Morgunblaðið - 14.03.1991, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 14.03.1991, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MARZ 1991 33 Ráðstafanir vegna loðnubrests: Margslungin flétta - segir Jón Sæmundur Sigurjónsson BEÐIÐ hefur verið eftir því að frumvarp sjávarútvegsráðherra um ráðstafanir vegna aflabrests í loðnuveiðum yrði afgreitt úr sjávarút- vegsnefnd neðri deildar. Formaður nefndarinnar Jón Sæmundur Sigur- jónsson hefur verið ásakaður um að tefja málið. En Jón Sæmundur bendir á að þetta mál sé margslungið. Alexander Stefánsson (F-Vl) hefur iðulega gagnrýnt þingmenn og Alþingi fyrir ósjálfstæði gagnvart framkvæmdavaldinu og einstökum ráðherrum. í umræðum í gær nefndi hann sem dæmi að formaður sjávar- útvegsnefndar neðri deildar hefði sagt að hann vildi ekki afgreiða ákveðið mál fyrr en hann hefði feng- ið svör frá ráðherrum síns flokks. Aðspurður upplýsti Alexander Stefánsson í samtali við Morgunblað- ið að þetta tiltekna mál væri frum- varp sjávarútvegsráðherra um ráð- stafanir vegna aflabrests í loðnuveið- Jón Sæmundur Siguijónsson formaður ..sjávarútvegsnefndarinnar staðfesti við þingfréttaritara að þetta væri rétt en vísaði því á bug að ástæðan væri ósjálfstæði eða þjónk- un við ráðherra. Orsökin væri margslungin flétta nokkurra atriða. Halldór Asgrímsson sjávarútvegs- ráðherra hefði lagt fram í ríkisstjórn og einnig fjárhags- og viðskiptanefnd neðri deildar tillögur til úrlausnar á vanda loðnuverksmiðjanna. Sam- gönguráðherra hefði tillögur um að- stoð við staði sem orðið hefðu fyrir áföllum vegna loðnubrestsins. Og verið væri að tala um að flýta ákveðnum framkvæmdum. Eitt af þeim verkefnum sem rætt væri um að flýta væri að reka niður stálþil í höfnina í Siglufirði. Sam- gönguráðherra hefði gefið sitt sam- þykki fyrir að framkvæmd yrði flýtt. Siglfirðingar hefðu farið fram á heimild til að taka lán fyrir 25 millj- ónir til að fjármagna framkvæmdina. En ríkissjóði er ætlað að greiða 75% af kostnaði við hafnarframkvæmdir og myndi svo verða um endur- greiðslu þessa láns. Kemur því til kasta fjárveitinganefndar. Venja er að þingmenn kjördæmis skrifi beiðni um samþykki fjárveit- ingarnefndar. Páll Pétursson (F-Nv), fyrsti þingmaður kjördæmisins hefði hins vegar neitað að undirrita, nema með því skilyrði að Jón Sæmundur samþykkti beiðni til nýframkvæmda við höfnina á Blönduósi — sem væri niálefni alls óskylt loðnuvandanum. Einnig hefði Páll Pétursson neitað að skrifa undir samskonar beiðni varðandi höfnina á Skagaströnd. Jón Sæmundur sagði að bæði Siglufjörður og Skagaströhd væru á hafnaáætlun en höfnin á Blönduósi væri ný framkvæmd. Jón Sæmundur sagði að afstaða og tregða Páls Pét- urssonar væru brigð. Þarna gengju svör um hvernig bregðast skyldi við vandanum vegna aflbrestsins ekki upp. Óskyldum málum væri blandað saman. Bréf Seðlabankans hneyksli Skoðanir Seðlabanka réttar, segir viðskiptaráðherra STEINGRÍMUR Hermannsson forsætisráðherra sagði í umræðum á Alþingi á þriðjudagskvöld, að bréf Seðlabankans til ríkisstjórnarinnar um vaxtamál væri hneyksli. Fjármálaráðherra sagði í sömu umræðu að Seðlabankinn væri kosningavél Sjálfstæðisflokksins og skýrslur og bréf bankans væru pólitískir textar. Viðskiptaráðherra sagðist hins vegar vera sammála skoðunum Seðlabankans um vexti í meginatriðum, en bankinn telur bestu leiðina að vaxtalækkun að draga úr lánsfjár- þörf rikisins. Bréfið er skrifað 6. mars sem svar við bréfi viðskiptaráðherra þar sem Seðlabankanum var falið að freista þess að ná fram lækkun raunvaxtaj og bent á ýmsar leiðir til þess. I svarbréfi bankans