Morgunblaðið - 28.06.1991, Qupperneq 10
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 1991
10
Þekki ég þig?
__________Bækur______________
Kjartan Árnason
Rolf Jacobsen: Bréf til birtunnar.
Ljóð, 64 bls. Þýðandi: Hjörtur
Pálsson. Urta 1991.
Norræna húsið fyrir einhverjum
árum. Salurinn þéttskipaður, kliður
í lofti; það er beðið. Svo lítið ber á
opnast dyr að baki áheyrendum og
seinlátt fótatak tekur að stíga inní
lágvær samtöl og þaggar niðrí þeim;
það brestur í einstöku hálslið þegar
menn snúa sér við. Inn gólfið gengur
aldraður maður með velktar pappírs-
arkir milli handanna; hann sígur eilít-
ið frammávið í hverju skrefi líktog
hann ætli að falla en réttir sig jafnan
við og fer sér seinlega. Loks kemur
hann í pontu og byijar að fletta blöð-
Háskólahátíð:
Tæplega 400
kandídatar
brautskráðir
Háskólahátíð verður haldin
í Háskólabíói á morgun laugar-
daginn 29. júní 1991 kl. 14:00.
Þar verður lýst kjöri heiðurs-
doktora jafnframt því sem
kandídatar verða brautskráð-
ir. Áð þessu sinni verða braut-
skráðir 385 kandidatar. Lýst
verður kjöri fjögurra heiðurs-
doktora og háskólarektor, dr.
Sigmundur Guðbjarnason,
ræðir á hátíðinni málefni Há-
skólans og ávarpar kandídata.
Athöfnin hefst með því að
Guðný Guðmundsdóttir og Gunn-
ar Kvaran leika á fiðlu og selló.
Prófessor Þór Whitehead
deildarforseti heimspekideildar
lýsir heiðursdoktorskjöri Harðar
Agústssonar listmálara og dr.
Páls S. Árdals prófessors. Próf-
essor Þorsteinn Helgason deild-
arforseti verkfræðideildar lýsir
heiðursdoktorskjöri prófessors
emeritus Einars B. Pálssonar og
prófessor Unnsteinn Stefánsson
deildarforseti raunvísindadeildar
lýsir heiðursdoktorskjöri Ingólfs
Davíðssonar grasafræðings.
Háskólarektor, dr. Sigmundur
Guðbjarnason heldur því næst
ávarp og deildarforsetar munu
afhenda kandídötum prófskír-
teini.
Að lokum syngur Háskólakór-
inn nokkur lög undir stjórn Fer-
enc Utassy og Egils Gunnarsson-
ar. Undirleikari með kórnum
verður Sven Olav Höivik.
unum af mikilli hægð. Ætlaði maður-
inn að vera þarna til eilífðar? Alltí-
einu lýkur hann sundur munni og fer
að lesa af handritum sínum með rödd
sem elst hefur sýnu hægar en líkam-
inn: „Tiden gár (hva ellers skal den
ta seg til)“ — „Tíminn líður (hvað á
hann að gera annað).“
Norska skáldið Rolf Jacobsen er
bráðum hálf níræður og hefur verið
að yrkja í næstum sextíu ár. Strax
með fyrstu ljóðabók sinni, Jord og
jern, vann hann sér nafnbótina skáld
borgar og tækni. Það var árið 1933.
Hann þótti staðfesta þetta álit með
næstu bók, Vrimmel, sem kom tveim-
ur árum síðar. Ekki urðu miklar
breytingar í þriðju bók hans, Fjern-
tog, sem hann sendi frá sér eftir
sextán ára hlé árið 1951. Reyndar
má segja að litlar sviftingar hafi
orðið í ljóðagerð Jacobsens gegnum
árin, þróunin hinsvegar verið jöfn og
stöðug; borgarlífíð og tæknibrölt
mannsins fær smámsaman á sig
annan og ógnvænlegri blæ. „Og ég
vil heyra glymjanda gatnanna
hækka/ gjallandi sporvagna kveða
nýrri sjaldheyrðri röddu.// Ég vil
finna lyktina af brumi kastaníutijáa/
berast niður að höfn. Brumi kastan-
íutijáa og útblæstri." Þannig yrkir
skáldið 1933. Tæpum íjörutíu árum
síðar er tónninn þessi:
Blý félagi blý -
grátt malbik alla þína ævi, blý -
grátt regn yfir götumar
leiftrandi yfir sjónvarpsskjáina andlit
augu varir blý -
gráar götur, blý
Bókmenntir
Sigurður Haukur Guðjónsson
Höfundur: Séra Páll Pálsson.
