Morgunblaðið - 14.03.1991, Side 32

Morgunblaðið - 14.03.1991, Side 32
MORGL'NBLAÐIB FIMMTUÐAGUR 14. MAR7/1991 Í32 Hagnaður af rekstn Hótels KEA í fyrsta skipti 1 mörg ár HAGNAÐUR varð af rekstri Hótels KEA á síðasta ári og er það í fyrsta sinn sem rekstur hótelsins skilar hagnaði um langt árabil. Nýting á fyrri hluta ársins var þó mun minni en verið hafði árið á undan, sem m.a. kom til vegna samgönguerfiðleika. Sumarið kom afar vel út, var besta ferðamannasumarið í sögu hótelsins og góð nýting langt fram á haust. Gunnar Karlsson hótelstjóri á Hótel KEA sagði að frá því hótelið var endurbyggt árið 1986 hafi það verið rekið með tapi, en mikil um- skipti hefðu orðið á rekstrinum á síðasta ári og skilaði reksturinn nú hagnaði í fyrsta sinn um langan tíma. „í okkar huga er þetta umtals- verður árangur og miðað við þá mánuði sem liðnir eru af þessu ári og bókanir framundan þá er útlitið gott,“ sagði Gunnar. Hvítasunnukirkjan: Æskulýðs- samkomur Hvítasunnukirkjan efnir til æskulýðssamkoma í Glerár- kirkju á morgun, föstudag, og einnig á laugardag. Hópurinn sem stendur að samkomunum saman stendur af ungu fólki frá kristilega samfél- aginu „Veginum" í Reykjavík. Þetta er fólk á aldrinum 14 til 30 ára og það hefur losnað úr fjötrum áfengis og eiturlyfja og fengið að upplifa líf með Jesú Kristi. Samkomumar verða í Glerár- kirkju, sú fyrri er miðnætursam- koma og hefst kl. 23 á föstu- dagskvöld, en hin kl. 20.30 á laugardag. Allir eru hjartanlega velkomnir. (Fréttatilkynning) A fyrri hluta síðasta árs, frá ára- mótum og fram í lok maí, var 18% samdráttur í útleigu herbergja á hótelinu miðað við árið 1989. Gunn- ar sagði að þá hefði enn gætt sam- dráttar í þjóðfélaginu, samgönguerf- iðleikar hefðu einnig sett strik í reikninginn. „Sumarið var aftur ein- staklega gott, besta ferðamanna- sumar sem við höfum lifað hér. Söm- uleiðis voru haustmánuðirnir, sept- ember til nóvember góðir, sérstak- lega nóvember, en þann mánuð lifn- aði mjög yfir funda- og ráðstefnu- haldi og góð nýting þann mánuð er fyrst og fremst því að þakka, auk þess sem samgöngur voru góðar,“ sagði Gunnar. Vegna snjóleysis hafa skíðamenn lítið látið sjá sig á meðal gesta hót- elsins, en Gunnar taldi að hótelið hefði grætt meira á góðum sam- göngum þessa fyrstu mánuði ársins, en fjöidi fólks hefði verið á ferðinni í ýmsum erindagjörðum. Febrúar- mánuður og það sem af er þessum mánuði eru verulega betri en á síð- asta ári og segist Gunnar merkja að betur gangi í atvinnulífinu en á síðustu misserum. „Við finnum það greinilega að betur gengur, menn eru tilbúnir að koma út á land með ráðstefnur og fundi í auknum mæli og við merkjum batann einnig á því að fundahöld taka lengri tíma, þegar verst gekk pressuðum menn sig nið- ur í eins dags fund, en nú eru menn frekar tilbúnir í tveggja eða þriggja daga ráðstefnur," sagði Gunnar. Fiskmiðlun Norðurlands: Kaupir þorsk frá Alaska FISKMIÐLUN Norðurlands á Dalvík hefur tekið að sér að útvega 20 tonn af Alaskaþorski svokölluðum fyrir tvær fiskverkanir á Dalvík. Reiknað er með að fiskurinn verði kominn til Dalvíkur eftir um þrjár vikur. Hilmar Daníelsson framkvæmda- stjóri Fiskmiðlunar Norðurlands sagði að fyrirtækið væri að útvega þennan fisk fyrir Fiskverkun Jóhann- esar og Helga annars vegar og hins vegar fyrir Blika hf. „Menn ætla að prófa þetta og sjá hvernig þessi fisk- ur reynist," sagði Hilmar. Fiskinum vérður skipað út á morg- un, miðvikudag, og er gert ráð fyrir að hann verði kominn til Dalvíkur eftir um þijár vikur. frumsýnir söngleikinn KYSSTU MIG KATA eftir Cole Porter, Sam & Bellu Spewack föstudaginn 15.mars kl. 20.30 2. sýn. laugard. 