgðalöggjafans að óumsamdar launahækkanir til ann- arra launþega hafi verið að bresta á, og í veg fyrir þær þyrfti að koma með bráðabirgðalögum, séu rangar og ósannaðar. Ekkert slíkt hafi blas- að við þegar bráðabirgðalögin voru sett. Til þess að fá sömu hækkun og félagar í BHMR fengu frá 1. júlí 1990 hefðu aðrir launþegar þurft að semja um það sérstaklega við vinnuveitendur sína með nýjum kjar- asamningi. Fullyrðingar forsvars- manna Vinnuveitendasambands ís- lands og Vinnumálasambands sam- vinnufélaganna um að viðsemjend- um þessara samtaka yrði greidd sama launahækkun og félagar í BHMR höfðu fengið séu rangar, ósannaðar og þýðingarlausar. Óljóst sé hvemig og hvort Alþýðusamband íslands hafi sett fram kröfu um hækkun launa. Þegar bráðabirgða- lögin voru sett hafi ekki verið búið að afgreiða neinar hækkunarbeiðnir frá ASÍ. Félagar í ASÍ hafi því ekki öðlast neinn lögvarinn rétt til launa- hækkana. Félagar í BHMR hafí ver- ið þeir einu sem þann rétt hafi átt. Þá hafi á þessum tíma verið ósamið um aðrar forsendur kjarasamninga sem nauðsynlegt hafi verið að semja um samfara samningum um kaup- hækkun. Þótt litið yrði svo á að fram hefðu komið kröfur frá ASÍ þá sé í þeim samtökum aðeins helmingur launþega landsins. Aðrir launþegar hafi ekki gert kröfu um launahækk- un. Þessa málsástæðu hafi stefnandi sett fram strax í stefnu og greinar- gerð. Hækkun launa félaga í BHMR hefði leitt til sáralítillar hækkunar á heildariaunum í landinu og sama máli hefði gegnt um aukningu verð- bólgu. Þetta komi fram í rannsókn Hagfræðistofnunar Háskóla Islands, en þar sé komist að þeirri niðurstöðu að 4,5% hækkun launa félagsmanna í BHMR þýði 0,14 til 0,27 hækkun meðallauna í landinu eftir því hver hlutur þeirra launa af heildarlaunum sé talinn. Verðbólguspár sem stefndu byggi á séu þýðingarlausar, enda hafi félagar í BHMR verið þeir einu sem rétt hafi átt til kauphækk- unar. Ekki hafi verið bannað samkvæmt bráðabirgðalögunum að greiða öðr- um launþegum sömu launahækkun frá 1. júlí til 1. september 1990. Það hafi vinnuveitendur hins vegar ekki gert og enginn krafist þeirrar hækk- unar. Hækkun launa félaga í BHMR um 4,5% geti ekki talist hafa skapað brýna nauðsyn á setningu bráða- birgðalaga. Þannig hafi stefndu ekki sýnt fram á að þetta skilyrði til setn- ingar bráðabirgðalaganna hafí verið fyrir hendi. Hafi verið nauðsyn á því að setja bráðabirgðalög vegna kjarasamn- ings BHMR í ágúst þá hafí sama nauðsyn blasað við í febrúar 1990 þegar kjarasamningar voru gerðir. Þá hefði átt að setja almenn lög vegna kjarasamningsins. Þá er því haldið fram af stefnanda að mat á því hvort brýna nauðsyn hafí borið til að setja bráðabirgðalög sé ekki einvörðungu löggjafans held- ur beri dómstólum að taka það mat til sjálfstæðrar skoðunar sé álitaefn- ið undir þá borið. Almenn regla sé að mál sæti úr- lausn dómstóla nema þau séu undan- þegin lögsögu þeirra. Samkvæmt þeirri reglu geti dómstólar metið forsendur lagasetningar og einnig forsendur úrlausna stjórnvalda. Ef mat á hinni brýnu nauðsyn ætti að vera alfarið hjá löggjafanum væru heimildir dómstóla stórlega skertar. Af hálfu stefndu er því haldið fram, að á þeim tíma er bráðabirgða- lögin voru sett hafi blasað við, að laun í þjóðfélaginu myndu hækka á víxl, að verðbólgan næði fyrra stigi og þjóðarsáttin eyðilegðist. Hin brýna nauðsyn hafi verið fólgin í því að koma í veg fyrir þessa þróun. Hækkunin sem félagar í BHMR hafi fengið dæmda frá 1. júlí 1990 hafi verið nær hin sama og Alþýðu- samband íslands hafi samið um fyr- ir félaga sína frá þeim tíma til loka samniiigstímabilsins 15. september 1991. I þeim kjarasamningi og öðr- um kjarasamningum hafi ýmist ver- ið ákvæði um að greidd skyldi til viðbótar umsömdum hækkunum sama hækkun og aðrir fengju síðar eða samningarnir byggðir á þeirri forsendu. Samkvæmt því hafi ASÍ gert kröfu um sömu hækkun og fé- lagar í BHMR hafi fengið frá 1. júlí 1990 og VSÍ og VMS fallist á þá kröfu. Sú afstaða vinnuveitenda hafi átt rætur sínar í febrúarsamn- ingunum. Þetta hafi forsætisráð- herra verið skýrlega tjáð áður en bráðabirgðalögin voru sett. Félagar í BHMR hafi talið sig eiga rétt á sömu launahækkun og félagar í ASÍ og aðrir launþegar samkvæmt 15. gr. kjarasamningsins og því myndu þeir hafa gert að svo búnu kröfu til sömu launahækkun- ar. Slíkar víxlhækkanir á launum hefðu leitt til mikillar aukningar á verðbólgunni. Skipti ekki máli við hvaða verðbólguspár sé miðað, verð- bólgan hefði orðið það mikil að í öllum tilvikum hefði þjóðarsáttin verið úr sögunni. Frammi fyrir þess- um vanda hafi stjórnvöld staðið og orðið að bregðast við honum. Ef VSI og VMS hefðu neitað að greiða umkrafðar kauphækkanir hefði þjóðarsáttinni verið rift eða samn- ingum sagt upp þegar í stað. Ekki hafi verið hægt að sjá fyrir í febrúar 1990 að laun samkvæmt þeim kjarasamningum sem þá voru gerðir myndu hækka vegna kjara- samnings BHMR, en ríkisstjórnin hafi túlkað 1. gr. þess kjarasamn- ings á þá lund að samkvæmt henni væri ríkisstjórninni heimilt að grípa inn í kjarasamninginn eða fresta hækkunum samkvæmt honum. Ríkisstjórnin hafi af þessum sök- um ekki álitið að brýn nauðsyn væri fyrir hendi fyrr en dómur Félags- dóms var fallinn. Þótt hin brýna nauðsyn hefði ver- ið komin í ljós á tímabilinu frá því að þjóðarsáttin var gerð þar til Al- þingi var slitið leiði það til sömu niðurstöðu, því að við það ástand verði að miða sem ríki þegar bráða- birgðalög séu sett. Fyrir setningu bráðabirgðalag- anna hafi verið reynt að ná samning- Fréttamaður sjónvarps ræðir við fjármálaráðherra um það leyti sem bráðabirgðalögin á samninga BHMR voru sett.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.