Morgunblaðið - 13.06.1991, Side 51

Morgunblaðið - 13.06.1991, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDÁGUR: lí JÚNI 1991 51 Sumardagiir Við vorum fímm sem gengum eft- ir sveitaveginum. Það var á einum af þeim dögum, þegar dökkgráir skýjabólstrarnir komu inn yfir landið með hlýjum sunnanvindinum og vökvuðu landið tæru svalandi regni. Þessi samvera úti í náttúrunni fyllti brjóst okkar djúpri unaðstilfinningu. Orð voru óþörf. Aðeins þessi sam- verustund með allri sinni upplifun gerði okkur, þrátt fyrir smæð okkar, meðvituð um mikilvægi okkar, og að við byggjum í stórkostlegum lysti- garði Guðs hins almáttuga skapara okkar og föður. Friður streymdi um hugann. Hve marrið í mölinni undir skónum okkar við hvert fótmál hafði róandi áhrif. Eða finna ilminn af grasi og lyngi, og lyktina af rakri moldinni. Er við sveigðum út af veginum niður yfir túnið, blasti við okkur svo undursamleg sjón, að eðlilegast hefði verið að stökkva með útrétta arma móti þeirri lifandi mynd sem augun báru vitund okkar. Neðan við túnið var áin, og við hana áðum við eins og ákveðið hafði verið. En fyrst gengum við upp á lítið nes, sem lá út í ána. Mjó kletta- nibba skarst út í hana og settumst við skammt þar frá. Útsýnið er erf- itt að færa í búning orða. Hún hafði orð á því hve ljósgrænn litur árinnar væri fallegur, og það var unaðslegt að horfa í lygnan strauminn. Aður en snætt var skoð- uðum við umhverfið nánar, og stukk- um niður klettana út á sendinn ár- bakkann fyrir neðan. I klettaskorun- um höfðu fallegar, litum skreyttar blómjurtir fest rætur. Áin liðaðist hljóðlaust framhjá og lék svo fallega á tónspil kyrrðarinnar. Meðan ég renndi augunum yfir bergið og strauk lófa mínum yfir mjúkan sandinn, hafði hún sest niður í grasb- alann fyrir ofan og tíndi blóm. Eg gekk þangað, og er ég kom til henn- ar rétti hún mér litskrúðugt blóma- búnt og brosti með blik í augum. Skömmu seinna er við sátum að snæðingi og horfðum á hið tilkomu- mikla landslag, þar sem litum prýtt fjallið í fjarlægð hinum jnegin ár- bakkans bar í skauti sínu lítinn bóndabæ, sem kúrði hvítur og rauður í gr’asivaxinni hlíðinni, læddust þung- búin skúraský úr suðri í áttina til okkar. Hinum megin við ána barst okkur vélakjölt heyvinnuvélanna, sem kepptust við að koma sem mestu í hús áður en demban dyndi yfir. Innan skamms syrti yfir svo alger- lega, að hinn ljósgrænblái litur árinn- ar breyttist nú í grádílóttan flöt, þegar regndroparnir skullu niður á vatnið og minnti einna helst á gígótt tunglsyfirborðið. Síðan þá hefur mik- ið vatn runnið til sjávar. Einar Ingvi Magnússon Gerum allt vitlaust! Þessi orð eru höfð eftir Rikka Rakettu (Rockett), trommara Eitur- naglanna (Poison), einnar sex er- lendra þungarokkhljómsveita sem ásamt einni íslenskri ætla að halda öskurhátíð mikla á Kaplakrikavelli við Hafnarfjörð 16. júní nk. Rikki segir ennfremur að þetta „ætti að geta verið geggjaður pakki.“ Ekki efast ég um það. Það er fyrirtækið Rokk hf. sem stendur fyrir þessari mjög svo ógeð- felldu uppákomu. Til að „hala inn“ nóga peninga þá hefur öskurhátíðin verið auglýst erlendis. Alan Ball, aðstoðarframkvæmdastjóri fyrir- tækisins, segir m.a. í viðtali í Mbl. 2. júní: „Yfirleitt reyni ég að „selja“ Island fyrst og fremst. Það hafa flestir heyrt eitthvað um landið, ekki mikið, en nógu rnikið til þess að þeir ei-u forvitnir. Það er þá helst fegurð landsins eða stúlknanna, sem þeir hafa heyrt mikið af látið!