Morgunblaðið - 14.03.1991, Side 44

Morgunblaðið - 14.03.1991, Side 44
44 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MARZ 1991 Ásta Valdimarsdóttir Hafnarfírði - Mhmiiig’ Fædd 19. október 1937 Dáin 6. mars 1991 Ég heimsótti Ástu aðeins fáum dögum áður en hún lést og virtist henni líða ágætlega. Hún leit ljóm- andi vel út, enda þótt hún hefði rétt áður fengið úrskurð um að hún ætti við erfiðan sjúkdóm að etja. Það var því reiðarslag fyrir alla að frétta að hún væri nú að deyja. Eftir að hún kvaddi þennan heim vaknaði eins og svo oft spurningin um það hver tilgangurinn væri? Kona í blóma lífsins, rétt 53 ára, lífsglöð og hraust. Ef til vill ætlaði drottinn að létta henni áhyggjum af veikindum sínum. Kannski var þetta miskunnarverk. Við sem trú- um á Guð trúum því að svo hafi verið. Ásta fæddist á Fáskrúðsfirði þar sem hún ólst upp hjá foreldrum sín- um og stórum systkinahópi. Ung flutti hún til Hafnarfjarðar þar sem hún kynntist eftirlifandi manni sín- um Reyni Dagbjartssyni. Eignuðust þau hjónin 5 börn sem öll eru upp- komin og'bjó hún þeim fallegt og ástríkt heimili. Ástu móðursystur mína þekkti ég alla tíð mjög vel og þótti mér ákaflega vænt um hana. Hún var mér og bömum mínum alltaf mjög góð og tók ævinlega vel á móti okkur með gestrisni og hlýju. Það er því sárt að þurfa að kveðja hana svona fljótt og skyndilega. Svo ég bið þig drottinn, taktu vel á móti Ástu og finndu henni góðan stað í ríki þínu. Ástvinum hennar öllum votta ég mína innilegustu samúð og Guð veri ævinlega með ykkur. Ég sendi Ástu mína bestu kveðju. Guðríður Einarsdóttir Á hljóðri kvöldstund, þegar ég hugleiði líf og dauða, verður mér hugsað til Ástu sem hefur horfið frá okkur svo skjótt, hvað lífsþráður vor getur brostið snögglega. Laug- ardaginn 2. mars komu fjölskyldur okkar saman til að gleðjast á 7 ára afmælisdegi dóttursonar hennar, þar var hún hin hógværa amma að gleðjast og gleðja barnabam sitt. Við kvöddumst eins og svo oft áður með ósk um að sjást aftur, en sú ósk rættist ekki, því um nóttina var hún flutt helsjúk á sjúkrahús og átti þaðan ekki afturkvæmt, þar lést ,hún 6. mars. Ásta fæddist í Fáskrúðsfirði og ólst þar upp í stór- um systkinahóp, en fór ung að heiman að vinna fyrir sér á ýmsum stöðum, þar til hún kvæntist Reyni Dagbjartssyni og hófu þau búskap í Hafnarfirði og hafa þau búið þar alla tíð síðan, 5 börn eignuðust þau, 2 syni og 3 dætur sem öll lifa móður sína, allt er það vaxið fólk og hefir stofnað sín eigin heimili, nema yngsti sonurinn sem enn býr í foreldrahúsum. Ásta bjó manni sínum og börnum fallegt og gott heimili, og minnast þau þess nú á kveðjustund. Margs er að minnast eftir áratuga kynni, ég hef sjaldan eða aldrei kynnst hjpnum sem vom jafn samrýnd sem Ásta og Reynir, þau ferðuðust mikið og minnist ég með gleði heimsókna þeirra þau ár er ég bjó í Kaupmannahöfn, það vom gleðistundir. Þegar sonur minn og elsta dóttir þeirra hófu sambúð, uxu vináttuböndin milli allra í ijöl- skyldunni og vona ég að þau bresti aldrei. Við lát Ástu er missirinn mestur hjá Reyni ög biðjum við honum blessunar svo og bömum og bamabömum, í þeirri trú að lát- inn lifir. Ég lýk þessum kveðjuorð- um með orðum Jesú, ég lifí og þér munuð lifa, vér biðjum til hans sem öllu ræður að heimkoma Ástu verði góð og hann sem er ljós heimsins mun lýsa Ástu í þeirri nýju veröld sem henni hefír nú verið búinn stað- ur. Ég og fjölskylda mín, sendum Reyni, börnum og barnabörnum okkar innilegustu samúðarkveðjur og við vonum að trúin á lífíð eftir dauðann megi gefa ykkur styrk. Blessuð sé minning Ástu Valdi- marsdóttur. Ingvaldur Benediktsson og fjölskylda. í dag kveðjum við elskulega ömmu okkar hinstu kveðju og lang- ar okkur að minnast hennar með nokkrum orðum. Oft fórum við með ömmu og afa í útilegur eða í sumarbústað um