16. mars kl. 20.30 3. sýn. sunnud. 17. mars kl- 20.30 4. sýn. fimmtud. 21. mars kl. 20.30 5. sýn. föstud. 22. mars kl. 20.30 6. sýn. laugard. 23. mars kl. 20.30 7. sýn. sunnd. 24. mars kl. 20.30 MIÐASALA í SÍMA 96-24073 Miðasala opin kl. 14—18 og sýningadaga kl. 14-20.30. Morgunblaðið/Rúnar Þór Yfir 20 leikarar, dansarar, söngvarar og hljóðfæraleikarar taka þátt í uppfærslu LA á hinum sí- gilda söngleik. Leikfélag Akureyrar: Söngleikurinn Kysstu mig Kata frumsýndur á föstudag Þau Ragnhildur Gísladóttir og Helgi Björnsson í hlutverkum sín- um í söngleiknum „Kysstu mig Kata“ sem frumsýndur verður hjá Leikfélagi Akureyrar annað kvöld, föstudagskvöld. SÖNGLEIKURINN „Kysstu mig Kata“ eftir þau Samuel og Bellu Spewack verður frumsýndur hjá Leikfélagi Akureyrar á föstudagskvöld. Sýningin er viðamikil og hefur ekkert verið til sparað að búa leiknum sem veglegasta um- gjörð. Fjölmargir leikarar, söngvarar, dansarar og hljóð- færaleikarar taka þátt í sýn- ingunni, en leikstjóri er Þó- runn Sigurðardóttir, Jakob Frímann Magnússon annast tónlistarsljórn og útsetningar. Nanette Nelms kom sérstak- lega frá New York til að vinna að sýningunni og Una Collins sem gerði leikmynd og bún- inga kom sömu erindagjörða frá Lundúnum. Böðvar Guð- mundsson þýddi verkið fyrir LA, en höfundur söngtexta og tónlistar er Cóle Porter. Lýs- ingu hannaði Ingvar Björns- son, en hljómsveitarsljóri er Óskar Einarsson. „Kysstu mig Kata“ er fjörugur söngleikur með miklum fjölda sígildra dægurlaga eftir Cole Porter. Leikurinn gerist í leik- húsi á frumsýningarkvöldi, en leikflokkur einn er að frumsýna einn vinsælasta gamanleik heimsbókmenntanna „Snegla tamin“ eftir William Shakespe- are. Leik-, söng- og dansatriði eru ýmist úr frumsýningunni á „Sneglu“ eða af atburðum bak- sviðs og í búningsherbergjum þá um kvöldið. Leikurinn gerist á heitu júníkvöldi, árið 1948 og loga tilfinningar fólksins í leik- húsinu í takt við veðrið. Ymsir óvæntir atburðir og einkar flókin ástarmál valda því að margt fer öðruvísi en ætlað er þetta frum- sýningarkvöld. Með hlutverk í sýningunni fara Helgi Björnsson, Ragnhild- ur Gísladóttir, Vilborg Halldórs- dóttir, Valgeir Skagfjörð, Björn Ingi Hilmarsson, Eggert Kaaber, Jón Benónýsson, Þráinn Karls- son, Jón St. Kristjánsson, Kristj- án Pétur Sigurðsson, Sunna Borg, Gestur Einar Jónasson, Guðrún Gunnarsdóttir, Berglind Björk Jónasdóttir, Ingibjörg Björnsdóttir, Hreinn Skagfjörð Pálsson, Nanette Nelms, Astrós Gunnarsdóttir, Jóhann Arnar- son, Óskar Einarsson, Birgir Karlsson, Karl Petersen, Sveinn Sigurbjörnsson og Þorsteinn Kjartansson, en þarna eru taldir upp leikarar, söngvarar, dansar- ar og hljóðfæraleikarar. Brotist inn, skemmt og* stolið UM 60 þúsund krónum í pening- um var stolið úr Bjargi, húsi Sjálfsbjargar, félags fatlaðra, á Akureyri og miklar skemmdir unnar innandyra þegar brotist var þar inn í fyrrinótt. Tilkynnt var um innbrotið til lögreglu kl. rúmlega 7 í gærmorg- un. Farið hafði verið inn um glugga og miklar skemmdir unn- ar, margar hurðir brotnar þannig að þær eru ónýtar og skápar brotnir upp. Þá höfðu þjófarnir á brott með sér um 60 þúsund krón- ur í peningum. Málið var óupplýst þegar rætt var við varðstjóra lögreglunnar síðdegis í gær. Morgunblaðið/Rúnar Þór Baldur Bragason starfsmaður á Bjargi við skáp sem innbrotsþjófarn- ir brutu upp.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.