Morgunblaðið - 13.06.1991, Side 12

Morgunblaðið - 13.06.1991, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 1991 Morgunblaðið/KGA Rek komið upp á Miklatúni Á Miklatúni við Kjarvalsstaði er komið upp listaverkið Rek eftir Kristinn Hrafnsson. Verkið er í eigu borgarinnar og var á sýningu listamannsins síðastliðið haust. Að sögn Kristins, vísar verkið til land- rekskenningar Alfreds Lothars Wegeners, og er eins og sjá má, sam- sett úr kubbum í líki gossprungu en mælistangirnar eiga að minna okkur á hvemig við nýtum náttúruna. Nýtt org-el vígt á Borgarspítalanum ORGEL frá Félagi velunnara Borgarspítalans var vígt í kapellu spít- alans á sunnudaginn. Orgelið er valið af Hauki Guðlaugssyni, söng- málastjóra, og kemur frá Italíu. Athöfnin hófst með ávarpi Egils Skúla Ingibergssonar, formanns Félags velunnara Borgarspítalans, en á eftir honum helgaði séra Jón Dalbú Hróbjartsson orgelið. Þá sungu félagar úr Kór Langholts- kirkju og Jón Stefánsson stjórnandi kórsins lék á nýja orgelið. Spítala- prestarnir tveir, Sigfinnur Þorleifs- son og Birgir Ásgeirsson, lásu guð- spjall og fluttu bæn. Eftir athöfnina bauð stjórn spítalans upp á kaffi- veitingar. Félag velunnara Borgarspítalans gengst fyrir gróðursetningu við spítalann á laugardaginn, Borg- arspítaladaginn. Morgunblaðið/Bjarni Egill Skúli Ingibergsson, formaður Félags velunnara Borgarspítal- ans, flytur ávarp. Við hlið hans stendur Sigfinnur Þorleifsson spítala- prestur. Ekkí næg^t tillit tekið til lokun- ar norska seiðamarkaðarins Samtök heilbrigðisstétta: - segir Helgi Kjartansson líffræðingur um stöðu fiskeldisstöðva Alyktun um busavígslur Minnsivarði afhjúpað- ur á Melgerðismelum FJOLMENNI var a flugvellmum a Melgeröismelum sl. laugardag, 9. júní, er afhjúpaður var minnisvarði um Erlend Árnason svifflug- mann sem fórst á svifflugæfingu 22. desember sl. er svifflugan sem hann flaug brotnaði á flugi. Erlendur var aðeins átján ára gamall þegar hann lést en svifflug átti hug hans frá unga aldri. Gerðist hann virkur félagi í starfsemi Svifflugfélags Akureyrar um leið og hann hafði aldur til árið 1988. Minnisvarðinn, sem var valinn staður við Hymu, miðstöð flug- áhugamana á Norðurlandi, stendur á þríhymdum stöpli. Efst á stöplin- um er listaverk í formi svifflugu á flugi, en fyrir neðan er skjöldur sem hefur m.a. eftirfarandi tilvitnun úr Sonatorreki Egils Skallagrímsson- ar: Verð eg varfleygur er vinir þverra eða, ég verð varkár á flugi þegar vinum fækkar. Bræður Erlends, Magnús og Tómas Ámasynir, afhjúpuðu minn- isvarðann, en Bragi Snædal, Svif- flugfélagi Akureyrar, og Árni Magnússon, faðir Erlends, fluttu stutta tölu við athöfnina. Hönnuður minnisvarðans er Bragi Snædal en Magnús Ingólfs- son sá um smíði stöpulsins og Þórð- ur Vilhjálmsson smíðaði merkið og skjöldinn sem eru úr ryðfríu stáli. Minnisvarðinn var kostaður af framlögum félaga úr Svifflugfélagi Akureyrar. Morgunblaðið/PPJ Bræður Erlends, Magnús og Tómas Árnasynir, afhjúpuðu minnisvarðann. HELGI Kjartansson líffræðingur segir, að í skýrslu um stöðu fisk eldis í landinu sé ekki tekið nægilegt