Prentun: G. Ben. Prentstofa. Bók-
band: Arnarfell. Útgefandi:
Fjölva-útgáfan.
Þetta er mikið verk, 17 kaflar á
176 síðum.
Vitur kennari, sem tugi ára hefir
fengizt við fræðslu í Háskólanum,
sagði við mig orð sem víkja ekki frá
mér síðan. Hann sagði: Síðustu 20
árin liefír geysileg breyting orðið á
setu minni við kennarapúltið. Ég
hefí ekki lengur á tilfínningunni, að
stúdentar líti á mig sem mann með
reynslu og þekkingu sem gaman
væri að kynnast, heldur vélmenni
sem þylja skal lágmarks spurnir til
prófs, og gefa síðan við þeim stutt-
Rolf Jacobsen
í loftinu, í kylfunum
skothylkjunum, blý -
þungar sorgir alla þína ævi félagi.
Lljóð Rolfs Jacobsen eru að jafn-
aði einföld, sprottin úr sýnilegum,
skilgreinanlegum veruleika, ort á
einföldu, hversdagslegu máli. Þetta
skapaði honum þegar í upphafi sér-
stöðu í norskri ljóðagerð ásamt ið-
andi myndmáli og persónugervingum
sem ekki aðeins gefa hlutunum nýja
eiginleika heldur sýna jafnframt
mannskepnuna í miskunnarlausu
ljósi. En Rolf Jacobsen er ekki pred-
ikari með vísifingurinn á lofti. Þvert
á móti gefur hversdagsmálið ljóðun-
um stundum kæruleysislegan, jafn-
vel tómlátlegan svip sem skapar and-
stæðu við inntakið og dýpkar ógnina
orð svör. Annað virðist þeim ekki
koma við.
Sjálfsagt er það vegna þess
hversu skipulega séra Páll setur
kverið sitt upp, að þessi orð kennar-
ans komu mér í hug við lestur þess.
Eða var það vegna þess, að árin
mín öll við prestskap var uppfræðsla
mín sífellt að breytast, í raun samið
nýtt kver hvern vetur? Víst studdist
ég við kverin mörg, þó notadrýgst
yrði mér Líf og játning kennarans
Valdimars Snævarr. En ekkert fang-
aði í orð allt sem ég vildi ræða pg
ræddi. Það gerir kverið hans séra
Páls ekki heldur, en hrós á hann
fyrir það, að þetta er fallegasta kver
sem ég hefí séð, lokkar og laðar að.
Það ber líka með sér, að höfundur
gerir sér grein fyrir, að kristindóms-
fræðsla í skólum er víða í molum.
Því heldur hann sig við guðsorðið
„klárt og kvitt“, fetar sig eftir
Hjörtur Pálsson
að mun: í ljóðinu Klippa — líma
(1985) segir að dagblöðin klippi tím-
ann í smátætlur sem aðrir verði að
raða saman í mynd, í heild: „Nei
sko. Þetta verður fínt./ Ein tætla
hér og önnur þar:/ Sultur í Súdan,
Stiklastaðahátíðin./ Starwars, svart
á svörtu./ Reynið aftur: — Gaddav-
ír, stauraraðir, plankar./ Það var
betra: Gaddavír,/ plankar. Endalaus
röð /.../“
En það er líka mikil náttúra í Ijóð-
um Jacobsens og hefur verið alla
tíð. Á hveiju sem veltur eru það
ekki aðeins bílar, malbik og vélar
sem eru leiðarminni hans heldur
stjörnugeimurinn, stjömurnar, birt-
an og ljósið.