er ítrekuð sú skoð- un, sem kom fram í greinargerð frá 31. janúar, að óráðlegt sé miðað við ríkjandi aðstæður að þrýsta niður vöxtum, heldur sé vænlegasta leiðin til að lækka vexti sú að draga úr lánsfjárþörf ríkissjóðs og annarra opinberra aðila og loka húsnæði- skerfínu frá 1986. Einnig ítrekaði bankinn þá skoðun sína að banka- vextir á Islandi séu ekki óeðlilega háir og vaxtamunur ekki of mikill. Steingrímur Hermannsson sagði í þingræðunni, að þegar bankamir hefðu hækkað vexti af óverðtryggð- um skuldabréfum í lok janúar í 15,5%, hefðu þeir borið því við að þetta væri gert til að raunvextirnir, þ.e. vextir umfram verðbólgu, yrðu þeir sömu og af verðtryggðum bréf- um. Nú kæmi fram í tölum Seðla- bankans og Þjóðhagsstofnunar að verðbólgan væri 5,3% þannig að raunvextir af óverðtryggðum bréfum væru rúmlega 10% en raunvextir af verðtryggðum bréfum 8%. Forsætisráðherra sagði að nú hefði Seðlabankinn skrifað ríkis- stjórninni og sagt að allt væri þetta í himnalagi þrátt fyrir að það mark- mið, að sömu vextir yrðu á verð- og óverðtryggðum lánum hefði alls ekki náðst. Þetta eitt út af fyrir sig væri hneyksli. Umræðan var um skýrslu viðskipt- aráðherra um vaxtamál, sem Þor- steinn Pálsson þingmaður Sjálfstæð- isflokksins bað um. Þorsteinn sagðist í umræðunni vera þeirrar skoðunar, að brýnt væri að ná niður vöxtum. En til að svo mætti vera, væri óhjá- kvæmilegt að draga úr lánsfjáreftir- spum opinberra aðila. Ef horfið væri frá þeirri skipan um vaxtaákvarðan- ir, sem nú eru í gildi, væri eins lík- legt að það leiddi til aukinnar þenslu, sem aftur kallaði á meiri verðbólgu og hærri nafnvexti. Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra sagðist í aðalatriðum vera sammála skýrslu Seðlabankans, en bætti við að þar sem verðbólgan hefði reynst enn minni að undanförnu en spáð hefði verið, væri tímabært að freista þess að ná niður nafnvöxtunum í ■ bönkunum og að Seðlabankinn ætti að hafa forgöngu um það í samtölum við bankana, eins og hann hefði lýst sig fúsan til. Dómurinn í BHMR-málinu VI. 2 það samdi fyrir í febrúar 1990 fengju 4,5% hækkun á launum sínum og fyrir jiggur að Vinnuveitendasam- band íslands og Vinnumálasamband samvinnufélaganna ætluðu að verða við þeirri kröfu, enda þótt formlegar samþykktir hefðu ekki verið um það gerðar. Ekki höfðu komið fram kröf- ur frá öðrum samtökum launafólks um sömu launahækkun. Formaður VSÍ kvað það hafa verið vitað að kröfur frá öðrum launþegum myndu koma fram. Formaður Bandalags starfs- manna ríkis og bæja var þess full- viss að félagsmenn BSRB hefðu gert kröfu í nóvember 1990 til sömu launahækkunar og BHMR fékk og fengið hana greidda, enda þótt í kjarasamningi BSRB væri ekki ákvæði þar um. Forsætisráðherra kvað sér hafa verið gerð grein fyrir þessum kröfum launþega og viðbrögðum vinnuveit- enda og til þess að koma í veg fyrir víxlhækkanir launa sem leitt hefðu til eyðileggingar á þjóðarsáttinni hefðu bráðabirgðalögin verið sett. Með það i huga sem að framan er rakið verður að telja að sýnt hafi verið fram á með nægjanlegum hætti að nauðsyn hafi borið til setn- ingar bráðabirgðalaganna til þess að ná þeim stjórnmálalegu markmið- um sem að var stefnt og lýst er í aðfararorðum bráðabirgðalaganna. Ekki verður séð að markmið þessi hafi út af fyrir sig haft að geyma neins konar ólögmæti og nauðsynin þykir hafa verið nægilega rík til þess að telja verði setningu bráða- birgðalaganna innan heimildar- marka 28. gr. stjórnarskrárinnar að því er varðar ákvæðið um brýna nauðsyn. Rétt er að taka hér fram að ekki þykir skipta máli hvort nauðsyn á setningu laga í