Morgunblaðið - 27.04.1991, Side 19
I
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. APRÍL 1991
19
Afmæliskveðja:
Sr. Guðmundur
Sveinsson, Bifröst
„Ævitíminn eyðist; — unnið skyidi
langtum meir,“ — kvað skáldið og
mér finnst að þessi orð lýsi að nokkru
lífsafstöðu hugsjónamannsins sr.
Guðmundar Sveinssonar sem verður
sjötugur á morgun 28. apríl.
Sr. Guðmundur er Austlendingur
og Reykvíkingur. Hann lauk guð-
fræðiprófi frá Háskóla íslands 1945,
fil.kand.-prófi í Lundi í Svíþjóð 1951
og stundaði framhaldsnám og
sérnám víða. Hann hefur ævinlega
mótast af óslökkvanlegum fróðleiks-
þorsta, og fyrir nokkrum árum hélt
hann til austurheims í leit eftir nýrri
reynslu og þekkingu. Sr. Guðmundur
tók vígslu 24. júni 1945 og þjónaði
Hestþingum í Borgarfirði í áratug.
Á þeim tíma var hann einnig kenn-
ari við Bændaskólann á Hvanneyri
og við Guðfræðideild Háskóla Is-
lands. En fyrir honum átti ekki að
liggja að gerast fræðimaður heldur
frumkvöðull í íslenskum fræðslumál-
um.
Árið 1955 tók sr. Guðmundur að
sér að endurskapa Samvinnuskólann
á nýjum slóðum, á Bifröst í Norður-
árdal í Mýrasýslu. Hann ferðaðist
um nágrannalöndin til að viða að
sér hugmyndum og reynslu sam-
vinnumanna og annarra í fræðslu-
málum. Hann tók við þessari gamal-
grónu stofnun úr höndum Jónasar
Jónssonar og mótaði hana upp á
nýtt sem heimavistarskóla. Árang-
urinn er einstakur. Á Bifröst var
sköpuð fræðslumiðstöð sem skaraði
fram úr og skilaði af sér ótrúlega
mörgum forystumönnum á mörgum
sviðum þjóðlífsins. Samvinnuskóli sr.
Guðmundar var viðskipta- og félags-
málaskóli og einnig skólaheimili í
orðanna bestu merkingu. Nemendur
fengu mjög mikla félagsmálaþjálf-
un og rækilega verslunarmenntun.
Áhersla var lögð á hvers konar
hagnýt sjónarmið í kennslunni og
margháttuð þjálfun var látin í té.
Til dæmis lagði sr. Guðmundur
mikla áherslu á að fá fyrirlesara
og gestakennara til skólans og
þannig var m.a. staðið að tungu-
málakennslu og verslunarþjálfun.
Sjálfur tók skólastjórinn virkan
þátt í kennslunni og skólaheimil-
inu, en þótt hann kenndi t.d. tungu-
mál um langt skeið er hans aðal-
lega minnst sem afburðakennara í
menningarsögu, hugmypdasögu,
trúarbragðasögu og bókmennta-
sögu. Kennsluhefti hans eru fyrir
hendi, góðu heilli. Nemendur hans
minnast þessarar kennslu sem
sannkallaðs þroskavaka.
En sr. Guðmundur hefur ekki
staðið einn. Hann er mikill hamingj-
umaður og 15. apríl 1944 gekk hann
að eiga Guðlaugu Einarsdóttur sem
m.a. starfaði sem skólahúsmóðir á
Bifröst. Þau Guðlaug og sr. Guð-
mundur eiga þrjár dætur og barna-
börn.
Þegar leið á 7. áratuginn varð það
smám saman ljóst hversu Islending-
ar höfðu dregist aftur úr öllum ná-
grönnum sínum í skólamálum. Sr.
Guðmundur Svejnsson skipaði for-
ystusveit þeirra Islendinga sem
fylgdust best með á þessu mikilvæga
sviði og bentu á leiðir til framþróun-
ar og framfara. Bæði var að hann
öðlaðist mikilvæga reynslu í störfum
sínum, var í góðum tengslum við
atvinnulífið í starfínu og einnig hitt
að hann gaumgæfði vel framvindu
mála í nágrannalöndunum báðum
megin hafsins. Sumarið 1963 fór
hann t.d. kynnisferð um Bandaríkin
og árið 1974 um Norðurlönd og
Evrópulönd til áréttingar fyrri at-
hugunum, og er þá ekki talin með
námsdvöl hans í Bretlandi 1959-60.
Sr. Guðmundur gekkst 1973 fyrir
stofnun Framhaldsdeildar Samvinn-
uskólans sem starfaði í Reykjavík
og útskrifaði stúdenta. Hann var um
árabil forstöðumaður Bréfaskólans
og félagsmála- og starfsfræðslu
þeirra sem Samvinnuhreyfingin
bauð starfsmönnum og félagsmönn-
um sínum.