tillit til þess vanda, sem fiskeld- isfyrirtækin áttu við að stríða á árunum eftir 1988 þegar markaður fyrir sölu seiða til Noregs lokaðist. Skýrslan var unnin að ósk land- búnaðarráðherra og kynnt fjölmiðlum í siðustu viku. Þar kemur fram að fyrirtækin bera sig ekki og að engar líkur séu á að staða þeirra batni á næstu tveimur árum. Hefur ríkisstjórnin ákveðið að veita 300 milljónir króna til fárra fyrirtækja með það að markmiði að varðveita þá þekkingu og reynslu sem áunnist hefur í landinu. Helgi sagðist hafa hnotið um nokkur atriði í skýrslunni, sem hann væri ekki sáttur við, og benti á að vanda fiskeldisfyrirtækjanna mætti rekja allt til þess að iokaðist fyrir seiðasölu héðan til Noregs. Honum virtist sem skýrsluhöfundur taki ekki nægilegt tillit til ástandsins sem þá skapaðist hjá fyrirtækjun- um. „Flestir sátu uppi með nær ómælt magn af fiski," sagði hann. „í skýrslunni kemur fram að engu mátti henda, þar sem bankar áttu veð í seiðunum. Þar fyrir utan er afurðalánakerfið þannig upp byggt að hausatala fiskanna gildir. Þeim mun fleiri hausar í stöðinni þeim mun meiri verðmæti og greiðari aðgangur að afurðalánum. En það sem gerðist var að menn sátu uppi með mikið magn af fiski og þegar fram liðu'stundir komst fiskurinn einfaldlega ekki fyrir. Þá urðu veru- leg afföll þegar fiskurinn skemmd- ist í þrengslunum. Menn voru að bíða og vona að af seiðasölu yrði til Noregs. Þetta er í raun sá efni- viður, sem fiskeldi á íslandi hefur byggtst á allt frá árinu 1988. Það vita allir sem vit hafa á að fiskur, sem fer sem gönguseiði úr eldisstöð árið 1988, skilar sér ekki aftur sem sláturfiskur fyrr en árið 1990.“ Helgi sagði, að árið 1988 hafi auk gönguseiðanna einnig næsta kynslóð í fiskeldi verið áfram í eldis- stöðvunum og átti eftir að vera fram á næsta ár. Áhrifa af ástandi á seiðamarkaðinum árið 1988 gætti því enn. „Skýrslan byggist á þess- um efnivið og það kemur fram í henni,“ sagði hann. „En að mínu mati er ekki lögð nægileg áhersla á þetta atriði. Jafn stór liður og þetta er í vanda fiskeldisstöðva í dag.“ Helgi nefndi einnig vanda mat- fisksstöðvanna, sem byggðar voru af vanefnum og í hasti til að taka við fiski til slátrunar. Að þeim hafi ekki verið nægilega vel staðið og þörf á frekara fjármagni til að gera þær nægilega vel úr garði. „Það má heldur ekki gleymast að strand- eldi kallar á ákveðna tækni og tæki þegar flytja þarf fiskinn milli kera. Tæki sem ekki eru fyrir hendi og þess vegna er ekki hægt að flytja fiskinn og flokka á réttum tíma,“ sagði hann. Ónnur atriði, sem Helgi nefnir og telur að séu óvarlega metin, er að fram kemur að gerðar hafi verið miklar rannsóknir á fiskeldi. „Það er ekki rétt. Það hafa farið fram rannsóknir en ekki nægilega mikl- ar, þar sem allar rannsóknir á fiski í sjó eru kostnaðarsamar og hafa í raun staðið matfiskeldi fyrir þrifum. En það hafa farið fram rannsóknir á smáfiskum sem eru taisvert ólík- ar,“ sagði hann. „Svo virðist sem höfundur skýrslunnar rugli saman þeim aðferðum, sem beitt er við hafbeitarfisk og eldisfisk, sem sýnir að hann hefur ekki kynnt sér fisk- eldi til hlýtar.