Morgunblaðið - 27.04.1991, Page 50
50
MORGUNBLAÐIÐ
ÍÞRÓTTIR
LAUGARDAGUR 27. APRIL 1991
SKIÐI / ANDRESAR ANDAR LEIKARNIR
„Alttaf jafn
gaman
íi
- sagði Helgi HeiðarJóhannesson
frá Akureyri, sem keppir í göngu
Andrésar andar leikamir standa
nú sem hæst í Hlíðarfjalli við
Akureyri en þeim lýkur í dag. Mót-
~ ið er fjölmennasta skíðamót sem
haldið er og kepp-
ReynirB. endur eru 734 að
Eiríksson þessu sinni, örlítið
skrifarfrá færri en í fýrra.
ureyn Munar þar helst um
að heimamönnum hefur fækkað
nokkuð en keppendum frá öðrum
stöðum hefur fjölgað og þurfti að
skipta hópnum á tvo staði til gist-
ingar, í Lundaskóia og íþróttahöll-
ina en þetta er í fyrsta sinn sem
hópurinn kemst ekki allur fyrir í
Lundaskólanum.
Keppni hófst á fímmtudag og
þrátt fyrir óhagstæðar veðurspár
hefur veðrið verið mjög gott tvo
.. fýrstu dagana, mótshöldurum til
mikillar ánægju. Að sögn forsvars-
manna hafa leikarnir gengið mjög
vel enda þeir sem vinna að því öllum
FRJALSIÞROTTIR
hnútum kunnugir en mótið er það
16. í röðinni.
Að lokinni keppni í dag fer fram
afhending verðlauna fyrir síðasta
daginn og mótsslit í íþróttahöllinni.
Fengu aftur sama tíma
Helgi Heiðar Jóhannesson frá
Akureyri var að vonum ánægður
eftir að hafa tekið við verðlaunabik-
ar sínum í göngu 11 ára, en hann
varð í 1.-2. sæti ásamt Jóni Garð-
ari Steingrímssyni. Það er hreint
ótrúlegt að þeir hafi fengið sama
tíma því langt var á milli þeirra í
rásröð en það sem gerir það enn
ótrúlegra er að þeir fengu einnig
sama tíma í sínum aldursflokki í
fyrra. Þá urðu þeir einnig í 1.-2.
sæti og er það líklega einsdæmi.
Helgi sagðist hafa æft vel í vetur
og uppskeran væri ánægjuleg í
þessari keppni: „Ég hef keppt fjór-
Aðeins fjórir
karlmenn á undan
Mörthu á mark
Englendingurinn Toby Tanser kom
fyrstur allra á mark í 76. Víða-
vangshlaupi ÍR á sumardaginn fyrsta
og Martha Ernstdóttir ÍR varð fyrst
kvenna í hlaupinu. AIls hringsóluðu
124 hlauparar í norðan stinningskalda
um Hljómskálagarðinn þar sem hlaup-
ið fór fram. ÍR-ingar urðu sigursælir,
unnu sveitarkeppni allra flokkanna níu
utan einn sem UMFA vann.
Hlaupnir voru þrír tæplega 1500
metra hringir innan Hljómskálagarðs-
ins og var leiðin örlítið breytt frá í
fyrra. Fljótt myndaðist löng halarófa
sem liðaðist um garðinn en þar hafði
safnast fjöldi áhorfenda þar sem nú
var hægt að fylgjast með hlaupinu
allan tímann.
Toby Tanser tók strax á rás og
skóp sér mikla forystu á fyrsta hring,
en eftir það hélst bilið á næstu menn
óbreytt sem bendir til þess að aðrir
hlauparar hefðu að ósekju mátt vera
óragari við að reyna að fylgja honum
í byijun. Tanser, sem á íslenska ömmu,
er fyrsti erlendi ríkisborgarinn sem
sigrar í hlaupinu. í öðru sæti varð
Jóhann Ingibergsson FH, þriðji Kristj-
án Skúli Asgeirsson ÍR, fjórði Knútur
Hreinsson FH, fimmti Sveinn Emsts-
son ÍR og sjötti Agnar Steinarsson ÍR.
