Morgunblaðið - 16.04.1991, Síða 43

Morgunblaðið - 16.04.1991, Síða 43
Frá Alþingi íbúð fræðimanns í Kaupmannahöfn skv. reglum um hús Jóns Sigurðssonar íbúð fræðimanns í Kaupmannahöfn, skv. reglum um hús Jóns Sigurðssonar, er laus til afnota tímabilið 1. september 1991 til 31. ágúst 1992. Fræðimenn, sem hyggjast stunda rannsóknir eða vinna að verkefnum í Kaupmannahöfn, geta sótt um afnotarétt af íbúðinni, sem er í St. Paulsgade 70 (ör- skammt frá Jónshúsi). Hún er þriggja her- bergja (80 fm), en auk þess hefur fræðimað- urinn vinnuherbergi í Jónshúsi. íbúðinni fylg- ir allur nauðsynlegur heimilisbúnaður og er hún látin í té endurgjaldslaust. Dvalartími í íbúðinni er að jafnaði þrír mánuðir en til greina kemur skemmri tími eða lengri eftir atvikum. Umsóknir um íbúðina skulu hafa borist til skrifstofu Alþingis eigi síðar en 15. maí nk. Umsækjendur skulu gera grein fyrir tilgangi með dvöl sinni í Kaupmannahöfn, syo og menntun og fyrri störfum. Ennfremur hvenær og hve lengi óskað er eftir íbúðinni. Tekið skal fram að úthlutunarnefnd ætlast til að dvalargestir nýti úthlutaðan tíma sinn að fullu við störf í Kaupmannahöfn. Sérstök eyðublöð er hægt að fá á skrifstofu Alþingis í Alþingishúsinu í Reykjavík og í sendiráðinu í Kaupmannahöfn. KENNSLA Samvinnuháskólinn - rekstrarfræði Samvinnuháskólapróf í rekstrarfræðum miðar að þvf að rekstrarfræðingar séu und- irbúnir til forystu-, ábyrgðar- og stjórnunar- starfa í atvinnulífinu. Inntökuskilyrði: Stúdentspróf af hagfræði- eða viðskiptabrautum eða lokapróf í frum- greinum við Samvinnuháskólann eða annað sambærilegt nám. Viðfangsefni: Öll helstu svið rekstrar, við- skipta og stjórnunar, s.s. markaðsfræði, fjár- málastjórn, starfsmannastjórn, stefnumót- un, lögfræði, félagsmálafræði samvinnumál o.fl. Námstfmi: Tveirvetur, frá septembertil maí. Frumgreinadeild til undirbúnings rekstrarfræðanámi. Inntökuskilyrði: Þriggja ára nám á fram- haldsskólastigi án tillits til námsbrautar. Viðfangsefni: Bókfærsla, hagfræði, tölvu- greinar, enska, íslenska, stærðfræði, lög- fræði og félagsmálafræði. Einn vetur. Aðstaða: Nemendavist og fjölskyldubústaðir á Bifröst í Borgarfirði ásamt vinnustofum, bókasafni, tölvubúnaði o.fl. Barnaheimili og grunnskóli nærri. Kostnaður: Fæði, húsnæði og fræðsla áætl- uð um 38.000 kr. á mánuði fyrir einstakling næsta vetur. Umsóknir: Með bréfi til rektors Samvinnu- háskólans á Bifröst. Umsókn á að sýna per- sónuupplýsingar, upplýsingar um fyrri skóla- göngu með afriti skírteina og um fyrri störf. Tvenn skrifleg meðmæli fylgi. Veitt er inn- ganga umsækjendum af öllu landinu. Þeir umsækjendur ganga fyrir, sem orðnir eru eldri en 20 ára og hafa öðlast starfsreynslu í atvinnulífinu. Námið hentar jafnt konum sem körlum. Umsóknir verða afgreiddar 25. apríl og síðan eftir því sem skólarými leyfir. Samvinnuháskólanám er lánshæft. Samvinnuháskólinn á Bifröst, 311 Borgarnesi - sími 93-50000. Háskólinn á Akureyri Umsókn um skólavist Heilbrigðisdeild, rekstrardeild og sjávarútvegsdeild Við heilbrigðisdeild er ein námsbraut, hjúkr- unarbraut. Við rekstrardeild eru þrjár námsbrautir, iðn- rekstrarbraut, rekstrarbraut og gæðastjórn- unarbraut. Við sjávarútvegsdeild er ein námsbraut, sjáv- arútvegsbraut. Umsóknarfrestur um skóiavist er til 1. júní 1991. Með umsókn á að fylgja staðfest afrit af prófskírteinum. Ef prófum er ekki lokið