helgar sem við öll höfðum mikið yndi af. Enda höfðum við frá mörgu að segja þegar heim kom. Amma hafði mikið yndi af því að pijóna og sauma og var það oft sem hún kom færandi hendi til okkar með eitthvað sem hún hafði unnið á okkur. Amma söng mikið fyrir okk- ur bamabömin hér á yngri ámm og gat hún setið tímunum saman og sungið barnalög, enda lærðum við mörg lögin hjá ömmu. Þegar sykursýki uppgötvaðist í einu okkar fyrir rúmum 5 ámm þá vildi amma fá að vita hvað hún þyrfti að læra og vita í sambandi við meðferð á þeim sjúkdómi. Hún sótti þessa fræðslu hjá félagi sykur- sjúkra. Af okkur 8 barnabörnunum búa 4 af okkur erlendis, þar af eitt það yngsta sem amma hafði ekki náð að kynnast. Alltaf hafði hún mikla unun af að fá okkur í heimsókn til íslands og þá var nú drifið í að fara í ferðalög að Laugarvatni eða Kleif- arvatni til að kenna okkur að veiða. Já, hún elsku amma var alltaf boðin og búin til að standa við hlið- ina á okkur og hún tók ætíð jafn- vel á móti okkur þegar við komum til hennar. Elsku afi, við biðjum Guð að vera með þér í sorg þinni. Einnig viljum við biðja algóðan Guð að taka vel á móti ömmu okkar. Ó, blíði Jesús blessa þú það bam, er vér þér fæmm nú, tak það í faðm og blítt það ber með börnum Guðs á örmum þér. (V. Briem) Börn og barnabörn Það er með sárum trega að við kveðjum elsku móður okkar og tengdamóður, sem lést á Landa- kotsspítala miðvikudaginn 6. mars, eftir stutta legu. Mamma var fædd á Fáskrúðs- fírði 19. október 1937 og er 8. í röðinni af 11 systkinum. Þar af eru 5 Iátin, að mömmu meðtalinni. For- eldrar hennar voru Valdimar Lúð- víksson frá Hafnamesi við Fá- skrúðsfjörð og Guðlaug Svein- bjömsdóttir frá G’autavík í Bem- fírði. Ung að ámm fór hún að heim- an til að vinna fyrir sér. Hún byij- aði í vist og vann við ýmis störf, sem til féllu á þeim ámm. Árið 1953 kynnist hún eftirlifandi eigin- manni sínum Reyni Dagbjartssyni frá Hafnarfirði, og gengu þau í hjónaband 31. desember 1956. Þau eignuðust 5 börn, þijár dætur og 2 syni, og era bamabömin orðin 8. Mamma hafði unun af því að ferðast. Á ámm áður þegar faðir okkar var á sjó, hafði mamma oft tækifæri til að fara með pabba í siglingu til fjarlægra landa. Var þá tilhlökkunin mikil hjá okkur systk- inunum, því alltaf var komið með smá gjafír. Eftir að pabbi hætti á sjónum og þau eignuðust sinn fyrsta bíl, þá drifu þau sig oft í ferðalög hérna heima. Hvort sem farið var í langferðir, eða bara upp að Kleifarvatni að veiða, voru þau ófá skiptin sem barnabörnin voru tekin með. Mamma okkar var ekki bara „mamma“ heldur var hún líka okk- ar besta vinkona og alltaf var jafn gott að koma heim til hennar. Hvort sem það var smá kaffísopi, eða boð um hjálparhönd og leiðbeiningar. Frá því að við börnin fómm að fljúga úr hreiðri, glöddumst við ætíð öll saman á gamlárskvöld á heimili mömmu og pabba og fögn- uðum nýju ári. Það streyma fram svo ótal margar minningar um elsk- ulega móður og tengdamóður, sem við geymum í hjörtum okkar og er því sárt að þurfa að kveðja hana. Elsku pabbi, við biðjum Guð að styrkja þig, sem sérð á eftir lífsföru- nauti þínum, með miklum söknuði. Það var yndislegt að sjá hve sam- rýnd þið voruð og studduð hvort annað. Blessuð sé minning ástkærrar móður okkar og tengdamóður. