Morgunblaðið - 09.05.1991, Síða 37
Morgunblaðið/Símamynd/Ól.K.M.
di á umhverfis hnöttinn.
mig um ferðina væri ég þegar
farinn að velta því fyrir mér sem
er framundan."
Formlega lauk hnattsiglingunni
við bauju fyrir sunnan Southamp-
ton í síðustu viku en við þann stað
miða siglarar gjarnan. Hafsteinn
sagði að fjölmargir hefðu reynt
að sigla þessa leið og margir hefðu
snúið við, aðrir farist. Um 100
manns hefðu komist alla leið en
trúlega aðeins um tugur manna
lokið siglingunni án þess að þurfa
að leita sér aðstoðar og hvíldar
eins og Hafsteinn afrekaði.
a:
r samþykktir
ana samþykkti kjarasamning við
itliðið mánudagskvöld. 71 greiddi
?n og einn sat hjá, að sögn Geirs
flugi og á ákveðnum flugleiðum til
Mið-Evrópu flýgur sama áhöfn
fram og til baka, í stað þess að
skipta um áhöfn og þar sem þrír
flugmenn voru í vél á slíkum leiðum
verða nú tveir.
MOK(iUKBLAt)H) KIMMTUDAC.UU .9, MAÍ.^l
U
31
Fiskiðjusamlag Húsavíkur:
Laun í aðgerð og saltfiski hækk-
uð tíl jafns við frystinguna
Launabreytingar í undirbúningi í fiskvinnsluhúsum við Eyjafjörð
FISKIÐJUSAMLAG Húsavíkur hefur breytt fyrirkomulagi á álags-
greiðslum í aðgerð og saltfiskverkun þannig að laun fastráðins starfs-
fólks hækka til samræmis við laun þeirra sem vinna við frystinguna.
Að sögn Snæs Karlssonar, formanns fiskvinnsludeildar Verkamanna-
sambandsins, er undirbúningur að svipuðum aðgerðum þegar hafinn
í fiskvinnsluhúsum við Eyjafjörð. Á Höfn hefur verið tekið upp nýtt
launakerfi sem miðar að því að jafna laun starfsmanna í fiskvinnslu á
staðnum sem felur í sér 150 - 200 kr. tímakaupshækkun í saltfiskverkun.
„Við höfum ekki gert neinn samn-
ing við starfsfólk hér. Það er ákveð-
in hagræðing í gangi hjá okkur og
þessar ráðstafanir eru einn hlekkur
í því verki. Þetta auðveldar okkur
meðal annars að flytja fólk á milli
deilda,“ sagði Tryggvi Finnsson, for-
stjóri Fiskiðjusamlags Húsavíkur.
„I kjölfar þessarar tilraunar mun
samstarfshópur okkar og starfs-
manna fara ofan í hvernig þessu
verði háttað í framtíðinni. Ef menn
halda að þetta sé grundvöllur að ein-
hvetju gjörbreyttu og nýju þá er það
ekki rétt.
Við höfum oft áður fært menn til
í starfí og launum án þess að svona
upphlaup yrði. Þetta nær aðeins til
12-13 starfsmanna hjá okkur og
verður endurskoðað eftir þijá mán-
uði,“ sagði Tryggvi. Ekki liggur fyr-
ir tölulegur útreikningur né saman-
burður á launum við þessar breyting-
ar en álagið getur verið misjafnt á
milli tímabila, að sögn Tryggva.
„Launamismunur í fiskvinnslunni
hefur verið erfítt mál í samningum
og ég tel æskilegt að menn verði
búnir. að komast fyrir vind í þessu
máli áður en gengið verður til samn-
inga í haust. Það mun auðvelda að
ganga frá málum þá,“ sagði Snær
Karlsson um breytingar þær sem
gerðar voru á launum fiskverkafólks
á Húsavík.
Hjá Kaupfélagi Austur- Skaftfell-
inga á Höfn hefur verið í gangi sl.
tvo mánuði nýtt launakerfí í saltfisk-
verkun til samræmis við laun starfs-
fólks sem starfar við flæðilínuerfí í
vinnslusal. Að sögn Björns Grétars
Sveinssonar, formanns Verkalýðsfé-
lagsins Jökuls á Höfn, hefur það
gefið starfsmönnunum um 150 til
200 króna launahækkun á tímann.
