Morgunblaðið - 14.03.1991, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 14.03.1991, Qupperneq 27
MORGUNRLAÐIÐ FIMMTU.DAGUR 14. JVIARZ .1991 27 Þórarinn V. Þórarinsson: Sýnir þörf á að þrengja verkfalls- heimildir ÞÓRARINN V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSÍ, segir að ekkert í dóminum komi sér á óvart. Segir hann að draga megi þann lærdóm af málinu öllu, að þrengja þurfi þær reglur sem veiti einstökum hópum möguleika á að lama atvinnustarfsemina í landinu með verkföllum. -Gefur niðurstaða dómsins stjórnvöldum rýmri möguleika á að grípa inn í kjarasamninga á grundvelli efnahagsstefnunnar á hveijum tíma? „Nei, ég tel að þessi umræða öll hafi gert að verkum að mögu- leikar til afskipta löggjafar- valdsins af kjarasamningum eru fremur takmarkaðri nú en áður. Dómurinn gefur það líka sterk- lega til kynna og gengur út frá, að það sé dómstóla að meta hvort brýna nauðsyn beri til setningar bráðabrigðalaga. Það er nýtt í þessum dómi og hlýtur að þrengja möguleikana til setn- ingar bráðabirgðalaga," sagði Þórarinn. Hann sagði að menn yrðu að minnast þess að kjarasamningur BHMR hafi orðið til eftir langt verkfall. „Sá lærdómur sem ætti að draga af þessu máli öllu, er að nauðsynlegt er að taka til endurskoðunar heimildir ein- stakra íjjnáhópa til að lama at- vinnustarfsemina í landinu með verkfallsaðgerðum. það þarf að þrengja og skerpa reglurnar. Það er augljóst að eftir því sem tækni hefur fleygt fram og hluti vinnunnar verður minni, verður tjón atvinnurekandans af völd- um verkfalla miklu meira en tjón launþegans. Það jafnræði sem kann að hafa verið með aðilum árið 1938, þegar lögin um stéttarfélög og vinnudeilur voru sett, er ekki lengur fyrir hendi. Það þarf því að endurskoða þær leikreglur til meira jafnvægis og draga þannig úr hættunni á, að löggjafinn þurfi eilíflega að taka fram fyrir hendurnar á gamn- ingsaðilum," sagði Þórarinn. Páll Halldórsson, formaður BHMR: Samningsréttur nánast að engu gerður „VIÐ urðum fyrir vonbrigð- um með þennan dóm. Það er ljóst að í honum er sú stefna mörkuð að löggjafinn geti breytt kjarasamningum, afnumið þá og breytt inni- haldi þeirra, ef þeir eru ekki i samræmi vð efnahags- stefnu sljórnvalda á hveijum tíma,“ sagði Páll Halldórsson formaður BHMR, þegar leit- að var viðbragða hans við dómi Borgardóms Reykja- víkur. Páll sagði að ekki hefði verið tekin ákvörðun um hvort dóminum yrði áfrýjað til Hæstaréttar. Það ætti eftir að ræða við lög- fræðinga samtakanna. „Þetta þýðir auðvitað í raun að rétturinn til að gera kjara- samninga er að engu orðinn. Það er efnahagsstefna stjóm- valda sem skiptir máli og ef gerður samningur fer út fyrir þann ramma geta stjórnvöld sett lög til að aðlaga samning- inn efnahagsstefnu sinni og skert samningsbundin laun án þess að bætur komi fyrir. Við teljum að þarna sé samnings- rétturinn í landinu nánast að engu gerður,“ sagði Páll. Páll vildi ekki að svo stöddu leiða líkum að áhrifum dómsins á baráttuaðferðir og samninga- gerð BHMR, þegar lögin og samningurinn falla úr gildi 31. ágúst næstkomandi. Hann sagði ljóst að þessi máli yrðu öll ítarlega rædd á aðalfundi BHMR annan föstudag. um við BHMR, en það hafí ekki tek- ist. Af hálfu stefndu er því haldið fram að bráðabirgðalöggjafinn eigi einn mat á því hvort brýn nauðsyn sé til setningar bráðabirgðalaga. Dómstólar geti ekki tekið til endur- skoðunar huglægt mat bráðabirgða- löggjafans á nauðsyninni. Þetta sé skoðun bæði íslenskra og danskra fræðimanna. Þetta komi einnig fram í dómum sem gengið hafi hér á landi. IV. 3 Af hálfu stefnanda er því haldið fram að sú skerðing á launakjörum hennar sem bráðabirgðalögin höfðu í för með sér sé brot á 