Morgunblaðið - 16.04.1991, Síða 57
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. APRIL 1991
57
Hrönn Haniðadótlir söng- Þóra Fríða Sæmundsdóttir
kona. píanóleikari.
Söngur á Háskólatónleikum
fliðadóttir söngkona og Þóra Fríða Sæmundsdóttir píanóleikari
koma fram á næstu Háskólatónleikum.
Tónleikarnir verða í Norræna Benjamin Britten og þjóðlög í
húsinu miðvikudaginn 17. apríl útsetningu Benjamin Britten sem
kl. 12.30. samin voru fyrir Peter Pears og
Á efnisskránni er ljóðabálkur- Osian Ellis.
inn A Charm of Lullabies eftir
Líkami hennar var að vísu heftur
en sál hennar var þroskaðri en al-
mennt gerist hjá unglingi.
Kynni mín af Þórunni var dýr-
mæt og sérstök reynsla, sem lengi
á eftir að hafa áhrif á líf mitt og
starf.
Ég votta foreldrum, bróður, öll-
um aðstandendum og vinum mína
dýpstu samúð.
Megi minning yndislegrar stúlku
lifa.
Oddný Dóra Halldórsdóttir
Ég ætla að minnast elskulegrar
frænku minnar, Þórunnar Jónínu
Hafþórsdóttur, í fáeinum orðum.
Hún lést þann 7. apríl sl. fimmtán
ára gömul, og var búin að vera með
annan fótinn inn á spítala í fimmtán
ár. Hún var sannkölluð hetja og
mjög elskuleg stúlka. Hún kvartaði
aldrei, sama hvað dundi á. Hún
stundaði nám í Hlíðaskóla og stóð
sig afburða vel í námi. Þórunn
frænka mín var hreyfihömluð og
svo er einnig um mig, við Þórunn
vorum saman í sérdeild hreyfihaml-
aðra sem er starfandi í Hlíðaskóla
og hef ég lært mikið af henni og
hennar þolinmæði. Hún var mjög
skynsöm og skilningsrík og alltaf
sá hún björtu hliðarnar á öllum
málum, til dæmis kallaði hún önd-
unarvélina sína „Andalúsíu".
Ég bið góðan guð að styrkja
pabba hennar, mömmu og Tómas
bróður^ hennar í sorginni.
Ólöf Inga Halldórsdóttir
Full söknuðar fylgjum við litlu
frænku okkar og vinkonu, henni
Þórunni, til grafar.
Nú þegar leiðir skilja, koma upp
í hugann þær stundir sem við nutum
í návist hennar.
Við minnumst glaðværrar stúlku
með óbilandi bjartsýni sém fjötrar
fötlunar hennar náðu ekki að hefta.
Við minnumst þess hvernig hún tók
sjúkdómi sínum með því æðruleysi
og hugrekki sem fáir búa yfir.
Fimmtán ár eru ekki langur tími
á mannsævinni en á fimmtán ára
ævi sinni tókst Þórunni að kenna
okkur sem umgengust hana, ýmis-
legt um gildi Iífsins. Hún kenndi
okkur að koma auga á bestu hliðar
allra hluta. Aldrei heyrðum við hana
kvarta þó að hún þjáðist og varð
manni því oft hugsað til hennar
þegar manni fannst lífið ekki ganga
eins og maður vildi.
Þrátt fyrir þau takmörk sem lík-
ama hennar voru sett var hugsun
hennar skýr og tilsvör skemmtileg.
Fékk hún mann oftsinnis til að
gleyma því að þar færi stúlka sem
ekki gengi heil til skógar.
Þórunn okkar minnti um margt
á flöktandi kertaloga sem vandlega
var gætt af foreldrum hennar, þeim
Hafþóri og Lilju, og Tomma bróð-
ur. Styrkur þeirra og stuðningur
við hana vakti athygli og aðdáun
þeirra sem þau sáu. Við heimsókn
á Brekkulæk var það glaðværðin
og gestrisnin sem hreif. Allt heimil-
isfólk lagði sig fram við að láta
öllum líða vel, enda gestkvæmt þar
og oftar en ekki var Þórunn mið-
punkturinn.
Öðru sinni þurfa þau Lilja, Daddi
og Tommi að sjá á eftir ástkæru
barni og systkini yfir móðuna miklu.
Þeirra missir er mikill og biðjum
við algóðan Guð að styrkja þau í
þeirra sorg.
Hún Þórunn litla er dáin en í
hjörtum okkar lifír minningin um
hana um ókomin ár.
Sigrún, Vigfús og fjölskylda
Fyrir fimm árum var mér falin
umsjón með 10 ára bekk í Hlíða-
skóla og áttum við samleið í þijá
vetur. Þessi bekkur var einkar ljúfur
í umgengni og gekk samvinnan eft-
ir því. í þessum glaðværa og hressa
hópi var Þórunn Jóníná, bundin hjól-
astól, en hrókur alls fagnaðar, ötul
og ókvalráð, brosandi sínu geislandi
brosi og með spaugsyrði á vörum,
fús til hvaða leiks -sem var. Það
vakti fljótlega athygli mína hversu
skýr hún var í tali og þroskuð í
hugsun, þótt árín væru ekki mörg.
Verkefni þau, sem henni var falið
að leysa, voru unnin af vandvirkni
og með miklum ágætum, þótt vinnu-
þrekið væri oft ekki mikið, en þá
kom í ljós hinn óbifandi vilji, sem
fleytti henni yfir margan erfiðan
hjallann.
