Morgunblaðið - 28.06.1991, Qupperneq 17
vægu hlutverki og ætla má að svo
verði um ófyrirsjáanlega framtíð. Þó
steinsteypan sé ríkjandi efnisþáttur
í húsum virðist hlutur viðarins fara
vaxandi og í steinsteyptum bygging-
um gegnir viðurinn mikilvægu hlut-
verki í þakhlutum og glugga- og
hurðabúnaði. Ending viðarins ræðst
enn sem fyrr af því að hann sé notað-
ur kunnáttusamlega. Að teygja þan-
þol hans á kostnað endingarinnar er
dýr og vafasamur ráðahagur þó rífa
megi það gamla og kaupa nýtt. Fúi
í gluggabúnaði og þakhlutum húsa
er algengt vandamál hér á landi,
algengara en eðlilegt getur talist.
Urkomusöm veðrátta er ekki viðun-
andi skýring á því.
Fúi í innfluttu timbri
Ein hlið fúavandamálsins er sú
sem á rætur að rekja til uppruna
viðarins. Þekkingarskortur á fúaein-
kennum á nýjum viði getur falið þá
hættu í sér að fluttur sé inn „sjúk-
ur“ viður sem þegar hefur orðið fúa-
sveppum að bráð að meira eða minna
leyti. Ytri einkenni eru misgreinanleg
en með smásjárgreiningum má
ganga úr skugga um hvort viðurinn
sé sýktur fúasveppum og hafi að
líkindum verulega skert burðarþol
(sjá mynd 2). Sýking viðarins getur
hafa átt sér stað áður en trén voru
felld, sýking sem orsakast hefur af
áföllum sem trén hafa orðið fyrir
s.s. sýking gegnum sár á rótum sem
hafa orðið vegna umferðar vinnuvéla
í skóginum, greinabrot vegna vind-
fellingar o.s.frv. Slæleg vinnubrögð
á tímanum frá því að tréð var fellt
þar til bolviðurinn fer í sögunarmyllu
getur einnig leitt af sér alvarlegan
fúaskaða.
Fúi í rafmagnsstaurum
Eitt mikilvægt hlutverk sem viður
gegnir í tæknivæddu samfélagi nút-
ímans er að bera uppi rafmagnslín-
ur. Ekki þarf að tíunda mikilvægi
þess að rafmagnsstaurar standi und-
ir því hlutverki. Þó að þeir séu ýmist
varðir gegn fúa með vatnsfráhrind-
andi efnum eða efnum sem verka
sem eitur gegn fúasveppum þá þvost
þau úr viðnum í tímans rás eða missa
virkni sína á annan hátt. Samtímis
koma fúasveppimir til sögunnar og
taka til við að brjóta niður viðinn og
skerða þar með brotþol rafmagns-
staursins. Einn af mikilvægustu við-
haldsháttum rafmagnslína er að
fylgjast með heilsufari rafmagns-
stauranna m.t.t. fúa og bæta inn
nýjum staurum fyrir gamla sem fún-
ir eru. Tovelt er að greina fúa í raf-
magnsstaurum út frá ytra útliti nema
hann sé á mjög háu stigi og standi
tæpast undir sjálfum sér. Sú aðferð
sem mikið hefur verið notuð er áþekk
þeirri sem notuð var við greiningu á
rekaviði og drepið var á framar í
greininni. Hún felst í því að banka
með hamri i staurana og hlusta á
hljóðið sem af því hlýst. Aðferðin er
einföld og ódýr en ekki að sama
skapi nákvæm. Hægt er að greina
fúa á mun nákvæmari hátt með
smásjárskoðun á viðarsýnum úr
staurunum, fúa á mismunandi stig-
um er greinist trauðla með höggað-
ferðinni en skerðir verulega brotþol
stauranna. Sú aðferð er vissulega
tímafrekari og verður beiting hennar
að metast með hliðsjón af því öryggi
sem menn vilja tryggja í dreifingu
rafmagns.