Hirti Pálssyni tekst með vali sínu
á ljóðum í Bréf til birtunnar að gefa
grunnjátningum þjóðkirkjunnar með
spurnum og svörum. Það þarf karl-
mennsku og kjark til þess að gera
slíkt, enda tryggir hann sig með
ráðum reynds prests og líka kennara
við guðfræðideild Háskóla íslands.
Ég er sannfærður um það, að flestir
íslenzkra klerka, í dag, muni fagn-
andi taka þessu kveri, telja það létta
störf sín. Því á séra Páll heiður og
þökk fyrir vönduð vinnubrögð: Agað
mál; meitlaðar spumir; frábæra upp-
setningu; Ijómandi myndir. Próförk
er vel lesin, þó sætti ég mig aldrei
við tízkuorðið guðsþjónustu (130),
geri greinarmun á, hvort honum er
þjónað eða hann þjóni. í frábærum
kafla (17) er ekkert samræmi í tilvís-
un { rit og það er algjör óþarfi.
Á þessum vettvangi er mitt ekki
að dæma um svörin, en gáfað, spur-
ult barn mun fljótt koma auga á,
hversu þvogluleg guðfræðin er á
FERMING ARKVERIÐ
4gæta mynd af ferii Jacobsens og;
draga fram helstu höfundareinkenni
hans svo sem unnt er í bók af þess-
ari stærð. Reyndar eru tvö af þekkt-
ari ljóðum Jacobsens, Landskap med
gravemaskiner og Stillheten efterpá
ekki með í bókinni og þykir mér
nokkur missir að þeim. Þýðingar
Hjartar eru með hinum mestu ágæt-
um, hann kemur myndmáli og per-
sónugervingum Jacobsens vel til
skila. Þó örlar á tilhneigingur til
hátíðleika á fáeinum stöðum, td. í
öfugri orðaröð („Hnífar hnífar hvar-
vetna þeir skera /.../“) eða ritmáls-
orðum (ellegar: „Farðu í bíó ellegar
í kirkju /.../“) sem að mínum dómi
hentar ekki hversdagslegum stíl
Jacobsens.
Sex ár eru nú frá því Jacobsen
sendi frá sér bók og um það bil jafn
langt síðan hann las upp í Norræna
húsinu. Skömmu áður hafði hann
misst eiginkonu sína og yrkir hann
ma. um þá reynslu í síðustu bók-
inni, Nattipent, af fágætri tilfinn-
ingu. Ef til vill verða skil með þeirri
bók: það hægir á gagnrýninni og
ljóðin verða persónulegri. Allt endar
í upphafspunkti sínum; hver vegur
að heiman er vegúr heim. Síðasta
ljóð í Bréfi til birtunnar er Þekki ég
þig? úr Nattápent:
Þekki ég þig
í rauninni. Eitthvað
sem þú gast aldrei sagt eða
við minntumst ekki á. Hálf
hugsun. Skuggi
sem leið yfír andlitið.
Eitthvað í augunum. Nei
ég vil ekki trúa því.
En það ásækir mig aftur. Nóttin
þekkir engin hljóð,
aðeins kynlegar hugsanir. Orð
sem stíga upp úr svefni:
Þekki ég þig?
Séra Páll Pálsson
stundum. Það er ekki sök séra Páls.
Hafí hann þökk fyrir kjark, dugnað,
og útgáfan fyrir frábær vinnubrögð.