Hún gekk þess ekki dulin, að líf
hennar kynni að verða stutt hér á
jörð', en ekki var að sjá, að það vekti
hjá henni ugg, því vissan um það
sem þá tæki við var henni styrkur
og veitti sálarró. Aldrei varð beiskju
vart hjá henni yfir hinum líkamlega
vanmætti. Hún sýndi þar svo fág-
ætt æðruleysi og hetjulund, að at-
hygli vakti hjá öllum þeim, sem
henni kynntust.
Þegar leiðir hafa skilið að sinni,
vil ég með þessum fáu orðum þakka
Þórunni Jónínu fyrir samfylgdina.
Þótt stutt væri gaf hún -mér svo
mikið. Foreldrum hennar og fjöl-
skyldu færi ég innilegar samúðar-
kveðjur.
Tómas Einarsson
í dag kveðjum við hinstu kveðju
ástsælan nemanda okkar, Þórunni
Jónínu Hafþórsdóttur, en hún lést
í Landspítalanum 7. apríl síðastlið-
inn eftir langvarandi veikindi, 15
ára að aldri.
Þórunn hóf nám í Hlíðaskóla
haustið 1982, ljóshærð, falleg hnáta
er lífsgleðin geislaði af. Það var
engin lognmolla í kringum liana og
með léttri lund, hnyttnum tilsvörum
og skærum hlátri vann hún hjörtu
allra er kynntust henni. Nánrið sótt-
ist henni vel, enda var hún iðin og
kappsöm og hafði hlotið góðar gáfur
í vöggugjöf. Þórunn hafði yndi af
söng og oft var hún fengin til að
syngja einsöng á skólaskemmt-
unum. Þá voru þau ófá leikritin er
hún lék í hjá okkur og leikstýrði
sjálf af röggsemi og skörungsskap.
En þrátt fyrir að Þórunn hefði mik-
ið til brunns að bera, grúfði dökkur
skuggi yfir'lífi hennar. Á unga aldri
greindist hún með ólæknandi, óvæg-
inn sjúkdóm og með sorg í hjörtum
fylgdumst við með því hvernig veik-
indin lömuðu líkamlegt þrek hennar
smátt og smátt. Hláturinn hljóðnaði
og gáskinn í augunum dvínaði, en
alltaf stafaði biríu og hlýju frá henni
og andlegu þreki og atgervi hélt hún
allt þar til yfir lauk.
Nú að leiðarlokum er okkur efst
í huga þakklæti fyrir að hafa feng-
ið að kynnast Þórunni Jónínu. Hún
verður ógleymanleg öllum þeim er
henni kynntust. Með þrautseigju
sinni og dugnaði ávann hún sér
hvarvetna virðingu og aðdáun. Hún
hafði til .að bera mikinn andlegan
þroska og djúpan lífsskilning. Ein-
læg og sterk Guðstrú hennar veitti
henni styrk til að taka með æðru-
leysi því er að höndum bar. Þrátt
fyrir mikla fötlun og erfitt sjúk-
dómsstríð var hún sátt við hlut-
skipti sitt og taldi ákveðinn, æðri
tilgang með því oki er á hana var
lagt.
Innilegar samúðai'kveðjur send-
um við foreldrum hennar og bróður,
sem veittu henni alla tíð mikinn
styrk og stuðning og umvöfðu hana
kærleika og ástríki allt til hinstu
stundar.
Hafi Þórunn þökk fyrir allt.
Starfsfólk deildar hreyfihaml-
aðra Hlíðaskóla.
■ Á PÚLSINUM í kvöld, þriðju-
dagskvöld, verður hljómsveitin
Sálarháski með tónleika. Hljóm-
sveitina skipa Eyþór Gunnars-
son, píanó, Sigurður Flosason,
sax, Pétur Grétarsson, trommur
og sér jafnframt um kynningar,
Tómas R. Einarsson, kontra-
bassi, og Atli Eðvarðsson, tromp-
ett.
Gestur kvöldsins verður Friðrik
Theódórsson sem leikur á básúnu
og syngur. Athygli er vakin á því
að forsvarsmenn stjórnmálaflokk-
anna eru sérstaklega boðnir vel-
komnir og fær hver fulítrúi áætl-
aðan tíma til að tala við tónlistar-
gesti. Einnig verður boðið upp á
sérstakan X-fordiykk í tilefni
kvöldsins.
fwí; 114.
BARNATANNKREM
AHRIFARIKT GEGN TANNSKEMMDUM
— ÞRÓAÐ AF FÆRUSTU
TANNHIROUSÉRFRÆÐINGUM
Bangsa barnatannkremið frá Sensodyne
er gæðatannkrem, sérstaklega ætlað
börnum. Það i.nniheldur fluor tij varnar
tannskemmdum.
Bangsa barnatannkremið freyðir minna en
venjulegt tannkrem. Of mikil froða gerir
það gjarnan að verkum að barnið spýtir fyrr
en ella og flúorinn nær ekki að leika nógu
lengi um tennurnar.
Bangsa barnatannkremið er með mildu og
góðu myntubragði sem börnunum likarvel
og gerirtannburstunina skemmtilega! Sér-
staklega ef þau nota mjúkan tannbursta
frá Sensodyne. ....
Tennurnar eiga að endast alla ævi —
gættu þeirra vel — gerðu tannburstunina
skemmtilega fyrir börnin.
KlMIKUh
HÖRGATÚNI 2, GARÐABÆ
SIMI40719
forystumaður
............... '
HWíj
íl. ■
-i.-..,-.-w--------'.i,-i i;; ,,.S. i-