Morgunblaðið - 09.05.1991, Side 58

Morgunblaðið - 09.05.1991, Side 58
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. MAI 1991 Kristín A. Bjarna- dóttir - Minning Fædd 19. nóvember 1900 Dáin 30. april 1991 Nú legg ég augun aftur, ó, guð, þinn náðarkraftur mín veri vðm i nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. Sveinbjöm Egilsson) Tengdamóðir mín, Kristín Bjarna- dóttir, verður jarðsungin frá Dóm- kirkjunni í Reykjavík föstudaginn 10. maí. Hún lést södd lífdaganna eftir langvarandi veikindi og langa ævi. Einn þessara aldamótamanna, sem lifað hafa tímana tvenna, tekið þátt í og séð íslenskt þjóðfélag taka hvert skrefið eftir annað í framfaraátt. Saga einstaklingsins og saga þjóðar- innar var nátengd og hvort öðru háð. Baráttan frá örbirgð til sjálfs- bjargar var hin sama. Kristín Amþóra fæddist að Efri- Miðvík í Aðalvík sem tilheyrir Sléttu- hreppi í Vestur-ísafjarðarsýslu. Hún var yngst þeirra fjögurra systkina sem upp komust. Foreldrar hennar voru Bjami Þorsteinsson bóndi og sjómaður og kona hans Sigríður Bjarnadóttir. Vestfirðingar í ættir fram. Þau bjuggu um tíma í Þverdal og loks í Neðri-Miðvík en þar ólst Kristín upp til 12 ára aldurs. Þaðan voru allar hennar bernskuminningar, hinar björtu og hinar dökku. Þær leituðu á hugann og urðu áleitnari er árin færðust yfir. Hún minntist með söknuði kærs bróður, Sigurðar að nafni, sem 16 ára gamall veiktist af barnaveiki og dó skyndilega. Ráð- leysið var algert, yfir fjallveg að fara til að sækja lækrli og tíminn var ekki nægur. Þegar Kristín var 10 ára gömul, veiktist móðirin og dó. Heimilið leystist upp skömmu síðar og Kristínu var komið til vandalausra í Hnífsdal hjá góðu fólki sem reynd- ist henni veh Þar var hún, er hún fermdist í ísafjarðarkirkju. Saga hennar er lík sögu margra annarra ungmenna sem ólust upp á þessum ámm. Það skiptust á skin og skúrir. Hún minntist með hlýhug barna- kennarans á Látrum í Aðalvík og einnig skólagöngu sinnar í Hnífsdal. Þaðan átti hún ljúfar endurminning- ar. Nokkru eftir fermingu fór hún til systur sinnar sem þá var byrjuð að búa að Búðum í Hælavík. Um tvítugt var hún í vist á ísafirði og þar kynnt- ist hún starfi Hjálpræðishersins. Það varð til þess að hún hóf að starfa á hans vegum á Akureyri og þaðan lá leið hennar í foringjaskóla Hjálpræð- ishersins og útskrifaðist hún þaðan. Hún starfaði í nokkur ár á vegum Hersins á Seyðisfirði, þar sem hún sá um rekstur gistiheimilis og hélt samkomur fyrir böm og fullorðna. Þar vaknaði áhugi hennar á líknar- starfi Hjálpræðishersins í Noregi. Hún sótti um flutning í starfi og var kölluð til starfa í Noregi, þar sem hún starfaði í mörg ár. „Slumsöster", þ.e. líknarsystir, hefur það starf að annast sjúkt fólk í heimahúsum, einkum aldrað fólk, sem ekki gat séð um sig sjálft, vildi ekki fara á öldrunarheimili eða átti ekki kost á því. Noregsárin voru í huga Kristínar ávallt hápunktur lífs hennar. Oft sagði hún frá því starfi sem hún vann þar, minntist fólksins sem hún hafði hjúkrað og liðsinnt. Mér finnst það, er ég hugsa til þess- ara frásagna um þetta fórnfúsa starf, sem hún og starfssystur hennar unnu þarna fyrir lítið kaup, að þessar kon- ur hljóti að hafa verið úr öðrum efni- viði af Guði gerðar, en annað fólk. Þær glöddust mest yfir því að gleðja aðra og að gefa af sjálfum sér. Árið 1938 var hún köliuð til starfa á íslandi og þótt það væri gegn henn- ar vilja, varð sú köllun að annarri gæfu. Hinn 12. júlí 1938 giftist hún Bjarna Þóroddssyni póstafgreiðslu- manni. Þau höfðu þekkst í starfinu í Hernum. Bjarni var hljómlistarmað- ur, lék á mörg hljóðfæri, en kunnast- ur var hann fyrir leik sinn á tenór- horn, básúnu og önnurþlásturshljóð- færi. Bjarni lék með Útvarpshljóm- sveitinni á fyrstu árum útvarpsins. í 40 ár lék hann með Lúðrasveit Reykjavíkur og tók þátt í leik Sin- fóníuhljómsveitarinnar þegar hún var að komast á laggirnar. En iengst lék hann með hljómsveit Hjálpræðis- hersins sem hann að auki stjórnaði árum saman. Bjarni leit aldrei á hljómlistina sem atvinnu, heldur sem áhugamál. Bjafni kenndi fjölda- mörgu ungu fólki, tengdu Hjálpræð- ishemum, að leika á blásturshljóð- færi. Það var hluti af áhugamálinu og því aldrei krafist verklauna. Þau Kristín og Bjami voru virkir þátttakendur í starfi Hjálpræðishers- ins í tugi ára. Þau keyptu íbúð í nýbyggðu húsi í Blönduhlíð 3 árið 1949 og bjuggu þar á meðan þau lifðu. Bjarni lést 24. júní 1983. Bjarni og Kristín eignuðust tvö börn, Guð- jóníu, f. 15.12. 