Morgunblaðið - 14.03.1991, Side 2

Morgunblaðið - 14.03.1991, Side 2
2 ceei SfltÁM .M HUOAtrJTMMI'í ÖIOAiaVIUOIIOM MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MARZ 1991 Alþingi: Ágreiningur stjórnar- flokka um lánsfjárlög EKKI er sanikoniulag milli stjórnarflokkanna um ýmis þingmál, sem lögð hefur verið áhersla á að afgreiða fyrir þingslit. Þannig er frum- varp að lánsfjárlögum óafgreitt, m.a. vegna ágreinings um heimildar- ákvæði vegna fyrirhugaðara virkjunarframkvæmda í sumar og kaupa á jarðnæði fyrir nýtt álver, vegna þyrlukaupa, með hvaða hætti verð- ur tekið verður á vanda Byggðastofnunar, og vanda vegna loðnubrests. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins hefur fjármálaráð- herra gert athugasemd við orðalag í tillögu iðnaðarráðherra um láns- heimildir vegna álversins. Forsætis- ráðherra hefur lagt áherslu á að fjárhagsvandi Byggðastofnunar verði leystur með því að ríkissjóður yfirtaki hluta skulda stofnunarinnar en einnig hefur komið til greina að tekið verði erlent lán til að hlaupa þar undir bagga. Einnig mun hafa verið rætt um hvort fjármálaráðu- neytið eigi að hafa eftirlit með þeirri deild stofnunarinnar sem yfirtók starfsemi Atvinnutryggingarsjóð^' eftir að lánveitingum úr honum var hætt. í gærkvöldi var þingsályktunar- tillaga iðnaðarráðherra um álvers- samninga á dagskrá sameinaðs þings í þriðja sinn. Tillagan var einnig á dagskrá aðfaranótt mið- vikudags en um klukkan þijú fre- staði Guðrún Helgadóttir þingfor- seti fundi þegar Hjörleifur Gutt- ormsson þingmaður Alþýðubanda- lagsins lýsti því yfir að hann yrði ekki nærri búinn með ræðu sína um klukkan fjögur. Nokkru seinna kom í Ijós að forseti var farinn úr þinghúsinu og sleit Salome Þorkels- dóttir varaforseti þingsins þá fund- inum. Borgarráð: SÁÁ kaup- ir hluta af Saltvík SÁÁ hefur keypt um 14 hekt- ara úr jörðinni Saltvík á Kjal- amesi, sem er í eigu Reykja- víkurborgar, fyrir 3 miiyónir króna. Að sögn Theódórs Halldórssonar framkvæmda- stjóra SÁÁ, er fyrirhugað að reisa þar endurhæfingar- deild fyrir 30 vistmenn. Hætta á að ung böm lokist inni í miðjum sinueldunum ÁKVEÐIÐ hefur verið að velya almenning til umhugsunar um hvaða reglur eru í gildi um sinubruna, skaðsemi hans fyrir jarðveginn og hættuna sem af honum getur stafað, einkum gagnvart ungum börnum. Garðyrkjustjórinn í Reykjavík, slökkviliðið og lögreglan vekja at- hygli á að sinueldar eru bannaðir samkvæmt lögum í borgarlandinu og leggja áherslu á að fylgja þessu eftir, en hingað til hefur sina verið látin brenna, þegar ekki hefur ver- ið talið að verðmæti væru í hættu. Hrólfur Jónsson, aðstoðar- slökkviliðsstjóri, sagði við Morgun- blaðið að sinueldar hefðu valdið alvarlegu tjóni, þó ekki að þessu sinni, en allur væri varinn góður og fyllsta ástæða til að hvetja alla til að taka þátt í forvörnum. Ómar Smári Ármannsson, að- stoðaryfirlögregluþjónn, sagði að yfirleitt væru það krakkar, sem kveiktu í sinu, en þeir gerðu það ekki af illum vilja, heldur væri þetta fikt og fíkn í eldinn. Hann sagði að mikilvægt væri að foreldr- ar væru á varðbergi og gættu þess að börnin væru ekki að fikta með eldspýtur. Eins skipti miklu máli að foreldrar töluðu við börnin og