Morgunblaðið - 14.03.1991, Side 16

Morgunblaðið - 14.03.1991, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MARZ 1991 Sýning verður haldin á rsestingaefnum og áhöldum i nóvember 1991. Þeir aðilar sem áhuga hafa á aÖ kynna vörur sínar hafið sambandi við effirtaldar fyrir 15. apríl: Huldu í síma 687600 Jónínu í síma 604343 Sesselju í síma 696516 SESF J SKÚFFUR - KASSAR - BOX SORTIMO framleiðir eiít það vandaðasta skúffukerfi fyrir fag- manninn sem völ er á. SORTIMO SKÚFFUR með borðplötu, lokun og læsingu fyrir verkfæri o.fl. SORTMO KASSAR með mis stórum boxum á einni eða tveimur hæðum. Kassarnir geta verið stakir eða verið í skúffueiningu með eða án loks, öryggis lokun og læsingu. SORTIMO BOX eru í fjórum stærðum. Hver stærð er samsett áf tveim mislöngum hillueiningum. SORTIMO SKÚFFUM — KÖSSUM OG BOXUM er hægt að raða saman hvernig sem er og setja undir þau hjól. SORTIMO býður upp á fjölmarga möguleika fyrir lagerinn- bílinn - skipin - verkstðin - geymsluna o.fl. Sölu- og þjónustuaðilar Geisli - Vestmannaeyjum, Glitnir - Borgarnesi Póllinn - ísafirði, Snarvirki hf. - Djúpavogi RAFLAGNIR - TÖLVULAGNIR - MÓTORVINDINGAR VERZLUN - ÞJÓNUSTA RAFVERHF SlMI 91-82415-82117 • TELEFAX 1 -680215 SKEIFAN 3E-F, BOX 8433. 128 REYKJAVlK Tónleikar Sinfóníuhljómsveitarinnar í rauðri áskriftarröð: íslensk — amerísk og rússnesk tónlist eftir Rafn Jónsson Hlutur einleikarans er í kastljósi í tónleikum Sinfóníuhljómsveitar ís- lands í rauðri áskriftarröð. Næstu tónleikar í þessari röð verða í Há- skólabíói fimmtudaginn 14. mars og hefjast kl. 20.00. A efnisskrá verða þrjú verk: Sónans eftir Karólínu Ei- ríksdóttur, Sinfónía nr. 2 eftir Char- les Ives og Fiðlukonsert eftir Tsjaj- kovskíj. Einleikari verður Victor Tretjakoff og hljómsveitarstjóri Murry Sidlin. Karólína Eiríksdóttir samdi Són- ans 1980-1981 og var það fyrst flutt á tónleikum Sinfóníuhljómsveitarinn- ar 15. október, 1981. Karólína lauk píanókennaraprófí frá Tónlistarskó- lanum í Reykjavík 1974 og stundaði tónlistarnám í Bandaríkjunum til 1978, þaðan sem hún lauk meist- aragráðu í tónfræðum og tónsmíð- um. Helstu tónsmíðakennarar henn- ar voru Þorkell Sigurbjömsson, Be- orge B. Wilson og George Albright. Sónans er í tveimur allhröðum meg- inköflum, sem eru aðskildir með stuttu og hægu millispili. Bandaríska tónskáldið Charles Ives lést 1954. Hann stundaði tónlist- arnám við Yale-háskólann. Samhliða tónsmíðum var hann athafnamaður í viðskiptalífinu og fékk allar sínar tekjur af því og gekkst upp í því að hafna vinnulaunum, flutningsgreiðsl- um og verðlaunum fyrir tónlist sína. Hann sagðist gera þetta til að geta viðhaldið hinu fullkomna frelsi lista- mannsins til að skrifa þá tónlist sem hann vildi sjálfur. Sinfóníu nr. 2 skrifaði Charles Ives um síðustu ald- amót. Tsjajkovskíj samdi fiðlukonsertinn í D dúr 1879. Konsertinn, sem er samkvæmt klassískri hefð í þremur Victor Tretjakoff, fiðluleikari. þáttum, fékk hroðalega dóma, þegar hann var frumfluttur í Vínarborg 1881. Verkið var tileinkað Leopold Auer, sem oft hefur verið kallaður faðir rússneska fiðluskólans. Auer var ekki hrifinn af verkinu og neit- aði m.a. að frumflytja það. Gagnrýn- endur sögðu að það væri óhugnan- lega ruddalegt og af því væri skepnu- legur fnykur. í dag telja margir að fiðlukonsertinn sé eitt fegursta verk sinnar tegundar, sem skrifað hafi verið. Einleikari á tónleikunum á fimmtudaginn er síberíski fiðluleik- arinn Victor Tretjakoff. Hann á ætt- ir að rekja tii tónlistarmanna. Átta ára að aldri flutti hann frá fæðing- arbæ sínum, Krasnojarsk í Síberíu, til Moskvu og stundaði síðar tónlist- amám við Tónlistarháskóla Moskvu. Hann hlaut fyrstu verðlaun í Tsjaj- kovskíj-fiðlukeppninni 1966. Síðan hefur hann leikið einleik með hljóm- sveitum víða um heim. Hann er nú Murry Sidlin, hljómsveitarstjóri. tónlistarstjóri Kammersveitar Moskvu. Hljómsveitarstjórinn er Bandaríkj- amaðurinn Murry Sidlin. Hann hefur undanfarin tvö ár stjórnað á tónleik- um Sinfóníuhljómsveitarinnar. Sidlin er af rússnesku bergi brotinn og er tónlistarstjóri Sinfóníuhljómsveita New Haven og Long Beach. Hann hefur hlotið lof fyrir listrænan metn- að þessara hljómsveita og góðan árangur. Hann hefur stjórnað flest- um þekktustu hljómsveitum Banda- ríkjanna og Evrópu og hvarvetna hlotið góðar viðtökur. Þá hefur hann einnig stundað kennslu og haldið fyrirlestra í háskólum í Bandaríkjun- um og hlotið margháttaða viðurkenn- ingu fyrir störf sín að tónlistarmálum og eflingu bandarískrar sinfónískrar tónlistar. Höfundur er kynningarfulltrúi Sinfóníuhljómsveitarinnar. Leitið til okkar: SMITH&NORLAND NÓATÚNI 4 ■ SÍMI 28300

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.