Morgunblaðið - 13.06.1991, Síða 26

Morgunblaðið - 13.06.1991, Síða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 1991 Þingkosningarnar á Indlandi: Líkur á samúðar- fylgi fara minnkandi Bombay. Reuter. FÁTT benti til þess í gær að Kongressflokkurinn á Indlandi fengi það samúðarfylgi, sem hann hafði vonast eftir í þingkosningunum er hófust að nýju í gær. Meira, en hundrað milljónir manna - næstum fimmtungur allra þeirra Indveija sem hafa kosningarétt - gátu greitt atkvæði í gær. Ráðgert er að flestir hinna kjósi á laugardag, síðasta kjördaginn. Talning atkvæða hefst á sunnudag og búist er við að úrslitin liggi fyrir tveimur dögum síðar. Kosningunum var frestað eftir að Rajiv Gandhi, fyrrverandi forsætis- ráðherra og leiðtogi Kongressflokks- ins, var myrtur á kosningaferðalagi í ríkinu Tamil Nadu í suðurhluta landsins 20. maí. Flokkurinn hafði vonast eftir mikilli fylgisaukningu vegna samúðar kjósenda í suðurríkj- unum, þar sem flokkurinn stóð vel að vígi í kosningunum 1989 þrátt fyrir mikið afhroð í norðurríkjunum. Kjörsókn var þó dræm í suðurríkjun- um í gær og þykir það benda til þess að samúðin með Kongress- flokknum þar sé ekki mikil. Flokkur- inn virðist hins vegar hafa aukið talsvert fylgi sitt í norðurríkjunum, þar sem hindúar eru í meirihluta. Margir fréttaskýrendur telja að enginn flokkur nái meirihluta í kosn- ingunum og segja næstum óhjá- kvæmilegt að mynduð verði sam- steypustjórn. Bharatiya Janata- flokkurinn, sem nýtur stuðnings heittrúaðra hindúa, hafði sótt mjög í sig veðrið áður en kosningunum var frestað en talið er að dregið hafi verulega úr sókn hans eftir morðið. -----»-♦-♦-.. Handtökur í tengslum við Gandhi-morðið Nýju Delhí. Reuter. MÆÐGIN voru handtekin í gær á Indlandi í tengslum við morðið á Rajiv Gandhi, fyrrverandi for- sætisráðherra landsins. Komið hafði í ljós að konan, sem grunuð er-um að hafa myrt Gand- hi, fékk húsaskjól hjá mæðginunum í borginni Madras í ríkinu Tamil Nadu, þar sem morðið var framið. Voru þau úrskurðuð í 30 daga gæsluvarðhald. Reuter Tvær konur flýja heimili sín í borginni Angeles í gær. Önnur þeirra hylur andlit sitt og hin andlit barns síns en svepplaga ský ösku og eitraðra lofttegunda hékk yfir Pinatubo-fjalli eftir sprenginguna sem varð í því í gærmorgun. ■ VARSJÁ - Alþjóðabank- inn tilkynnti í gær að Pólveijum hefði verið veitt 68 milljón dollara nýtt lán og væri vonast til að þetta fé flýtti fyrir efnahagsbata í Póll- andi og yki traust erlendra fyrir- tækja á landinu. Ian Hume, fulltrúi Alþjóðabankans í Varsjá sagði við fréttamenn að lánveitingin væri „merkur áfangi“ á leið Pólveija til frjáls markaðskerfis. Af heildarupp- hæðinni fara 280 milljónir dollara til að greiða fyrir einkavæðingu fyrirtækja, 100 milljónir til þróun- arstarfs í landbúnaði, 200 milljónir til þróunar bankamála og 100 millj- ónir til að draga úr atvinnuleysi, sem komst upp í 7,7% af vinnufæru fólki, eða 1.434.000 manns, í maí- mánuði. MOSKVU - Gasleiðsla sprakk í bænum Vsevyatskaya í Úralfjöll- um í gær og olli skógareldi, að sögn Tass-fréttastofunnar. Bærinn er í nágrenni iðnaðarborgarinnar Perm, en leiðslan er 700 kílómetra löng og nær frá bænum