Fyrirlestur í
Háskólabíói
Willy Brandt
íyrrverandi kanslari Vestur-Þýskalands
‘EUROPEAN CHALLENGES 4
í dag - föstudaginn 28. júní,
kl. 17:00
Aðgangur ókeypis
Alþjóðamálastofnun Germanía
Háskóla íslands Reykjavík
Jón Sæmundur Bjömholt
IVIyndlist
Eiríkur Þorláksson
Sumarið er oft tími hinna ungu
í listinni, því þá er almennt sýn-
ingahald með minna móti, og auð-
veldara fyrir ungt listafólk að
koma sínum verkum að. Nú fer
að ljúka sýningu ungs listamanns,
sem hefur einkum unnið fyrir sér
með því að skreyta skemmtistaði
og hefur átt mörg athyglisverð
verk á þeim vettvangi, sem hafa
almennt ekki komið fyrir augu list-
unnenda í eldri aldurshópunum.
Hér er á ferðinni ungur maður,
Jón Sæmundur Björnholt, sem
hefur sett sínar myndir upp í Lista-
mannaskálanum við Hafnarstræti.
Þessi staður (á efri hæð fornbóka-
versiunarinnar Bókavörðunnar í
Hafnarstræti 4) fór af stað síðast-
liðið sumar með nokkrum sýning-
um, en lognaðist síðan út af, hvort
sem það var af áhugaleysi aðstand-
enda eða öðrum sökum. Það var
miður, þar sem ekki er vanþörf á
litlu og ódýru húsnæði af þessu
tagi fyrir hinn ört vaxandi sýninga-
markað í borginni. Nú er þessi litli
salur með stóra nafnið kominn af
stað aftur, og vonandi verður
nokkurt framhald á starfseminni.
Jón Sæmundur telur helstu
áhrifín á verk sín vera að fínna
annars vegar í gamalii kirkjulist,
íkonum, og hins vegar í poplist-
inni. Myndirnar á sýningunni eru
allar af persónum, og eru gerðar
með harðri áferð og sterkum, ein-
földum dráttum teiknimyndasög-
unnar; óraunverulegt litavalið fær-
ir þær síðan út fyrir þann ramma
inn á það svið sem hinn ungi lista-
maður kýs að fjalla um. Það hefur
komið fram í viðtali að listamaður-
inn dvaldi í ísrael á síðasta ári og
hefur sótt nokkuð af sínu mynd-
efni í þá átt.
Myndefni hans eru úr sögu gyð-
inga, eins og titlarnir „Gyðingar í
eyðimörk (nr. 2) og „Salome (nr.
4) vitna um. Stærsta og um leið
eitt sterkasta verkið á sýningunni
er af Síðustu kvöldmáltíðinni, und-
ir titlinum „Setið að sumbli í síð-
asta sinn (nr. 5); hin einfalda teikn-
ing myndarinnar á þar vel við, og
Júdas verður aðeins kenndur af
munnsvipnum. Hinn ungi lista-
maður lýkur svo sýningunni með
sjálfsmynd, sem er eins konar upp-
hafsstef fyrir listferilinn.
Það er ekki hægt að meta mögu-
leika þessa unga listamanns út frá
þessari sýningu einni saman. Hann
er aðeins tuttugu og þriggja ára
gamall, og stefnir á frekara nám
að hausti. En myndmál hans er
skýrt og lifandi, og hæfír myndefn-
inu vel. Með því að setja hvítt efni
fyrir glugga hefur einnig náðst
jöfn o g mild birta á myndirnar, sem
njóta jafnrar athygli fyrir vikið.
Það er aðal hvers listamanns að
þessir þættir vinni saman, því þá
gengur heildin upp. Þetta fyrsta
skref á sýningarbrautinni veit því
á gott.
Annað mál er, að það er fyrir
neðan allar hellur að gestir gangi
inn í sýningarsalinn á miðjum degi
lítandi út eins og öldurhús daginn
eftir stórfenglegt skrall. Tómar
ölflöskur, sígarettustubbar og ann-
að drasl kann að þykja sjálfsagður
hlutur á knæpum sem ungt lista-
fólk sækir, en er það engan veginn
þar sem listin á að hafa forgang,
og umhverfið á að stuðla að þeim
forgangi. Forráðamenn staðarins
taki þetta til athugunar.
Sýningu Jóns Sæmundar Björn-
holt í Listamannaskálanum lýkur
29. júní.