Athygli vekur frammistaða Mörthu
sem kom fimmta á mark, en allir þátt-
takendur voru ræstir samtímis og
hlupu jafn langt. Skaut hún mörgum
vönum keppnismanninum ref fyrir
rass og virðist því kvensterkum kapp-
hlaupurum fara fækkandi. Verða
menn að herða róðurinn við æfingarn-
ar til að halda í við Mörthu. Ónnur
kvenna á mark varð Þorbjörg Jens-
dóttir, 16 ára stúlka úr IR, þriðja
Laufey Stefánsdóttir, 15 ára stúlka
úr Fjölni í Grafarvogi, fjórða Fríða
Bjarnadóttir ÍR, fimmta Ásdís Rúnars-
dóttir ÍR og sjötta Hildigunnur Hilm-
arsdóttir Sj. R.
Eins og áður segir riðu ÍR-ingar
feitum hesti frá sveitakeppninni, unnu
3ja, 5 og 10 manna sveitir karla, 3ja
kvenna sveit, sveinasveit og meyja-
sveit, og þriggja manna sveitir í flokk-
um 30 og 40 ára og eldri karla. Skokk-
mæður úr Mosfellsbæ, sem hlupu und-
ir merkjum síns heimafélags, Aftur-
eldingar, urðu hins vegar hlutskarp-
astar í flokki kvenna 30 ára og eldri.
Morgunblaðið gaf öll verðlaun til
hlaupsins nema bikar sveinasveitar
sem Johan Rönning hf. gaf og keppt
hefur verið um frá 1983 en sveit IR
vann hann nú fimmta sinni og því til
eignar.
Alls luku 124 hlaupinu og verða
úrslitin birt næstkomandi þriðjudag.
Morgunblaðiö/Reynir
Helgi H. Jóhannesson og Jón Garðar Steingrímsson.
um sinnum.á Andrésarleikunum og
það er alltaf jafn gaman. Þetta mót
er það sem maður hlakkar til í allan
vetur og það skemmtilegasta sem
ég tek þátt í. Fyrir ári urðum við
Jón jafnir í hefðbundinni göngu en
svo vann hann mig í fijálsri aðferð.
Nú er ég ákveðinn í að gera mitt
besta til að sigra hann í þeirri grein
á morgun [í dag],“ sagði Helgi.
Helga Jóna Jónasdóttir vann
stórsvig 9 ára nokkuð örugglega.
„Það er meiriháttar að keppa á
Andrési og það var gaman að vinna.
Ég bjóst ekki við að ná svona langt
enda hef ég ekki áður unnið til
Hart var barist um hvert sæti í
flestum flokkum í víðavangs-
hlaupi Hafnarfjarðar á sumardaginn
fyrsta og réðust úrslit oft ekki fyrr
en við marklínuna. Alls tóku um 250
hlauparar þátt í hlaupinu og höfðu því
starfsmenn fijálsíþróttadeildar FH í
nógu að snúast meðan á því stóð. í
flokki karla sigraði Magnús Haralds-
son, hljóp 1600 metra á 4:59 mínútum
og Bryndís Svavarsdóttir í kvenna-
flokki.
Uppgjör Hafnarf jarðarliðanna
VÍS úrslitakeppni
Hciulccir —
í íþróttahúsinu vió Strandgötu í dag kl. 1 6.30.
Hafnfiróingar ath.: Notfærió ykkur forsölu kl. 13.00 í íþróttahúsinu til að forðast þrengsli.
Sparrisjóður
Hafnarfjarðar
Helga J. Jónasdóttir.
verðlauna á Andrési. Það er góð
aðstaða fyrir okkur á Seyðisfirði
og við krakkarnior höfum æft mjög
vel í vetur, enda árangur okkar á
mótinu til þessa góður. Nú stefni
ég bara að því að vinna tvöfalt og
sigra líka í stórsviginu," sagði
Helga.