Nizhnyaya Tura til Niznhni-Novgorod. Ekki hafa borist fréttir um slys á fólki, en talið var að loka þyrfti nokkrum efnaverksmiðjum í héraðinu vegna sprengingarinnar. Gasleiðslukerfið í Sovétríkjunum er víða úr sér geng- ið og hriplekt. PARÍS - Miklar tafir urðu í flugumferð á báðum flugvöllum Parísarborgar í gær vegna sólar- hringsverkfalls flugumferðarstjóra. Einnig varð að draga úr yfirflugi yfir landið um helming. Á Charles de Gaulle-flugvellinum varð að aflýsa 600 af 800 áætluðum lend- ingum og flugtökum og á Orly varð að aflýsa 30 af 106 flugtökum í millilandaflugi og 36 af 112 lend- ingum. Gífurlegt sprengigos í Pinatubo-eldfjalli á Filippseyjum: Svepplaga gosmökkurmn teygði sig 16 km í loft upp Clark-herstöðinni á Filippseyjum. Reuter. SPRENGING varð í Pinatubo-eldfjalli á Filippseyjum í gærmorgun og flaug bráðið gijót og sjóðandi leðja gegnum loftið. Gos hófst í fjall- inu á sunnudag í fyrsta sinn í sexhundruð ár. I gosinu í gær þeytti fjallið svepplaga kæfandi ösku- og reykjarmekki um 16 kílómetra upp í loftið af afli sem nálgaðist kjarnorkusprengingu. Sérfræðingar telja að önnur sprenging geti orðið og hafa stækkað radíus hættusvæðisins í kringum fjallið úr 20 km í 30 km. Hundruð bandarískra hermanna gosinu í gær. Áður hafði þriggja hvort hægt verður að hefja starf- semi í stöðinni á ný eftir að gosi lýkur vegna nálægðar hennar við eldfjallið. Unzen-fjall í Japan: og Filippseyinga í Clark-herstöð bandaríska flughersins og ná- grenni hennar áttu fótum sínum fjör að launa þegar glóandi hrauni og sjóðandi leðju rigndi yfir svæð- ið. Regnið skyggði á sólina og því fylgdi megn brennisteinsfnykur. Þúsundir innfæddra og flestir hinna 16.000 hermanna og fjöl- skyldna þeirra í Clark-herstöðinni höfðu þegar yfirgefið svæðið. Við- vörunarflauta var sett í gang í herstöðinni og flýði fólk stöðina í ofboði á bílum sínum. Þúsundir flýðu einnig borgina Angeles, sem er í 27 km fjarlægð frá Pinatubo, og um 30.000 manns leituðu á náðir 36 miðstöðva sem opnaðar hafa verið í þremur héruðum i nágrenni íjallsins til að taka við fólki sem yfirgefur heimili sín. Einn hermaður lét lífið í bílslysi vegna lélegs skyggnis en ekki er vitað til þess að fleiri hafi farist í Ástralía: Aukið fylgi Hawke Sidney, Brisbane. Reuter. BOB Hawke, forsætisráðherra Ástralíu, hefur aukið fylgi sitt sem ákjósanlegasta forsætisráð- herraefnið samkvæmt skoðana- könnun Gallup. Þar kemur einnig fram að ríkisstjórn Verkamanna- flokksins hefur saxað töluvert á það forskot sem skoðanakannanir hafa sýnt að Frjálslyndi flokkur- inn og Þjóðarflokkurinn höfðu náð. Skoðanakönnunin, sem var gerð að kvöldi hins 3 júni, sama dags og baráttan um formannsembættið í ára gamall drengur látist eftir að hafa andað að sér eitruðum loftteg- undum. Vinstrisinnaður stjórnmálahóp- ur hefur gefið út viðvörun um að ef bráðið gijót úr eldfjallinu lendi á kjarnorkuvopnum, sem þeir telja að séu geymd í Clark-herstöðinni, þá geti stórt svæði orðið fyrir geisl- un. Talsmenn bandaríska flughers- ins segja engin vopn vera í hættu í stöðinni en neita að staðfesta hvort kjarnorkuvopn séu geymd þar. Að mati sérfræðinga er óvíst Ibúar gossvæðisins