“ Þá nefndi hann að tryggingarfé- lögjn settu fiskeldisfyrirtækjunum einhliða ákveðin skilyrði. Þau ganga undir ákveðna skilmála sem felá í sér að eldisfyrirtækin eru skyldug til að halda ákveðnu magni af fiski í hveiju keri. Tryggingarfélögin hafi þannig áhrif á afkomu fyrir- tækjanna. Morgunblaðinu hefur borist áskorun til skólayfirvalda frá Samtökum heilbrigðisstétta. Þar kemur meðal annars fram að ofbeldi meðal barna og unglinga verður sífellt meira áhyggjuefni. Þá séu slys og dauðsföll af völd- um ofbeldis alltof tið i þessum aldurshópum. Vonast er til að samvinna náist um það við nem- endur að busavígslur séu gleði- legar athafnir án hættu. I vetur var haldin ráðstefna á vegum Samtaka heilbrigðisstétta er nefndist Æska án ofbeldis og nú nýlega lauk málþingi um for- varnir gegn ofbeldi og leiðir til lausnar. Þar fjölluðu sérfræðingar, m.a. á sviði uppeldis-og mennta- mála um tíðnj og orsakir ofbeldis hjá æsku landsins. í framhaldi af því vilja Samtök heilbrigðisstétta beina þeim eindregnu tilmælum til stjórnenda framhaldsskóla að þeir reyni að hafa áhrif á framkvæmd hinna svokölluðu busavígslna. Leik- ur og fögnuður ungmenna hefur á stundum snúist upp í anhverfu sína, leikur orðið að slysagildrum og fögnuður að ótta. Þá kemur fram að Samtökum heilbrigðisstétta er umhugað um að busavígslur séu gleðilegar at- hafnir án hættu og vonast til að samvinna náist um það við nemend- ur sjálfa. ------------------ Norræna ígræðslufélag- ið þingar hér DAGANA 12.-14. júní nk. er 16. þing Norræna ígræðslufélagsins „Scandinavina Transplant Soci- ety“ haldið í Háskólabíó. Á þinginu er fjallað um hvaðeina er varðar líffæraígræðslu. Vísinda- dagskrá þingsins er mjög viðamikil, fjölmörg innsend erindi flutt ásamt yfirlitserindum og sérstök kennslu- seta verður um ónæmisfræði líffæra- ígræðslu. Þrír bandarískir fyrirlesarar verða gestir þingsins, John T. Herrin frá læknadeild Harvard-háskóla sem mun fjalla um líffæraígræðslu í börn, Oscar Bronsther frá Pittburg- háskóla sem ijallar um nýtt ónæmis- bælandi lyf, FK 506, og Arthur L. Caplan frá Center of Biomedical Ethics, Minnesota-háskóla. Fyrirlestur dr. Caplans Hví er skortur á líffærum og vefjum til ígræðslu? Hann verður haldinn fimmtudaginn 13. júní kl. 8.15 og að honum loknum verður „sympos- ium“ um löggjöf á Norðurlöndum um ákvörðun dauða og brottnám líffæra til ígræðslu. -------t-H-------- ■ TVEIR VINIR og annar í fríi verða með KK-band í kvöld fimmtudag 12. júní. Þetta ertónlei- kaútgáfa bandsins en á föstudags- kvöldið má svo heyra dansleikjaútg- áfuna. Laugardagskvöld skemmtir Loðin rotta. Sunnudagskvöld skemmtir svo Sniglabandið. Sniglabandið ætlar að frumsýna nýtt myndband og að auki verða ýmsar aðrar uppákomur. Mánu- dagskvöldið 17. júní leikur norska hljómsveitin ARTCH með Eirík Hauksson í fararbroddi. ■ ÍSLANDS VINIR . skemmta í Edinborg i Keflavík föstudags- og laugardagskvöld. Sunnudags- kvöld verða þeir á Hótel íslandi pg mánudagskvöldið 17. júní í íþróttahúsinu á Akranesi. Bragi Snædal hélt tc

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.