Morgunblaðið - 09.05.1991, Side 60

Morgunblaðið - 09.05.1991, Side 60
fclk í fréttum OFBELDI Kevin Keegan varð fyrir fólskulegri árás Kevin Keegan. búsettur á Marbella á Spáni. Kona hans Jean var stödd í Hampshire og var Keegan á leið til móts við hana er það sótti á hann svefn- höfgi. í stað þess að aka út í skurð, Iagði Keegan bifreið sinni í vega- kantinum og hallaði sér. En ekki leið á löngu þar til hann rumskaði við eitthvað þrusk við bílinn. Áður en hann gat nuddað stírurnar úr augunum kvað hins vegar við sker- andi brestur og glerbrotum rigndi yfir hann og hornaboltakylfa hæfði hann í ennið. Misindismaðurinn hafði þeytt kylfunni í gegn um framrúðuna á bílnum. Keegan vankaðist og segist muna óljóst eftir dauðahótunum ef hann léti ekki aura sína af hendi. Glæpa- mennirnir, sem voru að minnsta kosti tveir, höfðu andvirði 700 punda í pesetum og krítarkort upp úr krafsinu. Keegan sagðist enn þjást af höf- uðverkjum og ógleði auk þess að sjónin daprast annað veifið, en læknar reikni hins vegar með því að varanlegur skaði hafí ekki orð- ið. „Eg er heppinn að vera vel á mig kominn líkamlega. Ég er ekki viss um að sextugur maður hefði þolað svona högg. Þá værum við ef til vill að tala um morð,“ sagði Keegan. Kevin Keegan, fyrrum knatt- spyrnustórstjarna sem gerði garðinn einkum frægan hjá Li- verpool og síðar hjá Southampton, lenti í þeirri vondu reynslu fyrir skömmu, að glæpalýður veittist að honum, rændi peningnJm hans og krítarkortum, en það sem verra var, barði hann í höfuðið með hornaboltakylfu þannig að hann þjáist enn af höfuðverkjum, ógleði og móðukenndri sjón. Keegan, sem er fertugur, er LAUGARASBIO Sími 32075 Telefax til auglýsingastjóra Laugarásbíós frá Kristófer D. Péturssyni, kvikmyndagagnrýni frétt atímaritsins Þjóðlffs. ■ „Eftir að hafa séð myndina WHITE PALACE nýlega í London datt mér í hug að láta ykkur í Laugarásbíó vita aðégvarstórhrifinnoggef henni ★★★af-frit'*^ mögulegum. Skrifleg gagnrýni birtist svo í maítbl. Þjóðlífs, Gjörið svo vel að nota stjörnurnar í auglýs- ingaskyni ef ykkur hentar því ég vil ólmur að sem flestir sjái þessa lostafullu og sannfærandi mynd.“ 1«liíll fgjfa ★ ★ ★ KDP Þjóðlíf Morgunblaðið/Theodór Krakkarnir í götunni, „sakleysið uppmálað", frá vinstri: Kristín Birna Sævarsdóttir, Agnes Andrésdóttir, Rakel Dögg Sigurgeirsdóttir, Kristín Guðlaugsdóttir og Sólveig Ásta Guðmundsdóttir. MANNAMÓT Eldfjörug árshátíð Nýlega var haldin í Félagsmiðstöðinni í Borgarnesi árshátíð Grunnskóla Borgarness. Dagskráin hófst á því að barnakór skólans söng nokkur lög undir stjórn Birnu Þorsteinsdóttur. Síðan hófst leikritið, „Fróði og allir hinir grísl- ingarnir" eftir Ole Lund Kirkegaard. Leikritið er íjörugur gamanleikur með léttu söngívafi. Alls tóku um 40 nemendur og kennarar á einn eða ann- an hátt þátt í þessari uppfærslu. Nemendurnir léku af lífi og sál og var leikgleðin mikil. Leikstjórn önnuðust kennararn- ir Berta Sveinbjarnardóttir og Elva J. Hreiðarsdóttir. TKÞ. Kennai'inn Steinunn Gísladóttir farðar nemandann Stefaníu Guðlaugu Baldurs- dóttur, sem lék strákinn Fróða. Barnakór Grunnskóla Borgarness söng nokkur lög undir stjórn og undirleik, Birnu Þorsteinsdóttur. Glóóarsteiktur lax aó hætti hússins Velkomin á Hard Rock Cafe, sími 689888 LU0S rÆ> ietur .etursson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.