Morgunblaðið - 09.05.1991, Page 30
reer iai/. .e auoAauTMMr? aiaAiavi'joHOM
MOEGONBEAT5IÐ TIMMTUDAGUR 9. MAÍ199T
3Ö
Fuglar á Islandi og öðrum eyjum í Norður-Atlantshafi:
Mér fannst ómögulegt að
kennarínn vissi ekki svörin
- segir Dorete Bloch annar höfundur bókarinnar
Morgunblaðið/Sverrir
Erling Ólafsson og Dorete Bloch blaða í fuglahandbókinni.
FÆREYSKI líffræðingurinn og
deildarstjóri Dýrafræðisafnsins
í Færeyjum Dorete Bloch sótti
Islendinga heim fyrir skömmu.
Dorete hefur margsinnis komið
til íslands og ferðast um landið
en að þessu sinni var tilgangur
ferðarinnar að fylgja úr hlaði
íslenskri útgáfu fuglahandbók-
ar sem hún hefur unnið í sam-
vinnu við danska fuglafræðing-
inn Soren Sorenssen og kemur
út hjá bókaútgáfunni Skjald-
borgu hf á næstu dögum.
Handbókin ber titilinn „Fuglar
á íslandi og öðrum eyjum í Norður
Atlantshafi" og skiptist í þrjá
hluta. í fyrsta hlutanum er fjallað
um sérstæð skilyrði fuglalífs og
fuglaskoðenda á eyjasvæðunum.
Þar á eftir er fjallað um þær 183
fuglategundir sem sjást reglulega
að minnsta kosti á hluta eyjasvæð-
anna en í þriðja og síðasta hlutan-
um eru myndir og greinargerð um
tæplega 130 fugla á svæðinu. Erl-
ing Olafsson, líffræðingur, þýðir
bókina á íslensku.
Dorete er fædd í Danmörku en
fluttist til Færeyja þegar henni var
boðin lektorsstaða við Háskólann
í Færeyjum. „Ég var nýkominn
úr námi og atvinnulaus þegar mér
var boðin staða við líffræðideild
háskólans og ég ákvað að slá til,“
sagði Dorete. „Ég fluttist til Fær-
eyja og tók við stöðunni en þar
var lítið að gera því skólinn var
lítill á fáir nemendur. Þess vegna
tók ég því fegins hendi að taka
við stöðu forstöðumanns í Dýra-
fræðisafninu, sem rekið er í tengsl-
um við Náttúrufræðsafnið, árið
1980 en þar hef ég starfað síðan.
Jafnframt kenni ég í háskólanum
en þar eru nú um 100 nemendur."
svarað
Læra um beikiskóga í
Danmörku
I Færeyjum giftist Dorete og
eignaðist fjögur börn. Spurningar
þeirra urðu kveikjan að fyrstu bók
hennar, Floru. „Ég minnist þess
að einu sinni komu þau heim úr
skólanum og sögðu mér að kenn-
arinn hefði ekki getað svarað því
hvað eitthvert blóm héti vegna
þess að hann vissi það ekki. Þetta
fannst mér aiveg ómögulegt og
stuttu seinna byijaði ég á handbók
um færeyska flóru sem ég nefndi
Floru. Hún er nú mikið notuð í
færeyskum skólum og af færeysk-
um almenningi. Einhveiju seinna
útbjó ég svo skyggnuflokk um
fugla sem varð kveikjan af þessari
bók en þriðja fuglaverkefnið eru
spólur með fuglasöng. Þær eru
fyrst og fremst ætlaðar sem
kennsluefni.“
„Fuglabókin var upphaflega
samin fyrir Færeyinga," segir Dor-
ete, „færeyskan almenning og
færeysk skólabörn sem hafa í
gegnum tíðina þurft að tileinka sér
danskt námsefni þar sem til dæm-
is er fjallað um danska beikiskóga
en þeir eru ekki til í Færeyjum.
Von mín er einnig að sjómenn á
Norður-Atlantshafi geti notfært
sér bókina til fuglaskoðunar og
ekki má gleyma almenningi og
fuglaskoðurum á eyjasvæðinu.“
Samin í tveimur löndum
„Fuglar á íslandi og öðrum eyj-
um í Norður-Atlantshafi" er ekki
eingöngu verk Doreta. Soren Sor-
ensen, samstarfsmaður hennar, er
að sögn Doreta aðalhöfundur bók-
arinnar. „Soren, sem er atvinnu-
laus fuglafræðingur, í Danmörku
hafði mun meiri tíma en ég til að
semja,“ segir Dorete og bendir á
að bókin hafi verið unnin í tveimur
löndum. „Ég_samdi minn hluta í
Færeyjum og Soren sinn hluta í
Danmörku, við sendum síðan dis-
kettur á milli landa,“ bætir hún
við og í máli hennar kemur fram
að höfundarnir hafi stuðst við
handbækur og ýmis sérfræðirit.
Af handbókum nefnir Doreta sérs-
taklega „Birds of the Western Pale-
artic". Þá kemur fram að höfund-
arnir hafí notið aðstoðar sérfræð-
inga á eyjasvæðinu varðandi við-
veru fluglanna á hveiju svæði. Á
íslandi nutu þeir aðstoðar Ævars
Petersen fuglafræðings. Þau
Dorete og Soren sneru sér til fær-
eysku skólabókaútgáfunnar Foro-
ya Skúlabókagrunnur þegar hug-
myndin að handbókinni kviknaði
en útgáfan samdi við danska for-
lagið G.E.C. Gad um að gefa bók-
ina út en þess má geta að forlagið
hefur mikla sérfræðiþekkingu
varðandi útgáfu náttúruhandbóka.