„Það hefur ekki verið gerður sérstak-
ur kjarasamningur um þetta. Þetta
á ekkert skylt við almennar launa-
hækkanir í fiskvinnslu heldur er ár-
angur af langri undirbúningsvinnu
um breytt launakerfi," sagði hann.
í tengslum við launahækkun sjó-
manna á Fáskrúðsfirði vegna hækk-
aðs fiskverðs var komið til móts vk
kröfur fiskvinnslufólks þar með þv
að iáta 2% launahækkun sem tak;
átti gildi 1. júni koma til fram
kvæmda í apríl.
Snær Karlsson sagði að starfsfólk
fískvinnslunnar þætti sjálfsagt eðli.
legt að samkomulag í þessa ven
næði til alls fiskverkafólks.
Fiskeldi:
Framleiðsluverðmætið 1,9
milljarðar á síðasta ári
Framleiðsluverðmæti í fiskeldi á árinu 1990 var 1.924 milljónir króna,
en slátrað var og seldur fiskur að verðmæti um 1.042 milljónir. Frám-
leidd voru um 7.551 þúsund gönguseiði, 596 þúsund stórseiði og 2.886
tonn af laxi, en seld voru 2.964 tonn af laxi. Framleiðsla á silungi var
365 tonn og 1.417 þúsund 25-100 gr. seiði, en seld voru 113 tonn af
silungi. Um síðustu áramót voru 92 fiskeldis- og á skrá hjá Veiðimála-
stofnun og hafði þeim fækkað um 13 á síðasta ári, en fjöldi ársverka
í fiskeldi var þá um 240.
árinu 1990 var 2.964 tonn, en árið
1989 voru seld 1.598 tonn, og er
þetta um 85% aukning milli ára.
Birgðastaða í laxeldisstöðvunum um
áramót var um 2.665 tonn af lifandi
laxi, og miðað við 10% rýrnun gerir
það um 2.398 tonn. Að viðbættum
2.964 tonnum af slátruðum laxi og
að frádregnum lifandi birgðum í árs-
byijun var heildarframleiðslan á ár-
inu 1990 2.886 tonn. Heildarfram-
leiðsla á laxi árið 1990 var þvi 78
tonnum minni en það sem slátrað
var á árinu, og var þvf verið að slátra
af birgðum.
Sumarið 1990 endurheimtu 13
hafbeitarstöðvar alls 90.726 laxa eða
um 280 tonn af laxi úr sjó. Fjöldi
I skýrslu Veiðimálastofnunar um
framleiðslu í íslensku fískeldi árið
1990 kemur fram að af 92 stöðvum
voru 53 með seiðaeldi, 22 með
strand- og landeldi, 18 með kvía- og
fareldi og 23 með hafbeit. Tilrauna-
stöðvar í fískeldi voru sex talsins.
Af þeim 13 stöðvum sem hættu
rekstri á síðasta ári voru 10 í kvía-
og fareldi, tvær í strand- og landeldi
og ein í seiðaeldi.
Á árinu 1990 framleiddu 27 stöðv-
ar samtals 7.551 þúsund gönguseiði
og 10 stöðvar framleiddu samtals
596 þúsund stórseiði, eða samtals
8.147 þúsund seiði, en árið 1989 var
framleiðslan samtals 10.023 þúsund
gönguseiði og stórseiði. Seldur lax á
endurheimtra laxa úr hafbeit 199(
hefur nær tvöfaldast frá árinu 1989
en þá komu 64 þúsund hafbeitarlax
ar úr sjó. Hafbeitarstöðvarnar seldi
um 248 tonn af laxi á síðasta ári.
Seidur lax frá strand- og landeldis-
stöðvum árið 1990 var 1.739 toni
og stóðu 12 stöðvar að þeirri fram
leiðslu. Birgðastaða hjá stöðvunun
í árslok var 1.457 tonn af lifand
laxi, en birgðir í ársbyijun voru 1.087
tonn. Heildarframleiðsla þessar;
stöðva var því um 1.963 tonn á ár
inu, og framleiðslan 224 tonnun
umfram slátrun. 17 kvía- og fareldis
stöðvar seldu 977 tonn af laxi 1990
og er það 38% aukning frá árinv
1989, en þá seldu þessar stöðvar 701
tonn. Birgðastaða kvía- og fareldis
stöðva í árslok 1990 var 1.208 toni
af lifandi laxi, en birgðir í ársbyijur
voru 1.389 tonn, og var því heildar
framleiðsla þeirra á árinu um 761
tonn. Þannig var slátrað 302 tonnun
umfram það sem þessar stöðvai
framleiddu á árinu.
