Morgunblaðið - 09.05.1991, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 09.05.1991, Qupperneq 47
UTMMTC GKJAJf MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. MAÍ 1991 47 En það er sá elsti, þessi tólf ára, sem var verkstjóri í hlöðunni á Syðra-Velli á þessum hásumardegi fyrir röskum fimmtíu árum sem þessar minningar eru helgaðar. Þrekmikill og hraustur var hann, orðinn karlmannsígildi um ferm- ingu, sem kom sér vel síðar á lífs- leiðinni bæði til sjós og lands. Hann hét Gísli Ólafsson, fæddur á Syðra-Velli í Gaulveijabæjar- hreppi í Ámessýslu 1. apríl 1929. Sonur hjónanna Ólafs Sveinssonar og Margrétar Steinsdóttur, sem bjuggu á Syðra-Velli frá 1914 til 1959. Ólafur og Margrét eignuðust 16 börn og er Gísli það fyrsta sem kveður af þeim sem upp komust, en þau misstu einn son í frum- bernsku árið 1920, en Gísli lést 2. maí síðastliðinn eftir 11 mánaða veikindi. Eins og orðin hér á undan segja frá mótaðist líf barna í sveit á þeim tímum af umgengni við dýrin. Vinna bamanna var skipulögð eftir getu og aldri, allt gekk þetta snurð- ulaust þó hendurnar væm ekki allt- af stórar. í þessu umhverfi ólst Gísli upp. Hann fór til sjós á vertíð- um þegar hann hafði aldur til. Hann var hjá frændum sínum í Karls- skála í Grindavík, hjá Agli Jónas- syni í Njarðvík, einnig var hann nokkurn tíma á togurum. Gísli var með Agli á Fróða þegar hann bjarg- aði mönnunum af enska togaranum Preston North End sem strandaði við Geirfuglasker árið 1950 og var þátttakandi í því mikla björgunaraf- reki á litlum fiskibáti að ná síðustu sex mönnunum sem eftir voru í flakinu áður en það liðaðist í sund- ur og sökk. Fyrir það fengu skip- stjóri og skipshöfn viðurkenningu frá útgerðarmanni togarans. Þegar Gísli hætti á sjónum vann hann um árabil við jámsmíðar, en síðustu árin var hann húsvörður við Blindraheimiiið í Hamrahlíð 17 í Reykjavík. Gísli kvæntist 28. ágúst 1954 Sigrúnu Þorsteinsdóttur. Foreldrar hennar vom Þorsteinn Jósefsson, verkamaður í Reykjavík, nú látinn og Þóra Guðmundsdóttir frá Miðdal í Kjós sem lifir í hárri elli. Þau Gísli og Sigrún eignuðust 5 börn. Þau em: Þóra Guðmunda hjúkranar- fræðingur, gift Hauki Hafsteinssyni lögfræðingi og eiga þau 3 börn; Margrét hjúkmnarfræðingur, hún á 3 börn; Gísli jarðfræðingur, kvæntur Ágústu Guðmarsdóttur og eiga þau 3 börn; Ólafur Sveinn myndlistarmaður, kvæntur Önnu Guðjónsdóttur; Guðrún, fædd 1979, býr í foreldrahúsum. Gísli og Sigrún byijuðu búskap á Grettisgötu 55 í Reykjavík en fljótlega keypti Gísli íbúð í smíðum á Nönnugötu 16 sem hann innrétt- aði sjálfur. Seinna keypti hann stærri íbúð í Hvassaleiti 18 þar sem þau bjuggu síðan. í Kjósinni komu þau sér upp sumarhúsi. Þar nutu þau margra ánægjustunda með fjöl- skyldunni með umgengni við gróð- urinn og náttúmna. Hjónaband þeima var traust og einlægt og virtu þau hvort annað. Þau lögðu metnað sinn í að mennta bömin og gera þau að. nýtum þjóðfélagsþegnum. Sigrún mín og Guðrún, ykkar er söknuðurinn sárastur, ég óska þess að geislar þeirrar sólár sem þerraði fætur drengsins sem óð í.dögginni í högunum á Syðra-Velli fyrir fímm- tíu árum megi einnig þerra tárin og lýsa upp árin sem í hönd fara, þess bið ég allrar fjölskyldunnar. Lát