Morgunblaðið - 13.06.1991, Side 11

Morgunblaðið - 13.06.1991, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ- FIM.MTUDAG'uk 13. JÚNÍ 1991 11 Ingveldur Ýr Kristinn Örn Kristinsson Ingveldur Ýr Tónlist Jón Ásgeirsson Ungur einsöngvari, Ingveldur Ýr Jónsdóttir, hélt sína fyrstu tónleika í ísjensku óperunni sl. þriðjudag. Á efnisskránni voru söngverk eftir Handel, Strauss, Duparc og Kurt Weill og íslensk sönglög. Samleikari Ingveldar var Kristinn Örn Kristinsson pían- óleikari. Tónleikamir hófust á aríu eftir Handel, Lord to Thee each Night and Day, úr óratoríunni Theodora, sem mmm ■nmm VITASTIG 13 26020-26065 Frakkastígur. 2ja herb. íb. 30 fm. Sérinng. Góð áhv. lán. Hrísateigur. 2ja herb. risíb. 42 fm. Góð lán áhv. Nýl. innr. Góð íb. Framnesvegur. 2ja herb. íb. 31 fm. á 1. hæð. Nýl. húsnlán áhv. Hringbraut. 3ja herb. góð 72 fm íb. auk herb. í kj. Suðursv. Góð lán áhv. Lyngmóar. 3ja herb. íb. 82 fm. Fallegt útsýni. Parket. Suðursv. Bílsk. Njálsgata. 3ja-4ra herb. íb. á tveimur hæðum 108 fm. Sérinng. Suð- ursv. Verð 6,5 millj. Eskihlíð. 4ra herb. íb. 108 fm á 3. hæð. Gott útsýni. Góð sameign. Suð-vestursv. Kleppsvegur. 4ra herb. íb. 100 fm. Suðursv. Asparfell. 4ra herb. íb. 108 fm. Nýl. húsnæðislán. Tvennar svalir. Ný teppi. Laus. Laugarnesvegur. 4ra herb. íb. 92 fm. Suðvestursv. Áhv. gott húsnlán. Verð 6,9 millj. Rauðalækur. Falieg 6 herb. íb. 132 fm. Suðursv. Fallegt útsýni. Góð sameign. Makask. mögul. á minni íb. Melabraut. Efri sérhæð, 104 fm, með 38 fm bílskúr. Suð- ursv. Fráb. útsýni. Verö 9,5 millj. Stórholt. 4ra-5 herb. íb. 127 fm auk 33 fm bílsk. Mikið endurn. Grettisgata. Falleg5herb. íb. á 3. hæð í steinhúsi ásamt tveim herb. í risi. Alls um 140 fm. Séríb. á hverri hæð. íb. er mikið endurn. Marmari á baðherb. Sér- þvhús. Suðursv. Gott útsýni. Logaland. Raðhús á tveim- ur hæðum 218 fm. 26 fm bílsk. Suðursvalir. Suðurgarður. Vogatunga - Kóp. Par- hús á einni hæð 74 fm. Parket. Góðar innr. Skriðustekkur. Einbhús á tveimur hæðum 273 fm. Suður- garður. Mögul. á séríb. á jarð- hæö. Fallegt útsýni. Strýtusel. Glæsil. einbh. 319 fm m/bílsk. Fallegt útsýni. Makask. mögul. á minni eign. Gunnar Gunnarsson, lögg. fasteignasali, hs. 77410. var mikið „fíaskó“, þrátt fyrir að Handel teldi margt í því verki vera jafngott og í Messíasi, t.d. kóramir. Ingveldur söng aríuna mjög vel og af öryggi. Þijú lög eftir Strauss voru næst á efnisskránni, tvö rósalög Rote Rosen (1883) Die erwachte Rose (1880) og Begegnung (1880), sem öll teljast til æskuverka höfundar (án ópus- númers). Strauss samdi sitt fyrsta sönglag er hann var á sjöunda ári (1870) og eftir hann liggja 26 lög sem flest voru ekki gefín út fyrr en nýlega. Fyrsta útgáfa sönglaga er. Op. 10 og þá er Strauss 21 árs en í því safni era lög eins Zueignung, Die Nacht og Allerseelen. Það var sannarlega skemmtilegt að heyra þessi æskuverk meistarans. Ingveld- ur Ýr söng lögin mjög yfirvegað, sérstaklega Begegnung, sem í heild var mjög vel flutt og átti undirleikar- inn Kristinn Örn ekki lítinn þátt í að gera flutning þess eftirminnileg- am íslensku lögin voru Smalastúikan, fallegt lag eftir Hallgrím Helgason, Draumalandið eftir Sigfús Einars- son, Betlikerlingin eftir Sigvalda Kaldalóns og Hjá lygnri móðu eftir undirritaðan. Þess gætti nokkuð að Ingveldur Ýr átti í erfiðleikum með framburð einstakra hljóða en söngur hennar var sérlega yfirvegaður. Draumalandið söng hún mjög hægt, sem er óvenjulegt, en hélt því samt mjög vel saman og Betlikerlingin var sérlega vel sungin og túlkunin góð. Hjá lygnri móðu var fallega flutt og með töluverðri reisn. Þijú lög eftir Duparc, L’Inventati- on, Chanson triste og Au Pays — voru mjög fallega flutt en án þess þó að vera að öllu leyti í stíl. Tónleik- unum lauk með þremur lögum eftir Kurt Weill og þar sýndi Ingveldur Ýr á sér nýja hlið. Þessi grályndú lög eru sérkennilegt leikhús, þar sem raunsæið birtist í hranalegri við- kvæmni, eins og í laginu Og hvað fékk kona hermannsins og í Hve lengi enn