Morgunblaðið - 14.03.1991, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 14.03.1991, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MARZ 1991 13 Úr hörðustu átt eftirBjörn Bjarnason í kosningayfirlýsingu Sjálfstæð- isflokksins, sem samþykkt var á landsfundi hans segir: „Sjálfstæðis- flokkurinn óttast ekki fortíð sína eins og ýmsir keppinautar hans en í hópi þeirra er flokkur, sem hefur vel'ið málsvari helstefnu þessarar aldar. Sjálfstæðisflokkurinn þarf ekki að endurskoða stefnu sína vegna hruns sósíalisma og komm- únisma. Staða Sjálfstæðisflokksins er skýr í íslenskum stjómmálum.“ Menn þurfa ekki að vera sérfróð- ir í íslenskri stjórnmálasögu til að átta sig á því til hvaða stjómmála- flokks er vísað með þessum orðum. Það er að sjálfsögðu Alþýðubanda- lagið, en flokkurinn og forverar hans Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn og Kommún- istaflokkur íslands hafa staðið vörð um kommúnisma og sósíalisma. Fyrir rúmu ári var hart tekist á um það innan Alþýðubandalagsins, hvort gera ætti upp við sósíalíska og kommúníska fortíð flokksins. Þeir höfðu betur sem höfnuðu kröf- um um það. Nokkrir einstaklingar lögðu þá á pólitískan flótta úr flokknum og er einn þeirra, Össur Skarphéðinsson, nú á framboðslista Alþýðuflokksins í Reykjavík. I kosningayfírlýsingu sjálfstæð- ismanna kveður ekki við harðan tón nema þegar fjallað er um marxista og kommúnista, Saddam Hussein, einræðissegg í Bagdad, og ríkis- stjóm Steingríms Hermannssonar. Hið sama má segja almennt um málflutning manna á landsfundi fiokksins og ræður þeirra Þorsteins Pálssonar og Davíðs Oddssonar. Davíð kvað fastast að orði þegar hann ræddi um marxista og ríkis- stjórn Steingríms. Þetta er rifjað upp nú vegna við- bragða Ólafs Ragnars Grímssonar, formanns Alþýðubandalagsins, við niðurstöðum landsfundarins. Hann segir, að „hörðustu hægriöflin" í Sjálfstæðisflokknum hafi staðið með Davíð Oddssyni og nú dugi „engin vettlingatök hjá vinstri mönnum á Islandi“. Ólafur Ragnar segir enn: „Það þarf að koma í veg fyrir það að harða hægri klíkan í Sjálfstæðisflokknum fái að leika sér með ísland." Það kemur úr hörðustu átt, þeg- ar formaður þess flokks sem hefur ekki þrek til að gera upp við komm- úníska fortíð sína talar á þennan hátt til Sjálfstæðisflokksins. Á mið- stjórnarfundi Alþýðubandalagsins á Akureyri síðastliðið haust kvarnað- ist úr flokknum vegna yfirgangs Ólafs Ragnars, sem hrósaði sér síð- an af því að hin „breiða miðja" væri eftir í Alþýðubandalaginu. Þessi „breiða miðja“ sem hann kall- ar svo nær til alþýðubandalagsráð- herranna þriggja, forseta samein- aðs þings, fyrrverandi ráðherra og fáeinna einstaklinga fyrir utan þetta höfðingjalið. Nómenklátúran situr sem sé eftir í Alþýðubandalag- inu, það er hástétt flokksins, starfs- bræður þeirra sem helst standa í vegi fyrir umbótum í Sovétríkjun- um. Til að fela eðli Alþýðubanda- lagsins í stað þess að horfast í augu við fortíðina tóku þessir menn fyrst ákvörðun um að nema stefnuskrá þess úr gildi, síðan að breyta útliti Þjóðviljans og þá að setja grænan lit inn í flokksmerkið. Þessar yfir- breiðslur duga skammt. Ólafur Ragnar ætlar síðan að reka smiðs- höggið með því að kalla þá and- UÝTT SÍMANÚMER ffilNGADEll^ stæðinga sína sem hika ekki við að benda á rétt eðli Alþýðubanda- lagsins „harða hægri klíku". Nokkru áður en Júlíus Sólnes gekk til liðs við Albert Guðmunds- son og tók þátt í Borgaraflokknum skrifaði hann blaðagrein um nauð- syn þess að stofna stjórnmálaflokk hægra megin við Sjálfstæðisflokk- inn. Nú fetar hann í fótspor Ólafs Ragnars og þykist sleginn ótta yfir því að Sjálfstæðisflokkurinn hafl „tekið afdrifaríka stefnu til hægri í stjórnmálum“. Kannski Júlíus ætli nú að ganga til liðs við „hina breiðu miðju“ Ólafs Ragnars og sýna að það dugi engin vettlingatök hjá vinstri mönnum á íslandi gegn Sjálfstæðisflokknum? Þegar Albert Guðmundsson snerist gegn þátt- töku Borgaraflokksins í ríkisstjórn með Alþýðubandalaginu undir for- sæti Steingríms Hermannssonar sagðist hann ekki vilja vinna með kommúnistum. Sannast í þessu máli eins og svo mörgum öðrum, að hvorki Ólafur Ragnar né Júlíus Sólnes meta Sjálf- stæðisflokkinn rétt. Áróðurstal þeirra um sjálfstæðismenn hittir þá verst sjálfa. Það bitnar hins vegar harðast á þjóðinni, ef þeim Ólafi Björn Bjarnason „Sannast í þessu máli eins og svo mörgum öörum, að hvorki Ólaf- ur Ragnar né Júlíus Sólnes meta Sjálfstæð- isflokkinn rétt. Áróð- urstal þeirra um sjálf- stæðismenn hittir þá verst sjálfa.“ Ragnari og Júlíusi gefst áfram tæk- ifæri til að „leika sér með ísland" eftir kosningar, svo að enn sé vitn- að í hin smekklausu ummæli for- manns Alþýðubandalagsins. Höfundur skipar þriðja sætið á fra/nöoðslista sjálfstæðismanna í Reykjavík. Hin þekkta hljómsveit, The Mulligans, koma beint frá írlandi til að spila fyrir viðskiptavini Kringlunar. Föstudag kl. 16 og 18 Laugardag kl. 12 og 14 Allan föstudaginn og laugardaginn verður starfsfólk Veraldar með sérstaka kynningu á írlandi í Kringlunni. Kynning á írlandi alla daga hjá Bjarna Degi kl. 18.20 í þættinum ísland í dag. Taktu þátt í happdrættinu og sendu póstkort til Veraldar, Austurstræti 17, ogþú getur unnið glæsilega ferð til írlands í sumar. Það eina, sem þú þarft að gera, er að fylla út póstkort og senda með nafni og heimilisfangi og skrifa á kortið eitt írskt orð. KRÁÍN The Mulligans frá írlandi skemmta gestum og þar munu ríkja ekta írsk pöbbamenning fram á rauða nótt með tilheyrandi stemmningu ásamt sérstakri kynningu á þekktum írskum heilsudrykkjum. Föstudagskvöld kl. 23.00 Laugardagskvöld kl. 23.00. FEHOAMIIlSTflfllN mnQ AUSTURSTRÆT117, SÍIVII 62 22 00

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.