1939, og Sigurbjörn Þór, f. 25.1. 1945, og eru barnabörn- in þeirra 7 og barnabarnabörnin eru orðin 5. Er ég kom inn í þessa fjölskyldu undraði það mig að sjá og finna þá hlýju sem þau Kristín og Bjami gáfu vinum og kunningjum. Það var engu líkara en alltaf væri fullt hús af fólki. Stóra stofan í Blönduhlíðinni fylltist ekki bara af fólki, þegar haldnar voru afmælis- eða tyllidag- sveislur. Það var boðið í kaffi, kökur og heimagert smurt brauð í tilefni þess, að fólkið var til og hafði þörf fyrir það að hittast, lesa úr Bibl- íunni, syngja saman og ræða trúna. Öllum vinunum var tekið opnum örm- um. Útlendingarnir, sem kallaðir voru til starfa í Hjálpræðishernum í Reykjavík, vom ávallt velkomnir til Kristínar og Bjarna í Blönduhlíðina. Þeir sem aðrir litu inn hvenær sem færi gafst. Grunnur trúarinnar var Biblían hrein og klár. Sú trú, sem ég kynnt- ist þarna í stofunni í Blönduhlíð 3, var ekki trú dapurleikans og sorgar- innar. Það var trú sem gaf gleði, trú sem gaf von, trú sem gaf ást, trú án kröfu. Söngvarnir, sem sungnir voru, vom glaðir söngvar, fullir trú- artrausts. Ég er þakklátur fyrir að hafa kynnst þessari fjölskyldu og að hafa orðið þeirrar gæfu aðnjótandi að vera tekinn í hópinn er ég kvæntist dóttur þeirra hjóna. Þeir sem til heyrðu minnast þess, er Kristín varð níræð. Þá hafði hún ekki gengið heil til skógar í langan tíma og var komin til dvalar á öldr- unardeild Hvítabandsins. Hún þáði kaffiboð Hjálpræðishersins. Ýmsir risu úr sætum sínum og fluttu henni árnaðaróskir. Á eftir hveijum og ein- um stóð Kristín upp, rifjaði upp göm- ul og hjartnæm kynni og þakkaði fyrir sig. Framkoman var fumlaus sem fyrrum og framsögnin þjálfuð og hrífandi hjá þessari íjörgömlu konu. Kristín Bjarnadóttir er nú gengin yfir brúna til annars og betri heims. Þangað á hún góða heimvon. Drott- inn blessi minningu hennar og gefi eftirlifandi ástvinum hennar huggun harmi gegn. Alfreð Eyjólfsson Mig langar til að minnast móður- systur minnar, Stínu frænku, eins og við frændsystkinin kölluðum hana. Hún var mjög vönduð kona, bæði til orðs og æðis. Nú er ekki lengur hægt að koma við í Blöndu- hlíð 3 til að njóta þar hlýju og veit- inga eins og maður gerði svo oft. Stína frænka kom þá ævinlega hlaupandi á móti manni, með út- breiddan faðminn og bauð allt það besta' sem að hennar mati var samt ekki nógu gott. Hún átti stórt hjarta fullt af kærleika til að miðla öðrum. Hún fann alltaf einhvern einmana eða fátækan að henni fannst til að gefa kökur eða jafnvel saumavélina sína, eða eitthvað sem gat glatt þetta fólk. Ailar skuldir skulu vera greidd- ar, helst fyrir þann tíma sem þurfti. Að skulda einhverjum var ekki henn- ar lífsmáti. Kristín fæddist í Miðvík í Aðalvík. Dóttir Sigríðar Kristjánsdóttur og Bjarna Þorsteinssonar. Aðeins tíu ára gömul missti hún móður sína. Hún fluttist til Hnífsdals ári seinna og dvaldi þar, þar til hún hafði fyrir sér sjálf. Hún mótaðist af hinni sterku náttúru sem hún ólst upp í, og var mikið náttúrubarn. Við áttum margar ógleymanlegar beijaferðir saman. Hún lét sig ekki muna um að fá sér gönguferð frá Blönduhlíð og niður í miðbæ þá fullorðin að árum. Hún var ung þegar hún kynntist starfi Hjálpræðishersins. Hún gekk í hann, starfaði í honum og með til dauðadags. Á vegum Hjálpræðis- hersins fór hún til Noregs og vann þar sem hjálparstúlka við hjúkrun á sjúkum er dvöldu í heimahúsum. Hún