Morgunblaðið - 14.03.1991, Síða 42

Morgunblaðið - 14.03.1991, Síða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14.. MARZ 1991 STJÖRNUSPÁ eftir Frances Drake Hrútur (21. mars - 19. apríl) fP* Vinur hrútsins gefur honum ráð sem koma að gagni. Hann ráðgerir að halda sam- kvsemi. Vinsældir hans fara vaxandi. Naut (20. apríl - 20. maí) Feiknalegur kraftur nautsins skipa því skör framar öðrum í samkeppninni um þessar mundir. Það verða jákvæðar breytingar heima hjá því í dag. Tvíburar (21. mai - 20. júní) Tvíburinn er kominn í sjálf- beldu í verkefni sem hann hefur með höndum. Hann verður heppinn í félagsstarfi í kvöld og skoðanir hans fá góðar undirtektir. Krabbi (21. júní - 22. júli) >“18 Krabbinn vinnur nú að því að tryggja fjárhagslegt ör- yggi sitt. Hann blandar far- sællega saman leik og starfi. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Ljónið vinnur vel í samstarfi við aðra í dag. Nú er tilvalið að komast að samkomulagi í ákveðnu máli. Ástin og vin- áttan blómstra í kvöld. Meyja (23. ágúst - 22. september) M Meyjan fær aukin fríðindi í vinnunni og tekjur hennar aukast. Hún kynnist róm- antíkinni á vinnustað. Vog (23. sept. - 22. október) 2^5 Vogin ætti að undirbúa skemmtiferðalag í dag. Róm- antíkin gengur í endurnýjun lífdaganna og framtíðarhorf- urnar eru góðar. Sþoródreki (23. okt. — 21. nóvember) Flest gengur eftir höfði sporðdrekans á heimili hans í dag. Honum gengur enn fremur vel á vinnustað. Per- sónuleiki hans léttir honum öll störf. Bogmaóur (22. nóv. — 21. desember) ) Ferðalög og rómatík setja svip sinn á líf bogmannsins núna. Tilfmningaböndin styrkjast enn. Þetta verður góður dagur. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Steingeitin kemur miklu í verk í vinnunni í dag og fjár- hagsleg afkoma hennar ætti að vera góð. Fjárfesting sem hún hefur lagt í fer að skila arði. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) Vatnsberinn umgengst yfir- menn sína með tillitssemi. Hann hefur yndi af ferðalagi sem hann tekst á hendur til að iðka áhugamál sín. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) Fiskurinn er kraftmikill heima fyrir í dag. Hugmynd- ir hans nýtast honum vel í vinnunni. Fjármálin þróast á jákvæðan hátt. Stjömuspána á að lesa sem dœgradvöl. Spár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni visindalegra staðreynda. ■ - ■ ■ DÝRAGLENS TOMMI OG JENNI LJÓSKA SMÁFÓLK „Verður sýnt bráðlega í leik- En hughreystandi húsi í grennd við þig!“ BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Brids er skrítið spil. Þú tekur upp 7-6 skiptingu í svörtu litun- um.. . Norður ♦ ÁKD765 V- ♦ - + ÁD10753 ... og iendir svo í því, augna- bliki síðar, að vera sagnhafi í 6 tíglum!! Norður gefur; AV á hættu Norður ♦ ÁKD765 V- ♦ - + ÁD10753 Suður ♦ - y Á832 ♦ ÁK1087654 ♦ G Tvær íslenskar sveitir tóku nýlega þátt í alþjóðlegu móti í Haag, sem lyfjafyrirtækið Ho- echst stendur á bak við. Jón Baldursson, Aðalsteinn Jörgens- en, Sverrir Ármannsson og Matthías Þorvaldsson mynduðu eina sveit og háðu mjög góðum árangri, eða 18. sæti af 80 sveit- um. Það var Jón Baldursson sem hélt á spilum norðurs í einum leiknum: Vestur Norður Austur Suður — 1 lauf Pass 2 lauf Pass 2 tíglar Pass 3 lauf Pass 3 tíglar Pass 4 grönd Pass 5 spaðar Pass 6 tíglar Pass Pass Pass Jón og Aðalsteinn spila sterkt lauf, þar sem svarhönd lýsir skiptingunni kerfisbundið með jákvætt _svar á móti. Fyrstu sagnir Jons eru því spuminga- sagnir. Með 4 gröndum hefur Aðalsteinn lokið lýsingunni, sagt frá skiptingunni 0-4-8-1. Það var ekki beinlínis það sem Jón var að vonast eftir, og hann ákvað því að stansa í 5 spöðum. En Aðalsteinn kaus að halda áfram og meinti 6 tígla sem 5 „kontról" (ás=2; kóngur=l). Jón taldi hins vegar að sögnin sýndi þéttari lit og passaði. Slemman tapaðist auðvitað, en á hinu borðinu spiluðu andstæðingamir 6 lauf, sem ekki er hægt að hreyfa við. SKÁK Austur ♦ 843 yD1064 ♦ DG32 ♦ 84 Vestur ♦ 10992 V KG975 ♦ 9 ♦ K962 Umsjón Margeir Pétursson Tveir stigalausir skákmenn tefldu þessa stuttu skák á opna mótinu í Bern í Sviss um daginn: Hvítt: MpUet, Sviss. Svart: Cornu, Sviss. Sikileyjarvörn. 1. e4 - c5, 2. Rf3 - e6, 3. d4 - cxd4, 4. Rxd4 - Rf6, 5. Bd3 - Rc6, 6. Rxc6 — dxc6, 7. 0-0 - e5, 8. Khl - Rg4, 9. f3?? 9. — Rxh2!, 10. Hel (Hvítur verð- ur mát eftir 10. Kxh2? — Dh4+, 11. Kgl - Bc5+.) 10. - Dh4, 11. Kgl - Rxf3+!, 12. Dxf3 (12. gxf3 — Bc5+, 13. Be3 — Bh3 var einnig vonlaust.) 12. — Dxel+, 13. Kh2 - Dxcl, 14. Rc3 - Dh6+, 15. Kgl - Bc5+, 16. Kfl og hvítur gaf.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.