Morgunblaðið - 16.04.1991, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 16.04.1991, Qupperneq 4
Hóf til heiðurs Matthíasi og Sigrúnu Kjördæmisráð Sjálfstæðisfélaganna í Reykjanesi hélt síðastliðinn laugardag hóf til heiðurs Matthíasi Á. Mathiesen alþingismanni og fyrrv. ráðherra og konu hans Sigrúnu Þ. Mathiesen f Skútunni í Hafnar- fírði. Um 400 manns mættu til að þakka hjónunum vel unnin störf í þágu Sjálfstæðisflokksin undan- fama áratugi, en Matthías lætur nú af þingmennsku eftir 32 ára setu á Alþingi. Fjölmörg þakkarávörp voru haldin í hófínu og þeim Matthíasi og Sigrúnu færðar margar gjafir frá vinum og velunnurum fyr- ir störf sín undanfama áratugi. Þar á meðal var stór fálki úr stáli eftir Jens Guðjónsson gullsmið sem sjálfstæðismenn í Reykjanesi færðu þeim hjónum. Á myndinni sjást Matthías og Sigrún ásamt fjölskyldu, framámönnum innan Sjálfstæðisflokksins og fleiiv um. VEÐUR VEÐURHOKFUR í DAG, 16. APRIL YFIRLIT: Yfir Grænlandshafi er 1043 mb hæð sem þokast austur. Heldur kólnar í veðri. SPÁ: Breytileg átt á landinu, víðast hægur vindur. Bjart veður um mestallt landið. Víða má búast við dálitlu næturfrosti en að degin- um verður eins tíl 6 stiga hiti, hlýjast sunnanlands. I/EÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á MIÐVIKUDAG OG FIMMTUDAG: Norðvestlæg eða breytileg átt. Bjart veður víða um land, þó liklega él á annesjum norðaustanlands. Víða næturfrost en 2ja-6 stiga hiti um hádaginn, hlýjast sunnanlands. TÁKN: Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað /, Norðan, 4 vindstig: " Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * / * / Slydda | Alskýjað * * * * * * * Snjókoma * * * 10 Hitastig: 10 gráður á Celsius ý Skúrir * V El — Þoka = Þokumóða ’ , ’ Súld OO Mistur —j. Skafrenningur Þrumuveður Islendingar taka þátt 1 uppbygg- ingarstarfi í Irak FIMM sendifulltrúar á vegum Rauða kross íslands munu fara til íraks á morgun, miðvikudag. Sendifulltrúunum er ætlað að taka þátt í því uppbyggingarstarfi sem á sér stað í Irak og nágrannalöndum um þessar mundir, í kjölfar Persaflóastríðsins. Ráðgert er að hópur- inn dvelji úti næstu þrjá mánuði. Ástandið í írak er nú mjög slæmt. Ekkert hreint vatn er að fá og far- sóttir geysa. íslenska sendinefndin mun taka þátt í uppbyggingu dreifi- kerfís á vatni og neyðarbirgðum, þ.e.a.s. á matvælum, lyfjum, tjöld- um, teppum og fleiru. Hópurinn verður einn af fimm jafnstórum hópum sem munu hittast í Bagdad og skipta þar með sér verkum eftir landsvæðum. í hverri sendinefnd verður einn verkfræðingur, semjafnframt verð- ur verkefnisstjóri, tveir iðnaðar- menn, einn sérfræðingur í uppbygg- ingu dreifikerfís og einn stjórnandi. íslenska sendinefndin er skipuð þeim Magnúsi Hallgrímssyni verk- fræðingi, Kristjóni Þorkelssyni píp- ulagningameistara, Magnúsi H. Björnssyni vélvirkja, Bimi Óla Östr- up verkfræðingi og Helgu Leifs- dóttur viðskiptafræðingi. Morgunblaðið/Ámi Sæberg íslenska sendinefndin ásamt framkvæmdasljóra og starfsmanni Rauða kross íslands. Frá vinstri: Björn Óli Östrup verkfræðingur, Magnús H. Björnsson vélvirki, Magnús Hallgrímsson verkfræðingur, Sigríður Guðmundsdóttir starfsmaður Rauða krossins, Hannes Hauksson framkvæmdastjóri Rauða krossins, Helga Leifsdóttir