Morgunblaðið - 19.06.1991, Blaðsíða 22
i'-MOR'GÚNBLAÐIÐ MIÐVIKÚÖAtiUÍi 19. JÚNI' 1991
í Bæheimi
°.§2
Spergilakur í Bæheimi um vor.
Vor
eftir Ingólf
Guðbrandsson
Það er vor í loftinu og græn lykt
berst fyrir vindinum yfir skógi
vaxnar hæðir Bæheims. Sólin brýzt
fram milli skýja og spergilakurinn
alblómstrandi glóir sem heiðgult
haf er bylgjast mjúkt undan gol-
unni, en hávaxnar, þráðbeinar aspir
mynda girðingu í kring og horfa
yfir einsog hnarreist lífvarðarsveit,
fastar í sömu sporum. Avaxtatrén
á stangli og standa í blóma, epla-
trén, kirsuberja- og plómutré með
hvítum og bleikum blómum. Eftir
frjóvgunina byija þau að mynda
aldin, og hlutverki blómsins er lok-
ið, það fölnar og fellur. En nú
blómstrar vorsins dýrð, litfagurt
sjónarspil náttúrunnar og tekur
fram hverri skrautsýningu af
manna höndum. Hvað gleður augað
meir?
Þessi vorópera náttúrunnar á sitt
eigið hljóðfall og samhljóm af himni
í röddum spörva og lævirkjá.' Skjór
skýzt flóttalega framhjá, sjálfsagt
þjófóttur einsog tatari, en gaukur
gelur uppi í tré sitt háttbundna stef
í fallandi þríund.
Tvær gamlar konur koma kjag-
andi eftir þorpsgötunni, hoknar með
slæður um höfuð og körfur undir
armi. Fötin þeirra eru í snjáðum
jarðarlitum einsog veggir húsanna,
tízka nútímans náði aldrei inn í líf
þeirra fremur en tæknin, rúnir ár-
anna hörðu ristar í andlitin. Samt
er einsog þær taki undir söng vors-
ins. Önnur snýtir sér í svuntuhorn-
ið, hin slær sér á lær og báðar hlæja
svo bergmálar frá húsveggjunum.
Hópur barna ryðst fram úr húsa-
sundi, masandi, skríkjandi einsog
fuglahjörð, stympast, með töskur á
baki á leið úr skóla. Margtóna
klukkur slá í gömlum kirkjuturni.
Eru þær að hringja inn sumarið?
Vorið er alls staðar með hljóm sinn
og angan á himni og jörð þennan
vorbjarta dag.
Það eru ekki nema rúmir hundr-
að kílómetrar frá Prag til Karlovy
Vary en seinfarnir sökum mikillar
umferðar á vegi sem lengstaf er
ekki nema ein akrein í hvora átt,
og þætti gott á íslandi. I öldóttu
landslaginu tekur við hver blind-
hæðin af annarri þaktar furu, barr-
ið ýmist ljósgrænt eða dökkgrænt
í bland. Það liggur ekkert á að flýta
sér framhjá þessari fegurð. Ferða-
lög nútímans einkennast um of af
hraðanum, sem ekki gefur tóm til
að njóta neins.
Túnfífíll vex þétt á vegarbrún.
Skærgul blóm hans skerast frá
svartri brún malbiksins og mynda
þráðbeina gyllta rák fram með veg-
kantinum. Þessa leið hefur Karl
fjórði, konungur Bæheims og keis-
ari hins hejlaga rómverska ríkis,
oft farið á 14du öldinni með fríðu
föruneyti. Hestasveinar hans fundu
heilsulindirnar og hverinn mikla,
„Vridlo", í veiðiferð anno 1358.
Keisarinn reisti sér veiðihöll á bökk-
um árinnar Tepla, og brátt reis þar
borg er bar nafn hans, Karlsbad,
en heitir nú Karlovy Vary og varð
nafnkunnastur baðstaður í heimi í
margar aldir.
