Morgunblaðið - 27.04.1991, Síða 42

Morgunblaðið - 27.04.1991, Síða 42
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUÉ 27! APRÍL499I 42 fclk f fréttum BRÚÐKAUP David Cassidy gengnr í það heilaga í þriðja sinn Gamli popparinn og hjarta- knúsarinn David Cassidy er genginn í það heilaga í þriðja sinn. Atburðurinn átti sér stað fyrir skömmu og hin lukkulega heitir Sue Shirfin og er 41 árs gömul. Sjálfur er David kominn nokkuð á fímmtugsaldurinn. Ný- lega fæddur sonur þeirra Beau var meðal gesta á athöfninni og lét í sér heyra, reyndi m.a. að yfirgnæfa prestinn er hann gaf hjónin saman. Sue þessi er laga- og textahöfundur sem hann hitti fyrst árið 1973, en síðan ekki söguna meir fyrr en fyrir hálfu fimmta ári síðan. Tókust þá kærleikar með þeim sem standa enn. Þetta er þriðja hjónaband Cassidys og annað hjónaband Sue. David er á fullri ferð í poppinu eftir nokkurt hlé, er fullur bjart- sýni og hefur nýlega sent frá sér nýja hljómplötu. Hann hefur einnig nýlega leikið í kvikmynd að nafni „Spirit of 76“. Hann Vinsældir hans eru aftur orðnar umtalsverðar og hann þakkir því framlagi eiginkonu sinnar sem leggur fram mikið af tónlistar- efninu. „Þetta er rómantísk og falleg tónlist, en það eru einmitt tveir kosta frúar minnar. Það veitir mér mikinn innblástur að hlusta á lög hennar og hiýða á textana," segir Cassidy. Athöfniimi lokið og Beau litli þagnaður í bili. eyðir miklum tíma í að fylgja bæði plötu og kvikmynd eftir og segist ánægður með afrakstur- inn. Fyrir 15 árum mátti hann varla líta út um gluggann heima hjá sér án þess að koma af stað uppþoti meðal æstra aðdáenda sinna sem flestir voru tánings- stúlkur. Nú er öldin önnur og hann vekur ekki sömu eftirtekt. Han segist guðs lifandi feginn því hitt hafí verið óþolandi ástand. „Svo tel ég mig vera með vandaðri tónlist nú til dags og hún er flutt öðru vísi. Hún höfð- ar til eldra fólks en áður og er ekki líkleg til múgsefjunnar," segir David. Tertan skorin. ROKK Billy Idol þreyttur á rokkinu Rokktónlistarmaðurinn Billy Idol er tekinn að lýjast á rokkinu og vill gjaman ná frama í kvikmyndum á meðan hann hvílir sig frá því og hleður - batteríin. Hann var bú- inn að næla sér í stórt hlutverk í kvikmynd Oli- vers Stone um hljómsveitina The Doors er hann lenti í alvarlegu slysi á vélhjóli sínu. Idol átti að leika yfírrót- ara hljóm- sveitarinnar, en vegna meiðsla hans sem greru seint, var hlutverkið skorið mjög niður og Idol sést lítið í myndinni. En kappinn var ekki svo alvaræega slasaður að hann kæmist ekki á ról á ný. Er beinin voru gróin saman á ný fór hann á stúfanna og sendi frá sér nýja hljómplötu. Er hún mun rólegri en fyrri ■ skífur hans þótt ærslafengin sé og bendir það til að enn sé hann í lággír gagnvart rokkinu. Umboðsmaður Idols, David Gold- man segir það rétt vera að Idol vilji hvíla sig. Hann hefur reyndar verið að fylgja nýj- ustu skífu sinni eftir síð- ustu mánuði með erfiðum hljómleika- ferðum, en margir fram- leiðendur séu á eftir honum í væntanleg hlutverk. „Gallinn er bara sá,“ segir Goldman, „að Billy vill hlut- verk þar sem hann getur látið reyna á leiklistarhæfi- leika sína sem hann telur vera umtals- verða. Hann vill ekki leika •rokkstjörnur. Hann viíl ein- mitt hvíla sig á því. Margir af þeim sem í mig hringja vilja hann í slík hlutverk, en það verður ekki. Það er hins vegar engin spurn- ing að næstu tvö árin eða svo mun Billy einbeita sér að kvikmynda- leik, því hann getur í raun valið úr hlutverkum. Billy Idol, ófrýnilegur að vanda. PATREKSFJORÐUR Af sjósókn ungs fólks Ifyrri viku hafði hér við- komu sem oftar skólaskip- ið Mímir RE 3. Eftir komu þess er beðið með nokkurri óþreyju. í litlu sjávarplássi stendur hugur ungra sem aldinna nærri sjónum og hefur sjó- vinna og siglingafræði verið kennd í efstu bekkjum skólans í fjölda ára. Það eru einmitt nemendur í þessum greinum sem njóta góðs af komu Mím- is. Hér eru nemendur það margir að fara varð með þá í þremur ferðum að þessu sinni, til þess að koma þeim í svolitla snertingu við lífið á og í sjónum. Þetta eru sjóferð- ir sem enginn vill missa af þrátt fyrir litla aflavon, eink- um í vorferðunum. Það eru siglingatækin, vinnuaðferð- irnar og veiðarfærin sem ver- ið er að kynna. Margt kemur þó upp því fjörðurinn þeirra er fullur af lífi sem felur í sér feikna verðmæti ef það væri nýtt. í þessuin ferðum bragð- ar margur í fyrsta sinn hörpu- disk beint úr skelinni, ígul- keijahrogn eða sæsnigil. - Hilinar Morgunblaðið/Hilmar Árnason Nemendur um borð í skólaskipinu Mími RE 3. COSPER ffiPIB Lðn# iitw COSPER — Ég elska þig kæra Stína, yósu lokkana þína, bláu augun og ljúffenga matinn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.