og Uppsagnarbréfið er lauslætið og kaldranaiegt uppgjör ástarinnar meginviðfangsefnið. Mús- iklega er þessum sérstaka menning- arheimi stefnt gegn hefðbundinni fínheitatónlist, þar sem dægurlagið er samlagað raunsæi textans en jafn- framt ýmislegt sótt í lærdómssmiðju fínu tónskáldanna. í þessum lögum var söngur Ingveldar Ýr frábærlega ve! útfærður. Ingveldur Ýr er góð söngkona og var flutningur hennar í heild mjög yfírvegaður og vel útfærður. Það sem finna mætti að, er flest sem slípast í starfi, að námi loknu og óhætt að spá henni góðu gengi sem söngkona. Hún hefur góða rödd en hættir til þess á köflum að þrengja að henni á hásviðinu. Þess gætti þó minna er á leið konsertinn og að því leyti til söng hún „sig upp“. Leikræn túlkun var víða mjög góð eins og t.d. í Betli- kerlingunni og í lögum Kurts Weills. Undirleikarinn Kristinn Örn Krist- insson er frábær undirleikari, sem ekki aðeins fylgir vel söngvaranum, heldur og skáldar hann í tónmálið, og markar upphaf og endi tónhend- inga einstaklega fallega. Sem sagt Kristinn Örn er frábær undirleikari. Einar Jóhannesson, Beth Levin og Richard Taliowsky. Tríó í Listasafni Sigurjóns Tónlist Ragnar Björnsson Sumartónleikar í Listasafni Sig- uijóns Ólafssonar virðast hafa fengið fastan sess í tónlistarlífi borgarinnar, áheyrendur vantar ekki, fullt hús á flestum tónleikum, svo var á tónleikum þeirra Beth Levin píanóleikara, Einars Jóhann- essonar klarinettuleikara og Ric- hards Taliowsky sellóleikara sl. þriðjudagskvöld. Hér var um fram- úrskarandi hljóðfæraleikara að ræða, hver á sínu sviði, og ekki að furða þótt B-dúr Tríóið, svokallað „Gassenhaus-tríó“, eftir Beethoven léki í höndum þeirra. Tæknin hrein og örugg svo að varla féll skuggi á og hendingamótun skýr og eðli- leg. Flutningurinn á þessu Tríói Beethovens, sem hann samdi aðeins tvítugur að aldri — e.t.v. tuttugu og eins — var einskonar opinberun, flutningur sem maður heyrir ekki á hveijum degi. Ekkert eitt þeirra þremenninga er raunar ástæða til að nefna sérstaklega fyrir ágætan leik, þó get ég ekki annað en undir- strikað leik Talikowskys, sem á köflum var frábær og gaman væri að heyra hann sem einleikara við annað tækifæri. Til þess að reyna að finna eitthvað að fliitninoniim þá fannst mér þau gleyma því á stundum að þau spiluðu í litlum sal, þar sem allar styrkleikasveiflur verða gjarnan meiri en til stendur og kom þetta kannski fyrst og fremst niður á leik píanóleikarans, sem hætti til að ofgera af þessum sökum, kannski einnig þess vegna fannst mér Einar blása gegnum- gangandi of'mikið. Gaman var að heyra hið heims- borgaralega tríó meistara Glinka, sem þau spiluðu glæsilega og sann- færandi, meira að segja þeim enda- sleppta síðasta þætti. „Kyrrðar- dansar“ Þorkels Sigurbjörnssonar (frá 1967) eru sérlega skemmtilega gerðir frá Þorkels hendi, voru einn- ig sérlega vel fluttir nú. Klarinett- tríóið í a-moll op. 114 er eitt af síðustu kammerverkum Brahms, og flókinn kontrapunktiskur vefur. Þarna er Brahms farinn að hugsa dálítið á öðrum nótum en í æsku- verkum sínum og hefði ég kosið meiri ró, en minni uppbrot, sérstak- lega í fyrstu tveim þáttunum, en eigi að síður var hér um flutning á háum „standard“ að ræða. Merki- legt er hvað þremenningarnir hafa náð vel saman á stuttum tíma og á ferðalögum þeirra, fyrirhuguðum hérlendis og erlendis, hljóta að fylgja þeim góðar óskir og spár. ÍSLAND ER GULLMOLINN OKKAR NJÓTTU ÞESS AÐ FERÐAST UM EIGIÐ LAND VIÐ ERUM TIL ÞESS AÐ AUÐVELDA ÞÉR ÞAÐ Tjaldvagnar: Eitt handtak og sumarhús ó hjólum rís. Opnost ó 2 mín með fortjoldi. Bakpokar. Verð fró kr. 4.550,- Vönduð fjölskyldutjöld. Verð fró kr. 25.900,- Einnig hústjöld. Verð fró 35.900,- Fortjöld ó hjólhýsi, v-þýsk, -100% vatnsþétt. Verð fró kr. 59.500,- Svefnpokar. Verð fró kr. 4.500,- Kúlutjöld, 3ja-4ra manna, ólhúðuð. Verð kr. 8.900,- FERÐAVðRUR - TJALDAVIÐGERÐIR V/UMFERDARMIDSTðOINA SÍMAR 19800 - 13072 Ferðagasgrill kr. 7.950,-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.