Morgunblaðið - 13.06.1991, Blaðsíða 42
42
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JUNI 1991
---IM'. !/'[•■ .......—;.y 11 i~ -f
0 BRJOSTAGJAFAPUÐAR 0 EGGJABAKKADYNUR. 0 SOFAR / o
03
>
30
Z
>
X
o
on
O
o
LYSTADUN
VenAÍust fafAM ÓM&jfUnn.
SUMARHÚSADÝNUR 0 LATEXDÝNUR 0 BAKPÚÐAR 0
_ ■
Jriumiih
VORLINAN
£
52
8
NÝBÝLAVEGI 12, KÓPAVOGI.
Einkavæðing
Samkeppnisfyrirtæki og útboð hafi forgang
eftir Þór Sigfússon
Á undanförnum mánuðum hefur
nokkur umræða átt ser stað um
sölu ríkisfyrirtækja. I núverandi
ríkisstjórn sitja sumir þeirra sem
þegar hafa komið mest við sögu
einkavæðingar hérlendis og því
bendir margt til að núverandi ríkis-
stjórn eigi eftir að láta verkin tala
í þessum efnum. Friðrik Sophusson
fjármálaráðherra hóf markvissa
baráttu gegn óhófi í ríkisútgjöldum
með „Bákninu burt“ 1977, Davíð
Oddsson forsætisráðherra hafði veg
og vanda af sölu Bæjarútgerðar
Reykjavíkur og Jón Sigurðsson við-
skiptaráðherra kom Útvegsbankan-
um af herðum ríkisins.
Einkavæðingu má skilgreina sem
flutning á þjónustu eða framleiðslu
frá opinberum aðilum til einkaaðila
án tillits til þess hvemig þessi rekst-
ur er fjármagnaður. Með einkavæð-
ingu er því einnig átt við útboð á
þjónustu sem hið opinbera hefur
haft með höndum.
Hvað á að einkavæða?
’ Fjölmargar samanburðarrann-
sóknir hafa verið gerðar á opinber-
um rekstri og einkarekstri. I lang-
flestum þessara athugana koma
yfirburðir einkarekstrarins vel fram
í formi meiri framleiðni, almennrar
hagræðingar og aukins hagnaðar.
Nokkuð er þó mismunandi hversu
afgerandi niðurstöður eru.
Útboðsrekstur er án efa sá þátt-
ur einkavæðingar sem flestar at-
huganir hafa beinst að. Flestar
þeirra hafa skoðað útboð á sorp-
hirðu og strætisvagnaþjónustu, en
dæmi um árangursrík útboð má
einnig finna á flestum rekstrarsvið-
um sveitarfélaga. Niðurstöður þess-
ara athugana eru undantekningar-
lítið á eina leið. Sparnaður með
útboðum er frá 20-60%. Ef sveitar-
félög á íslandi taka upp aukin út-
boð þá má því samkvæmt þessu
lækka verulega skatta íbúa þeirra.
Fyrirtæki sem búa við eðlilega
samkeppni sýna einnig verulega
meiri hagræðingu ef þau eru rekin
af einkaaðilum en ef hið opinbera
hefur reksturinn með höndum. At-
huganir á einokunarstarfsemi sem
einkennist af stærðarhagkvæmni,
til dæmis orkufyrirtæki, sýna hins-
vegar ekki eins mikinn mun á milli
rekstrarforma. Af átta athugunum,
BLOMAPAG AR ?
50% verdlækliun
á öllum afskornum blómum
í næstu blómaverslun
BLOMAMIÐSTOÐIN HF.
Dreifingarmiðstöð blóma
sem mér er kunnugt um, sýna þijár
að einkareksturinn er hagkvæmari,
þijár að opinberi reksturinn er hag-
kvæmari og tvær sýna lítinn sem
engan mun. Ástæður þess að niður-
stöður á þessu sviði eru ekki jafn
afgerandi kunna að felast í því að
erfitt getur verið að einangra alfar-
ið þá þætti sem opinberi reksturinn
fær í forgjöf miðað við einkarekst-
urinn. Þetta á meðal annars við um
lánafyrirgreiðslu, skattgreiðslur
o.fl.
Einkavæðing orkufyrirtækja
Rætt hefur verið um hugsanlega
sölu orkufyrirtækja hérlendis.
Orkufyrirtækin á íslandi eru gríðar-
lega öflug. Markaðsvirði hlutabréfa
á hlutabréfamarkaði er um 30 millj-
arðar, en eigi fé Landsvirkjunar er
um_20 milljarðar.
Áðurnefndar athuganir benda
ekki til þess að stórfelld rekstrar-
hagræðing verði með einkavæðingu
orkufyrirtækja. Þrátt fyrir það eru
nægjanleg rök fyrir sölu að sökum
umfangs orkugeirans er ákjósan-
legt að áhrif stjórnmálamanna í
hinum minnki og valdinu dreift.
