Morgunblaðið - 09.05.1991, Síða 55

Morgunblaðið - 09.05.1991, Síða 55
toer íam .e HUOAauTMMn aiaAuanuoflOM MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. MAÍ 1991 55 Kveðjuorð: Ólafur Páll Pálsson Fæddur 24. ágúst 1971 Dáinn 21. apríl 1991 Nú kveðjum við kæran vin og æfingafélaga. Ekki hefðum við trúað því að fimmtudagsæfingin yrði _sú síðasta sem við æfðum saman. Óli Palli sem alltaf var svo hress og iífs- glaður og hafði svo uppöi"vandi áhrif á þá sem umgengust hann. Líkamsrækt var stór þáttur í lífi hans og varð hann Islandsmeistari í kraftlyftingum í 75 kg flokki ungl- inga einungis fyrir örfáum vikum og stefndi hann á enn frekari afrek í framtíðinni. Óli var mjög vinmarg- ur og var alltaf tilbúinn til að að- stoða og gera öðrum greiða. Það var ekki svo sjaldan sem hann ók þreytt- um lyftingafélögum heim eftir erfið- ar æfingar. Skyndilega dró ský fyrir sólu. Óli Palli tekinn frá okkur, góður og fall- egur drengur aðeins 19 ára. Hörmu- leg slys gera ekki boð á undan sér. Hans er sárt saknað af öllum hans ungu vinum og félögum. Foreldrum hans, systkinum og öðrum aðstandendum sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur og biðjum Guð að styrkja þaii í þeirra þungu raun. Við þökkum Óla Palla að leiðarlokum fyrir allt sem hann var okkur. Minningin um bjarta bro- sið hans mun fylgja okkur um ókom- in ár. Elsku Sissí og Steini. Guð gefi ykkur styrk og góðan bata. Fyrir hönd lyftingadeildar UMF. Skallagríms, Borgamesi. Iris Grönfeldt og Ingimundur Ingimundarson. Ég varð harmi sleginn þegar mér var tilkynnt að einn besti æskuvinur minn Ólafur Páll Pálsson hefði dáið í umferðarslysi aðfaranótt 21. apríl síðastliðinn. Það komu strax upp í huga mér gamlar minningar um Óla, en það var hann alltaf kallaður af vinum sínum. _ Við Óli kynntumst mjög snemma, líklega á fjórða aldursári. Það má eiginlega segja að við höfum verið hálfgerðir fóstbræður á þessum árum, því við vorum saman nánast alla daga. Ég vil fá að þakka Guði fyrir þær stundir er ég og aðrir feng- um að deila með honum, því varla væri hægt að eiga betri vin en hann. Hann var alltaf til í allt skemmti- legt, og ef það var ekki skemmtilegt þá gerði hann það skemmtilegt, og fyrir það átti hann stóran hóp af vinum. Þegar ég var tólf ára skildu leiðir hjá okkur er ég fluttist vestur á Snæfellsnes, dró þá nokkuð úr sam- skiptum okkar en vinskapurinn var alltaf sá sami. Óli var nefnilega sú persóna sem aldrei sleit vinskap við nokkurn manry sama á hveiju dundi. Alltaf var Öli glaðlyndur, kátur og gat komið öðrum í gott skap, og ég minnist hans þannig, ég þykist vita að allir hans vinir geri það einn- ig- Aðstandendum hans og öllum sem eiga um sárt að binda sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Guð gefi styrk til skilja og sætta okkur við það sem virðist vera óskilj- anlegt í augum okkar. Kristján Magnússon og fjölskylda. gróóut MOSAEYÐANDI! J ARÐVEGSBÆTANDI! Gróöurkalk er ætlaö til notkunar fyrir gras, grænmeti, runna og limgerði. Það stuðlar að jafnari sprettu og heldur mosa og varpasveif- grasi í skefjum. Gróðurkalk eykur uppskeru garðávaxta og skerpir vöxt lauftrjáa. Gróðurkalk er hagstæð blanda af fínni mélu og grófari kornum sem er þjál í meðförum og auðveld í dreifingu. Fínmalað kalkið hefur strax áhrif en gróf kornin leysast upp smátt og smátt og stuðla að langtímaverk- un kalksins. I grasgarða og limgerði er best að dreifa og blanda kalkinu í gróðurmoldina við sáningu eða gróðursetningu. Gott er að dreifa kalkinu vor eða haust og raka það vel ofan í grassvörðinn með hrífu. Grænmetisgarða er hentugast að kalka á vorin eða á haustin. Bést er að blanda kalkinu vel í gróður- moldina um leið og garðurinn er unninn. v' \ ^ ATHUGIÐ. Vegna hættu á kláða þarf ekki að kalka kartöflugarða nema þeir séu mjög súrir. Ekki er heldur ráðlegt að kalka skrautrunna sem þurfa súran jarðveg. Dreifing: HEILDSALA - SMÁSALA SÖLUFÉLAG GA RÐYRKJ UMA NNA SMIÐJUVEGI 5, 200 KÓPAVOGUR, SÍMI 43211 Alheimsátak til hjálpar stríðshrjáðum LANDSSOFNUN 12. MAI Næstkomandi sunnudag fer fram landssöfnun á vegum Rauða kross íslands til hjálpar stríðshrjáðu fólki. Gengið verður í hús og fé safnað. Við væntum þess að sem flestir landsmenn leggi þessu brýna málefni lið. Rauði kross íslands

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.