Morgunblaðið - 09.05.1991, Side 53

Morgunblaðið - 09.05.1991, Side 53
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. MAI 1991 53 Bjössa leið vel í Keflavík, eignað- ist þar marga góða vini og var mjög kirkjurækinn. Fyrstu árin fór hann oftast fótgangandi upp á Völl, og væri honum boðið far hafnaði hann því, sagðist vera vanur að ganga mikið í sveitinni og hann yrði að fá að hreyfa sig svolítið. Björn vat' þríkvæntur. Fyrsta kona hans var sem fyrr segir Jónína heitin Eiríksdóttir, frá Skeggjastöð- um. Önnur kona hans var Lára Ims- land, frá Akureyri, sem einnig er iátin. Árið 1971 kvæntist hann eftir- lifandi konu sinni, Guðbjörgu Guðna- dóttur. Þá fluttist hann til Reykja- víkur og bjó þar æ síðan, síðustu árin í Skipasusndi 88. Kynni okkat' Bjössa hófust ekki fyrr en hann var kominn yfir sjötugt en þá kynntist hann móður minni og gengu þau í hjónaband 5. júní 1971. Eg man glöggt að við hjónin vissum næstum alltaf af því þegar Bjössi kom í heimsókn til móður minnat', því þá bárust jafnan glað- værir tónar og léttur hlátur upp til okkat'. Við hrifumst fljótt af Bjössa, enda var hann léttur í lund og Ijúf- mannlegt viðmót mótaði alla fram- komu hans. Hjálpsemi hans og drenglyndi gerði hann þegar að góð- um afa í hugum sona okkar sem þá voru ungir að árum. Og þegar þriðji sonurinn bættist í hópinn var ekkert eðlilegra en að hann væri látinn heita eftir afa, svo vænt þótti okkur öllum um Björn Kristin. Drengirnir voru heldur ekki lengi að komast að því að kæmu þeir til Bjössa með einhver vandamál var hann ávallt reiðubúinn að finna góða lausn. Það gilti þó ekki á sunnudögum meðan messan stóð yfir í útvarpinu, því þá sat afi jafnan gagntekinn með sálmabók í hendi og sinnti engu öðru en því að syngja með af hjarta, fullum hálsi. Bjössi kunni vel að meta góðan og þjóðlegan mat. Hann kom okkur á óvart með því að taka alltaf með sér nestisbita þó að honum stæði til boða að. fá mat á vinnustað á Kefla- víkurflugvelli. En hann sagði að þar fengi hann bara kjúklinga og eitt- hvert útlent bras, sem hann kærði sig ekki um. Sjálfur var hann snill- ingur í að salta sitt eigið íslenska kjöt. Síðustu orð frægra manna hafa oft varðveist og farið víða, en ég held að síðustu orðin hans Bjössa eigi ekki síður erindi til margra. Því þegar honum var greint frá því að læknirinn vildi gera nauðsynlega aðgerð þá svaraði Bjössi í fullri ein- lægni: „Ef það hjálpar, þá er það í lagi, en annars er ég bara sáttur við að sofna og mæta Guði rnínum." Já, hann Bjössi kvaddi þennan heim sáttur við langa og viðburðaríka ævi. Við kveðjum nú góðan dreng með söknuði í huga og þökkum samfylgd- ina síðustu 20 árin. Guð blessi minn- ingu Björns Kristins Kjartanssonar. Guðni Gunnarsson og fjölskylda. STEIKARTILBOD I apríl seldi Jarlinn um 6.300 grillsteikur. Ástæóan: Þær eru góðar - þær eru ódýrar. NAUTAGRIUSTEIK m. bak. kartöflu, kryddsmjöri og hrásalati KR. 690,- SVÍNASTEIK m. bak. kartöflu, kryddsmjöri og hrásalati KR. 650,- BARNABOXIN vinsælu með Ofurjarlinum: Hamborgari, franskar og kók (auk þess sælgæti o.fl.) KR. 480,- jarlínn * G/ntfur í bragði bragði TRYGGVAGÖTU - SPRENGISANDI - KRINGLUNNI .. v f I I u Petta er óneitanlega óvenjulegur og nýstárlegur bíll, - APPLAUSE frá Daihatsu. Hann sameinar ótal kosti sem nútíma bíleigandi krefst: Undurgóð fjöðrun ásamt sítengdu aldrifi eða framhjóladrifi valda því að hann liggur einstaklega vel og er því mun öruggari í akstri. Kraftmikil, sparneytin vél, vökvastýri og ótrúlega mikið rými fyrir farþega og farangur gera hann ólýsanlega þægilegan, beinlínis skemmtilegan. En þetta eru bara orð, við getum haldið lengi áfram. Þú verður einfaldlega að prófa, þar liggur sannleikurinn. □AIHATSU APPLAUSE - prófaðu bara! Applause með framhjóladrifi kostar frá kr. 929.000 stgr. á götuna. Applause með sítengdu aldrifi kostar kr. 1.245.000 stgr. á götuna. FAXAFENI8 • SÍMI 91 - 68 58 70

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.