67. gr. stjórn- arskrárinnar um verndun eignarrétt- arins. Þau laun sem stefnandi var svipt með bráðabirgðalögunum hafi verið eign í skilningi 67. gr. stjórnar- skrárinnar og réttindi samkvæmt vinnusamningum njóti verndar greinarinnar. Þetta eigi ekki síst við þegar launin hafí verið ákveðin með niðurstöðu dóms. Launaskerðingin hafí verið sérstök en ekki almenn og því ekki réttlætanleg samkvæmt 67. gr. stjórnarskrárinnar. Launa- skerðingin samkvæmt bráðabirgða- lögunum hafi einungis náð til félaga í BHMR, en þeir séu 3500 til 3700 talsins eða innan við 3% af launþeg- um landsins. Aðrir launþegar hafi engan rétt öðlast til launahækkunar og engri launahækkun verið sviptir með bráðabirgðalögunum. Hins veg- ar hafi verið reynt láta líta þannig út að launaskerðingin væri almenn. Engar efnahagslegar forsendur hafi því legið til grundvallar launaskerð- ingunni. Engin málefnaleg rök hafi legið til þess að haga launaskerðing- unni eins og gert var en hún hafí skert jafnræði launþega og gengið lengra en þörf hafi krafið. Nær jafn- ræði hefði verið ef framtíðarhækk- anir hefðu verið afnumdar. Því hafí hér ekki verið til að dreifa, sú hækk- un sem bráðabirgðalögin afnámu hafí verið komin til framkvæmda. Ríkisstjórnin hafí átt aðra möguleika en setningu bráðabirgðalaga til að ná sömu markmiðum. . Samkvæmt þessu sé tvímælalaust að stefnandi hafi verið svipt eign sem njóti vernd- ar 67. gr. stjórnarskrárinnar. Af hálfu stefndu er því haldið fram að allir launþegar hafí átt í vændum sömu launahækkun og fé- lagar í BHMR höfðu fengið og hafi sú hækkun verið á grundvelli ákvæða í kjarasamningum sama efnis og í 15. gr. kjarasamnings BHMR, þ.e. um viðbótarhækkanir yrðu almennar breytingar á launa- kjörum annarra launþega. Bráða- birgðalögin hafi tekið til flestra gild- andi kjarasamninga og laun sam- kvæmt þeim lækkað um sama hlut- fall eða 4,5%. Launaskerðing sú sem bráðabirgðalögin höfðu í för með sér hafi þannig verið almenn en ekki sérstök. Hækkanir til annarra laun- þega en félaga í BHMR hafi verið tilefni bráðabirgðalaganna. Sé það ný málsástæða hjá stefn- anda, sem fyrst hafi komið fram við munnlegan flutning málsins, að ekk- ert ’liggi fyrir í skjölum málsins um það að aðrir launþegar fengju sömu hækkanir og félagar í BHMR, sé hún of seint frain komin. Stefnandi hafí þess vegna sönnunarbyrði fyrir þeirri staðhæfingu að slík hækkun hefði ekki komið til og þar með því að bráðabirgðalögin hafí verið sett á rangri forsendu. Því er haldið fram af hálfu stefndu að einu gildi hvort litið verði svo á að skerðingin hafí einvörðungu náð til félaga í BHMR eða allra launþega jafnt. Astæðan sé sú að laun sem ekki hafi verið unnið fyrir geti ekki verið eign í skilningi 67. gr. stjórnar- skrárinnar. Um þetta séu þó skiptar skoðanir. Launþega skorti t.d. þá eignarréttarheimild að geta veðsett þau laun sem hann hafi ekkþunnið fyrir. Einstakir launþegar séu ekki aðilar að kjarasamningum. Þeir gangist undir óvissu um það hvaða SJÁ SÍÐU 31 ÍTALSKIR DAGAR ÍSKRÚÐI frá 14.-23. mars framreiðum við ítalskt lostæti í veitingasalnum Skrúði: Antipasti: Meione con prosciutto crudo Spaghetti alle erbe Pasta alla panna Salumi Insalata di zucchine Pane e burro Primi piatti e secondi: Scaloppine di mailalino alla satvia Maccheroni alla Milanese Crostacei con la mozzarella Maiale affumicato al forno Desserts: Formaggi, frutta fresca e desserts italiani Allt þetta og meira til á glæsilegu hlaðborði Skrúðsins. Hinn frábæri söngvari og gítarleikari Giorgio Carana skemmtir gestum ofangreind kvöld. ... fyrir góða frammistöðu. Nýtt súkkulaði (SLENSKT 0G GOTT NÝR DAGUR .SÍA

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.