Morgunblaðið - 19.06.1991, Síða 47

Morgunblaðið - 19.06.1991, Síða 47
loks á Heklu (I) til 1966 er hún var seld úr landi. Guðmundur hætti þá siglingum vegna aldurs, en starfaði eftir það við sjókortasöluna hjá Vita- og hafnamálaskrifstofunni til ársins 1980. Guðmundur var mjög farsæll í starfi og átti þátt í björgun margra skipa og báta og var heiðraður fyr- ir. Arið 1941 stjórnaði hann björgun belgíska skipsins Persier, 8.000 rúmlesta skips, sem strandað hafði austan við Kötlutanga. Guðmundur kvæntist 16. nóvem- ber 1929 Ingibjörgu Þórðardóttur, f. 27. janúar 1898, d. 9. júlí 1975. Foreldrar hennar voru Þórður Dan- íelsson bóndi á Gnúpufelli í Eyja- firði og Margrét Guðmundsdóttir. Ingibjörg var hin mætasta kona og mikil húsmóðir og voru þau mjög samrýmd alla tíð. Það var alltaf hátíð þegar skipstjórinn var í landi og var þá oft farið í leikhús eða ökuferðir um nágrenni Reykjavíkur, en Guðmundur var mikill áhuga- maður um bifreiðar og eignaðist margar um ævina, þá fyrstu árið 1932. Var því við brugðið hversu vel hann hirti þær, fægði og púss- aði. Af áhugamálum Guðmundar má nefna mikinn áhuga fyrir sund- iðkun og leið ekki sá dagur er hann var í iandi, að hann færi ekki í sund og synti 200 metrana. Má t.d. geta þess að í einni Norrænu sund- keppninni synti hann 200 metrana 208 sinnum og fékk viðurkenningu fyrir. Guðmundur var prúður mað- ur, rólegur og dagfarsgóður, hafði næmt skopskyn og alltaf var stutt i gleði og glettin tilsvör hjá honum. Hann var mikið snyrtimenni og reglusamur með alla hluti. Hann var vel látinn af samstarfsmönnum sínum og átti góða vini. í starfi sínu í strandsiglingum eignaðist hann fjölda kunningja um allt land sem mátu hann mikils og nutu oft greiðvikni hans. Guðmundur var virkur félagi í frímúrarareglunni í fjöldamörg ár og sótti fundi á með- an heilsan leyfði. Árið 1978 á fimmtíu ára afmæli Slysavarnafélags íslands var Guð- mundur meðal annars sæmdur heið- ursmerki sjómannadagsins í Reykjavík. Á þessum tímamótum riijaði Guðmundur upp, í viðtali við blaðamann Morgunblaðsins, atvik frá árinu 1928 er elsti Þór lá inni á Siglufirði að dr. Alexander Jó- hannesson fór þess á leit að fenginn yrði maður til aðstoðar við eftirlits- flug með síldarskipunum á Húna- flóa og víðar. Það varð úr að Guð- mundur tók það starf að sér í vik- utíma og varð þannig fyrsti maður- inn frá Gæslunni sem hafði með hendi fluggæslu við Islandsstrend- ur. Guðmundur var mikill fjölskyldu- maður og tók alla tíð þátt í gleði- stundum fjölskyldunnar. Guðmund- ur og Ingibjörg áttu ekki barn sam- an en ólu upp ívar Andersen, son Ingibjargar, og reyndist Guðmund- ur honum ætíð sem besti faðir. ívar var kvæntur Hjördísi Jónsdóttur sem lést árið 1983 og eignuðust þau fjögur börn, Ingibjörgu, Guð- mund, Erlu og Grétar. Guðmundur og Ingibjörg tóku einnig að sér Ingibjörgu elsta, barn ívars, og ólst hún upp hjá þeim við mikið ástríki. Guðmundur átti orðið sex barna- barnabörn og tvö barnabarnabarna- börn og var hann stoltur af þeim öllum. Heimili hans var lengst af á Reynimel^ 45, en áður hafði hann búið á Ásvallagötu 15. Það var Guðmundi mikill missir er Ingibjörg kona hans lést fyrir 15 árum og var hann oft einmana eftir það, þó ekki hafi hann borið sorg sína á torg. Eftir lát konu sinnar sá hann um heimili sitt sjálfur eða þar til hann lagðist inn á deild A-3 á Hrafnistu í Reykjavík á síðastliðnu ári. Heilsu hans hafði þá hrakað mjög og gat hann því ekki lengur séð um sig sjálfur þrátt fyrir góðan stuðning fjölskyldu sinnar. Á Hrafnistu naut hann mjög góðrar umönnunar og velvildar starfsfólks. Að leiðarlokum þakka ég Guð- mundi órofa tryggð og vináttu frá fyrstu kynnum. Fjölskyldan minnist Guðmundar afa með virðingu og þakklæti. Útför hans er gerð frá Fossvogs- kirkju í dag kl. 15. Kjartan Pálsson MORGLblÉLÁDlD. klíl'ÍlKUDÍbuRla- itÖNÍBMSM.... t Móðir okkar, SIGRÍÐUR ÓLAFSDÓTTIR, Kársnesbraut 76, Kópavogi, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmutdaginn 20. júní kl. 15.00. Sverrir Garðarsson, Pétur Garðarsson, Þorgerður Árnadóttir, Einfriður Árnadóttir. t Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, ALDA JENSDÓTTIR, Spóahólum 4, Reykjavík, lést í Landspítalanum sunnudaginn 16. júní. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 21. júní kl. 10.30. Pétur Andrésson, Ólafur Örn Pétursson, Inger Steinsson, Helgi Ólafsson, Inger Rós Ólafsdóttir. t Hjartkær eiginkona mín, SVAVA G. BJÖRNSDÓTTIR, Mánagötu 9, lést í Landspítalanum þann 17. júní sl. Einar Einarsson. + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, JÓN STEFÁNSSON, Norðurbyggð 1C, Akureyri, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn 20. júní kl. 13.30. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeir, sem vilja minnast hans, vin- samlega láti Knattspyrnufélag Akureyrar njóta þess. Hildur Jónsdóttir, Vilhelm Jónsson, Guðrún Steinsdóttir, Friðjón G. Jónsson, Inga Hrönn Einarsdóttir, Július Jónsson, Hulda Hafsteinsdóttir, Jakob Jónsson, Erla Harðardóttir, Leifur Jónsson og barnabörn. + Jarðarför INGIBJARGAR ÞORSTEINSDÓTTUR frá Aðalbóli i Hrafnkelsdal, Snorrabraut 58, Reykjavik, verður gerð frá Fossvogskapellu fimmtudaginn 20. júní kl. 15.00. Fyrir hönd vandamanna, Þorsteinn Kristinsson. + Faðir minn, tengdafaðir, afi og bróðir, JÓN GUÐBJÖRNSSON bifreiðasmiður, Hátúni 6, verður jarðsettur frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 19. júní kl. 13.30. Erling Smári Jónsson, Sólveig Úlfarsdóttir, Hafþór Úlfar Erlingsson, Lilja V. Guðbjörnsdóttir, Hreggviður Guðbjörnsson, Hermann Guðbjörnsson, Óskar R. Guðbjörnsson. + Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, systir, tengdamóðir og amma, VALGERÐURBERGÞÓRSDÓTTIR hjúkrunarfræðingur, Ljósalandi 21, Reykjavík, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 20. júní kl. 15.00. Kristinn Guðmundsson, Anna Bergþórsdóttir, Guðmundur Kristinsson, Guðlaug Traustadóttir, Bergþóra Kristinsdóttir, Vala Hrönn Guðmundsdóttir, Guðrún Kristinsdóttir, Ragnar Kristinsson. + Maðurinn minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, HJÖRTUR ÞORSTEINSSON, Eyri, Kjós, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 21. júní ■ kl. 13.30. Arnheíður Hjartardóttir, Þorsteinn Hjartarson, Haraldur Hjartarson, Sigrún Hjartardóttir, Jón Hjartarson, Kristín Jónsdóttir, Pétur Sigurðsson, Guðrún Einarsdóttir, Helga S. Backmann, Skúli Guðlaugsson, Stella Bæringsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Elskuleg mágkona og frænka, STEINUNN HANNESDÓTTIR, Hofsvallagötu 16, Reykjavík, sem lést á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund, föstudaginn 14. júní sl., verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík 21. júní kl. 13.30. Sigurlaug Sigfúsdóttir, Sævar Örn Kristbjörnsson, Erna Aradóttir, Sigurður K. Kristbjörnsson, Anna Þ. Kristbjörnsdóttir, Bragi Skúlason, Steinar K. Kristbjörnsson, Elin Anna Antonsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær móðir mín, tengdamóðir og amma, KRISTÍN GUÐMUNDSDÓTTIR frá Gerðum í Garði, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju í dag, 19. júní, kl. 15. Guðmundur Ingimundarson, Rósa Einarsdóttir, Einar Þór Guðmundsson, Ingimundur Kristinn Guðmundsson, Kristín Guðmundsdóttir. + Systir okkar, KRISTÍN GUÐBRANDSDÓTTIR, áður til heimilis á Hverfisgötu 84, sem andaðist í Sjúkrahúsi Suöurlands 12. júní sl., verður jarðsung- in frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 20. júní kl. 13.30. Systkini og frændfólk. .. ............ i ———————— + Við þökkum af alhug auðsýnda vináttu við andlát og útför SVERRIS ERLENDSSONAR fyrrverandi skipstjóra. Dóra Bergþórsdóttir, Anna Sverrisdóttir, Ásgerður Sverrisdóttir, Guðjón Ingi Sverrisson, Bergþór Konráðsson, Hallfrfður Konráðsdóttir, Steinn Jónsson, Guðbjörg Hauksdóttir, Hildur Halldórsdóttir, Axel Gíslason og barnabörn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarförv RAGNARS JAKOBSSONAR, . Ketilsbraut 15, Húsavík, sem lést 10. júní sl. Hrafnhildur, Gísli, Hermann, Svanlaug, Hrefna, Jakob, Ragnar, barnabörn og barnabarnabörn. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarð- arför móður okkar, STEINVARAR JÓNSDÓTTUR frá Sólheimum, Grímsnesi. Sérstakar þakkir til starfsfólks Hrafnistu, Reykjavík. Börn og tengdabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.