Morgunblaðið - 19.06.1991, Síða 35

Morgunblaðið - 19.06.1991, Síða 35
i < MORGUNBLAiÐHO ME&'VÍKUDAGUR W7 JÚN1'U)91 35 ATVINNII Hársnyrtir óskast á hársnyrtistofu í Norður-Noregi. Þarf að geta tekið að sér daglegan rekstur á stofunni. Upplýsingar sendist til Uniklipp a/s, Lidvin Finden, Box444, 8401 Sortland, Noregi, eða í síma 22077 í Reykjavík. Aðstoðarvitavörður óskast á Hornbjargsvita (gjarnan kona). Upplýsingar á Vitamálaskrifstofunni, Vestur- vör 2, Kópavogi, sími 600000. Maður óskast til starfa á smurstöð, helst vanur. Framtíðarstarf fyrir góðan mann. Upplýsingar á staðnum. Smurstöðih, Laugavegi 180. R AÐ AUGL ÝSINGAR HUSNÆÐIIBOÐI 72 fm - Eiðistorg Til leigu er 72 fm skemmtileg skrifstofueining á 2. hæð í hinum vaxandi þjónustukjarna við Eiðistorg. Velbúin sameign með lyftu og góðum bílastæðum. Laus 1. júlí nk. Upplýsingar í síma 688067 milli kl. 9 og 13 virka daga. TILKYNNINGAR Kynning á tillögu að aðalskipulagi Reykjavíkur 1990-2010 Fimmtudaginn 20. júní kl. 17.00 kynna starfs- menn Borgarskipulags og Borgarverkfræð- ings tillögu að nýju aðalskipulagi fyrir Reykjavík. Kynningin ferfram á Borgarskipu- lagi Reykjavíkur, Borgartúni 3 á 4. hæð. Sýning á skipulagstillögunni er á sama stað og stendur til 31. júlí nk. Frestur til athuga- semda er til 8. ágúst. Borgarskipulag Reykjavíkur. ATVINNUHUSNÆÐI Ármúli 38 Til leigu á 2. og 3. hæð í Ármúla 38 atvinnu- húsnæði 76 fm, 118 fm og 121 fm. Hentugt fyrir teiknistofur, tölvuþjónustu, útgáfustarf- semi, umboðs- og heildverslanir o.þ.h. Upplýsingar í síma 617045 á skrifstofutíma og 42150 á kvöldin og um helgar. Leigutilboð Þrjú mismunandi stór skrifstofu- og atvinnu- pláss eru til leigu í fallegu, nýtískulegu húsi á besta stað nálægt miðbæ Reykjavíkur. í boði er sérstakur 20% afsláttur af leigu fyrsta árið ef gerður er minnst þriggja ára leigusamningur. 84 fm á kr. 43.680 þús. á mán., h-20% kr. 34.940,- mánaðarlega. 102fm á kr. 53.040 þús. ámán., -f20% kr. 42.430,- mánaðarlega. 167fmá kr. 86.840 þús. ámán., -í-20% kr. 69.470,- mánaðarlega. Leggið inn nafn og símanúmer á auglýsinga- deild Mbl. merkt: „Traustur - 11851“ og við munum hafa samband við yður fljótlega. FUNDIR - MANNFA GNAÐUR Auglýsing um aðalfund Aðalfundur SÁÁ (Samtök áhugafólks um áfengisvandamálið) verður haldinn 21. júní nk. kl. 20.00 í Síðumúla 3-5, 108 Reykjavík. Dagskrá: 1. Skýrsla stjórnar um framkvæmdir og starfsemi samtakanna á liðnu starfsári. 2. Gjaldkeri leggur fram endurskoðaða reikninga til umræðu og samþykktar. 3. Lagabreytingar. 4. Kosning stjórnar, varastjórnar, endur- skoðenda og varaendurskoðenda. 5. Ákvörðun um félagsgjöld. 