Frá því um 1970 má segja að
störf sr. Guðmundar hafi í vaxandi
mæli beinst að almennum framför-
um framhaldsskólastigsins yfir-
leitt. Hann var einn af höfundum
framhaldsskólabyltingarinnar sem
stóð á íslandi allan 8. áratuginn
og fram á 9. áratug aldarinnar og
er einhver róttækasta menningar-
bylting og jafnaðarbylting sem hér
á landi hefur orðið síðan land
byggðist. Hann sat í flestum eða
öllum nefndum sem lögðu grunn-
inn að þessari byltingu en hún
opnaði öllum almenningi leið til •
framhaldsmenntunar og var_ því í
raun áframhald af viðleitni Jonasar
Jónssonar til að gefa öllum alþýðu-
börnum færi á skólagöngu. En
hugmyndir sr. Guðmundar um
samræmdan alhliða framhalds-
skóla gengu Iengra og hærra en
aðrir höfðu ætlað. í senn vildi hann
gefa nemendum tækifæri á mjög
víðtæku valfrelsi ólíkustu náms-
brauta en tryggja um leið samferð
í kjarnagreinum og þá einmitt í
lokaáfanga náms. I þessum anda
var Fjölbrautaskólinn í Breiðholti
reistur en sr. Guðmundur var skip-
aður skólameistari 1974.
Sr. Guðmundur og frú Guðlaug
hafa orðið þeim sem þessi orð ritar
til mikilla heilla á lífsleiðinni. Fyrir
það skal þakkað þótt aldrei verði
fullþakkað. Þegar það kom til tals
að ég yrði skólastjóri á Bifröst ýtti
hann undir það og hvatti mig á allar
lundir. Þegar hugmyndir kviknuðu
um að breyta Samvinnuskólanum
Barþjónar:
Islandsmeistarakeppni
íslandsmeistarakeppni bar-
þjóna verður haldin á Hótel Sögu
sunnudaginn 28. apríl nk. Is-
landsmeistarakeppnin er haldin
árlega og sigurvegarinn tekur
þátt í heimsmeistaramóti bar-
þjóna sem haldið er þriðja hvert
ár. Heimsmeistaramótið var
haldið á síðasta ári í Mexíkó og
þar kepptu Islandsmeistarar ár-
anna þriggja á milli mótanna.
íslandsmeistarakeppnin hefur
unnið sér fastan sess í hópi áhuga-
manna um mat, vín og kokteila.
Keppnin hefur verið haldin nánast
sleitulaust frá stofnun Barþjóna-
klúbbs íslands 1963. Margir drykk-
ir úr þessari keppni hafa notið mik-
illa vinsælda og má þar nefna m.a.
Appllo og Frosty Rain.
Islandsmeistarakeppnin að þessu
sinni hefst með því að umboðsaðilar
í Samvinnuháskóla, sem nú er orð-
ið, sneri ég mér strax til sr. Guð-
mundar og bar þetta einslega und-
ir hann áður en rætt yrði við aðra.
Hann svaraði þegar í stað með
sterkum hvatningar- og örvun-
arorðum. Hann sagði mér þá frá
því að hann hefði þegar árið 1972
gert það að tillögu sinni að Sam-
vinnuskólinn yrði „stækkaður upp“
til að geta starfað á lokaárum
framhaldsskólastigs með stúdents-
próf sem lokapróf. „Þú átt hik-
laust að gera Samvinnuskólann að
„college“-skóla,“ sagði sr. Guð-
mundur og hafði hugsað alla þessa
þróun út meira en heilum áratug
áður.
„Humani nil a me alienum puto“
= Ekkert mannlegt læt ég mér óvið-
komandi, sagði leikskáldið Terentius J
og sr. Guðmundur er sama sinnis.
Hann er hafsjór fróðleiks og fylgist
ákaflega vel með rannsóknum í fé-
lagsvísindum, heimspeki og hugvís-
indum yfirleitt. Hann er skapaður
og fæddur leiðbeinandi, ráðhollur,
velviljaður og áhugasamur.
Fyrir hönd samfélagsins á Bifröst
færi ég sr. Guðmundi Sveinssyni
innilegar þakkir og árnaðaróskir.
Persónulega þakka ég honum og frú
Guðlaugu handleiðslu þeirra, vin-
semd og hlýhug. Megi þau eigs
mörg ár gleði og farsældar fram-
undan. Jón Sigurðsson,
Bifröst.
um helgina
kynna vörur sínar. Síðan verður
borinn fram kvöldverður og að hon-
um loknum hefst sjálf keppnin. Þar
er komið að hápunkti kvöldsins, en
hluti gestanna sest í dómarasæti
og þeir kveða upp úrskurð sinn um
besta drykkinn. Þá verður boðið upp
á skemmtunina Næturvaktina með
Ladda.
Miðasala fer fram á Hótel Sögu.
(Fréttatilkvnnimrl