“ Alveg er ég búin að fá mig fullsadda af því hvernig unga, ís- lenska stúlkan hefur árum saman verið notuð sem agn til að laða hing- að erlenda karlmenn. Höfum við ráð á því? 15-24 ára eru þær 750 færri en jafnaldra íslenskir piltar. Er ekki mál að linni? Burtséð frá því þá er svona uppákoma stóhættuleg ung- viðinu sem hana sækir því búast má við að erlendir fíkniefnasalar og allskyns landshornalýður fjölmenni hingað. Að bjóða þeim upp á „að gramsa" í öllum þeim fjölda ung- menna sem tónleikana sækir að lík- um, er blátt áfram tilræði við þau. Er ekki líka verið að „stela“ frá okkur 17. júní? Því miður er það svo að fjölmarg- ir unglingar eru oft afvelta vegna drykkju á þjóðhátíðardaginn. Mun ekki það sam gerast á Kaplakrika- velli þann 16.? Er ekki hætta á að margur bjargarlaus unglii]gurinn verði misnotaður? Forsvarsmenn bæjarfélaga og aðrir ættu að hugsa sig tvisvar um áður en þeir láta mönnum i té „athafnasvæði“ fyrir slíkar „hátíðir", eða ættum við að kalla það „galdramessur"? Er öllu fórnandi fyrir peninga? Margir halda því fram að þunga- rokk höfði til lægstu hvata, örvi sjálfseyðingarhvöt og ýti undir of- beldis- og glæpahneigð. Fjórtán ára erlendur piltur banaði foreldrum sín- um og sjö ára systur fyrir sex árum og sagði lögreglu að Eddí, hin ill- skeytta brúða Iron Maiden-þunga- rokkhljómsveitarinnar, hafi sagt honum að framkvæma verknaðinn. Varðandi þungarokktónleika og aðrar slíkar uppákomur þá er besta vörn unglingsins gegn spillingaröfl- um sú að hann hafi bindindissemi fyrir sér á heimili sínu og viti hver vítin eru sem varast ber. Rannveig Tryggvadóttir r GLÆsTlÉg AR VÖRUR ÁFRÁBÆRU vÉrðÍ 1 0 Gallabuxur 0 Waxjakkar 0 Veiðivesti kr. 2.990,- kr. 5.900,- kr. 2.990,- 0 Pólóbolir o Rifloðar OT-bolirí í sumarlitum flauelsbuxur sumarlitum kr. 1.190,- kr. 1.990,- kr. 490,- Allt ó frábæru verði PÓSTKRÖFUÞJÓNUSTA Einnig: 0 Kakhibuxur 0 Flónelsskyrtur 0 Herrapeysur 0 Sportúlpur 0 Vindsett 0 Regnsett 0 Hettubolir 0 Terylinebuxur 0 Sokkar 0 Húfur 0 Jogginggollor 0 Skár 0 Stiavél 0 Svefnpokor 0 Bakpokar 0 Töskur 0 Útileiauaræiur 0 O.m.ll._ OPNUNARTÍMI Mánudag — föstudag frá kl. 13—18. Laugardag frá kl. 10—14. H uós *—— miiftKmu SKODA oál H 3 R E K K K~~É‘ TOYOTA Hagvöxtur tramtíðar er í lækkuðu vöruverði á hagkvæmum góðum vörum Nýbýlavegi4 (Dalbrekkumegin), Kópávogi, símar 91-45220 Bílapartasölucross ’91: Páll og Gísli sigurvegarar PÁLL Melsted á Hondu CR 250 sigraði í flokki mótorhjóla í motocrosskeppni sem haldin var uin síðustu helgi, Bílapartasölu- cross ’91. í flokki fjórhjóla sigraði Gísli Jón Gíslason á Suzuki. Ómar Stefánsson á Suzuki RM 250 varð annar í mótorhjólaflokknum og þriðji Jón Bjamason á Yamaha YZ 250. í flokki fjórhjóla varð Óskar Sigurðsson á Suzuki Qr 250 annar. Motocrosshjólin keyrðu í þrisvar sinnum 15 mín. og fjórhjólin tvisvar í 15 mín. Hver hluti er kallaður Moto, og gefin stig fyrir hvert þeirra. Þannig fær sé keppandi sem er fyrst- ur 20 stig, 17 stig eru gefin fyrir annað sæti, 15 fyrir þriðja, 13 fyrir fjórða o.s.frv. Sá er hlýtur flest stig samanlagt telst sigurvegari. Morgunblaðið/Hermann S. Ásmundsson Páll Melsted. Myndlistarnámskeið fyrir börn Getum enn bætt við börnum, á aldrinum 7-12 ára, á myndlistar- námskeið í sumar. Farið verður í eftirfarandi: Leirmótun — málun — blandaða tækni — teikningu og fleira Hvort námskeið stendur yfir í 2 vikur, 2 klst. á dag (20 klst.) Leiðbeinendur verða: Guðlaug Halldórsdóttir, grafískur hönnuður og Helga Jóhannesdóttir, leirlistakona - Báðar hafa veitt barnastarfi forstöðu - Innritun verður alla virka daga frá kl. 9-16 í hús- næði Tónlistarskóla Eddu Borg í Hólmaseli 4-6. Upplýsingar í síma 73452. SIEMENS Lítið inn til okkar og skoðið vönduð vestur-þýsk heimilistœki! Hjá SIEMENS eru gœði, ending og fallegt útlit ávalit sett á oddinn! SMITH&NORLAND NÓATÚNI 4 • SlMI 28300

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.