Morgunblaðið - 19.06.1991, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. JÚNÍ 1991
27
■ RÓM - Nýr stjórnmála-
flokkur, La rete (Netið), sem
beinir spjótum sínum mjög gegn
Mafíunni og bauð nú í fyrsta sinn
fram í héraðskosningunum á Sikil-
ey sem fram fóru um helgina,
náði góðum árangri og fékk 7,3%
atkvæðanna. Flokkur Giulio
Andreottis forsætisráðherra,
Kristilegi demókrataflokkurinn,
bætti við sig þremur og hálfu pró-
sentustigi og fékk 42,3%, en Lýð-
ræðisiegi vinstriflokkurinn, sem
er kommúnistaflokkurinn fyrrver-
andi, tapaði ríflega sjö prósentu-
stigum frá því i kosningunum
1986 og fékk 11,4%. Sósíalista-
flokkur Bettinos Craxis sem
gerði sér vonir um að hljóta at-
kvæði fyrrverandi kommúnista
bætti við sig innan við einu pró-
senti og fékk 15,2% atkvæðanna.
■ MOSKVU - Eftirskjálft-
ar fundust víða í Georgíu á
sunnudag. Aðalskjálftinn sem
skók norðanvert landið á laugar-
dag kostaði átta manns lífið og
yfir 200 manns slösuðust. Hann
mældist átta stig á tólf stiga so-
véskan mælikvarða, en eftir-
skjálftarnir á sunnudag þijú stig.
Mest varð tjónið í stóra skjálftan-
um í Suður-Ossetíu þar sem tugir
manna hafa fallið í þjóðernisátök-
um að undanförnu.
■ KÚVEITBORG - Her-
réttur í Kúveitborg kvað upp
dauðadóma yfir alls níu mönnum
í gær fyrir meint samstarf við inn-
rásarlið íraka. Hafa þá verið
kveðnir upp dauðadómar yfir 21
manni. Meðal annars var 55 ára
gömul jórdönsk kona dæmd til
dauða fyrir að sækja um vinnu á
dagblaði sem var hallt undir íraka
meðan á hernámi þeirra stóð í
Kúveit. Ríkisstjóm Jórdaníu for-
dæmdi réttarhöldin yfir henni og
200 öðrum einstaklingum sem
sakaðir eru um að hafa átt sam-
starf við íraka. Konan og allir hin-
ir sakbomingarnir höfðu lýst yfir
sakleysi sínu.
■ KARACHI - Grímuklædd-
ir menn vopnaðir byssum skutu í
gær til bana pakistanskan dóm-
ara, Nabi Sher Junejo, sem haft
hefur til meðferðar málið á hendur
eiginmanni Benazir Bhutto,
fyrrverandi forsætisráðherra.
Einnig létu lífíð í skotárásinni
bílstjóri dómarans og lífvörður.
■ ANKARA - Mesut
Yilmaz, fyrram utanríkisráðherra
Tyrklands, var tilnefndur forsætis-
ráðherra landsins í gær, tveimur
dögum eftir að hann hafði borið
sigurorð af fráfarandi forsætisráð-
herra, Yildirim Akbulut, í
glímunni um formannsembættið í
Föðurlandsflokknum sem fer með
völdin í landinu. „Eins og stjórnar-
skráin mælir fyrir um hef ég falið
Mesut Yilmaz að mynda ríkis-
stjórn,“ sagði Turgut Ozal forseti
í viðtali við Anato/í'a/i-fréttastof-
una. Vilmaz er fyrsti tyrkneski
stjórnmálamaðurinn sem verður
forsætisráðherra eftir að hafa
unnið formannsslag í ríkjandi
stjómarflokki. Hann mun að öllum
líkindum leiða flokkinn í almenn-
um kosningum sem fram eiga að
fara í landinu árið 1992.
■ BÚDAPEST - Það verða
merk tímamót í heimflutningi sov-
éskra heija frá Austur-Evrópu
þegar sovéskir herflokkar hverfa
frá Ungverjalandi og Tékkósló-
vakíu í þessari viku. Ungveijaland
verður fyrsta Austur-Evrópurikið
sem sovéskt herlið yfirgefur alger-
lega í kjölfar lýðræðisbyltingarinn-
ar í þessum heimshluta og loka
kalda stríðsins. Sovétmenn munu
einnig Ijúka heimflutningi her-
manna sinna frá Tékkóslóvakíu í
þessari viku, en brottför þeirra frá
Póllandi og austurhéruðum
Þýskalands kann að dragast til
aa94________________________-•__i
Eldgosið á Filippsexjum:
Fórnarlömbin orðin
207 en gosið í rénun
Manila, Olongapo, Clark-herstödinni, Tokyo, Hong Kong. Reuter.
ALLS hafa 207 manns farist af völdum eldgossins í Pinatubofjall-
inu á Filippseyjum að því er áætlað var í gær. Svo virðist sem
gosið sé í rénun og hefur hættusvæðið í kringum það verið minnk-
að. Bandarísk herskip höfðu í gær flutt 5.700 manns úr flotastöð-
inni við Subic-flóa, sem er staðsett nálægl eldfjallinu og er stærsta
herstöð Bandaríkjamanna í Asíu ásamt Clark-flugbækistöðinni sem
nú er þakin öskulagi og hraungrýti. Gosið hefur komið illa niður
á efnahagslífi Filippseyja og bæði Bandaríkin og Japan hafa ákveð-
ið að rétta stjórnvöldum hjálparhönd.
Reuter
Þetta hrófatildur, sem sett er saman úr braki húsa sem fallið hafa
saman undan ofurþunga öskulags, er nú heimili fjölskyldu nokkurr-
ar í borginni Olongapo á Filippseyjum.
