Morgunblaðið - 14.03.1991, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MARZ 1991
51
Brenndu börnin og eldurinn
Til Velvakanda.
Nýlega birtist grein í DV ásamt
tilhlýðilegri mynd af greinarhöf-
undi, þar sem skorað var á alþjóð
að kjósa Alþýðubandalagið í næstu
kosningum. Þessi fróma ósk var
borin fram af miklum en kunnug-
legum orðaflaumi og virtist við
fyrstu sýn i engu frábrugðin hefð-
bundnum Þjóðviljagi-einum um
sama efni. Sama tugga og sömu
klisjur og tönnlast hefur verið á í
því mæta blaði áratugum saman.
En viti menn. Þegar betur var
að gáð hafði þessum ágæta
greinarhöfundi tekist að finna
spánnýja leikfléttu, eins og skák-
menn myndu segja, til að l'aða
menn að Alþýðubandalaginu góða.
Og nú þurfa menn ekki að velkj-
ast í neinum vafa um hvaða flokk
þeir eiga að kjósa í næstu kosning-
um. Tilvistarvanda bandalagsins
er lokið og tilveruréttur þess
tryggður um ókomna tíð.
Greinarhöfundur komst sem sé
að þeirri bráðsnjöllu niðurstöðu að
Alþýðubandalagið væri miklu and-
kommúnískara en Sjálfstæðis-
flokkurinn. Og hvers vegna? Taki
menn nú vel eftir: Vegna þess,
eins og greinarhöfundur komst
sigri hrósandi að orði, „að brennt
barn forðast eldinn"!
Og nú vita menn það af hveiju
allir réttsýnir og rökvísir menn
eiga að kjósa Alþýðubandalagið.
Af því þeir vita auðvitað manna
best hversu gjörómögulegri stefnu
þeir hafa fylgt í áratugi og hljóta
því að vera manna vísastir til að
vara sig á henni.
Mig langar að biðja húmoris-
tann Ellert Schram að birta fleiri
svona frábærar greinar. Og af-
brotafræðingar gætu notfært sér
þessa dáindiskenningu per analog-
iam: afbrotamenn hljóta að vera
manna hæfastir til að gæta laga
og réttar. Þeir hafa þessa dýr-
mætu reynslu, sem er samfara því
að brenna sig á eldinum.
Og allir góðir og guðhræddir
menn ættu nú að koma til liðs við
Alþýðubandalagið til að kveða nið-
ur þennan ólukkans kommúnisma
sem þeir segja nú vita, betur en
allir aðrir, að sé hin versta fals-
kenning. Og þetta er enn ein sönn-
unin fyrir því, að kommúnisminn
er ekki dauður eins og sumar auð-
trúa sálir héldu. En brenndu börn-
in í Alþýðubandalaginu hafa lofað
að veita honum náðarhöggið. En
þangað til er gamli góði Staiín enn
á meðal vor.
Toggi
Kynning verður á Clinique snyrtivörum
í Snyrtivöruversluninni Glæsibæ
14.-15. mars kl. 13-18. ___________
CLINIQUE
clarifying
lotion 2
CLINIQUE
Innilegustu þakkir sendi ég öllum þeim, er
heiÖruðu og geröu 90 ára afmœlsidaginn minn
hátíðlegan meö persónulegri návist sinni,
kveðjum, heillaóskum og góÖum gjöfum.
Sérstakar þakkir til fmnku minnar og nöfnu,
vKristjönu GuÖmundsdóttur, og stjúpdóttur
minnar, Önnu Johansen, sem kom alla leiÖfrá
Kýpur til aÖ heiÖra mig og aÖstoÖa.
Kristjana Steinþórsdóttir.
með færanlegum rimhim
HURÐIRHF
Skeifan 13 •108 Reykjavík-Simi 681655
SIEMENS
Lítið inn til okkar og skoðið vönduð
vestur-þýsk heimilistœki!
Hjá SIEMENS eru gœði, ending og
fallegt útlit ávallt sett á oddinn!
SMITH&NORLAND
NÓATÚNI 4 • SÍMI 28300