Morgunblaðið - 16.04.1991, Síða 1

Morgunblaðið - 16.04.1991, Síða 1
80 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 85. tbl. 79. árg.___________________________________ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 1991_______________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins Utanríkis- ráðherrar EB: Ekkert sam- komulag urn tillögnr um sjávarútveg Lúxemborg. Frá Kristófer Má Kristins- syni, fréttaritara Morgxinblaðsins. UTANRÍKISRÁÐHERRAR að- ildarríkja Evrópubandalagsins (EB) gerðu í gær árangurslausa íilraun til að samræma afstöðu sína í viðræðunum við aðiidarríki Fríverslunarbandalags Evrópu (EFTA) um Evrópska efnahags- svæðið (EES). Ráðherramir ræddu sérstaklega stöðuna í við- ræðunum um sjávarútvegsmál en ekkert samkomulag varð um til- lögu. Spánverjar halda fast við þá kröfu að krafist verði veiði- heimilda, sem svara til 90.000 tónna af þorski, af EFTA-ríkjun- um fyrir aðgang að mörkuðum EB. Jafnframt krefjast þeir þess að Spánverjum verði úthlutað 90% af þeim kvótum sem næst í samningunum. Fastafulltrúar aðildarríkjanna í Brussel fá uppkaststillögu fram- kvæmdastjórnar EB þess vegna aftur til umfjöllunar og verður þeim ætlað að freista þess að ná sam- komulagi í samvinnu við fram- kvæmdastjórnina á grundvelli þeirra skoðana sem ráðherrarnir settu fram á fundinum. Samkvæmt heimildum í Lúxemborg var sam- komulag um að tengsl væru á milli aðgangs að mörkuðum og aðgangs að fiskimiðum. „EFTA-ríkin verða að finna fisk,“ sagði háttsettur embættismaður innan bandalags- ins. Ráðherrarnir ræddu jafriframt stöðuna í samningunum við EFTA vítt og breitt en enginn árangur náðist á þeim sviðum sem erfiðust hafa verið í samningaviðræðunum um EES. Þetta á m.a. við um jöfn- un lífskjara í gegnum sérstakan þróunarsjóð, innflutning á landbún- aðarvörum til EFTA-ríkjanna og fiskveiðar. Sömuleiðis náðist ekkert samkomulag um afstöðu í stofnana- og stjórnunarmálum EES og enn síður um hvernig skuli standa að undirritun samningsins. Hluti EB- ríkjanna vill að auk framkvæmda- stjórnarinnar undirriti öll ríkin tólf samninginn, önnur hafa talið slíkt ástæðulaust. ECeuter Dauðinn á ströndinni Þúsundir manna, sjálfboðaliðar og hermenn, vinna við að hreinsa upp olíuna, sem borist hefur upp á strendur ítölsku Riveríunnar. Kemur hún úr kýpverska olíuskipinu Haven en það sökk á sunnudag eftir að hafa logað stafna í millum í fjóra daga. Eru enn um 80.000 tonn af rúmlega 100.000 tonna farmi í skipstönkunum og ef ekki tekst að dæla þeim upp í annað skip verða afleiðingarnar skelfilegri en orð fá lýst. A innfelldu myndinni er verið að reyna að bjarga útötuðum fugli en í gær rak meginflekkinn í átt að ströndum Mónakós og Frakklands. Sjá „Olíuskipið er eins . . .“ á bls. 30. Sovétmenn og Israelar efna til viðræðna Lundúnuni. Reuter. Forsætisráðherrar Israels og Sovétríkjanna koma í fyrsta sinn saman til fundar í Lundúnum í dag, að sögn israelskra embættis- manna í gær. Forsætisráðherrarnir eru nú í Lundúnum vegna stofnfundar End- urreisnar- og þróunarbanka Evr- ópu. Embættismennirnir sögðu að Valentín Pavlov, forsætisráðherra Sovétríkjanna, og Yitzhak Shamir, starfsbróðir hans í ísrael, kæmu saman í sovéska sendiráðinu í borg- inni til að ræða samskipti ríkjanna, þar á meðal möguleikann á að þau tækju upp stjórnmálasamband að nýju. Sovétmenn slitu stjórnmála- tengslunum eftir sex daga stríðið árið 1967. Stjórnmálaskýrendur segja að viðræðurnar sýni að Sovét- menn vilji gegna mikilvægara hlut- verki í friðarumleitunum í Mið- Austurlöndum. James Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, fer á fimmtudag til ísraels til viðræðna við þarlend stjórnvöld um hvemig tryggja megi. frið í Mið-Austurlöndum. Talið er að hann heimsæki einnig Egypta- land, Saudi-Arabíu, Sýrland og Jórdaníu í þessari þriðju ferð sinni til Mið-Austurlanda frá því stríðinu fyrir botni Persaflóa lauk. Shamir kvaðst vongóður um að ferð Bakers bæri góðan árangur. EB vill réttarhöld yfir Sadd- am vegna stríðsglæpa Iraka Iranir saka Iraka um að hafa hernumið íranskt landsvæði Lúxemborg, Teheran, Ankara, Safwan í írak, Genf. Reuter. UTANRÍKISRÁÐHERRAR Evrópubandaiagsins (EB) samþykktu í gær tillögu um að leiða bæri Saddam Hussein, forseta