Þingkosningunum á Indlandi lokið:
Flestir hafa látist þegar þök
húsa létu undan öskuþunganum
sem safnast hafði á þau. I borg-
inni Olongapo, sem er 300.000
manna borg nálægt Clark-stöð-
inni, hafa þijú af hveijum fjóram
þökum hrunið undan farginu. íbú-
arnir keppast við að moka ösku
Rao líklegnr leiðtogi
Kongressflokksins
Flokkurinn vonast eftir liðhlaupum úr öðrum flokk-
um til að geta myndað starfhæfa meirihlutastjórn
Nýju Delhí, Chandigarh. Reuter.
FLEST benti til þess í gær að Narisimha Rao, 69 ára dyggur stuðn-
ingsmaður Rajivs heitins Gandhis, fyrrverandi forsætisráðherra Ind-
lands og leiðtoga Kongressflokksins, yrði fyrir valinu sem forsætis-
ráðherraefni flokksins eftir að þingkosningunum í landinu lauk á
laugardag. Er úrslit lágu fyrir í um fjórðungi kjördæmanna var
talið að Kongressflokkinn myndi skorta tuttugu þingsæti til að ná
meirihluta. Búist er við að forsætisráðherraefnið reyni að laða þing-
menn úr öðrum flokkum til inngöngu í Kongressflokkinn til að geta
myndað meirihlutastjórn.
Rao sagði að nefnd sjö forystu-
manna Kongressflokksins væri að
ræða fyrir luktum dyrum hvernig
staðið yrði að vali á nýjum leið-
toga, sem yrði falið að mynda fjórðu
stjórn Indlands á tveimur árum.
Hann kvaðst vera þeirrar skoðunar
að best væri að samkomulag næðist
um leiðtoga innán nefndarinnar
sjálfrar.
Helsti keppinautur Raos er
Sharad Pawar, sem er fímmtugur
og nýtur stuðnings áhrifamikilla
iðjuhölda í ríkinu Maharashtra í
vesturhluta landsins. Helsta fjár-
málamiðstöð Indlands, Bombay, er
höfuðborg ríkisins. Pawar kvaðst
vilja að efnt yrði til leynilegrar at-
kvæðagreiðslu um leiðtoga á meðal
allra þingmanna flokksins/
Svo virtist sem meirihluti félaga
í Kongressflokknum styddi Rao,
sem er hámenntaður ■ yfirstéttar-
maður frá ríkinu Andhra Pradesh.
Hann gegndi mikilvægum ráð-
herraembættum er Indira Gandhi
og sonur hennar, Rajiv, voru við
völd. Heimildarmaður innan forystu
Kongressflokksins segir að Rao sé
líklegastur til að verða fyrir valinu
sem leiðtogi vegna þess að Rajiv
Gandhi hafi borið mikið traust til
hans sem stjórnmálamanns. Pawar
gjaldi hins þess að hann hafi reynt
að bola Gandhi frá leiðtogastöðunni
eftir ósigur flokksins í þingkosning-
unum 1989.
Heimildarmaðurinn segir að
dyggir stuðningsmenn Gandhis hafi
bæði tögl og hagldir í sjö manna
nefndinni og þeir muni örugglega
ná samkomulagi um leiðtoga áður
en allir þingmenn flokksins koma
saman síðar í vikunni.
af þeim til að varðveita heimili
sín. Um 250.000 manns hafa nú
flúið brott af hættusvæðinu og
hafast við í 300 búðum sem settar
hafa verið upp í höfuðborginni
Manila og þar í kring.
Bandarísk herskip hafa hafíð
flutning á fólki frá flotastöðinni í
Subic vegna þess að flugvöllurinn
í Manila hefur verið lokaður sökum
öskufalls. Þegar hafa 5.700 manns
verið fluttir af svæðinu og að sögn
talsmanns bandariska sendiráðs-
ins, Stanleys Schragers, er ætlun-
in að flytja alla þá Bandaríkja-
menn sem þar eru, um 20.000,
burt. Tveir hafa látið þar lífið og
var annar þeirra níu ára bandarísk
telpa.
Japanir tilkynntu í gær að þeir
myndu láta af hendi rakna nauð-
synleg hjálpargögn að verðmæti
400.000 Bandaríkjadala (um 25
milljónir ÍSK). Schrager sagði
einnig að Bandaríkjastjórn myndi
senda eina milljón tilbúinna
máltíða til þeirra sem flúið hafa
heimili sín. Talið er að skemmdir
af völdum gossins nemi um 200
milljónum Bandaríkjadala (rúmum
12 milljörðum ÍSK) og era þá
skemmdir í bandarísku herstöðv-
unum ekki taldar með.
Hjaðnað Tiefur í eldjallinu eftir
umbrotin um síðustu helgi og því
hefur hættusvæðið í kringum það
verið minnkað úr 40 km í 20 km.
Um 200 starfsmanna Clark-stöðv-
arinnar hafa snúið til baka auk
1.500 öi’yggisvarða. Þeir vonast
til þess að koma starfsemi stöðvar-
innar að mestu af stað innan viku
þrátt fyrir erfíðar aðstæður.
A JUNI-TILBOÐI
er glæsilegt úrval rattan húsgagna á alveg ótrúlega góðu verði!
CASABLANCA
XW SMMnmsÍ
/gera heímili
• í qar<
heimilið glæsilegt
garðskálann
í borðstofuna
í sumarbústaðinn
í sjónvarpsherbergið
Smiðjuvegi 6, Kópavogi, sími 44544