Komu danska og færeyska útgáfa
bókarinnar út í fyrrasumar en eins
og áður segir kemur íslenska út-
gáfa bókarinnar út um þessar
mundir. Umræður standa nú yfir
við norska og sænska aðila um
útgáfu á bókinni í löndunum tveim-
ur en búist er við að hún komi einn-
ig út á þýsku.
Varðveisla beinagrinda
Dorete kvíðir ekki verkefnaleysi
í framtíðinni.„í Færeyjum eru næg
verkefni fyrir líffræðinga enda er
stéttin fámenn," segir hún og bros-
ir. „Ég er reyndar nú þegar að
vinna að ákveðnu verkefni sem er
fólgið í því að varðveita ýmis orð
yfir bein í beinagrindum dýra. Við
erum með beinagrind af hvali í
safninu og mig langar til að fá
þangað beinagrindur húsdýra og
fiska til að sýna skólabörnum. I
tengslum við þetta verður svo safn-
að orðum yfír ýmsa hluta bein-
grindanna."
Handliæg bók fyrir
byrjendur og vana
Erling Ólafsson, líffræðingur hjá
Náttúrufræðistofnun íslands og
þýðandi bókarinnar, sagði í stuttu
spjalli við Morgunblaðið að fugla-
handbókin væri afar handhæg fyr-
ir vana fuglaskoðara en einnig góð
byijendabók vegna þess að hún
kenndi fuglagreiningu og kynnti
vandamál sem upp gætu komið við
greiningu. Hann benti einnig á að
í bókinni væri aðeins fjallað um
þá fugla sem sæjust á tilteknu
svæði og því væri hún auðveldari
í notkun en stærri fuglabækur Þá
kom fram að á myndum í bókinni
væru fuglar í þeim búningi serh
þeir sæjust í hér um slóðir.
Teikningar í bókinni gerði Steen
Langvad.
Magnús Hreinsson og Kleópatra
frá Arbakka, en þau urðu sigur-
vegarar á Vetrarmóti Geysis
1991. Kleópatra hlaut 35 stig af
40 mögulegum. Eigendur hryss-
unnar eru Anders og Lars Hans-
en á Árbakka á Landi.
Vetrarmóti
Geysis lokið:
Arbakka-
hryssur sig-
ursælar
TVÆR hryssur í eigu bræðranna
Lars og Anders Hansen á Ár-
bakka á Landi urðu í fyrsta og
öðru sæti að stigum í Vetrarmóti
hestamannafélagsins Geysis fyr-
ir skömmu.
Kleópatra frá Árbakka varð efst
að stigum á mótunum fjórum í vet-
ur; hlaut 34 stig af 40 mögulegum.
Knapi á hryssunni í vetur var Magn-
ús Hreinsson. í öðru sæti varð svo
Sverta frá Stokkhólmi með 33 stig,
en knapi á henni var Jasja van
Veen. Éigendur Svertu og Kleó-
pötru frá Árbakka eru sem fyrr
segir Anders og Lars Hansen á
Árbakka.
I þriðja sæti með 29 stig varð
svo einnig ung hryssa: Diljá frá
Skarði á Landi, en eigandi hennar
er Fjóla Runólfsdóttir í Skarði, en
knapar á hryssuiini í vetur hafa
verið Kristinn Guðnason og Borg-
hildur Kristinsdóttir.
í barnaflokki varð efst að stigum
Sigríður Theódóra Kristinsdóttir frá
Skarði, og hlaut hún folald í verð-
laun. Folald var einnig í verðlaun
í eldri flokki og féll það í hlut eig-
enda sigurhryssunnar, Kleópötru
frá Árbakka. Þijú efstu hrossin í
eldri flokki hlutu einnig veglega
eignarbikara til eignar.
Við verðlaunaafhendinguna kom
fram hjá Kristni Guðnasyni form-
anni Geysis að ánægja væri með
tilhögun vetrarmótanna, en þetta
eru einu hestamótin á landinu, þar
sem stigum er safnað frá einu móti
til annars. Á annað hundrað hross
tóku þátt í mótunum í vetur og er
þegar ákveðið að halda vetrarmót
Geysis með líku sniði að ári.
ÆTLARÐU AÐ SEUA
FYRIRTÆKIÐ?
VIÐ GETUIM AÐSTOOAÐ
• Finnum góða kaupendur.
■ Vinnum upplýsingabók.
• Verðmetum fyjptæki.
■ Aðstoöum við samningaviðræður.
■ Göngum frá samningum.
• Aðstoðum við sameiningu
fyrirtækjaog félaga.
■ Stofnum hlutafélög
firmask. og leyfisumsóknir.
Tímapantanir i sima 680444.
Símaviðtöl kl. 15-16.
ALHIIÐAEIGNASALAN
Skipholti 50b, 105 ReykjaviK
Slmi 680444
Þ.ÞOBCRÍMSSOW & CB
□□E3OO00.
gólfflísar- kverklistar
ÁRMÚLA29, SÍMI 38640