Morgunblaðið - 28.06.1991, Side 22

Morgunblaðið - 28.06.1991, Side 22
&2 táÓRdtfÚBLAÐIÐ-'FÖSTUDAGUR 28. TONpf&lí Vigdís Finnbogadóttir og Þór Þorsteins skoða frímerkjasýninguna i Laugardalshöll. Ottast að PanAm íhugi lögsókn NÓRDIA? 91 W Halldór S. Kristjánsson deildarstjóri í samgönguráðuneytinu setur hátíðina með því að blása í póstlúður Morgunblaðið/Júlíus Sigurður Pétur Sigmundsson hljóp síðasta spölinn með boðhlaupskef- lið sem hlaupið var með hringinn í kringum landið. Landshlaupínu lokið Landshlaupi Frjálsíþróttasambands íslands lauk í gær á Laugar- dalsvelli. Hlaupið hófst I Reykjavík fyrir tíu dögum og hafa íþrótt- amenn hlaupið hringinn í kringum landið, alls rúmlega 2.900 kíló- metra. Hlaupið var dag og nótt í 246 klukkustundir og fengu hlaupar- amir 2.400 einstaklega gott veður á leiðinni, ekki kom dropi úr lofti og vindur var aldrei verulegur. Elsti þátttakandi hlaupsins var 86 ára en sá yngsti rétt að verða tveggja ára. Til halupsins var efnt til að vekja athygli á starfsemi Fijáls- íþróttasambandsins og til að efla almenningsíþróttir í landinu. - segir Guðmundur Óli Guðmunds- son stjórnarformaður Flugfax FLUGFAX óttast að bandaríska flugfélagið PanAm muni íhuga lög- sókn á hendur fyrirtækinu og íslenska ríkinu ef flug félagsins hing- að til lands stöðvast. Stjórnarformaður Flugfax telur Islendinga á þunnum ís með því að veija hagsmuni Flugleiða gagnvart háum lendingagjöldum á Keflavíkurvelli. „Það fagnar því náttúrlega eng- inn meira en við að PanAm hafi ekki tekið ákvörðun um lögsókn. Okkur hefur ekki enn borist form- leg afgreiðsla á styrkveitingar- heimild Alþingis og því getum við ekki gefið PanAm formlegt svar um stöðu mála. Vegna þessa er auðvitað ekki hægt að taka ákvörðun um málsókn, en ég ótt- ast að þegar formlegt svar berst og ef það verður neikvætt, íhugi þeir málsókn af fullri alvöru," sagði Guðmundur Óli Guðmundsson stjómarformaður Flugfax í sam- tali við Morgunblaðið í gær, en í fréttum Ríkisútvarpsins á miðviku- daginn sagði Ford Johnson, að- stoðarforstjóri PanAm að Iögsókn væri ekki fyrirhuguð eins og haft var eftir Guðmundi Óla í Morgun- blaðinu fyrir skömmu. Hann sagði að í Bandaríkjunum hefðu á síðasta vetri verið sam- þykkt tvenn lög, sem sérstaklega Yfirlýsing vegna læknisstarfa Hallgríms Þ. Magnússonar MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi yfirlýsing frá Eygló Sigurðardóttur, nuddara, með ósk um birtingu. „Vegna skrifa í Pressunni 27. júní um „umdeilda meðhöndlun" Hallgríms Þ. Magnússonar, læknis, á astmasjúklingi, vil ég, umræddur astmasjúklingur, taka eftirfarandi fram og bið Morgun- blaðið að birta, þar sem Pressan kemur aðeins út einu sinni í viku. Ég tók sjálf á sínum tíma ákvörðun um að fara í föstumeð- ferð vegna astma og sleppa lyfj- um. Fastan stóð í 2-3 vikur. Ég vildi hafa lækni með í ráðum, en heimilislæknir minn neitaði að aðstoða mig við meðferð án lyfja. Þá sneri ég mér til Hallgríms Þ. Magnússonar læknis, sem tók að sér að fylgjast með líðan minni. Ég var ekki í lyfjameðferð, þegar ég sneri mér til Hallgríms, þann- ig að það er rangt í Pressugrein- inni, að Hallgrímur hafi tekið mig af astmalyö’um. í Pressunni segir m.a.: „Hluti þessarar um- deildu meðferðar var að veija konuna í lak og var hún látin sofa þannig á læknastofunni yf ir nótt.“ Þetta er rangt. Hluti meðferðarinnar voru lakbakstrar, sem stóðu í 20-30 mínútur einu sinni á dag. Hallgrímur fylgdist daglega með Hðan minni, ýmist með heim- sóknum eða símtölum, allt þar til stofu hans var lokað. Þá tilkynnti fulltrúi landlæknisembættisins mér, að frá þeim tíma bæri það embætti ábyrgð á minni líðan. Ég hef hvorki heyrt neitt né séð frá þvf embætti síðan.