þessu skyni kann að hafa legið fyrir einhvern tíma áður en bráðabirgðalögin voru sett, því að mat á nauðsyninni verður að miða við setningartíma bráðabirgða- laganna. Með setningu bráðabirgðalaganna létti bráðabirgðalöggjafinn ákveð- inni greiðsluskyldu af ríkissjóði sem hann hafði gengist undir er kjara- samningurinn var undirritaður 18. maí 1989. Með dómi Félagsdóms frá 23. júlí 1990 var staðfest að þessi greiðsluskylda væri fyrir hendi. Að til þurfti dóm Félagsdóms til þess að setja niður þá deilu sem risið hafði með aðilum kjarasamningsins um skilning á samningnum, þykir út af fyrir sig ekki skjóta loku fyrir rétt löggjafarvaldsins til íhlutunar um efni kjarasamningsins, en ýmis dæmi eru til um íhlutun löggjafar- valdsins um kaup og kjör. Þó ber sérstaklega að hafa í huga að fjár- málaráðherra f.h. ríkissjóðs var aðili kjarasamningsins og af þeim sökum verður að telja að íhlutunarrétti lög- gjafarvaldsins séu þrengri skorður settar en ella, enda þótt hér sé um að ræða tvo sjálfstæða handhafa ríkisvalds. Eftir að dómur Félags- dóms gekk varð íhlutunin að byggj- ast á öðrum sjónarmiðum en þeim einum að létta greiðslubyrði af ríkis- sjóði sem samningsaðila ætti hún að teljast heimil. Fallast verður á það með stefndu að íhlutunin byggist ekki á því fyrst og fremst að létta þeirri skyldu af ríkissjóði að greiða 4,5% launahækk- un til félaga í samflotsfélögum BHMR, þótt hún hafi vissulega haft það í för með sér, heldur einnig að koma í veg fyrir með því móti að aðrir launþegar í landinu fengju greidda sömu launahækkun og laun hækkuðu á víxl. Lagasetning af þessu tagi verður af þessum sökum ekki talin bijóta gegn þrígreiningu ríkisvaldsins sem kveðið er á um í 2. gr. stjórnarskrár- innar. VI. 3 Af hálfu stefnanda er því haldið fram að 67. gr. stjórnarskrárinnar hafi verið brotin þegar afnumin var með bráðabirgðalögumun. s.ú 4,5% kauphækkun sem kveðið var á um í kjarasamningi BHMR að greidd skyldi. Líta verður svo á að laun manna sem þeir eiga rétt á að fá greidd fyrir vinnu sína samkvæmt bindandi kjarasamningi, eins og þeim sem hér er til að dreifa, séu eign þeirra í skilningi 67. gr. stjórnarskrárinnar. Ekki er um það deilt að laun sem unnið hefur verið fyrir njóta verndar 67. gr. stjórnarskrárinnar. Laun, sem ekki hefur verið unnið fyrir en samið um, eru kröfuréttindi þó því skilyrði bundin að sjálfsögðu, að vinna skal koma á móti launagreiðsl- um. Þessi réttindi verður að telja að njóti verndar 67. gr. stjórnarskrár- innar, eins og þau laun sem unnið hefur verið fyrir. Stefnandi var ráð- in til vinnu hjá ríkinu með sérstökum ráðningarsamningi en hún tók laun samkvæmt kjarasamningi BHMR. Skal nú vikið að því hvort bráða- birgðalöggjafínn gat, enda þótt rétt- ur til launa sé eign samkvæmt 67. gr. stjórnarskrárinnar, skert þau bótalaust, en sú er málsástæða stefndu. Líta verður svo á að löggjafanum sé heimilt undir vissum kringum- stæðum, svo sem við framkvæmd efnahagsstefnu, að skerða samn- ingsbundin laun manna án þess að bætur komi fyrir. Sú heimild er þó ákveðnum skilyrðum bundin og verður að telja hin helstu þau, að skerðingin sé almenn, ekki úr hófi, ekki sé um beina tilfærslu verðmæta frá einum aðila til annars að ræða, gild rök séu færð fram fyrir nauðsyn skerðingarinnar og að þeir hags- munir, sem ætlunin er að vernda, hafi mun meira vægi en hagsmunir þeirra, sem löggjöfin beinist að. Hér er vissulega um matskenndar við- miðanir að ræða sem þó verður að styðjast við. Telja verður að í málinu hafi ver- ið leiddar í ljós yfirgnæfandi líkur á því, að stór hluti launþega í landinu hefði