Morgunblaðið - 09.05.1991, Qupperneq 72

Morgunblaðið - 09.05.1991, Qupperneq 72
EIMSKIP VIÐ GREIÐUM ÞÉR LEIÐ FIMMTUDAGUR 9. MAÍ 1991 VERÐ í LAUSASÖLU 100 KR. Bifreiðaskoðun íslands: Skoðunar- gjöld lækk- uð um 5% STJÓRN Bifreiðaskoðunar ís- lands ákvað á fundi i gær að verða við tilmælum Þorsteins Pálssonar, dómsmálaráðherra, og lækka skoðunargjöld um 5%: í frétt frá fyrirtækinu segir að áætlað tekjutap vegna lækkunar- innar sé um 10 m.kr. á ári. Áform- aðar framkvæmdir við byggingu fjögurra skoðunarstöðva úti á landi verði ekki skertar en íjárþörí'inni mætt með auknum gjaldtökum. Sem dæmi um lækkun skoðunar- gjalda má nefna að verð á skoðun bifreiða undir fimm tonnum kostar nú 2.230 krónur í stað 2.350 króna áður. Dómsmálaráðherra hefur stað- fest hina nýju gjaldskrá, sem tekur gildi frá og með 10 maí nk. Bundinn með snæri og afhent- ur lögreglu ÖLVAÐUR maður sem gerði sig liklegan til að taka leigubii ófrjálsri hendi í Hafnarfirði í fyrrinótt var handtekinn af nærstöddum og bundinn á höndum og fótum. Maðurinn, sem er grænlensk- ur sjómaður, fór úr leigubíl við skipshlið í Hafnarfjarðarhöfn, án þess að gera sig líklegan til að greiða fyrir farið. Leigubílstjórinn fór út úr bílnum og elti manninn, sem þá sneri við, settist undir stýri og ók á brott. Bíllinn var í hand- bremsu og miðaði því hægt. Nærstaddir hlupu til, stöðvuðu för bílsins og hringdu á lögreglu. Til að missa ekki manninn frá sér var gripið til þess ráðs að binda hann með snæri á höndum og fótum. Þannig var hann á sig kominn þegar lögregla kom á staðinn og tók hann í sína vörslu. '^•Aðalfimdur SÍF: Háskóli Islands: Meistara- nám í hag- fræði í haust HÁSKÓLARÁÐ hefur staðfest að kennsla til meistaraprófs hefjist í viðskipta- og hagfræðideild Há- skóla Islands næsta haust. Fyrir þremur árum var deildinni skipt í viðskipta- og hagfræðiskor, og var þá ákveðið að stefna að því að bjóða upp á meistaranám þegar fyrsti árgangurinn útskrifaðist úr hagfræðinni eftir þriggja ára nám. Umsækjendur þurfa að hafa lokið fyrsta háskólaprófi, helst í hagfræði, en þó er gert ráð fyrir að nemendur með önnur háskólapróf geti fengið skráningu að loknu sérstöku undir- búningsári. í námsskipulaginu er þannig gert ráð fyrir að hægt verði að ljúka meistaranámi á 1 til 2 árum. Undirstöðugreinar meistaranáms- ins verða þjóðhagfræði, rekstrarhag- fræði og hagrannsóknir. Kjörgrein- arnar höfða hins vegar sérstaklega til íslenskra aðstæðna, en þær verða hagfræði náttúruauðlinda og hag- fræði smárra hagkerfa. Sjá nánar Viðskiptablað, bls. 4C. Friðrik Sophusson fjármálaráðherra: Ríkisskuldabréf verði gef- in út með markaðsvöxtum Heim úr hnattsiglingu Morgunblaðið/Olafur K. Magnusson Hafsteinn Jóhannsson, kafari og siglingakappi, kom til Egersund í Noregi í gærmorgun eftir að hafa siglt á skútu sinni Eldingu umhverfis hnöttinn. Hafsteinn heldur á íslenskum fána sem var með alla ferðina og er farinn að láta aðeins á sjá eftir volk um öll heimsins höf. Sjá frásögn á miðopnu Getur komið í veg fyrir yfirdrátt í Seðlabanka, segir Jóhannes Nordal FRIÐRIK Sophusson fjármálaráðherra segir að viðræður fari nú fram milli fjármálaráðuneytisins og Seðlabankans sem gætu leitt til þess, að horfið verði frá því að ráðherra ákveði nafnvexti ríkisskuldabréfa, þess í stað verði skuldabréfin boðin á þeim kjörurn sem markaðurinn tekur við á hveijum tíma. Jóhannes Nordal seðlabankastjóri segir að með því sé hægt að koma í veg fyrir yfirdráttarlán hjá Seðlabanka. Ávöxtunarkrafa Seðlabanka við kaup spariskírtcina hækkaði i gær, einnig hækkaði ávöxtunarkrafa húsbréfa. „Okkur er ljóst að raunvextir hafa hækkað mikið fyrrihluta þessa árs og auðvitað verður ríkið að viður- kenna þá Vaxtahækkun sem nú þeg- ar hefur orðið,“ sagði Friðrik Soph- usson í samtali við Morgunblaðið í gær. „Því hefur verið rætt um það á milli fjármálaráðuneytisins, Lána- sýslu ríkisins og Seðlabankans að