“ hefðu verið sett til höfuðs Japön- um, sem auðvelda framkvæmda- valdinu að grípa inní með refsiað- gerðum ef bandarísk fyrirtæki verða fyrir óeðlilegri mismunun á erlendri grundu miðað við innlend fyrirtæki. „Hér á íslandi erum við að skauta á afskaplega þunnum ís með því að veija það sem við hjá Flugfax teljum vera mjög litla hagsmuni, það er afgreiðslugjalda- hagsmuni Flugleiða. Ég varpa fram þeirri spumingu hvort menn séu reiðubúnir að ganga einhveijar brautir af þessu tagi? Og fyrir hveija? Við teljum að raunveruleg hætta sé á málaferlum ef flug PanAm hættir vegna þess að það yrði að hluta til vegna hárra lend- ingagjalda hér og mismununar gagnvart bandaríska flugfélag- inu,“ sagði Guðmundur Óli. Bíóborgin forsýnir mynd- t • • * ma „ungi njosnarmn BÍÓBORGIN forsýnir í kvöld, föstudag, myndina „Ungi njósnarinn" eða „Teen Agent". í aðalhiutverkum eru Richard Grieco, Linda Hunt og Robin Bartlett. Myndin er leikstýrð af Willilam Dear. Myndin segir frá Michael nokkr- um Corben og skólasystkinum hans sme halda til Frakklands í sumar- skóla. A sama tíma gerast váleg tíðindi í Evrópu, þar sem fjármála- ráðherrar'helstu landa þar falla fyrir hendi morðingja. Bandarískar og breskar njósnastofiianir taka saman höndum og verður úr að einn starfsmanna þeirra fyrmefndu er sendur til að upplýsa málið. En fyr- ir misskilning er Michael Corben álitin vera útsendari CIA. Og þrátt fyrir mótmæli hans er hann útbúinn alls konar tækjum. Þótt að undir- búningur hans sé af skomum skammti, kemur í ljós að hann er úrræðagóður svo um munar og gefur félaga sínum James Bond ekkert eftir hvað varðar samskipti við föngulegar konur og illgjama skúrka. Myndin verður frumsýnd sam- tímis í Bíóhöllinni og Bíóborginni eftir nokkra daga. Eitt atriði úr myndinni „Ungi njósnarinn". Blásið í póstlúður við upp haf frímerkjasýningar FRÍMERKJASÝNINGIN NORDIA 91 var sett í LaugardalshöU í gær kl. 14 með því að Halldór S. Kristjánsson deildarstjóri í samgönguráð- uneytinu blés i póstlúður. Sýningin verður opin frá kl. 13 tU 19 í dag en frá kl. 10 til 18 laugardag og sunnudag. Aðgangur er ókeypis ðUum. Hátíðin var sett í Laugardalshöll í gær kl. 14 að viðstöddum forseta íslands, frú Vigdísi Finnbogadóttur, og fjölda gesta frá öllum Norður- löndum. Þor Þorsteins formaður sýningamefndar ávarpaði samkom- una, greindi í stuttu máli frá að- draganda og undirbúningi sýning- arinnar og þakkaði öllum aðstand- endum. Því næst sagði Þór að hann hefði ávallt stefnt að því að þessi sýning yrði ekki einungis fyrir örfáa, sérvitra frímerkjasafnara heldur einnig fyrir þá sem væru nýbyijaðir að safna frímerkjum og þá sem ennþá væru ekki byijaðir að safna. Því næst talaði formaður Lands- sambands íslenskra frímerkjasafn- ara, Hálfdan Helgason. Hann sagði m.a. að margir frímerkjasafnarar teldu sýningar sem þessar hápunkt þessa menningarstarfs. Þær drægju fram félagslega samstöðu meðal frímerkjasafnara sem allir vildu gera allt sem best úr garði. Síðan þakkaði hann aðstandendum, sér- staklega þá norska frímerkjasam- bandinu sem hefði lagt sýningunni til stóran hluta af sýningarrömmun- um. Ólafur Tómasson póst- og síma- málastjóri sagði í ávarpi sínu að frímerki væru vel til þess fallin að kynna Iand, þjóð og sögu. Enn fremur væru frímerki nú á tímum listavel gerð og til þeirra vandað f hvívetna. Hann taldi að frímerkið væri síður en svo úr sögunni þó nú fari vaxandi að póstur sé merktur með öðrum hætti. Jafnframt kynnti póst- og síma- málastjóri 4 frímerki sem koma út í haust og eru helguð póstsamgöng- um. Á þeim verða myndir af póst- skipum. Síðar munu svo koma út sams konar frímerki með bílum og flugvélum. Seinastur talaði Halldór S. Kristj- ánsson deildarstjóri í samgönguráð- uneytinu. Hann minnti á að 140 ár eru nú liðin síðan póstlög voru staðfest í Danaveldi sem ísland til- heyrði þá. Þa hefðu fyrstu dönsku frímerkin verið gefin út en 22 árum síðar hefðu íslendingar svo tekið að gefa út íslensk frímerki. Sfðan setti Halldór sýninguna í forföllum Halldórs Biöndals samgönguráð- herra með því að blása í póstlúður. Sýningin mun standa í fjóra daga. Auk þess sem frímerki, mynt- ir, kort og ýmislegt annað verður sýnt verður spumingakeppni, frí- merkjauppboð og skiptimarkaður og hægt verður að senda vinum og ættingjum póstkort með tölvu úr LaugardalshöII.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.