fengið greidda sömu kaup- hækkun og félagsmenn í BHMR, hefðu bráðabirgðalögin ekki verið sett. Bráðabirgðalögin leiddu til þess að nýfengin kauphækkun félags- manna í BHMR var tekin af og væntanleg kauphækkun annarra launþega var ekki greidd og snerti þessi skerðing þannig mun fleiri launþega en félagsmenn í BHMR. Með þessum hætti voru ekki færð verðmæti frá einum aðila til annars í þeim skilningi sem verður að leggja í það skilyrði, enda þótt launagreið- endum sparaðist við þetta nokkurt fé. Sú launahækkun sem af var tek- in var nokkuð mikil miðað við þær launahækkanir sem almennt hafði verið samið um að kæmu til fram- kvæmda á svipuðum tíma. Verður þó að telja að með launaskerðing- unni hafi ekki verið farið út fyrir þau mörk sem setja verður skerðingu af þessu tagi. Þær ástæður sem fram eru færð- ar fyrir því að launaskerðingin hafi verið nauðsynleg eru stjórnmálalegs eðlis. Þótt um hafi verið að ræða all harkalegar aðgerðir löggjafar- valdsins, m.a. þær að breyta kjara- samningi sem ríkið var aðili að því í hag, verður þó að telja að sýnt hafi verið fram á, að um hafi verið að tefla þá hagsmuni stjórnvalda að hafa svigrúm til þess að framfylgja ákveðinni efnahagsstefnu, með það að markmiði að koma í veg fyrir víxlhækkanir launa og halda verð- lagi í skefjum. Þá hagsmuni verður að telja það ríka að afnám þeirrar almennu launahækkunar sem bráða- birgðalögin kváðu á um hafi verið réttlætanlegt. Með vísan til þess sem að framan er rakið, verður að telja, að sú skerð- ing á launum sem bráðabirgðalögin höfðu í för með sér, hafi verið innan þeirra marka sem að framan er lýst að setja verði skerðingu af þessu tagi, og því hafi með henni ekki verið brotið gegn 67. gr. stjórnar- skrárinnar. VI. 4 Stefnandi heldur því fram að bráðabirgðalögin, einkum þó 2. og 4. gr. þeirra, fari í bága við 73. gr. stjórnarskrárinnar um félagafrelsi og einnig sáttmála Alþjóðavinnumál- astofnunarinnar. Þessa sáttmála beri að hafa í huga þegar 73. gr. stjórnarskrárinnar sé skýrð, enda þótt þeir séu ekki réttarheimildir að íslenskum lögum. Samkvæmt forsögu 73. gr. stjórn- arskrárinnar er ljóst að henni var ætlað það hlutverk að vernda rétt manna til þess að stofna félög í lög- legum tilgangi án þess að slík félags- stofnun væri háð leyfi stjómvalda. Stjórnarskrárgreinin hefur ekki ver- ið skýrð þannig að hún verndi rétt manna til að neita að ganga í félag eða halda félagsaðild áfram. Enn. síður verður greinin skýrð svo að hún verndi menn gegn atvikum sem skapað geta vantrú á gildi þess að starfa í skipulögðum félagsskap til þess að bæta kjör sín og réttindi. Aðgerðir af viðmóta tagi þyrftu að vera mun alvarlegra eðlis en setning bráðabirgðalaganna til þess að vernd 73. gr. stjórnarskrárinnar geti hugs- anlega komið til sögunnar. Sáttmál- ar Alþjóðavinnumálastofnunarinnar breyta hér engu um. Verður því ekki talið að bráða- birgðalögin bijóti í bága við 73. gr. stjórnarskrárinnar. Samkvæmt framansögðu verða kröfur stefnanda ekki teknar til greina. , Rétt þykir að hver aðili beri sinn kostnað af rekstri málsins. Dóm þennan kváðu upp Friðgeir Björnsson yfirborgardómari, Allan V. Magnússon borgardómari og Jón L. Arnalds borgardómari. Dómsorð Stefndu, fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs og menntamálaráðherra f.h. rannsóknardeildar fisksjúkdóma við Tilraunastöð Háskólans í meina- fræðum, skulu vera sýknir af kröfum stefnanda, Bjarnheiðar Guðmunds- dóttur, í máli þessu. Málskostnaður fellur niður. Friðgeir Björnsson, Allan V. Magnússon, Jón L. Arnalds.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.