íraks, fyrir rétt vegna stríðsglæpa. íraskir hermenn réðust á skriðdrekum á kúrdíska flóttamenn við landamærin að íran, urðu fjölda þeirra að bana og lokuðu einni af flóttaleiðunum til landsins, að sögn útvarps- ins í Teheran. íranir sökuðu íraka í gærkvöldi um að hafa sent hersveit þrjá kílómetra inn fyrir landamæri írans. Embættismenn í Lúxemborg sögðu að EB-ráðherrarnir hefðu samþykkt tillögu Hans-Dietrichs Genschers, utanríkisráðherra Þýskalands, um að ákæra þyrfti Saddam Hussein fyrir innrásina í Kúveit 2. ágúst, hernám íransks landsvæðis í Persaflóastríðinu 1980-88, notkun efnavopna gegn óbreyttum borgurum og grimmdar- verk gegn Kúrdum. „Við teljum að Saddam Hussein sé persónulega ábyrgur fyrir tilraun til að útrýma Kúrdum," sagði Mark Eyskens, ut- anríkisráðherra Belgíu. Ráðherr- arnir ræddu ekki hvaða dómstóll ætti að úrskurða í málinu eða hvar réttarhöldin skyldu fara fram. Jacq- ues Poos, utanríkisráðherra Lúxem- borgar, sagði að samþykktin væri Bretar kunna að styðja hvalveiðar St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. BRESK stjórnvöld eru að end- urskoða afstöðu sína til hval- veiða að því er kemur fram í frétt The Sunday Times á sunnudag. Nokkrir breskir þingmenn höfðu látið í ljós áhyggjur vegna hugsanlegra veiða á hvölum. John Gummer, sjávarútvegsráðherra Bretlands, svaraði þeim í bréfi í síðustu viku. Þar kemur fram, að samkvæmt upplýsingum sérfræð- inga ráðuneytisins um hvalamál hafi hrefnustofninn vaxið svo á síðustu árum, að í fyrsta skipti í níu ár sé engin gild vísindaleg ástæða til að andmæla veiðum. I bréfi Gummers segir orðrétt: „Staða mála er sú, að ákveðnir hvalastofnar hafi náð þeim vexti, að erfitt verði að halda því fram, að verulega takmarkaðar veiðar undir ströngu eftirliti, stefni stofnunum í hættu.“ Ýmsir hvalfriðunarsinnar hafa brugðist illa við þessum upplýs- ingum, en bresk skip hafa ekki veitt hvali í ágóðaskyni síðan 1963. Friðunarsinnarnir krefjast þess, að Bretland verði áfram í fararbroddi þeirra þjóða, sem vilja banna hvalveiðar með öllu. Bresk stjórnvöld eiga hins veg- ar mjög erfítt með að hafna þess- um upplýsingum og þeim ályktun- um um veiðar, sem á þeim eru byggðar. Andstaða þeirra hefur alltaf byggst á upplýsingum og ráðum vísindamanna. Þau óttast einnig, að styðji þau ekki tak- markaðar hvalveiðar á fundi Al- þjóða hvalveiðiráðsins, þá muni Japan, Noregur og ísland segja sig úr ráðinu. Islendingar hafa þegar farið fram á við hvalveiðiráðið að þeim verði heimilaðar takmarkaðar veiðar á hrefnu og langreyði. Norðmenn hafa sömuleiðis beðið um að veiðar verði heimilaðar á næsta ári. Þá hafa Japanir óskað eftir leyfi til veiða á 300 suður- skautshrefnum. Oddrun Pettersen, sjávarút- vegsráðherra Noregs, sagði, að breska stjórnin tæki skynsamlega á málinu. Arent M. Henriksen, formaður sambands norskra út- gerðarmanna, fagnaði einnig af- stöðu stjórnarinnar og sagði, að hún kæmi skemmtilega á óvart. ótvíræð skilaboð til harðstjórans Saddams Husseins og annarra ein- ræðisherra er kynnu síðar að fremja slík óhæfuverk. Útvarpið í'Teheran sagði að ír- askir stjórnarhermenn hefðu skotið á flóttamenn, þar á meðal konur og börn, við landamærin að íran á sunnudagskvöld. Þetta er í fyrsta sinn sem skýrt er frá slíkri árás frá því Bandaríkjgmenn vöruðu íraka við hernaðaraðgerðum gegn flótta- mönnum í síðustu viku. íranir sendu Sameinuðu þjóðun- um bréf, þar sem þeir sökuðu íraka um að hafa hernumið þriggja kíló- metra breitt svæði innan landa- mæra írans. Bandarískir hermenn voru fluttir af stærstum hluta hernámssvæðis fjölþjóðahersins í suðurhluta íraks eftir að hundruð örvæntingarfullra flóttamanna höfðu sárbænt þá um að vera um kyrrt. Flóttamennirnir óttast að Saddam Hussein grfpi til hefndaraðgerða vegna uppreisnar shíta og Kúrda. Áætlað er að um 30-40.000 írakar hafi flúið til yfir- ráðasvæðis bandaríska hersins. Um 900.000 írakar hafa flúið til Irans og Eigil Pedersen, aðalritari danska Rauða krossins, sagði við fréttamenn í Genf að um 700.000 flóttamenn til viðbótar væru á leið- inni til landsins. Hjálparstofnanir áætla að um 400-1.000 íraskir flóttamenn deyi á degi hveijum við tyrknesku landamærin.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.