Landslagið er hrífandi fagurt í
Sokalov-dalnum kringum Karlsbad
í 450 metra hæð við rætur Herz-
fjalla. Líklega myndu þó fáir veita
því athygli nema fyrir byggðina,
sem reis þar kringum heilsubrunn-
ana. Fögur bygging, sem fellur að
umhverfi sínu og samræmist því,
fegrar það um leið, og hvort upphef-
ur annað, byggingin og umhverfið.
Umhverfísvemd er ekki sízt í því
fólgin að gæta þessa lögmáls í nú-
tímanum jafnframt því að standa
vörð um verðmæti fortíðar. Mikið
er þessi þjóð rík mitt í fátæktinni.
Húsalínan fram með ánni Tepla er
margbreytileg í mörgum stíltegund-
um og teygir sig hátt upp í Ijalls-
hlíðar með turna sína og lauklaga
spírur. Mörg húsanna eru svo falleg
að maður starir á þau tímunum
saman, einkum þau, sem reist voru
á árunum 1880-1912, enda lögðu
þar hönd að verki frægustu húsa-
meistarar Tékka, svo sem Josef
Zitek, sem var höfundur Þjóðleik-
hússins í Prag og Mlýnská súlna-
ganganna í Karlsbad. Frægasti ark-
itekt Tékka á barokktímanum, Di-
entzenhofer, kom einnig við sögu í
Karlsbad og reisti kirkju Maríu
Magdalenu á þeim tímá sem Johann
Sebastian Bach var organisti í
Leipzig.
Sálarhulstrið og sídrykkjan
Ég er á leið til drykkju. Ágæt
vín og líkjörar fást í Karlovy Vary
og kosta lítið, lítraflaska af góðu
rauðvíni á 56 krónur íslenzkar,
flaska af Becherovka líkjör á 200
krónur. Svo er þessi heimsfrægi
Budweiser-bjór og Pilsner Urquell
frá borginni Pilzen, sem er næsti
bær, og flaskan kostar 15 íslenzkar
hjá kaupmanninum á horninu. Hér
er allt afgreitt yfir búðarborðið eins
og í Hjartarbúð í gamla daga, og
afgreiðslustúlkurnar leggja saman
í huganum eða skrifa tölurnar á
pappírsblað á borðinu og leggja
saman upp á gamla móðinn. Reikni-
vél sést ekki, hvað þá talva.
Það væru lítil fjárútlát fyrir ís-
lending að vera sífullur í Bæheimi.
Til þess er leikurinn þó ekki gerð-
ur. Ég ætla að drekka heilsulindar-
vatn í eina viku og ekkert annað.
Ekki að við þurfum að fara til út-
landa að drekka vatn. íslenzka vat-
nið er gott, það bezta í heimi, segj-
um við, og ótrúlegt hvað við drekk-
um lítið af því. Við búum í því efni
við lífsgæði, sem eru stórlega van-
metin af þjóðinni og kunnum ekki
enn að hagnýta þá auðlegð okkar
til heilsubótar né fjárhagslegs
ávinnings. Vatnið er nauðsynlegt
allri líkamsstarfsemi, og má full-
yrða að heilsufar fólks er að öðru
jöfnu miklu betra, sem drekkur einn
og hálfan til tvo lítra vatns dag-
lega, t.d. þriðjung lítra á undan
hverri máltíð. Firring nútíma-
mannsins leiðir til æ óheilbrigðari
lífshátta, sem eru undirrót margra
sjúkdóma. Góð heilsa er ekki sjálf-
gefin nema gætt sé, en flestir láta
sem hún skipti litlu máli, þar til í
óefni er komið.
