Morgunblaðið - 27.04.1991, Page 4

Morgunblaðið - 27.04.1991, Page 4
54 IMORÖUNBLAÐIÐ: LAUGARDAGUR(2S.I APRÍLil991 Skagaströnd: 94 milljóna króna hagnaður hjá Skagstrendingi í fyrra Skagaströnd. 94 MILLJÓNA króna hagnaður varð af rekstri Skagstrendings hf. á síðasta ári. Er þetta eitt besta ár í sögu félagsins að sögn Valdi- Kærður fyrir að nauðga dóttur sinni KARLMAÐUR á fimmtugsaldri hefur verið úrskurðaður í gæslu- varðhald til 30. apríl næstkom- andi. Hann hefur verið kærður fyrir að nauðga dóttur sinni á fer mingaraldri. Atburðurinn átti sér stað í kaup- stað á Norðurlandi og felldi héraðs- dómari gæsluvarðhaldsúrskurðinn yfír manninum. Hann situr í fang- elsinu í Síðumúla í Reykjavík. Rannsókn málsins er ekki að fullu lokið og ekki ljóst hvort um endurtekið brot var að ræða. mars Guðnasonar endurskoðanda á aðalfundi þess er haldinn var á hótel Dagsbrún á Skagaströnd 25. apríl sl. Ákveðið hefur verið að félagið láti smíða fyrir sig nýjan 60 m langan togara í skipasmíðastöð í Bergen í Noregi og mun skipið verða afhent í júlí-ágúst 1992. Skipið á að kosta um 900 milljónir og hefur Fiskveiði- sjóður íslands samþykkt að lána 60% kaupverðsins en Búnaðarbankinn mun ganga í ábyrgð fyrir þeim 40% sem á vantar. Nýja skipið, sem verð- ur frystiskip, mun verða gert út ásamt Örvari sem einnig er frysti- skip og var með hæsta skiptaverð íslenskra togara á síðasta ári. Amar sem er ísfískstogari félagsins verður seldur eða úreltur ásamt fleiri skipum félagsins. Er það með mikilli eftirsjá að Amar verður látinn frá félaginu því hann hefur reynst ákaflega vel og frá því að hann kom í rekstur í október 1973 hefur hann borið að landi rúmlega 60 þúsund tonn á Skagaströnd. Þar sem félagið mun ekki reka nenn ísfískstogara er ljóst að erfítt verður um hráefnisöflun til frystihúss Hólaness hf. sem tekið hefur á móti megninu af afla Arnars. Því hefur verið ákveðið að stofna nýtt útgerð- arfyrirtæki í eigu Hólaness, Skag- strendings og Höfðahrepps til að kaupa og reka ísfískstogara í stað Amars. Mun hlutafé hins nýja félags verða 200 milljónir króna. Á aðalfundi Skagstrendings var samþykkt útgáfa 10% jöfnunarhluta- bréfa og að greiða 15% arð af hlut- afé félagsins. Stjóm félagsins var jafnframt veitt heimild til hlutafjár- aukningar upp á 50 milljónir og skal henni lokið fyrir 25. apríl 1993. Hluthafar í Skagstrendingi hf. em 252 og hlutafé rúmlega 100 milljón- ir að nafnverði. Framkvæmdastjóri félagsins er og hefur verið frá upp- hafi Sveinn S. Ingólfsson en stjómar- formaður nú er Gylfí Sigurðsson. VEÐUR / VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hitf veður Akureyri 0 alskýjaft Reykjavík 3 slydda Bergen 10 léttskýjað Helsinki 12 skýjað Kaupmannahöfn 7 skýjað Narssarssuaq 3 léttskýjað Nuuk ■i-3 snjókoma Ósló 10 skýjað Stokkhólmur 6 skýjað Þórshöfn 9 skýjað Algarve • 15 skýjað Amsterdam 13 léttskýjað Barcelona 13 hálfskýjað Berlín 7 þokumóða Chicago 11 léttskýjað Feneyjar 15 skýjað Frankfurt 13 skýjað Glasgow 14 léttskýjað Hamborg 10 skýjað Las Palmas vantar London 15 mistur LosAngeles 12 alskýjað Lúxemborg 13 skýjað Madrfd 12 léttskýjað Malaga 17 léttskýjað Mallorca 15 skýjað Montreal 11 lóttskýjað New York 12 skýjað Orlando 21 skýjað París 15 skýjað Róm 10 skúr Vín 12 léttskýjað Washlngton 14 mlstur Winnipeg 12 skýjað VEÐURHORFUR I DAG, 27. APRIL YFIRLIT: Um 450 km suöur af Vestmannaeyjum er 980 mb lægð sem þokast norður. Heldur hlýnar í veðri. SPÁ: Hvöss norðaustanátt með skúrum eða slydduéljum vestan- lands en sunnan- eða austangola eða kaldi annars staðar. Skúrir verða sunnan- og austanlands en þurrt að mestu í öðrum lands- hlutum. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á SUNNUDAG: Sunnan- og suðaustanátt á landinu, slydda eða rigning á Suöur- og Suðvesturlandi en úrkomulítið í öðrum landshlutum. Hiti 2-3 stig. HORFUR Á MÁNUDAG: Sunnan- og suðvestanátt, skúrir sunnan- og vestanlands en þurrt annars staðar. Hiti 3-4 stig. N: y, Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind- ■JO Hitastig: 10 gráður á Celsíus stefnu og fjaðrirnar • Heiðskírt vindstyrk, heil fjöður \J Skúrir er 2 vindstig. * V7 F' Léttskýjað r r r t t r t Rigning = Þoka / / / = Þokumóða Hálfskýjað * / * ’ , ’ Súld Skýjað f * r * Slydda f * r CX3 Mistur * * * —Skafrenningur Alskýjað * * * * Snjókoma * * * [ Þrumuveður Morgunblaðið/KGA Nemendur Þinghólsskóla í Kópavogi glíma við stærðfræðiprófið í gærmorgun. Tæplega 4.000 unglingar þreyta samræmdpróf FYRRA samræmda próflð sem grunnskólanemendur þreyta á þessu vori var í gær og síðara prófið taka unglingarnir á mánudaginn. Tæp- lega 4.000 nemendur gangast undir prófin, en 270 þeirra sem ættu að taka þessi próf gera það ekki. Það eru 3.910 unglingar sem þreyta prófin. Þeir eru úr 115 grunn- skólum, sem hafa 10. bekk. í gær var stærðfræði lögð fyrir nemendur og á mánudaginn verður það íslenska. Þeir sem taka þessi próf eru ungl- ingar sem fæddir eru árið 1975, og verða 16 ára á þessu ári. Árið 1975 fæddust 4.180 böm í landinu, en 3.910 þreyta prófín, þannig að 270 unglingar þessa árgangs gangast ekki undir samræmd próf. Þær upplýsingar fengust í menntamálaráðuneytinu að hluti þessara 270 unglinga væru með und- anþágu, eða væru í sérskólum, en stór hluti þessa hóps væru unglingar sem horfíð hefðu frá skólanámi og ekkert væri vitað um. Árið 1989 var gerð sú breyting að engin inntökuskilyrði þarf í fram- haldsskóla landsins og frá árinu 1988 hafa ekki verið samræmd próf í ensku og dönsku eins og áður var. Póstkröfusala: Greiða ber YSK samkvæmt nótu SAMKVÆMT áliti ríkisskattstjóra ber kaupmönnum að greiða virðis- aukaskatt af vörum, sem þeir selja gegn póstkröfu, samkvæmt dagsetn- ingu a reikmngi. Skrifstofa viðskiptalífsins sendi ríkisskattstjóra erindi þessa efnis í mars vegna þess að kaupmönnum fínnst réttlátara að greiða sam- kvæmt greiðslustimpli pósthúss þeg- ar varan er móttekin. Ríkisskattstjóri telur að greiða eigi samkvæmt dagsetningu á reikningi, sé hann gefínn út um leið og varan er pöntuð. Þetta getur þýtt að kaup- menn láni ríkinu fé um nokkurn tíma, því talsverður hluti þeirrar vöru sem seld er gegn póstkröfu er aldrei leyst út ogþá þurfa kaupmenn að fá virðis- aukaskattinn endurgreiddan. Kaupmenn, sem senda afgreiðslu- seðil í stað reiknings með vörum greiða virðisaukaskatt samkvæmt greiðslustimpli pósthúss, þegar sala hefur f rauninni farið fram. Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Peysurnar fluttar út í leiguflugvélina á Keflavíkurflug^elli í gær- morg’un. Hraktir Kúrdar fá íslenskar peysur RAUÐI kross íslands sendi á miðvikudagskvöldið flutningavél frá Car- golux fulla af teppum og peysum frá íslenskum prjónastofuin til Teher- an í Iran. Vélin var losuð ytra á fimmtudag og að sögn Kristjáns Eysteinssonar sem fylgdi farminum á leiðarenda fyrir hönd RKÍ gekk losun vel. Farm- urinn var afhentur Rauða hálfmán- anum í Iran sem kom honum strax í flóttamannabúðir Kúrda við landa- mæri íraks, en þar ríkir nú neyðar- ástand eins og kunnugt er af fréttum. Annar álíka farinur jfór frá Keflavíkurflugvelli áleiðis til Diya- bakir í Tyrklandi um hádegisbilið í gær með sömu flugvél. Ytra tekur tyrkneski Rauði hálfmáninn við farminum og kemur honum til hraktra flóttamanna nálægt landa- mærum Tyrklands og íraks. Hjálpargögn þessi eru keypl fyrir framlag ríkisstjórnar íslands til hjálpar Kúrdum á flotta; frá írak.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.