Lokaorð
Sú tilhneiging gerir oft vart við
sig að vandamál séu vanmetin og
menn gefa sér fyrirfram í umræðum
sín á milli að þau séu ekki til stað-
ar. Hvað túlka má sem vandamál
ræðst af viðhorfínu til efnisins. Höf-
undur þessara orða hefur sterkt hug-
boð um að gamalt andvaraleysi hér
á landi gagnvart fúavandamálum í
viði einkenni viðhorf okkar enn í
dag. Sé litið til hinna Norðurland-
anna er gæðavitund gagnvart timbri
á mun lægra stigi hér á landi. Þess
skal einnig getið að víðast á hinum
Norðurlöndunum bjóða mörg trygg-
ingafélög húseigendum upp á fúa-
tryggingu er bætir þeim ótímabæran
fúa í húsum þeirra að fengnum úr-
skurði sérfræðinga á þvi sviði. Gæða-
vitund almennings fer ört vaxandi
samfara aukinni upplýsingu og
tengslum við umheiminn og er að
vænta að svo verði á þessu sviði sem
og öðrum.
*
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 1991
17
Hjón ljúka doktorsprófi
frá þýskum háskóla
NÝLEGA luku hjónin Lovísa Birg-
isdóttir og Thomas Taylor dokt-
orsnámi frá Christians Albrechts-
háskólanum í Kiel í Þýskalandi.
Ritgerð Lovísu heitir í íslenskri
þýðingu „Þróun hafstrauma og
hafíss í íslandshafi síðustu 550.000
árin.“ Ritgerðin fjallar um þróun
hafstrauma og hafíss á hafsvæðinu
milli íslands, Grænlands og Jan
Mayen. Unnið var úr seti 6-9 m
langra kjama, er teknir voru í leið-
angri með þýska hafrannsóknar-
skipinu RS Polarstern.
Ritgerð Thomasar heitir í
íslenskri þýðingu „Hegðun upp-
leystra þungmálmanna kadmíums,
króms, kopars og zinks við flæði í
gegnum valin jarðvegs- og sand-
sýni.“ Ritgerðin fjallar um þung-
málmamengun grunnvatns, útfell-
ingar og leysanleika þeirra í mis-
munandi jarðvegsgerðum.
Lovísa Birgisdóttir er fædd á
Patreksfirði 23. september 1955.
Hún lauk stúdentsprófi frá Mennta-
skólanum við Tjömina 1976 og
prófi í jarðfræði frá HÍ 1980. Starf-
aði um tíma hjá Orkustofnun. Allt
framhaldsnám hefur hún tekið við
Christian Albrechts-háskólann.
Foreldrar Lovísu em Erla Gísladótt-
ir sjúkraliði og Birgir Pétursson
húsasmiður, starfsmaður ÍSAL.
Thomas Taylor er fæddur í Essen
24. mars 1956 þar sem hann lauk
stúdentsprófí, en jarðfræðinámið
stundaði hann við Christian
Albreehts Universitet. Hann er son-
ur hjónanna Marianne Taylor kenn-
Dr. Lovísa Birgisdóttir.
ara og Brian Taylor tæknifræðings.
Lovísa og Thomas búa nú í Brem-
en þar sem Thomas starfar sem
framkvæmdastjóri gmnnvatnsjarð-
Dr. Thomas Taylor.
fræðideildar hjá efnafræðistofu og
umhverfísmálafyrirtækinu Bregau
í Bremen. Þau eiga eina dóttur sem
er fædd i janúar sl.
VOLKSWAGEN TRANSP0RTER - ALLT NÝTT NEMA NAFNIÐ
HELSTU KOSTIR:
FJÖLDI MÖGULEIKA:
□ Mikil burðargeta.
□ Ferming og afferming sérlega
auðveld.
□ Þægilegur í akstri.
□ Sparneytinn.
□ Lág bilanatíðni.
□ Þriggja ára ábyrgð.
mt
□ Bensín- eða Dieselhreyfill.
□ Sendibíll með gluggum.
□ Pallbíll með þriggja manna húsi.
□ Pallbíll með sex manna húsi.
Verð frá kr. 1.057.157
vsk. kr. .259.003
----------------— HEKLA
BÍLL FRÁ HEKLU BOfíGAR SIG L/SÍMf695500 ^
Höfundurer
jarðvegslíffræðingur.