6. Önnur mál. Stjórn SÁÁ, Samtaka áhugafólks um áfengisvandamálið. KENNSIA Fiskeldisnám Innritun stendur yfir á fiskeldisbraut FSu á Kirkjubæjarklaustri. Bóklegt og verklegt nám innan fjölbrautakerfisins. Við inntökuskilyrði er meðal annars metið starf viðkomandi. Ný leið til stúdentsprófs, auk náms í sérgrein. Nemendur útskrifast sem fiskeldisfræðingar. Upplýsingar veita Hanna Hjartardóttir í síma 98-74635 og 98-74633 og Jón Gunnar Schram í síma 98-74884. KVOTI Rækja - bolfiskur Óskum eftir bolfiski í skiptum fyrir 127 tonn af rækju (þessa árs). Upplý^ingar gefur Guðjón í síma 97-81544. Garðey hf. FELAGSSTARF Félagsfundur Almennur félagsfundur verður haldinn 23. júní í Hamraborg 1, 3. hæð, kl. 20.30. Félagsfundarstörf. 1. Kosning fulltrúa TÝS á þing Sambands ungra sjálfstæðismanna þann 16.-18. ágúst nk. 2. Önnur mál. Stjórnin. Sjálfstæðiskvennafélagið Vörn, Akureyri, hvetur konur til að sýna samstöðu og mæta að Naustaborgum í grill, glens og gaman I dag, miðvikudaginn 19. júní. Sjá nánar í götuauglýsingum. Stjórn Varnar. FELAGSLIF Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Almenn samkoma í kvöld kl. 20.00. SAMBAND (SLENZKRA víÐJ' KRISTNIBOÐSFÉLAGA Kristniboðssamkoma á Háaleit- isbraut 58, kl. 20.30. Ræðumaður: Skúli Svavarsson. Allir velkomnir. Samvera fyrir fólk á öllum aldri i kvöld. Farið verður í kirkjuna í Árbæjarsafninu. Séra Ólafur Jó- hannsson sér um altarisgöngu. Mæting í Suðurhólum kl. 20. Úngt fólk á öllum aldri er velkom- ið. Við minnum á almennan fé- lagsfund á morgun, 20. júní þar sem kynntarverða framkvæmdir við aðalstöðvar á Holtavegi. Fundurinn verður á Háaleitis- braut 58, kl. 20.30. Félagsfólk er hvatt til að fjölmenna. Allir hjartanlega velkomnir. FERÐAFELAG # ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3 S: 11798 19533 Miðvikudagur 19. júní - kvöldferð Kl. 20.00 Heiðmörk (skógræktarferð). Brottför frá Umferðarmiðstöð- inni, austanmegin. Skógarreitur Ferðafélagsins í Heiðmörk er sannkallaður „unaðsreitur". Veijið kvöldstund i hópi ræktun- arfólks Ferðafélagsins. Ókeypis ferð. Ferðafélag íslands. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3 S: 11798 19533 Helgarferðir 21.-23. júní 1. Jónsmessuhelgi í Þórsmörk. Gist i Skagfjörðsskála/tjöidum. Gönguferðir um Mörkina við allra hæfi. 2. Sólheimaheiði - Mýrdals- jökull. Skiðaferð/gönguferð. Gist í Þórsmörk. 3. Jónsmessuhelgi á Snæfells- nesi, Gengið á Snæfellsjökul, hellaskoðun í Purkhólahrauni. Gist í svefnpokaplássi. Fjölbreyttar og skemmtilegar helgarferðir. Kynnið ykkur verð og tilhögun. Kvöldferðir: 21. júní kl. 20.00: Esja - Ker- hólakambur, sumarsólstöður. 21. júní kl. 20.00: Sólstöðuferð til Viðeyjar. Ferðafélag (slands. FERÐAFÉLAG # ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3 S: 11798 19533 Sumarleyfisferðir Ferðafélagsins 1) 21.-23/6: Miðnætursólar- ferð til Grímseyjar og Hríseyjar Flug til Akureyrar og áfram til Grímseyjar. Dvalið í Grímsey fram á laugardagskvöld en þá verður siglt með ferjunni til Hríseyjar og gist i bát. Flug til Reykjavíkur síðdegis sunnudag. Gist í svefnpokaplássi. Biðlisti. 