Undirritun samningsins um fækkun hefðbundinna vopna í Evrópu í
Elysee-höll í París 19. nóvember sl.
jaðarsvæði Atlantshafsbandalags-
ins í bréfi sem hann sendi leiðtoga
Kommúnistaflokks Sovétríkjanna
nú nýverið. Með þessu móti er
Bandaríkjaforseti ekki síst að koma
til móts við hagsmuni NATO-ríkj-
anna í suðri og norðri, einkum Nor-
egs og Tyrklands. I Noregi hefur
mikið verið fjallað um endurnýjun
og eflingu sovéska heraflans á norð-
urslóðum og þannig fullyrðir Jo-
hnny Skorve, sérfræðingur við
norsku alþjóðastofnunina, í bók sem
hann gaf út nýverið að aldrei áður
í sögunni hafí Sovétmenn ráðið yfir
jafnöflugum liðsafla á Kóla-skaga.
Johan Jörgen Holst, varnarmála-
ráðherra Noregs, hefur margoft
bent á að hvergi á byggðu bóli séu
jafnmörg vígtól saman komin og
þar og nýjar upplýsingar sem fyrr-
nefndur Skorve hefur unnið úr
ásamt japönskum sérfræðingum í
gervihnattaljósmyndun leiða í ljós
að stöðugt er unnið að endurbótum
þar eystra. Gildir þetta jafnt um
járnbrautasamgöngur, vegi, flug-
stöðvar og hafnir á Kóla-skaga þar
sem Norðurfloti Sovétríkjanna hef-
ur bækistöðvar sínar. Þetta á m.a.
við um Zapadnaja Lísta-fjörðinn
sem mun vera eitt helsta hreiður
kafbáta af gerðinni „Typhoon“ og
„Delta“ sem bera langdrægar
kj arnorkueldflaugar.
Bandaríkjamenn vakna til
vitundar
Nú virðist málflutningur NATO-
ríkjanna á norðurvængnum hafa
náð eyrum bandarískra embættis-
manna en það er engum blöðum
um það að fletta að þetta er tilkom-
ið vegna undanbragða Sovétmanna
á vettvangi CFE-sáttmálans sem
undirritaður var í París í haust.
Bandaríkjamenn og NATO-ríkin á
meginlandi Evrópu hafa verið öld-
ungis reiðubúin til að beina einkum
sjónum sínum að samdrætti og
brottflutningi sovéska liðsaflans í
Austur-Evrópu. Þessi áherslumun-
ur hefur að sögn heimildarmanna
Morgunblaðsins í Washington kall-
að fram umtalsverða örðugleika
innan Atlantshafsbandalagsins.
Embættismenn í varnarmálaráð-
uneyti Bandaríkjanna skýra undan-
brögð Sovétmanna í CFE-ferlinu
með tilvísun til þess að áhrif Rauða
hersins fari vaxandi í Sovétríkjun-
um og að Gorbatsjov þurfi í vax-
andi mæli að taka tillit til sjón-
armiða ráðamanna innan heraflans.
Afsögn Edúards Shevarnadzes,
fyrrum utanríkisráðherra, er m.a.
höfð til marks um þetta þó svo
heimildir hermi að hann hafi enn
mikil áhrif innan Kremlarmúra á
stefnumótun í utanríkismálum.
Þannig er hermt að hann hafi haft
meðferðis bréf frá Gorbatsjov til
ráðamanna bandarískra er hann
kom hingað vestur um síðustu helgi.
Líkt og áður hafa menn þó ekki
sannfærandi skýringu á vígvæðing-
unni á Kóla-skaga aðra en þá að
Sovétmenn vilji sýnilega komast hjá
eyðingu vopna og niðurskurði liðs-
afla þar sem því verður við komið
í samningaviðræðum við lýðræð-
isríkin. Hvaða herfræði og lang-
tímasjónarmið þar liggja að baki
treysta menn sér ekki til að segja
til um en þær raddir heyrast að
vígvæðingin á norðurslóðum sýni
berlega að M. S. Gorbatsjov ráði
litlu um viðbúnað Rauða hersins.
