Morgunblaðið - 09.05.1991, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 09.05.1991, Qupperneq 33
 Hætt við þátttöku í EXPO 1992 Of mikill kostnaður hefði fallið á ríkis- sjóð að mati ríkissljórnarinnar RÍKISSTJÓRNIN hefur ákveðið að hætta við þátttöku í Heimssýn- ingunni í Sevilla á Spáni á næsta ári - EXPO ’92. Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið, að þessi «ákvörðun væri fyrst og fremst tekin vegna þess kostnaðar sem ríkissjóður hefði orðið að taka á sig, ef af þátttöku hefði orðið. „Það sem réði niðurstöðu ríkis- stjórnarinnar var að þetta hefði orð- ið allt of dýrt. Ríkisstjórnin sem sat, ákvað um miðjan apríl að tryggja 150 milljónir til þessa verks, en þær tölur sem nefndin skilaði til okkar bentu til þess að þessi upphæð gæti orðið talsvert hærri,“ sagði forsætis- ráðherra. Davíð sagði að norski út- gerðarmaðurinn sem hefði viljað legg|a fram 100 milljónir króna til að af þátttöku íslands gæti orðið hefði bundið sitt framlag við þau sjónarmið sín að skálinn yrði fyrst og fremst umhverfis- og verndunar- skáli af íslands hálfu. „Ég er ekki viss um að það hefði samræmst því sem stefna hefði átt að með þátttöku íslands, þótt auðvitað hafi hugmynd- ir Norðmannsins verið afskaplega vinsamlegar,“ sagði Davíð. Forsætisráðherra sagðist telja að með þátttöku í Heimssýningunni á Spáni að ári hefðu ekki minna en 200 milljónir lent á ríkissjóði, „og við höfum bara ekki efni á því. Auk þess taldi Útflutningsráð íslands að þessum íjármunum væri ekki vel varið með þessum hætti,“ sagði Dav- íð Oddsson. Vöruskiptajöfnuður fyrstu tvo mánuðina: Innflutningur 31% meiri en sama tíma í fyrra VERÐMÆTI innflutnings fyrstu tvo mánuði ársins var 31% meira en sömu mánuði í fyrra, sam- kvæmt yfirliti Hagstofunnar. Ef frá eru taldir innflutningsliðir vegna stóriðju, olíukaupa og sérs- takrar fjárfestingarvöru, hefur almennur innflutningur aukist um 33%. Verðmæti útflutnings fyrstu tvo mánuðina varð 2,7% meira en sama tíma í fyrra. Sjávarafurðir voru 76% alls útflutnings og voru 7% ineiri en í fyrra. Fyrstu tvo mánuði ársins voru fluttar út vörur fyrir 11,6 milljarða króna, en inn fyrir 12,2 milljárða. Vöruskiptajöfnuðurinn var því óhag- stæður um 600 milljónir króna, en á sama tímabili í fyrra var vöruskipta- jöfnuðurinn hagstæður um 2,0 millj- arða króna. Miðað er við sama gengi. í yfirliti Hagstofunnar kemur fram að nokkrar sveiflur urðu á einstökum liðum inn- og útflutnings. Verðmæti útfluttra sjávarafurða jókst um 7% frá sama tímabili í fyrra. Útflutning- ur á áli jókst um 6%, en útflutningur kísiljárns dróst saman um 72%. Út- flutningsverðmæti annarrar vöru var 2% minná en í fyrra. Verðmæti alls vöruinnflutnings jókst um 31%. Verðmæti innflutnings til stóriðju var 74% meira, en verð- mæti olíuinnflutnings var 5% minna en sama tímabil í fyrra. Séu þessir liðir frátaldir ásamt innflutningi skipa, flugvéla og til Landsvirkjunar, hefur innflutningur annarra liða, sem eru 83% af heildarinnflutningi, auk- ist um 33% frá sama tímabili í fyrra. Morgunblaðið/Róbert Schmidt Sladdabeinin brædd ÁGÚST Gíslason eða Áki í bræðslunni hefur í nógu að snúast um þessar mundir. Mikið fellur nú til af sladdabeinum til að bræða, en Áki hefur í ýmis önnur horn að líta. Að undanförnu hefur hann verið við æfingar á leikritinu „Við borgum ekki“ eftir Dario Fo ásamt fleiri Bíldælingum. Frumsýning var fysta maí og við taka ferðalög með stykkið víða um Vestfirðina. Stundakennara- deilan: Félagsdóm- ur fjallar um frávís- unarkröfu MÁLFLUTNINGUR í Félagsdómi um frávísunarkröfu ríkislög- manns í stundakennaradeilunni fór fram á föstudag. Það er Félag íslenskra náttúrufræðinga sem stendur að stefnunni til Félags- dóms til að fá viðurkenndan samn- ingsrétt stundakennara en málið var þingfest í febrúar sl. Ríkislög- maður krafðist þess að málinu yrði í heild sinni vísað frá og er aðal ástæða kröfunnar að innan FIN séu fáir stundakennarar sem hafi kennt á skólaárinu og að málið heyri ekki undir Félagsdóm. Ekki er að vænta úrskurðar um frávísunarkröfuna fyrr en í næstu viku. Auk frávísunarkröfunnar var gerð krafa um að einn dómenda, Þorsteinn A. Jónsson, viki úr sæti með þeirri röksemd að hann væri vanhæfur þar sem eiginkona hans er stundakenn- ari. Fór fram sérstakur málflutning- ur um kröfuna en henni var hafnað af dómnum. Sigurður Snævarr, formaður Sam- taka stundakennara, sagði að þjark um aukaatriði hefðu tafið meðferð málsins fyrir Félagsdómi og brýnnt væri að fá sem fyrst niðurstöðu um viðurkenningu samningsrettarins en vitnaleiðslur eru ekki hafnar. „Aðalatriðið er að fá samnings- réttinn viðurkenndan en það er minna mál hvar hann mun liggja. Það mun taka sinn tíma að búa til nýjan kjarasamning frá grunni. Það eru hagsmunir háskólans og ríkisins að það verði hægt að ganga frá hon- um áður en skólaárið hefst í haust. Því verður að fara að hraða þessu máli,“ sagði Sigurður í samtali við Morgunblaðið. LANG ÓDYRASTA PYLSAN Nú eru Búrfellspylsurnar á sértilboöi og kosta einungis 474 kr. kg. Þaö býöur enginn ódýrari pylsur. Lækkaöu matarreikning fjölskyldunnar og kauptu Búrfellspylsur á sértilboöi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.