2) 29/6-3/7: Strandir - isafjarðardjúp Áhugaverð ferð um stórbrotið landslag. Ekið á vegarenda í Strandasýslu, komið við m.a. i Ingólfsfirði, Trékyllisvík, Djúpuvik, Kúvíkum og víðar. í ísafjarðardjúpi verða skoðunar- ferðir til Iðeyjar, i Kaldalón og víðar. Gist í svefnpokaplássi. Far- arstjóri: Ólafur Sigurgeirsson. 3) 29/6-3/7: Reykjafjörður - Drangajökull Siglt frá Munaðarnesi á Strönd- um til Reykjafjarðar. Gengið yfir Drangajökul. Takmarkaðurfjöldi. Fyrstu Hornstrandaferðirnar verða farnar 3. júlí. Hægt að velja um 6 mismunandi ferðir i júlí og ein verður farin i ágúst. Kynnið ykkur sumarleyfisferðir Ferðafélagsins. Ódýrasta sum- arleyfið. Fróðlegar og skemmti- legar ferðir. Ferðafélag íslands. HÚTIVIST GRÓFIHH11 • REYKJAVÍK • SÍMIAÍMSVARI14606 Kvöldganga í kvöld, miðvikud. 19/6 kl. 20. Gengið frá Brautarholti á Kjalar- nesi niður í Nesvík og áfram meðfram ströndinni um Gull- kistuvík og Messing. Fylgst með sólarlaginu af Brautarholtsborg. Brottför frá BSÍ-bensinsölu. Um næstu helgi, 21 .-23.6. Snæfellsjökull I ár höldum við upp á Jónsmess- una á Snæfellsnesi. Tjaldað við Búðir. Gengið á jökulinn upp frá Stapafelli. Einnig boðið upp á strandgöngu: Stapi - Hellnar og Djúpalónssandur - Dritvík. Mið- næturganga um Búðarhraun og stöndina. Stutt í sundlaug. Far- arstjórar: Ingibjörg Ásgeirsdóttir og Þráinn Þórisson. Básará Goðalandi Það er tilvalið að slappa af eftir vinnuvikuna á þessum fagra og friðsæla stað. Gönguferðir við allra hæfi. Uppselt í skála næstu helgi en sæti laus ef tjald er tekið með. Ferðakynning Kynntar verða sumarleyfisferðir Útivistar '91. Fararstjórar verða til viðtals á staðnum. Kynningin verður á Hótel Lind, Rauðar- árstíg 18, fimmmtud. 20.6. og hefst kl. 20.30. Sjáumst! Útivist HÚTIVIST GRÓFINHII • REYKJAVÍK • SÍMI/SÍMSVARi 14406 Kvöldganga í kvöld, miðvikud. 19/6 kl. 20. Gengið frá Brautarholti á Kjalar- nesi niður í Nesvík og áfram meðfram ströndinni um Gull- kistuvík og Messing. Fylgst með sólarlaginu af Brautarholtsborg. Brottför frá BSÍ-bensínsölu. Um næstu helgi, 21 .-23.6. Snæfellsjökull í ár höldum viö upp á Jónsmess- una á Snæfellsnesi. Tjaldað við Búðir. Gengið á jökulinn upp frá Stapafelli. Einnig boðið upp á strandgöngu: Stapi - Hellnar og Djúpalónssandur - Dritvík. Mið- næturganga um Búðarhraun og stöndina. Stutt í sundlaug. Far- arstjórar: Ingibjörg Ásgeirsdóttir og Þráinn Þórisson. Básará Goðalandi Það er tilvalið að slappa af eftir vinnuvikuna á þessum fagra og friðsæla stað. Gönguferðir við allra hæfi. Uppselt í skála næstu helgi en sæti laus ef tjald er tekið með. Ferðakynning Kynntar verða sumarleyfisferðir Útivistar '91. Fararstjórar verða til viðtals á staðnum. Kynningin verður á Hótel Lind, Rauðar- árstíg 18, og hefst kl. 20.30. Sjáumst! Útivist ÍSLENSKI ALPAKLÚBBURINN Jöklanámskeið/skíðaferð Helgina 29.-30. júní verður hald- ið jöklanámskeið í Kerlingarfjöll- um. Skráning fer fram þann 19. júní kl. 20.30 á Grensásvegi 5, 2. hæð. Einnig þann 24. júní kl. 20.00. Umsjón: Torfi Hjaltason, hs. 667094, vs. 668067.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.