akker falla! Ég er í höfn. Ég er með frelsara mínum. Far vel, þú æðandi, dimma dröfn, vor Drottinn bregst eigi sinum. Á meðan akker í ægi falla ég alla vinina heyri kalla, sem fyrfi urðu hingað heim. (H. Trandberg - þýð. V. Snævarr) Blessuð sé minning hans. Jón Ólafsson Þrettánda maí á síðasta ári var haldið ættarmót að Hótel Örk í Hveragerði. Þar voru samankomnir afkomendur og makar hjónanna frá Syðra-Velli í Flóa, þeirra Ólafs Sveins Sveinssonar og Margrétar Steinsdóttur. Þar bjuggu þau og eignuðust 16 börn, þar af lést eitt á fyrsta ári, drengur að nafni Gísli, árið 1920. Á þessu ættarmóti var, að litlu leyti, rakin lífsganga þessara hjóna og afkomenda þeirra. Meðal annars sagt frá ýmsum fmmstæðum að- stæðum og erfiðleikum vegna fá- tæktar. Þegar þrettánda barnið fæddist lágu öll þau eldri í misling- um. Sá eini sem var á frískum fót- um var stjúpi húsbóndans, fuilorð- inn maður. Móðirin fékk lungna- bólgu og varð nokkuð veik en batn- aði tiltölulega fljótt. Faðirinn var við sjóróðra í Vestmannaeyjum sem endranær. Sambandið við umheim- inn I þá daga var ekki betra en svo að ekki vissi hann hvað gerst hafði fyrr en um lokin, en þá vom allir komnir til heilsu. Það sem færði okkur stærsta gleði á fyrmefndu ættarmóti var að systkinin finuntán sem upp kom- ust vora þá öll lifandi og með góða heilsu miðað við aldur, en hann var þá 55 til 75 ár. Enginn hafði látist af afkomendum Syðri-Vallar-hjón- anna síðan árið 1920. En nú hafa umskipti orðið. Piltur- inn sem fæddist inn í mislingana 1. apríl 1929 lést núna 2. maí 1991. Stórt skarð hefur verið höggvið í frændgarðinn og verður ekki fyllt. Hann var burt kallaður þegar blómin eru að springa út, þegar jörðin er að byija að grænka, þegar vorfuglarnir og heit golan. rennir sér niður af fjallabrúnum kringum sumarbústaðinn hans í Kjósinni. Þar undi hann sér löngum með fjöl- skyldu sinni í skjóli íslenskrar nátt- úru, fjalla og dala. Hann var einn þeirra manna sem sá fegurð í lands- laginu hvar sem hann fór. Hann kom með vorinu í heiminn. Hann kvaddi í byijun vors. Einskis þýðir að spyija. Þó hvarfla að rhanni efa- semdir. Því mátti hann ekki njóta fleiri ára, þetta var alltof stutt.. Þó ekki hefðu verið nema nokkur vor f viðbót. En hér verður engu um þokað. Eftir sitja eiginkona og börn svo og aðrir frændur og vinir sem sjá á eftir góðum dreng sem var vors- ins barn, lífsins og gróandans. Megi eilíft vor búa í bijósti ástvina hans. Sífelld birta verður kringum minn- ingu hans; birta vors og sólar. Innilegar samúðarkveðjur. Sigui'steinn Ólafsson Ótal spurningar vakna og fátt er um svör, þegar að leiðarlokum er komið. Gísli Ólafsson húsvörður hjá Blindrafélaginu, samstarfsmaður okkar og vinur, andaðist að áliðnum degi 2. maí í faðmi fjölskyldu sinnar. Sú stund sem þau áttu sam- an við beð ástvinar var fögur og mun verða þeim helg minning. Gísli kvaddi um aldur fram, en um það er ekki spurt. Hann kvaddi sáttur við allt og alla, var búinn að gera það upp við sig að hinsta stund var komin. Veikindum sínum mætti hann af æðmleysi og kjarki og kveið ekki óumflýjanlegum við- skilnaði. Gísli var hógvær maður og mikið ljúfmenni, sóttist ekki eftir metorð- um, en var alltaf viðbúinn