Mig langar til að halda minni
góðu heilsu mörg ár enn. Þess
vegna er ég á leið til Karlsbad að
endurhæfa lífsstílinn í nýju um-
hverfi og drekka vatn. Fólk er svo
vanabundið og fast í hjólfari hvers-
dagsins heima fyrir. Ótrúlegt er hve
margir eru kærulausir um sálarhul-
strið. Samt áttu aðeins þetta eina
og ekkert til vara. Það vex, blómstr-
ar, dafnar og fölnar og fellur rétt
eins og grös vallarins, en með réttri
vökvun og næringu, góðri meðferð
en áreynslu getur það staðið lengi
í blóma. Þetta líf er svo stutt, og
fyrr en varir hefur það kvatt, oft
áður en byijað var að lifa því af
nokkru viti. Er hægt að vekja fólk
til vitundar um sitt eigið líf, áður
en allt er um seinan? Ber fólk
nokkra ábyrgð á eigin lífi, eða er
nóg að kasta því í fang velferðar-
þjóðfélagsins, þegar í óefni er kom-
ið? Fólk er skyldað til að fara með
bílinn í árlega skoðun á eigin kostn-
að en ekki sjálft sig. Þú getur þó
keypt varahluti í bílinn, þegar eitt-
hvað gefur sig, en ekki í líkamann.
Er tækninni gert svo hátt undir
höfði að viðhald bílsins sé þýðingar-
meira en þitt eigið? Hvernig væri
að taka upp skylduskoðun á þegn-
unum, t.d. á fímm ára fresti frá
þrítugu og annað hvert ár frá fimm-
tugsaldri? Heilsu- og umhverfis-
vernd er líklegust til að bæta mann-
lífið, fækka innlögnum á sjúkrahús
og lækka kostnað heilbrigðisþjón-
ustunnar. Góð heilsa er dýrmætasta
eign hvers manns og lítillar lífsham-
ingju að vænta, þegar hún er glöt-
uð. Það hlýtur að vera hagur hvers
þjóðfélags að halda þegnunum við
góða heiisu og ætti að vera náms-
grein númer eitt að kenna fólki að
lifa heilbrigðu lífi.
Þessar hugleiðingar eru eins kon-
ar sjálfssefjun til að styrkja ásetn-
ing minn að fá sem mest útúr dvöl-
inni, meðan ég dóla í þýzka hrað-
akstursbílnum á leið til Karlsbad
undir vorbláum himni með þyt vors-
ins í vitum mér. Sumir vegfarendur
líta lotningarfullu augnaráði á
þennan kraftmikla vagn sem ég
stýri og líður hljóðlaust áfram fjað-
urmjúkur innanum stynjandi, hökt-
andi og skröltandi skoda, lödur og
trabanta. Bílakostur Tékka er frem-
ur fornfálegur og viðhaldið í lág-
marki. „Þetta er draumabíllinn hans
sonar míns“, segir Stika Vlastimil,
dyravörður í Dvorák-hótelinu, um
leið og hann sezt upp í bílinn að
vísa mér á bílastæðin langt uppi í
brekkunni. „Sonur minn er verk-
fræðingur. Skodinn hans er orðinn
tíu ára, en svona bíl ætlar hann að
Ingólfur Guðbrandsson
„Ég kveð með söknuði
þessa vorstemmningu í
Karlsbad. Eftir viku-
dvöl er ég sannfærður
um að tékknesk heilsu-
hótel eru ákjósanlegur
valkostur fyrir íslend-
inga, sem vilja án mik-
ils kostnaðar tryggja
heilsu sína og bæta
hana, a.m.k. meðan við
eigum ekki nema eitt
heilsuhæli, sem menn
geta ekki komið sér
saman um hvernig reka
beri.“
kaupa sér, þegar hann verður rík-
ur. Hér eru engir peningar til neins.
Við misstum úr fjörutíu ár undir
Rússunum og þessu kerfi, sem átti
að tryggja frelsi, jöfnuð, réttlæti
og bætt lífskjör alþýðunnar en hef-
ur í staðinn arðrænt hana og ekk-
ert skilið eftir nema spillingu og
örbirgð, því að nú á enginn neitt.
Við verðum að fá erlent fjármagn
til að byggja upp. Sjáðu bara hótel-
ið hér, allt splunkunýtt, endurbyggt
fyrir austurríska peninga."