Morgunblaðið - 09.05.1991, Side 42

Morgunblaðið - 09.05.1991, Side 42
42 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. MAI 1991 ATVINNIIAI JC^I Y^IMC^AR Innri-Njarðvík Blaðberar óskast í sumar. Upplýsingar í síma 92-13463. Siglufjörður Blaðberar óskast á Hólaveg og Laugarveg. Upplýsingar hjá umboðsmanni í síma 71489. RÍKISSKIP Landrekstrarstjóri Skipaútgerð ríkisins óskar að ráða mann í stöðu landrekstrarstjóra hjá útgerðinni. Landrekstrarstjóri er yfirmaður alls land- rekstrar útgerðarinnar í Reykjavík, þ.e. vöru- afgreiðslu, skipaafgreiðslu, gámadeildar og verkstæðis. Starfið er krefjandi og felur m.a. í sér þátttöku og frumkvæði í hagræðingar- átaki, skipulagsbreytingum o.fl. Leitað er manns með menntun og/eða reynslu á sviði stjórnunar og flutningsstarf- semi. Viðkomandi þarf að hafa góða fram- komu og eiga auðvelt með að umgangast fólk. Tölvukunnátta æskileg. Góð laun eru í boði fyrir hæfan starfsmann. Vinnuaðstaða er góð og mötuneyti á staðnum. Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf hið fyrsta. Umsóknum skal skila til skrifstofu Skipaútgerð- ar ríkisins, Hafnarhúsinu v/Tryggvagötu, 101 Reykjavík, Pósthólf 908, fyrir 21. maí 1991. Kranamaður óskast til starfa. Upplýsingar í síma 622080 milli kl. 13 og 17 virka daga og í síma 985-28878 utan skrif- stofutíma. Keflavík - Keflavík Það vantar unglinga í humarvinnslu. Upplýsingar í símum 92-11196 og 92-12516 á kvöldin. Eftirlitsstarf K A F F I Óskum eftir að ráða aðstoðarmanneskju við eftirlit verslana og starfsmannahald. Vinnutími frá kl. 14.00-18.30 og eitthvað um helgar. Æskilegur aldur 30-40 ára. Þarf að geta byrjað strax. Upplýsingar veitir starfsmannastjóri í síma 679263 milli kl. 10.00 og 15.00 föstudag. Heilsugæslulæknir Staða heilsugæslulæknis við Heilsugæslu- stöðina í Keflavík er laus til umsóknar. Stað- an verður veitt frá 1. sept. nk. Æskilegt er að umsækjandi hafi sérfræðingsréttindi í heimilislækningum. Umsóknarfrestur er til 15. júní nk. og skulu umsóknir berast undirrituðum á þar til gerð- um eyðublöðum. Nánari upplýsingar veita undirritaður og yfir- læknir í síma 92-14000. Framkvæmdastjóri. f l—r ST. JÓSEFSSPlTALI LANDAKOTI Áhugavert starf á góðum spftala Óskum eftir deildarstjóra til starfa á móttöku- deild/dagdeild Landakotsspítala. Landakot er þægilegur og vinalegur vinnustaður, þar sem hver einstakur hjúkrunarfræðingur getur nýtt til fullnustu hæfileika sína til mótunar og uppbyggingar í starfi sínu. Ef þú hefur áhuga þá vinsamlega hafðu sam- band við Björgu J. Snorradóttur í síma 604300 eða Jarþrúði Jónsdóttur, deildar- stjóra, í síma 604385. Meinatæknir Sjúkrahúsið Patreksfirði óskar eftir meina- tækni sem fyrst til afleysinga. Góð starfskjör í boði. Upplýsingar veitir framkvæmdastjóri í vinnu- síma 94-1110 og í heimasíma 94-1543. Framreiðslumaður 32 ára lærðan framreiðslumann með mikla reynslu vantar vinnu strax. Allt kemur til greina. Upplýsingar í síma 23021. VINNUEFTIRLIT RÍKISINS Administration of occupationai safety and health Bíldshöföa 16 ■ Pósthólf 12220 ■ 132 Reykjavík Laus staða Laus er til umsóknar staða aðalbókara hjá Vinnueftirliti ríkisins. Laun skv. launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir er greini frá menntun, aldri og fyrri störfum, skulu sendar Vinnueftirliti ríkisins, Bíldshöfða 16, fyrir 23. þ.m. Upplýsingarum starfið eru veittar í síma 67 25 00. Umsóknum skal skilað á þartil gerðum eyðu- blöðum til aðalskrifstofu stofnunarinnar á Bíldshöfða 16. Leiklist Hefur þú áhuga á að vera með í sýningum Light Nights í sumar? Umsækjendur (ekki yngri en 17 ára) þurfa að hafa góða hreyfingar og geta tjáð sig í þöglum leik. Komið til viðtals milli kl. 17 og 19 í dag eða á morgun milli kl. 20 og 21 í Tjarnarbæ (við nýju ráðhúsbygginguna). Ferðaleikhúsið. VINNUEFTIRUT RÍKISINS Administration of occupational safety and health Bíldshöföa 16 • Pósthólf 12220 • 132 Reykjavík Laus staða Laus er til umsóknar staða umdæmiseftirlitsmanns á Norður- landi eystra með aðsetur á Akureyri Starfið felst í eftirliti með aðbúnaði, hollustu- háttum og öryggi á vinnustöðum samkvæmt lögum nr. 46/1980, ásamt fræðslustarfsemi. Umsækjendur skulu hafa góða tæknimennt- un, t.d. tæknifræðimenntun ásamt starfs- reynslu. Önnur menntun getur þó komið til greina. Laun eru samkv. launakerfi opinberra starfs- manna. Nánari upplýsingar veitir Helgi Haraldsson, umdæmistæknifræðingur, í síma (96) 25868. Umsóknarfrestur er til 15. júní næstkomandi. Umsóknum skal skilað á þartil gerðum eyðu- blöðum til aðalskrifstofu stofnunarinnar að Bíldshöfða 16, 112 Reykjavík, eða umdæmis- skrifstofunnar að Glerárgötu 20, 600 Akur- eyri. Þar liggja einnig frammi umsóknareyðu- blöð. MENNTASKÓLINN í KÓPAVOGI Frá Menntaskólanum í Kópavogi Skv. lögum nr. 48/1986 auglýsir Menntaskól- inn í Kópavogi eftirfarandi störf laus til um- sóknar. Stundakennsla í stærðfræði, þýsku, sálfræði og ferðagreinum. Auk þess stöður . í stærðfræði og viðskiptagreinum. Umsóknarfrestur er til 20. maí 1991. Upplýsingar gefur aðstoðarskólameistari í síma 46865. Kennarastöður Við Hamarsskóla í Vestmannaeyjum eru lausar nokkrar stöður grunnskólakennara. Um er að ræða almenna bekkjarkennslu í 1.-7. bekk. Einnig vantar okkur kennara í sérkennslu, raungreinum, íþróttum, tón- mennt, myndmennt og handmennt. Kennurum er útvegað leiguhúsnæði og barnagæsla. Nánari upplýsingar gefur skólastjóri, Hall- dóra Magnúsdóttir, sími 98-12644 og 98-12265 (heima).

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.