skuldabréf ríkissjóðs verði boðin á þeim kjörum sem markaðurinn tekur við á hveijum tíma, en horfið verði frá beinum nafnvaxtaákvörðunum ráðherra." Jóhannes Nordal sagði mikilvægt ef ríkissjóður eigi að ná ákveðnum markmiðum um sölu á spariskírtein- um og öðrum verðbréfum ríkisins, að hann fylgi þeim vöxtum sem virð- ist nauðsynlegt að bjóða til að mark- aðurinn taki við bréfunum. „Það hefur verið tilhneiging til þess að reyna að stýra vöxtunum með því að hafa vexti af ríkisverðbréfum lægri en þeir vextir eru sem gilda á markaðnum á hverjum tíma og það hefur aðeins haft þau áhrif að þessi bréf hafa ekki selst og ríkissjóður hefur orðið að leysa sín vandamál með skuldasöfnun hjá Seðlabankan- um. Það er auðvitað hlutur sem gengur ekki upp og veldur hreinni peningaþenslu." Hann sagði um framkvæmdina, að væntanlega yrði reynt að ákveða nafnvexti spariskírteina nálægt því sem vextir eru á markaðnum. „Hins vegar getur auðvitað verið um að ræða mismunandi mikil afföll ef breytingar verða á almennum ávöxt- unarkjörum," sagði Jóhannes. Hann sagði að trúlega yrði breyt- ingin gerð þegar nýir flokkar verða gefnir út. Spariskírteini eru nú með 6% vöxtum og þyrfti að bjóða með miklum afföllum ef þau ættu að fylgja markaðnum. „Ég reikna með að stefnt verði að því að gefa út nýja flokka," sagði hann. ♦ Sala á ríkisvíxlum hefur aukist um tvo milljarða króna frá því að forvextir á þeim voru hækkaðir úr 11% í 14,5% síðastliðinn mánudag. í gær hækkaði Seðlabankinn ávöxtunarkröfu við kaup spariskír- teina úr 7,85% í 8,15% og á verð- bréfamörkuðum hækkaði ávöxtun- arkrafa húsbréfa úr 8,4% í 8,5-8,6%. Vænst er ákvörðunar um vexti nýrra spariskírteina á mánudag. Sveiflujöfnunarsjóður fyrir- tækja í stað verðjöfnunarsjóðs Ný lög samþykkt fyrir SÍF Á AÐALFUNDI SIF í gær var samþykkt með miklum meirihluta ratkvæða að skora á sjávarútvegsráðherra að taka í haust til endur- skoðunar lög um Verðjöfnunarsjóð sjávarútvegsins með það að leiðar- ljósi að sjóðurinn verði lagður af en í staðinn verði myndaður sveiflu- jöfnunarsjóður innan fyrirtækjanna, sem lúti skattareglum. Samkvæmt nýjum lögum SÍF segir meðal annars að sá, sem óski inngöngu í félagið, skuli senda stjórn þess skriflega beiðni þar um. Hafi félagsstjórn ákveðið að verða við inngöngubeiðni öðlast umsækj- andi full félagsréttindi þegar hann hefur undirritað aðildarvottorð að SIF, þar sem hann skuldbindur sig til að hlýða lögum félagsins og sam- þykktum. Nú þegar hafa framleið- endur, sem standa á bak við 97% af saltfiskframleiðslunni í fyrra, undirritað aðildai’vottorð að SÍF, að sögn Dagbjarts Einarssonar stjórnarformanns SÍF. Inntökugjald er 50 þúsund krón- ur fyrir hvern nýjan félagsmann en ábyrgð félagsmanna er takmörkuð við inneign þeirra í sjóðum SÍF. Samkvæmt nýju lögunum ber félagsmönnum að afhenda SÍF allar saltfiskafurðir sínar til sölumeð- ferðar jafnóðum og þær eru fullbún- ar og þeim er ekki heimilt að selja sjálfir, hvorki innanlands né erlend- is, eða fela öðrum sölu þeirra af- urða, á hvaða stigi sem er, án sam- þykkis stjórnar SIF. Ef félagsmaður brýtur gegn þessu ákvæði varðar það sektum til SÍF og stjórn SÍF hefur heimild til að ákveða sekt, sem má vera allt að 20% af and- virði þeirra afurða, sem seldar voru, eða boðnar til sölu í heimildarleysi, auk þess sem heimilt er að víkja hinum brotlega félagsmanni úr SIF. Heimilt er að skuldajafna sektir við inneign viðkomandi félagsmanns. Knattspyrna: Sigur á Júgóslavíu ÍSLENSKA drengjalandsliðið í knattspyrnu, skipað leikmönnum yngri en 16 ára, .vann sigur á Júgóslavíu, 2:1, í gær í loka- keppni Evrópumóts drengja- landsliða. Júgóslavar gerðu fyrsta markið en íslendingar svöruðu með marki Helga Sig- urðssonar úr vítaspyrnu. Jóhann Steinarsson gerði svo sigurmark- ið í síðari hálfleik, eftir góðan undirbúning Helga. Sjá íþróttir bls. 69-71.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.