Því er og haldið fram að þessi þró-
un sýni berlega hversu lítil end-
urnýjun hefur farið fram innan
Rauða hersins; herforingjar og ráð-
amenn starfi enn í anda stalínskrar
hugmyndafræði og allur viðbúnaður
þeirra miðist við nýtt „Föðurlands-
stríð“ við kapítalísku ríkin í vestri.
Bjartsýnin fer dvínandi
Það er ástæða til að ætla að
undanbrögðin varðandi CFE-sátt-
málann og þróunin í innanríkismál-
um Sovétríkjanna komi til með að
verða eitt helsta umfjöllunarefni
bandarískra sérfræðinga á þessu
sviði á næstunni. Þetta kemur ekki
síst til af því að tvær af meginfor-
sendum þess niðurskurðar sem boð-
aður hefur verið á vettvangi fjár-
veitinga til öryggis- og varnarmála
hér í Bandaríkjunum á næstu fimm
árum eru þær að Sovétmenn standi
við skuldbindingar og anda CFE-
sáttmálans og að framhald verði á
umbótastefnu þeirri sem M. S.
Gorbatsjov hefur barist fyrir á sviði
stjórn- og efnahagsmála. Þess verð-
ur óneitanlega vart að sú bjartsýni
sem ríkti er CFE-sáttmálinn var
undirritaður og þegar menn töldu
sig sjá fyrir öldungis nýja skipan
heimsmála hefur farið dvínandi á
undanförnum vikum og mánuðum.
Á sama hátt blasir það við að
Bandaríkjamenn hyggjast hvergi
hvika frá stuðningi við Gorbatsjov
þó svo þess megi vænta að hann
verði beittur auknum þrýstingi á
næstunni, sérstaklega þar sem hann
virðist hafa styrkt stöðu sína veru-
lega eftir fund miðstjórnar Komm-
únistaflokksins í síðasta mánuði.
Á næstu tveimur til þremur mán-
uðum mun líklega koma í ljós hvort
að sú alda bjartsýni, sem reið yfír
Bandaríkin og Evrópu síðasta haust
er CFE-sáttmálinn um fækkun
hefðbundinna vígtóla frá Atlants-
hafi til Úralfjalla var undirritaður,
var rökrétt eður ei. í því efni verð-
ur sérstaklega horft til CFE-sátt-
málans, hersveitanna sem Sovét-
menn hafa flutt til Kóla-skaga,
framtíðarstefnu Sovétríkjanna á
sviði öryggis- og varnarmála og
þess hvort vænta megi framhalds
á umbótaviðleitni Gorbatsjovs og
undirsáta hans. Það er greinilegt
að Atlantshafsbandalagið og
Bandaríkjamenn búa sig í auknum
mæli undir að geta tekið á svæðis-
bundnu spennuástandi bæði á jað-
arsvæðum varnarsvæðisins, einkum
í suðri og í austri þar sem menn
virðast gera ráð fyrir þvi að óvissa
geti skapast með skömmum fyrir-
vara.
Varnarstöðin í Keflavík
Háttsettir embættismenn í varn-
armálaráðuneyti Bandaríkjanna
leggja þó áherslu á að grundvallar-
viðhorf Bandaríkjamanna varðandi
varnir í Evrópu verði óbreytt; áfram
verði þörf á liðsafla í álfunni og
áfram verði þörf á því að geta
flutt hersveitir yfir Atlantshafíð. Af
þessum sökum sjá menn ekki fyrir
sér neina breytingu á mikilvægi
varnarstöðvarinnar í Keflavík.
George Bader, forstöðumáður þeirr-
ar stofnunar sem fer með stefnu-
mótun Bandaríkjamanna gagnvart
samstarfi aðildarríkja Atlantshafs-
bandalagsins, sagði að engra stór-
vægilegra breytinga væri að vænta
hvað varðar viðbúnað varnarliðsins
í Keflavík. Flotastefna Bandaríkj-
anna væri óbreytt, áfram yrði nauð-
synlegt að gera ráð fyrir liðsflutn-
ingum til Evrópu á óvissu- og hætt-
utímum og áfram yrði það nauðsyn-
legur hlekkur í sameiginlegum
vörnum lýðræðisríkjanna að fylgj-
ast með ferðum sovéskra kafbáta í
nágrenni íslands. Af þessum sökum
hefði ekkert komið fram sem benti
til þess að raunverulegur nið-
urskurður væri á döfínni í varnar-
stöðinni í Keflavík þó svo við blasti
að dregið yrði verulega úr herstyrk