skal senda skírteini um leið og þau liggja fyrir. Skilyrði fyrir inntöku í heilbrigðisdeild er stúd- entspróf, próf frá Hjúkrunarskóla íslands eða annað nám, sem stjórn skólans metur jafn gilt. Skilyrði fyrir inntöku í rekstrardeild, iðn- rekstrarbraut og rekstrarbraut er stúdents- próf eða annað nám, sem stjórn skólans metur jafngilt. Skilyrði fyrir inntöku í rekstrardeild, gæða- stjórnunarbraut, er tveggja ára rekstrarnám, eða annað nám, sem stjórn skólans metur jafngilt. Skilyrði fyrir inntöku í sjávarútvegsdeild er stúdentspróf eða annað nám, sem stjórn skólans metur jafngilt, svo og eins árs starfs- reynsla við sjávarútveg. Umsóknarfestur um húsnæði á vegum Fé- lagsstofnunar stúdenta á Akureyri er til 20. júní 1991. Umsóknareyðublöð og upplýsingar eru veitt- ar á skrifstofu skólans við Þingvallastræti, sími 96-11770, frá kl. 9.00 til 12.00. Háskólinn á Akureyri. FUNDIR - MANNFA GNAÐUR 8 B x-iÉk ann nrr rm rm afffi nn m rg TTTTT! II" rr rffl rffl Vorfagnaður NEMA Vorfagnaður Nemandasambands Mennta- skólans á Akureyri verður haldinn á Hótel Borg, föstudaginn 3. maí. Húsið opnað kl. 19.00. Fjölbreytt dagskrá. Hljómsveit Ingimars Eydal leikur fyrir dansi. Miðaverð kr. 3.000 fyrir matargesti. Miða- verð á dansleik kr. 1.000. Miðar verða seldir á Hótel Borg frá mánudeg- inum 29. apríl til miðvikudagsins 1. maí. Tryggið ykkur miða í tæka tíð. Stjórn NEMA. ÝMISLEGT Einbýlishúsalóðir í Setbergshlíð í Hafnarfirði Nokkrar einbýlishúsalóðir til úthlutunar nú þegar í hásæti Hafnarfjarðar. Lóðirnar eru 910 fm að stærð og frá þeim er stórkostlegt útsýni yfir Hafnarfjörð og nágrenni. Allar nánari upplýsingar veita SH-verktakar, sími 652221. SH VERKTAKAR TIL SÖLU Jörð til sölu Jörðin Torfastaðir í Fremri-Torfustaðahreppi, V-Hún., er til sölu og laus til afhendingar í vor. Jörðin selst með eða án fullvirðisréttar, véla og bústofns. Henni fylgir 70 hektara stórt silungsveiðivatn sem býður upp á mikla möguleika t.d. ferðaþjónustu. Laxveiðiréttur er í Miðfjarðará. Möguleiki er að taka góða eign á Reykjavíkur- svæðinu sem greiðslu að hluta. Upplýsingar í síma 95-12641. Sjálfstæðisflokkurinn boðar til almenns stjórnmálafundar í samkomuhúsinu Stað á Eyrarbakka í dag, þriðjudaginn 16. apríl, kl. 21.00. Á fundinn mæta 4 efstu menn á D-listanum í Suðurlandskjördæmi Þor- steinn Pálsson, Árni Johnsen, Eggert Hauk- dal og Drífa Hjartardóttir. Einnig mæta á fundinn þau Arndís Jónsdóttir sem skipar 5. sæti listans og Baldur Þórhallsson sem skipar 8. sætið. Eyrbekkingar eru hvattir til að mæta á fund- inn og taka þátt í umræðum. Sjálfstæðisflokkurinn. Sjálfstæðiskonur Akureyri Fundur verður hald- inn með kvenfram- bjóðendum D-list- ans þriðjudaginn 16. apríl á Glerárgötu 32, kl. 20.30. Allar sjálfstæðis- konur velkomnar. Sjálfstæðiskvennafélagið Vörn. Opið hús íValhöll Það verður opið hus i Valhöll, Háaleitis- braut 1, alla dagafrá kl. 15.00 til 18.00 fram að kosningum 20. april. Á boðstólum er kaffi og aðrar veitingar og spjall um stjórn- málin og kosninga- baráttuna. Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík verða á staðnum 1 kl. 16.30 til 17.30. I dag veröur Guðmundur Hallvarðsson gestur í opnu húsi. Að auki verður Sigfús Halldórsson, tónskáld á staðnum. Sjálfstæðisflokkurinn. SJÁLFSTÆDISFLOKKURINN F F. I. A G S S T A R F Eyrarbakki

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.