við- skiptafræðingur og Krisljón Þorkelsson pípulagningameistari Hafskipsmál enn reifað í Hæstarétti Málflutningur fyrir Hæstarétti í Hafskipsmálinu stendur enn og er áætlað að honum ljúki á föstudag. ! VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að fsl. tíma hltí veður Akureyri 2 téttskýjað Reykjavík 4 skýjað Bergen 3 skúr á síð.klst Helsinki 4 skýjað Kaupmannahöfn 10 léttskýjað Narssarssuaq S skýjað Nuuk +1 rigning Ósló 9 léttskýjað Stokkhólmur 9 úrkoma í grennd Þórshöfn 6 léttskýjað Algarve 15 skýjað Amsterdam 14 léttskýjað Barcelona 14 mistur Berlín 17 léttskýjað Chicago 13 léttskýjað Feneyjar 17 heiðskirt Frankfurt 19 skýjað Glasgow 16 hálfskýjað Hamborg 13 hálfskýjað tas Palmas vantar London 13 heiðskírt Los Angeles 16 alskýjað Lúxemborg 17 léttskýjað Madríd 11 rigning Malaga 16 skýjað Mallorca 17 þokumóða Montreal 9 alskýjað New York 9 rigning Orlando 29 hálfskýjað París 19 léttskýjað Róm 16 léttskýjað Vln 14 heiðskirt Washington 11 þoka á sið.klst. Winnipeg 2 skýjað Sérstakur saksóknari, Páll Arnór Pálsson, lauk máli sínu á föstudag og tók þá til máls Guðmundur Ingvi Sigurðsson, hrl., veijandi Björgólfs Guðmundssonar, sem lauk máli sínu í gærmorgun og tók þá við Jón Magnússon, hrl., veijandi Ragnars Kjartanssonar. Búist er við að ræðu Jóns ljúki síðdegis í dag og þá eiga lögmennirnir Jónas A. Aðalsteins- son, vcjandi Páls Braga Kristjóns- sonar, og Jón Steinar Gunnlaugs- son, veijandi Helga Magnússonar, eftir að flytja mál sitt. Kæra vegna fjögurra milljóna fjárdráttar FYRRVERANDI framkvæmda- stjóri Islandsdeildar alþjóðlegu skiptinemasamtakanna AFS hefur verið kærður til Rann- sóknarlögreglu ríkisins fyrir að draga sér á fimmtu milljón króna úr sjóðum samtakanna, samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins. Viðkomandi lét af störfum í byrjun þessa árs og vaknaði grunur um misferli strax og núverandi fram- kvæmdastjóri fór að kynna sér bókhald samtakanna. Framkvæmdastjórinn lét af störfum í lok janúar og dvelst nú erlendis. Ekkert hefur verið endurgreitt af því fé sem talið er að viðkomandi hafi dregið sér. AFS eru alþjóðleg samtök og mun fjárdrátturinn bitna á sjóðum hinna alþjóðlegu samtaka. Núverandi framkvæmdastjóri, Sigfríður Gunnlaugsdóttir, og for- maður AFS á íslandi, Gréta Ing- þórsdóttir, vildu ekki annað um málið segja í samtali við Morgun- blaðið, en.að það hefðiengiiLáhrif. á starf samtakanna og þjónustu þá sem þau veita. Stakk af með glæfraakstri en náðist síðar PILTUR á 18. ári ók bifhjóli með farþega um götur borgarinnar á 130-160 kílómetra hraða á laug- ardagsmorguninn. Hann hafði ekki réttindi til að aka bifhjóli og er grunaður um ölvun við akstur- inn. Hjólið hafði hann fengið lánað hjá kunningja sínum. Lögreglumenn veittu akstri pilts- ins athygli þegar hann æddi fram úr lögreglubíl á Reykjanesbraut. Eft- ir nokkra eftirför, þar sem pilturinn skeytti hvorki um rauð ljós, stöðvun- arskyldu né stöðvunarmerki lög- reglu, hvarf hann sjónum en síðdeg- is á sunnudag kom sama farartæki aftur inn í radar lögreglunnar á ólög- legum hraða. Þá nam pilturinn stað- ar en við yfírheyrslur viðurkenndi hann brot sitt frá því á laugardags- .morgun______________,__i
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.