Ef til einkavæðingar orkufyrir-
tækja kemur eru fjölmörg atriði
sem huga þarf að. í fyrsta lagi
þarf að ganga svo frá að offramboð
bréfa leiði ekki til vandræða á hluta-
bréfamarkaði, m.a. með verðfalli
og erfiðara aðgengis minni einka-
fyrirtækja vegna „útsölubréfa"
ríkisins. Þessi vandkvæði má þó
yfirstíga með markvissum aðgerð-
um til að jafna út framboð og eftir-
spurn.
í öðru lagi er ljóst að hlutfall
hagnaðar af eigin fé hefur verið
mjög lágt hjá orkufyrirtækjunum.
Markaðsvirði þessara fyrirtækja er
því langt undir eiginfjárvirði. Ekk-
ert er óeðlilegt við að verð á þessum
fyrirtækjum myndist með þessum
hætti, en það getur þó komið sér
illa fyrir þau, t.d. gagnvart lánar-
drottnum.
í þriðja lagi er eins og áður hef-
ur komið fram um að ræða einokun-
arstarfsemi, sem margir telja að
setja þurfí reglur um ef um sölu
verður að ræða. Með reglum verði
tryggt að neytendur greiði ekki oft
hátt orkuverð um leið og hag-
kvæmni einkarekstursins fær að
njóta sín. Það er ekki létt verk að
útbúa reglur sem tryggja hag-
kvæmni í rekstri og hagfræðingar
eru ekki á eitt sáttir um hvort regl-
ur séu yfirleitt til góða í þéssum
efnum. Bent hefur verið á að eldri
reglur hafi m.a. leitt til ofíjárfest-
inga þessara fyrirtækja.
Reglur um einokunarfyrirtæki
eru viðkvæmt mál og ljóst er að
fyrirtækin þurfa að ganga að því
sem vísu að ekki sé sífellt verið að
krukka í -þeim. Það verður að búa
svo um hnútana að reglunum verði
ekki breytt eftir pólitískum duttl-
ungum. Knattspyrnulið sem er yfir
í leik á ekki að þurfa að senda
Þ. ÞORGRIMSSON & CO
Ármúla 29
Utan á hús
í\ABET
Þór Sigfússon
„Skattgreiðendur í
Reykjavík hafa sparað
sér hundruð milljóna á
sölu bæjarútgerðarinn-
ar. Sama geta lands-
menn allir gert ef hald-
ið er áfram á sömu
braut.“
framlínuna á varamannabekkinn
vegna þess að dómaranum datt í
hug að breyta leikreglunum í miðj-
um leik. Sama þarf að gilda fyrir
einokunarfyrirtækið. Ef einokurn-
arfyrirtækið græðir þá eiga stjórn-
málamenn ekki að geta breytt regl-
unum svo hagnaður þess minnki.
Með því eigum við á hættu að fyrir-
tækið leggi til hliðar hagræðingar-
sjónarmið því að ríkið hirðir hagn-
aðinn hvort sem er.
Áherslur á einkavæðingu
Breska ríkisstjórnin hafði verk-
efnaröðun í einkavæðingu á þann
veg að fyrst var hafist handa um
að selja fyrirtæki sem voru í beinni
samkeppni við einkafyrirtæki og
síðan voru „erfiðu málin“ leyst.
Orkufyrirtæki voru dæmi um þessi
erfiðu mál ásamt ýmsum velferðar-
stofnunum. Við íslendingar eigum
að fara að dæmi Breta og byija á
málum sem geta síðan á augljósan
hátt sýnt og sannað gildi einkavæð-
ingar. Ríki og sveitarfélög eiga að
heijast handa um útboð á ýmiskon-
ar starfsemi, ríkið á einnig að selja
bankana og önnur samkeppnisfyrir-
tæki í eigu sinni. Sala ríkisbank-
anna á að vera forgangsverkefni á
verkefnalista núverandi ríkisstjórn-
ar. Samanburðarrannsóknir á ríkis-
og einkabönkum m.a. í Ástralíu
sýna að einkabankar eru mun hag-
kvæmari í rekstri en ríkisbankar.
Lokaorð
Ef Reykjavíkurborg stæði enn í
rekstri bæjarútgerðarinnar, þá er
eins víst að skattgreiðendur væru
enn að greiða niður óhagkvæman
taprekstur fyrirtækisins. Skatt-
greiðendur í Reykjavík hafa sparað
sér hundruð milljóna á sölu bæjarút-
gerðarinnar. Sama geta landsmenn
allir gert ef haldið er áfram á sömu
braut.
Markviss sala opinberra samkeppn-
isfyrirtækja og útboðsrekstur á
vegum hins opinbera eru þau skref
í einkavæðingu sem eðlilegast er
að byija á að stíga. Eftir að við
höfum komist af stað má halda í
vandmeðfarnari mál eins og sölu
Pósts og síma og Landsvirkjunar.
Við eigum að taka verkefnin fyrir
í réttri röð og vanda til þeirra.
Höfundur vinnurað lokaritgerð
um einkavæðingu tiIMS-gráðu í
hagfræði.
N O V E L L
TÆKNIVAL
SKEIFUNNI 17 • 108 R • S 681665