segðu þeim frá hvað hættulegt væri að kveikja í sinu. Mesta hætt- an væri að börnin hreinlega lokuð- ust inni og ættu sér enga útgöngu- leið, einkum þar sem um stórar sinur væri að ræða. „Það þekkist hvergi í heiminum að sina sé brennd og á ekki að þekkjast hér heldur," sagði Jóhann Pálsson, garðyrkjustjóri Reykja- víkurborgar. Hann benti á að víða væri verið að planta og sinan gegndi þar mikilvægu hlutverki en hún þyrfti að fá að rotna eðlilega. Sjávarútveg-sráöherra: Síldarverksmiðjur ríkisins fái allt að 200 milljóna króna lán Nýbyggingin í Saltvík mun koma í stað deildarinnar, sem nú er rekin á Sogni í Ölfusi en það húsnæði er í eigu Náttúru- lækningafélags íslands. Leigu- samningurinn rennur út um áramótin og eftir að kannaðir höfðu verið möguleikar á öðru húsnæði var ákveðið að ráðast í nýbyggingu. Sagði Theódór, að undirbún- ingur væri þegar hafinn og er beðið eftir niðurstöðu úr lokuðu alútboði með þátttöku fjögurra fyrirtækja, Hagvirkis hf., Álftáróss hf., ístaks hf. og Loftorku hf. Verða tilboðin opnuð 12. apríl næstkomandi. Páll Ásgeirsson, barnageðlæknir og formaður Bamaheillar, segir að dæmi sé til um einstakling sem hefur verið vistaður á 15 mismun- andi stofnunum frá 4 ára aldri, en vandi hans sé óleystur þar sem meðferðarstofnun við hans hæfi sé ekki til. Páll sagði að böm þessi væru flest á aldrinum 7-12 ára og koma í flestum tilfella frá heimilum þar sem fátækt, bamamergð eða geð- sjúkdómar væru til staðar. Hann sagði að brýnt væri að koma á fót tvenns konar meðferðarheimilum til að leysa vanda vegalausra bama, í samræmi við tillögur starfshóps um málefni vegalausra HALLDÓR Ásgrímsson sjávarút- vegsráðherra vill að Síldarverk- smiðjur ríkisins (SR) fái allt að 200 milljóna króna lán með rikis- ábyrgð, meðal annars vegna end- urbyggingar á verksmiðju SR á bama. í tillögunum er í fyrsta lagi gert ráð fyrir heimili fyrir 6-7 böm þar sem unnt er að vista þau í allt að tvö ár meðan unnið væri. að framtíðarlausn þeirra. Þar er gert ráð fyrir að þau fái markvissa meðferð og uppeldi og þeim ætlað að ganga í hverfisskóla. í öðm lagi er gert ráð fyrir fjölskylduheimili fyrir langtímavistun þar sem vega- laus börn geta dvalið fram að 16 ára aldri. Slíkt heimili er ætlað 5-7 bömum sem fyrirsjáanlegt er að eigi við svo alvarlega örðugleika að stríða að ekki sé forsvaranlegt að vista þau hjá fósturforeldrum. Páll sagði að frá því að tillögurn- ar voru lagðar fram hefði skapast Seyðisfirði, en endurbyggingin kostaði rúmar 500 mil(jónir króna. Hér eru 20 loðnuverksmiðjur en SR eiga fjórar þeirra. Þær eru á Siglufirði, Raufarhöfn, Reyðar- firði og Seyðisfirði. þörf fyrir þriðja meðferðarstigið, fyrir böm sem eru hættuleg sjálf- um sér og öðrum. Hann sagði að slíkt heimili krefðist tveggja sér- lærðra starfskrafta, en á bama- og unglingageðdeild Landspítalans á Dalbraut 12 væru dæmi um ein- staklinga með hættulega ofbeldis- hneigð en engin stofnun sé til sem sinnt getu þeim. Tillögumar vom lagðar fyrir mennta-, félags- og heilbrigðisráð- uneyti í bytjun síðasta árs, en að sögn Gunnars Sandholt, yfirmanns bamadeildar Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar, sem sæti átti í starfshópnum, virðist sem