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé iof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Br.) Börn og tengdabörn Það sem fyrst kemur upp í hug- ann þegar við hugsum til Ástu svil- konu er þrautseigja hennar, dugn- aður, hlýja og glaðlyndi. í veikind- um manns hennar fyrstu hjúskapar- árin var hún hans stoð og stytta og sem sjómannskona í mörg ár bar hún hitann og þungann af heim- ilishaldi og bamauppeldi auk þess að starfa utan heimilisins. Og ekki var hægt að segja annað en að þau áttu myndarlegt heimili, þar sem hlýja og glaðlyndi sátu í fyrirrúmi. Og óteljandi eru þær peysurnar fallegur, sem hún pijón- aði, auk þess sem handavinna henn- ar prýðir heimili þeirra. Þvílík at- hafnasemi og ósérhlífni og hún hafði til að bera er hreint ótrúleg. Samt hafði Ásta alltaf tíma til að vera glöð í góðra vina hópi og voru þá hjónin bæði saman, því að aldrei fór annað svo að hitt fylgdi ekki með. Þá átti hún það til að „jóðla“ af hjartans lyst. Þegar við nú kveðjum hana eftir skamma sjúkdómslegu emm við sammála í þakklæti okkar fyrir það að hún þurfti ekki að þjást lengi eða liggja lengi sjúk, það hefði ekki samræmst minningum okkar um hina athafnasömu konu. Ásta var fædd á Fáskrúðsfírði, dóttir hjónanna Valdimars Lúðvíks- sonar og Guðlaugar konu hans, ein af 9 bama hópi. Fjölskyldan flutti til Hafnarfjarðar þegar Ásta var unglingur og þar kynntist hún eftir- lifandi eiginmanni sínum, Reyni Dagbjartssyni. Þau giftu sig 31. desember 1956 og eignuðust 5 börn, sem öll eru á lífi. Fjóla er þeirra elst. Sambýlismaður hennar er Erlendur Ingvaldsson og eiga þau tvo syni og búa í Hafnarfirði. Næst er Guðlaug, hún býr í Banda- ríkjunum og á tvö böm. Þriðja dótt- irin er Dagbjört Bryndís, hún er gift Eiríki Haraldssyni. Þau eiga eina dóttur saman, en ala jafnframt upp dóttur Bryndísar. Þau búa í Hafnarfirði. Sverrir er næstur í röð- inni, hann býr í Svlþjóð, er giftur Soffíu Matthíasdóttur og eiga þau tvo syni. Yngstur er Guðbjartur Heiðar, sem býr enn i föðurhúsum. Um leið og við kveðjum Ástu vottum við þér, Reynir minn, samúð okkar. Megi Guð styrkja þig og börnin. Ef á mínum ævivegi ástvinum ég sviptur er, Guðs son mælir: „Grát þú eigi, geymdir eru þeir hjá mér. Aftur gefa þér skal þá, þar sem hel ei granda má.“ (H. Hálfd.) Svilkonurnar Bróðir okkar, + BJARNI E. ARNGRÍMSSON, dvalarheimilinu Ási, Hveragerði, andaðist á Vífilsstaðaspítala þriðjudaginn 12. mars. Systkini hins látna. + Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tendamóðir, amma og langamma, ANNA ÁSTVEIG BJARNADÓTTIR, Njörvasundi'9, verður jarðsungin frá Langholtskirkju föstudaginn 15. mars kl. 15.00. Karl Sveinsson, Sveina Karlsdóttir, ísleifur Gissurarson, Páll Karlsson, Ragnhildur Jósefsdóttir, Ingibjörg Karlsdóttir, Rafn Árnason, Ómar Karlsson, Jónheiður Haraldsdóttir, Þórunn Adda Eggertsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Sonur minn og bróðir, ELÍAS BERNBURG, er látinn. Jarðarför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug. Olga Elíasdóttir, Birgir Bernburg. + Eiginmaður minn og faðir okkar, JÓHANN LÁRUSSON, verður jarðsunginn frá Akraneskirkju þann 15. mars nk. kl. 14. Fyrir hönd ættingja, Svanheiður Friðþjófsdóttir, börn og tengdabörn. + Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ARNFRÍÐUR G. JÓHANNESDÓTTIR, Bólstaðarhlíð 41, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 15. mars kl. 10.30. Sigríður Vigfúsdóttir, Kristín Hrönn Vigfúsdóttir, Karl Sigurhjartarson, Þórður Vigfússon, Fríður Olafsdóttir, Þuriður Vigfúsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir og amma, ELÍNBORG JÓNSDÓTTIR, frá Höll í Haukadal, Dalbraut 20, Reykjavik, verður jarðsett frá Hallgrímskirkju föstudaginn 1 5. mars kl. 13.30. Guðmundur Einar Guðmundsson, Jón Guðmundsson, Grétar Guðmundsson, María Rögnvaldsdóttir og barnabörn. + Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát föður míns, tengda- föður, afa og bróður, LEIFS TRAUSTA ÞORLEIFSSONAR, Hólkoti, Staðarsveit. Konný Breiðfjörð Leifsdóttir, Einar Grétar Einarsson, Leifur Einar Einarsson, Margrét Helga Einarsdóttir, Björg Þorleifsdóttir og fjölskylda. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför ÓLAFS MAGNÚSSONAR frá Mosfelli. Alúðarþakkir til starfsfólks Landakotsspítala. Rósa Jakobsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.