ef aðstoð- ar var þörf. Hann átti góða lund, var launkíminn, þolinmóður og traustur. Þessir eiginleikar reynd- ust vinum hans í Hamrahlíð 17 og samstarfsmönnum vel. Húsvarðarhjónin, þau Gísli og Sigrún, áttu sitt heimili í Hamra- hlíð 17 ásamt dóttur sinni Guðrúnu. Nú þegar komið er að kveðju- stund, þökkum við Gísla góð kynni og sendum Sigrúnu og börnum þeirra og fjölskyldum innilegar samúðarkveðjur. F.h; starfsfólks Blindrafé- lagsins og Blindravinnustofu, Dóra Hannesdóttir. Morgunblaðid/Valdimar Kristinsson Erling Sigurðsson og Þróttur frá Tunguhálsi hlutu bestu undir- tektir áhorfenda fyrir skeiðsprettina samkvæmt klappmælinum. Hefðbundnir Hesta- dagar í Reiðhöllinni ________Hestar____________ Valdimar Kristinsson HLÝÐNI eða fimiæfingar í háum gæðaflokki var tvímæla- laust það sem upp úr stóð af ýmsum góðum atriðum Hesta- daga i Reiðhöllinni um helgina. Tainningameistararnir Eyjólf- ur Isólfsson og Sigurbjörn Bárðarson á Dropa frá Hólum og Höfða frá Húsavík sýndu þarna krossgang á tölti, aftur- fótasnúning og sniðgang á tölt.i, æfingar sem ekki hafa sést mikið hérlendis. Bæði Sigur- bjöm og Eyjólfur hafa greiðan aðgang að að reiðskemmum og var sýnmg þeirra góður vitnis- burður um bættar og breyttar aðstæður til þjálfunar hrossa hérlendis. Hestadagar var tæplega þriggja tíma dagskrá og má segja að hún hafí verið með mjög hefð- bundnum hætti. Norðlendingar sýndu gæðinga sína, bæði A- og B-flokkshesta og skeiðhestar vom þahdir af miklum móð í gegnum Reiðhöllina. Var notaður klapp- mælir að sögn Júlíusar Bijánsson- ar þular til mæla hvaða skeiðknapar hlytu mestar undir- tektir áhorfenda. Stóðhestar og hryssur komu fram undir kynn- ingu Kristins Hugasonar. Þá má geta sérlega góðrar sýningar unglinga á höfuðborgarsvæðinu undir stjórn Ragnars Petersen. Var þetta vel æft og skemmtilega útfært atriði, oft á tíðum hálf glannalegt en allt slapp þetta vel hjá krökkunum. Þá mætti kántrýkóngurinn Hallbjöm Hjartarson eldhress og söng þijú lög með miklum tilþrif- um með gráan gæðing bundinn við buxnastrenginn. Að sjálfsögðu náði Hallbjöm upp góðri stemmn- ingu eins og hans var von og vísa. Dagskránni lauk með snarpri hóp- sýningu Félags tamningamanna þar sem ekki var riðið af neinni hálfvelgju. Gott atriði sem að skaðlausu hefði þó mátt vera bet- ur æft. Alls voru sýningarnar fjórar, ein á föstudags- og laugardags- kvöldið og tvær á sunnudag. Hús- fyllir var eða svo gott sem á laug- ardagskvöldið en frekar dræm aðsókn á föstudag. Þetta er þriðja sýningin sem haldin er á þessu starfsári Reiðskólans og alltaf spurning hvað grundvöllur er fyr- ir mörgum slíkum samkomum. Kaffihlaðborð Fáks Stórglæsilegt kaffihlaðborð verður í Félagsheimilinu laugardaginn 11. maí næstkomandi og hefst kl. 14.00. Fáksmenn fjölmennið og takið með ykkur gesti. Allir velkomnir. Kvennadeild Fáks. Blomberg K Æ L I S K A P A R Hér sést hluti af úrvalinu, sem við bjóðum af BLOMBERG kæliskápunum. BLOMBERG er vestur- evrópsk gæðaframleiðsla á verði, sem fáir geta keppt við. BLOMBERG kæliskápur er sönn kjarabótl! Einar Farcstveit&Co.hf. Borgartúni 28, símar 622900 og 622901 KS180 185L kæfir Mál:H!09B50D58 cm
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.