minntist þessarar veru ætíð með gleði og ánægju, því þar naut hún sín við að hjálpa sjúkum. Það var hennar æðsta starf. En römm er sú taug er rekka dregur föðurtúna til. Hún unni mikið æskustöðvum sínum og föðurlandi. Hún sótti land sitt heim og giftist síðar Bjarna Þórodds- syni hjálpræðismanni. Þau eignuðust tvö börn, Guðjónínu og Sigurbjörn Þór. Ég er þakklát fyrir að hafa feng- ið að fylgjast með þessari konu og læra af henni. Þar sem góðir menn fara eru guðs vegir. Nú er hún farin á fund feðra sinna. Guð blessi minningu hennar. Börnum hennar og öðrum ættingj- um votta ég samúð mína. B.J.G. Hún amma mín er dáin. Oft reyn- ast mörkin á milli lífs og dauða vera óljós þegar einhver nákominn hverf- ur af sjónarsviðinu allt í einu og hættir að vera hluti af daglegu lífi okkar. Hún amma mín var yndislegt kona sem vildi allt fyrir alla gera, mátti aldrei aumt sjá hjá öðrum og var alltaf tilbúin til að fórna sér þann- ig að öðrum liði betur. Þannig var hún sem húsmóðir, eiginkona og vin- ur. Alltaf hugsaði hún fyrst og fremst um það sem hún taldi að öðrum væri fyrir bestu. Alltaf tók hún vel á móti gestum og gangandi, dró allt fram sem til var í eldhúsinu, bakaði pönnukökur eða vöfflur. Það var hennar hlutverk að hlúa að öðrum. Hún amma mín hefur alltaf verið stór hluti af lífi mínu. Ég minnist hennar sem fallegrar konu sem trúði á hið góða í öllum manneskjum. Trú- in á Guð var svo sterkur og ríkjandi t Móðir mín, BJARNÍNA GUÐRÚN KRISTJÁNSDÓTTIR, Baldursgötu 34, lést 7. mai í öldrunardeild Landspítalans, Hátúni 10b. Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir hönd vandamanna, Baldvin Helgason. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN BJARNADÓTTIR, Blönduhlið 3, verðurjarðsunginfrá Dómkirkjunniföstudaginn 10. maíkl. 15.00. Guðjónía Bjarnadóttir, Alfreð Eyjólfsson, Sigurbjörn Þór Bjarnason, Guðrún Stephensen, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginmaður minn og faðir okkar, KJARTAN G. GUÐMUNDSSON málarameistari, ísafirði, lést í Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði mánudaginn 6. maí. Útförin verður gerð frá ísafjarðarkapellu laugardaginn 11. me kl. 14.00. Guðrún Ásgeirsdóttir og börn. t Dóttir mín og móðir, JÓDÍS ÓLAFSDÓTTIR, Merkjateigi 7, Mosfellsbæ, verður jarðsungin frá Reynivallakirkju í Kjós laugardaginn 11. maí kl. 14.00. Kristín Jakobsdóttir, . Ólafur Unnsteinsson. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR ÓSKAR SIGURÐSSON, Háteigsvegi 17, Reykjavík, lést að morgní 8. maí í Borgarspítalanum. Ólafía Guðmundsdóttir, Sigurður H. Sigurðsson, Þuríður Jónsdóttir, Guðmundur H. Sigurðsson, Pétur M. Sigurðsson, Halldóra Ingimarsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. t Ástkær eiginmaður minn, fósturfaðir, tengdafaðir og afi, BJÖRN KRISTINN KJARTANSSON, Skipasundi 88, Reykjavík, sem andaðist 3. maí sl., verður jarðsunginn frá Keflavikurkirkju föstudaginn 10. maí kl. 16.00. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á líknarstofnanir. Guðbjörg Guðnadóttir, Guðni Gunnarsson, Esther Gunnarsson, Gunnar Guðnason, Helgi Guðnason, Kristinn Guðnason. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, INGIMAR SIGVALDASON, Hróarsstöðum, Skagaströnd, lést á Héraðshælinu Blönduósi 4. maí sl. Jarðarförin fer fram frá Hofskirkju, Skagaströnd, laugardaginn 11. maí kl. 14.00. Fyrir hönd vandamanna, Auður Sigurðardóttir. t Elskuleg móðir, fósturmóðir, tengdamóðir, amma og langamma okkar, ÁGÚSTA GUÐRÚN ÁRNADÓTTIR, Hábæ, Þykkvabæ, verður jarðsungin frá Hábæjarkirkju laugardaginn 11. maí kl. 15.00. Þeim, sem vilja minnast hinnar látnu, er bent á minningarsjóð Hábæjarkirkju eða Hjúkrunarheimilið Skjól. Arný Elsa Tómasdóttir, Halldóra Óskarsdóttir, Jóna Birta Óskarsdóttir, Sigurlín S. Óskarsdóttir, Margrét Júlíusdóttir, barnabörn og langömmubörn. Valdimar Jónsson, Tómas Guðmundsson, Gísli Jónsson,

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.