hvattir til að halda sig innan dyra Tnl/im PqiiÍqi' ^ ^ Tokyo. Reuter. HNEFASTÓRUM hraunklump- um rigndi frá Unzen-eldfjalli í gær og hvöttu yfirvöld íbúa svæðisins í kringum fjallið, um 180.000 manns, til að vera inni við en hættu við að flytja alla íbúa Shimabara-skaga, sem Unz- en stendur á, í burtu. Unzen-fjall gaus tvisvar í síðustu viku. A.m.k. 38 manns fórust og flytja varð um 10.000 manns, sem búa við rætur og í hlíðum fjallsins, í burtu. í gærkvöld hafði heldur dregið úr eldvirkni en hún náði hámarki um hádegisbilið í gær. Á þriðjudagskvöld rigndi hraunmolum yfir bæi í um 8 km fjarlægð frá fjallinu. Kosuke Kamo, eldfjalla- fræðingur ríkisstjórnarinnar og yf- irmaður spánefndar Tokyo-borgar um jarðskjálfta og eldgos, sagði að ekki væri hætta á stórri sprengingu í fjallinu að svq stöddu. Verkamannaflokknum á milli Haw- kes og Pauls Keatons átti sér stað, sýndi að 48% Ástrala vilja Hawke sem forsætisráðherra, sem er átta prósenta aukning frá í síðustu könn- un. Fylgi ríkisstjórnar Verkamanna- flokksins, hefur líka stóraukist sam- kvæmt könnuninni og er nú um 38%, en tveir stærstu stjórnarand- stöðuflokkarnir hafa samtals um 45% fylgi. Þessar tölur gefa Hawke og flokki hans óvæntan meðbyr sem gæti haldist til kosninganna 1993. Sendiherra Bangladesh: Höfum fengið langmesta hjálp frá Saudi-Aröbum VIÐ HÖFUM fengið aðstoð vegna náttúruhamfaranna frá meira en 40 ríkjum auk alþjóðastofnana en langmesta frá Saudi-Arabíu, um 106 milljónir Bandaríkjadollara, þarnæst koma Bandaríkjamenn," sagði A.N.M. Nuruzzaman, nýr sendiherra Bangladesh á Islandi í sam- tali við Morgunblaðið í vikunni. Hann afhenti Vigdísi Finnbogadóttur forseta trúnaðarbréf sitt á Bessastöðum á mánudag og hefur átt við- ræður við íslenska embættismenn í utanríkisráðuneytinu. Sendiherr- ann, sem hefur aðsetur í Stokkhólmi, var spurður um ástandið í Bangladesh og gang hjálparstarfsins eftir flóðin er ollu dauða 139.000 manna í apríl. Nuruzzaman sagði helst skorta hentuga fæðu, m.a. þurrkuð mat- væli, einnig vatnshreinsitöflur, lyf, eldsneyti, tjöld, teppi og ýmis áhöld eins og rafmótora og fjarskiptabún- að. Hann sagði Bandaríkjamenn hafa unnið gott starf á flóðasvæðun- um en þangað var sént nokkuð lið landgönguliða frá átakasvæðunum við Persaflóa. „Þeir komu með gríð- arstórar þyrlur og stór skip sem við eigum ekki nóg af og gátu þannig flutt hjálpargögn til fólksins á lág- lendinu þar sem neyðin var mest og samgöngur lélegastar. Það var ekki síður mikilvægt að þeir komu með 24 stöðvar til að hreinsa vatn sem var og er hvarvetna mengað og því hættulegt. Enn eru fáeinir Banda- ríkjahermenn eftir til að stjórna þessum stöðvum en flestír eru farn- ir.“ Bangladesh er eitt þéttbýlasta og fátækasta land í heimi, þjóðartekjur afar lágar og náttúruauðlindir aðrar en fijósamt land eru aðeins gnægð af gasi og dálítið af olíu. íbúarnir eru um 110 milljónir, nær allir mú- slimar, og landið ívið stærra en ís- land. Sendiherrann sagði að fólkið á óshólmasvæðum Ganges og Brama- pútra-fljótanna, þar sem manntjónið var mest, væri blásnautt og þótt það vissi um flóðahættuna væri freist-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.