Morgunblaðið - 16.04.1991, Side 33
MORGÚNBLÁtilÖ ÞtóÉ)jbl3ÁÖUll ífe'. XpRÍL ‘l9áí
Bandarísk umhverfisverndarsamtök;
Ovæntur stuðningnr við hval-
veiðar 1 Norður-Atlantshafi
BANDARÍSKU umhverisvernd-
arsamtökin National Wilder-
ness samþykktu á ráðstefnu fyr-
ir nokkru yfirlýsingu, þar sem
lýst er stuðningi við hefðbundn-
ar hvalveiðar þjóðanna við
Norður-Atlantshafið. Jafnframt
Ofbeldi
eykst á
er viðurkenndur réttur sér-
hverrar þjóðar til skynsamlegr-
ar nýtingar auðlinda sinna.
Þessi yfirlýsing en nokkuð
óvæntur stuðningur við hval-
veiðar, hvaða áhrif sem hún
kann að hafa.
Það er færeyska Dagblaðið, sem
nýlega greinir frá þessari sam-
þykkt, en hún er á þessa leið:
„Fjórða alþjóðlega ráðstefna
National Wilderness ítrekar og
viðurkennir réttindi sérhverrar
þjóðar til skynsamlegrar nýtingar
auðlinda sinna. Sérstaklega vill
ráðstefnan taka fram óánægju
sína vegna vegna alþjóðlegs þrýst-
ings á löndin í Norður-Atlants-
hafi, ísland, Kanada, Noreg,
Grænland og Færeyjar vegna
hefðbundinnar nýtingar á hvala-
stofnunum.
Gefi rannsóknir vísindamanna
tilefni til hvalveiða, verði stjórn-
málamenn að taka mið af því.
Ráðstefnan heitir á þjóðir heimsins
að virða hin ótvíræðu réttindi þess-
ara þjóða til nýta auðlindir sínar
á sem beztan hatt.“
Reuter
Matthias Rust fyrir rétt
Vestur-Þjóðveijinn Matthias Rust, sem lenti lítilli flugvél á Rauða
torginu í Moskvu árið 1987, var leiddur fyrir rétt í gær fyrir tilraun
til manndráps. Hann er sakaður um að hafa stungið átján ára gamla
stúlku með hníf eftir að hún hafði neitað að leyfa honum að kyssa
sig. Á myndinni gengur Rust inn í réttarsalinn ásamt veijanda sínum.
N-Mandi
St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frí-
mannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins.
TVEIR menn voru myrtir um
helgina á Norður-írlandi en þar
hafa hryðjuverkamenn hert að-
gerðir að undanförnu.
Tveir menn voru myrtir á Norð-
ur-írlandi um sl. helgi. IRA myrti
23 ára mótmælanda á laugardag í
Killen í Tyrone sýslu. Hann hefur
aldrei tengst hernum eða lögregl-
unni á nokkurn hátt og hafði nýlega
flutt frá Englandi til að vera með
öldruðum foreldrum sínum. IRA
sagði, að maðurinn hefði verið með-
limur í hryðjuverkasamtökum mót-
mælenda, en enginn kannast við
það.
IRA myrti lögreglumann á laug-
ardag í Lisburn í Antrim sýslu.
Hann var 61 árs gamall og var
ekki við skyldustörf.
Níu manns hafa verið myrtir sl.
15 daga á Norður-írlandi og frá
áramótum hafa 22 látið lífið í of-
beldisverkum. Síðan vopnuð átök
hófust á Norður-írlandi fyrir rúm-
um 20 árum hafa tæplega 2.900
manns látist.
Stjórnmálamenn á Norður-ír-
landi óttast að þessi alda hryðju-
verka sé tilraun öfga- og ofbeldis-
manna til að grafa undan fyrirhug-
uðum viðræðum stjórnvalda í Lund-
únum og allra stjórnmálaflokka á
Norður-Irlandi, sem hefjast innan
skamms.
-----♦ ♦ ♦
Sonarlaus
í 17 tíma
## Tókýó, Reuter.
OLDRUÐ japönsk kona hneig
niður er sonur hennar knúði að
dyrum 17 klukkustundum eftir
að hún hafði sjálf staðfest að
hann væri látinn.
Lögreglan hafði fundið lík
manns, sem ekinn hafði verið nið-
ur, í vegarkanti skammt frá heimili
gömlu konunnar. Var hún kvödd í
líkhúsið þar sem hún staðfesti að
líkið væri af 55 ára gömlum syni
hennar. Undirbúningur að útför
sonarins var hafinn og var gamla
konan önnum kafin við skipulags-
störfin þegar „hinn látni“ kom heim
til móður sinnar. Hafði hann brugð-
ið sér bæjarleið og dvaldi hjá vinum
er hann frétti frá nágrönnum um
andlát sitt.
VINKLAR Á TRÉ
Þ.ÞORGRfMSSON&CO
ÁRMÚLA 29, SÍMI 38640
£
O
I
•5
c
ni
Davíð
þorír
ekki
en þorír
Fríðrík?
Jón Baldvin
Hannibalsson
skorar á
Friðrik
Sophusson
að mæta sér á opnum fundi
íÁtthagasal Hótels Sögu
þriðjudagskvöldið 16. aprfl
kl. 20.30.
Umræðuefni:
★ Sjávarútvegsmál
★ Landbúnaðarmál
★ Neytendamál
★ Ríkisfjármál
★ Skattamál
★ Húsnæðismál
ALÞYÐUFLOKKURINN