Morgunblaðið/Júlíus
Sigurvegararnir Toby Tanser og Martha Ernstdóttir ÍR.
250 hlupu í Hafnarfirði
Bæjarstjómin gaf farandbikara sem
keppt var um í hveijum flokki en þeir
em 13 að tölu. Auk þess fengu fyrstu
menn í yngstu flokkunum eignarbikar
og fyrstu þrír á mark í öllum flokkum
hlaupsins fengu verðlaunapeninga
sem Sparisjóðurinn og Landsbankinn
í Hafnarfirði gáfu. Ennfremur fengu
allir þátttakendur verðlaunaskjal gefín
af Byggðaverki.
Nánari úrslit úr hlaupinu verða birt
nk. þriðjudag.
Iþróttir
helgarínnar
Handknattleikur
Úrslitin ráðast í 1. deild kvenna á
morgun er Fram og Stjarnan mæt-
astíLaugardalshöllinni kl. 15. Sigur-
vegari i leiknum verður íslandsmeist-
ari. í dag kl. 15. Ieika FH og Víking-
ur í Kaplakrika og Grótta og Valur
í íþróttahúsinu á Seltjarnamnesi.
Lokaumferðin í úrslitakeppni 1.
deildar karla fer fram í dag. Víking-
ur og Valur mætast í Laugardalshöll-
inni kl. 16.30. Á sama tíma leika í
íþróttahúsinu við Strandgötu Hauk-
ar og FH.
í neðri hlutanum eru einnig tveir
leikir: KR og KA leika í Laugardals-
höllinni kl. 13 og á Seltjarnarnesi
mætast Grótta og Fram kl. 16.30.
Einn leikur er í efri hluta úrslita-
keppninnar í 2. deild: Þór og Breiða-
blik mætast á Akureyri kl. 13.30.
Körfuknattleikur
Norðurlandamót unglinga í körfu-
knattleik hófst í gær í Stykkishólm
og heldur áfram um helgina. Að-
gangur er ókeypis
Laugardagur:
Piltar Ísland-Noregur... 9.00
Piltar Danmörk-Finnland..11.00
Stúlkur Svíþjóð-Noregnir.13.00
Stúlkur Ísland-Danmörk...15.00
Piltar Svíþjóð-Noregur...17.00
Piltar Ísland-Danmörk...19.00
Stúlkur Finnland-Svíþjóð..21.00
Sunnudagur:
Piltar Noregur-Finnland.. 9.00
Stúlkur Danm.-Noregur....11.00
Piltar Svíþjóð-Danmörk...13.00
Stúlkur Island-Svíþjóð...15.00
Piltar Ísland-Finnland...17.00
Stúlkur Finnland-Noregur....19.00
Blak
Öldungamót Blaksambands ís-
lands hófst á fimmtudaginn á Akra-
nesi í íþróttahúsinu við Vesturgötu.
Rúmlega 30 lið taka þátt f mótinu
en því lýkur í dag kl. 18.
Knattspyma
ÍBK og Akranes mætast í úrslita-
leik Litlu bikarkeppninnar f dag kl.
14 í Kcflavík.
Tveir leikir eru í meistaraflokki
karla f Reykjavíkurmótinu í knatt-
spymu. Fylkir og lR leika i dag kl.
17 og á morgun kl. 17 mætast Leikn-
ir og Þróttur. Báðir leikirnir fara
fram á gervigrasvellinum í Laugard-
al.
Körfuknattleikur
Úrslitakeppni 2. deildar í körfu-
knattleik fer fram f dag í Hagaskó-
lanum og hefst kl. 10.
Keila
Tvö mót verða haldin f dag í Keilu-
salnum við Öskjuhllð, unglingamót
sem hefst kl. 10 og KFR-mót sem
hefst kl. 20.