Morgunblaðið - 27.04.1991, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 27.04.1991, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. APRÍL 1991 23 Karlakórinn Stefnir. Vortónleik- ar karlakórs- ins Stefnis VORTÓNLEIKAR karlakórsins Stefnis í Mosfellsbæ verða haldnir sunnudaginn 28. apríl í Hlégarði kl. 17.00, þriðjudaginn 30. apríl í Hlégarði kl. 20.30 og miðvikudaginn 1. maí í Lang- holtskirkju kl. 20.30. Á söngskránni eru íslensk og erlend lög m.a. lög eftir Árna Thorsteinsson, Friðrik Bjarnason, Ludvig V. Beethoven, G. Verdi og Sigmund Romberg.' Flutt verða m.a. íslensk þjóðlög, negrasálmar, úr óperunni Rigo- letto og einnig úr óperunni Stud- enprinz. Stjórnandi er Lárus Sveinsson og undirleik annast Guðrún Guð- mundsdóttir. Margrét Pálmadóttir sá um raddþjálfun og stjórnar kórnum í tveimur lögum. Einsöngur: Þorgeir Andrésson, Böðvar Guðmundsson, Björn Ó. Björgvinsson og Þórður Guð- mundsson. Auk vortónleika er ráðgerð söngferð til Blönduóss og Hvamm- stanga laugardaginn 4. maí nk. Söngfélagar í karlakórnum Stefni eru nú 57. Tónleikar Tónlistar- skólans KÓR Tónlistarskólans í Reykjavík syngur í Dómkirkj- unni laugardaginn 27. apríl kl. 14.00. Auk kórsins koma fram söngvararnir Hlín Pétursdóttir og Tómas Tómasson og klar- ínettuleikarinn Rúnar Oskars- son. Stjórnandi er Marteinn H. Friðriksson. Jafnframt syngja nemendur tónmenntakennaradeildar skól- ans á Kjarvalsstöðum sunnudag- inn 28. apríl kl. 15.30. Tónlistarskólinn í Keflavík: Tvennir tón- leikar um helgina LÉTTSVEIT Tónlistarskólans í Keflavík mun í dag, laugardag- inn 27. apríl, ásamt Stórsveit Tónlistarskólans í Örebro í Svíþjóð, halda tónleika í Veit- ingahúsinu K17 í Keflavík og hefjast þeir kl. 16.00. Þar munu hljómsveitirnar leika sitt í hvoru lagi og saman öll þekktustu lögin úr þessum geira tónlistarinnar. Sænska hljómsveitin kom til landsins í gær og dvelur hér í viku- tíma. Hún mun leika á Veitingahús- inu Púlsinum í Reykjavík fimmtu- daginn 2. maí nk. Aðgangur að tónleikunum f Keflavík er ókeypis. Á morgun, sunnudaginn 28. apríl, mun söngdeild Tónlistarskól- ans í Keflavík halda tónleika í Ytri- Njarðvíkurkirkju og hefjast þeir kl. 17.00. Þar munu söngnemendur skólans syngja íslensk og erlend lög ásamt söngnemendum frá Akranesi og úr Árnessýslu. Aðgangur að þessum tónleikum er einnig ókeypis og öllum heimill. Eitt af verkum Guðjóns Ketils- sonar. Sýnir í Ný- listasafninu GUÐJÓN Ketiisson opnar Iaug- ardaginn 27. apríl sýningu í efri sölum Nýlistasafnsins, Vatnsstíg 3b. Á sýningunni eru um tuttugu málaðir tréskúlptúrar unnir á síðustu þremur árum. Guðjón útskrifaðist _frá Mynd- lista- og handíðaskóla íslands árið 1978 og Nova Scotica coll. of Art árið 1980. Hann hefur haldið sjö einkasýningar og tekið þátt í sam- sýningum á íslandi, Kanada, Finn- landi, Svíþjóð og Sviss. NISSAN og SUBARU STÓRBÍLASÝNINGAR UM LANDIÐ LAUGARDAG OG SUNNUDAG Subaru Legacy 1,8 Gl 4WD skutbíll Nissan Sunny 1,6 SLX stallbakur SUNNY Nissan Primera 2,0 SLX stallbakur Missið ekki af fjölbreyttum sýningum okkar: • Vestmannaeyjum: Bifreiöaverkstæöi Vestmannaeyja. Flötum 27, laugardag kl. 10-17 og sunnudag kl. 14-17. Eldri bílar metnir upp í nýja á staðnum. • Höfn í Hornafirði: Bílverk, Vikurbraut 4, laugardag og sunnudag kl. 14-17. Eldri bílar metnir upp í nýja á staðnum. • Keflavík: B.G. Bílasalan, Grófinni 8, laugardag og sunnu- dag kl. 14-17. • Akranesi: Olís-nesti, Esjubraut 45, laugardag og sunnu- dag kl. 14-17. • Reykjavík: Og auövitaö líka hjá okkur í Sævarhöföa 2, laugardag og sunnudag kl. 14-17. 11 iTi si r 1 I ! CJ I Ingvar Helgason hf. Sævarhöfda 2 sími 91-674000

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.