þær hafi lent á milli ráðuneyta. Nú væri hins vegar svo komið að ekki mætti bíða lengur með úrbætur í þessum málum. Málþingið hefst í Gerðubergi kl. 13.15 á morgun með því að Svavar Gestsson menntamálaráðherra set- ur það. Málþingið er öllum opið. Sjávarútvegsráðherra vill að stofnaður verði úreldingarsjóður loðnuverksmiðja, sem verði sérstök deild í Fiskveiðasjóði. Úreldingar- sjóðurinn fái 300 milljónir króna til ráðstöfunar og þær loðnuverksmiðj- ur, sem eftir verði, greiði 60% af árlegum afborgunum og vöxtum af þessum 300 milljónum á 10-15 árum en ríkissjóður 40%. í þessu sambandi er verið að afla heimildar á lánsfjár- lögum til að taka 300 milljóna lán til 10-15 ára með sjálfskuldarábyrgð ríkissjóðs. Þá beini ríkisstjómin þeim tilmæl- um til banka og sjóða að þeir skuld- breyti eldri lánum og vanskilum verk- smiðjanna. Ríkissjóður veiti sjálf- skuldarábyrgð fyrir allt að íjórðungi slíkra skuldbreytilána, að hámarki samtals 200 milljónir, en afborganir verksmiðjanna af lánum á þessu ári eru 700-800 milljónir. Deildinni í Fiskveiðasjóði, sem úreldingarsjóður verksmiðjanna heyri undir, verði fa- lið að koma með tillögur um veitingu á þessum ábyrgðum en inn í lánsfjár- lög er komin beiðni um þessar 200 milljónir. Ráðherra vill einnig að SR verði sem allra fyrst breytt í hlutafélag en í tillögum að fmmvarpi til laga um SR er gert ráð fyrir að heimilt verði að selja allt að 25% af hlutafénu. Ef selja eigi meira af hlutafénu þurfi til þess samþykki AJþingis. Sjávarút- vegsráðherra telur eðlilegt að þessi heimild yrði nýtt meðal annars til að afla ijár á móti útgjöldum ríkisins vegna úreldingarsjóðs verksmiðj- anna. Þá beinir sjávarútvegsráðherra þeim tilmælum til iðnaðarráðherra að leitað verði leiða til að lækka verð á raforku til loðnuverksmiðjanna vegna loðnubrestsins, svo og sam- gönguráðherra að kannað verði með hvaða hætti hægt sé að lækka vöru- gjöld hafnasjóða vegna útflutnings á mjöli og lýsi. Félag íslenskra fisk- mjölsframleiðenda hefur mótmælt því að greiða þurfi sömu upphæð í vömgjöld fyrir tonnið af loðnuafurð- um og öðmm fiskafurðum, enda þótt frystur þorskur sé til dæmis mun verðmætari en mjöl og lýsi. Sjá frétt á þingsíðu, bls. 33. Röskva sigraði RÖSKVA vann eitt sæti í kosningum til Stúdentaráðs Háskóla íslands. Röskva og Vaka hafa því jafnmarga full- trúa í ráðinu. Röskva fékk 1.504 atkvæði og sex menn kjörna, eða sex atkvæðum meira en Vaka sem fékk 1.498 og sjö menn kjörna. Félögin fengu hvort sinn fulltrú- ann í Háskólaráð. Nú sitja fimmtán fulltrúar frá hvorri fylkingu í Stúdehtaráði, en áður hafði Vaka meirihluta. Rúmlega 62% kosningabærra stúdenta nýttu kosningarétt sinn og er það óvenju góð þátt- taka. Sjá frétt og samtöl bls. 45. Málþing um vegalaus böm: 200-300 böm leita hjálpar vegna geðrænna vandamála Á MILLI 200-300 böm og unglingar koma á hveiju ári til rannsókn- ar eða meðferðar vegna vandamála af geðrænum toga. Af þessum fjölda eru 20-30 böm vegalaus í þeim skilningi að samfélagið hefur ekki gert viðeigandi ráðstafanir til að leysa vanda þeirra. Fjallað verður um þennan vanda á málþingi sem félagið Barnaheill stendur að á morgun.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.