Morgunblaðið - 28.06.1991, Page 23

Morgunblaðið - 28.06.1991, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 1991 23 Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Mengunarský vegna blíðviðris Það eru tvær hliðar á öllum málum og svo er líka með góða veðrið sem ríkt hefur á suð-vestur horninu í júnímánuði. A blíðviðrisdögum hefur mátt sjá mengunarský liggja inn eftir Hvalfirði og meðfram Akraijalli. Að sögn Sigurbjargar Gísladóttur, efna- fræðings hjá Hollustuvernd ríkisins, er um að ræða loftmengun vegna þess þurrviðris sem ríkt hefur undanfarnar vikur. „Það hefur verið mjög þurrt veður undanfarnar vikur og því mestar líkur á að þessi mengun stafi af ryki sem kemur af hálendinu og af vegum. Það þarf bara aðeins að hreyfa vind og þá er allt farið af stað, því jarðvegurinn er laus og skrælnaður. Auk þess getur þessi mengun stafað af umferðinni. Hún leggst yfir vegna þess hve þurrt er og stillt,“ sagði Sigurbjörg í samtali við Morgun- blaðið. Stj órnunarfélagið: Japanskur ráðgjafi á námstefnu Ný stjórn í Stúdentaráði: Steinunn V. Oskars dóttir formaður Röskva fær 4 fulltrúa en Vaka 2 VERÖLD án varnarmúra nefnist námstefna á vegum Stjórnunarfé- lags Islands sem haldin verður að Hótel Holiday Inn í dag. Gestur ráðstefnunnar er Japaninn dr. Kenichi Ohmae en hann er fram- kvæmdastjóri hins alþjóðlega ráð- gjafafyrirtækis McKinsey and Company í Japan. Ohmae er doktor í kjarneðlisfræði og segir í fréttatilkynningu frá Stjórnunarfélaginu að hann hafi get- ið sér gott orð sem einn af fremstu hugsuðum heims um stefnumótun og samkeppnisumhverfi þjóða, fyrir- tækja og stofnana. Hann hefur einn- ig skrifað íjölmargar bækur um þessi viðfangsefni. Á fyrirlestrinum, sem hefst kl. níu árdegis, íjallar dr. Ohmae um þau tækifæri og hættur sem munu fylgja niðurfellingu varnarmúra í heiminum og þá sérstaklega með tilliti til ís- lendinga. Hann mun jafnframt leggja fram vísi að aðgerðaáætlun sem Stjórnunarfélagið vonast til að verði mikilvægt framlag til íslenskrar efnahags- og stjórnmálaumræðu. RÖSKVA, samtök félags- hyggjufólks í Háskóla íslands, fer með forystu í nýrri stjórn Stúdentaráðs Háskóla íslands. Röskva á fjóra stjórnarmenn af sex, en Vaka, félag lýðræðis- sinnaðra stúdenta, á tvo. Nýr formaður Stúdentaráðs er Steinunn V. Óskarsdóttir frá Röskvu. Kosningum til Stúdentaráðs, sem fram fóru í marz, lyktaði á þann veg að Röskva vann einn fulltrúa í ráðinu af Vöku og hafa Steinunn V. Óskarsdóttir, nýr formaður Stúdentaráðs. fylkingarnar nú jafnmarga full- trúa, fimmtán hvor. Samningaþóf hefur staðið í þrjá mánuði og varð niðurstaðan sú að Röskva fær fjóra menn í stjóm SHÍ en Vaka tvo. Þá fær Röskva aðalfulltrúa stúdenta í stjórn Lánasjóðs íslenzkra námsmanna. Vökumenn halda tveimur fulltrúum stúdenta af þremur í stjórn Félagsstofnunar stúdenta, en Röskva fær einn. Nýja stjórn Stúdentaráðs skipa, auk formanns, þau Skjili Helga- son, varaformaður frá Röskvu, Sigþór Ari Sigþórsson, gjaldkeri frá Röskvu, Elínborg Sturludóttir, ritari frá Vöku, Jóhanna María Eyjólfsdóttir, 1. meðstjórnandi frá Vöku, og Kristrún Heimisdóttir, 2. meðstjórnandi frá Röskvu. Nýr gististað- ur opnaðnr á Siglufírði HREIÐRIÐ er nýr gististaður, sem Valgeir Halldórsson rekur að Aðalgötu 22 á Siglufirði. Valgeir segir að í fyrstu verði einungis um svefnpokapláss að ræða í Hreiðrinu þar sem stefnt sé að því að geta hýst allt að 25 manns í einu. I framtíðinni áform- ar Valgeir að Hreiðrið verði far- fuglaheimili. cpoi FAXAFENI 7 108 REYKJAVÍK SÍMI: 91-687733 á listrœnum húsgögnum Opiö laugardag 10—17 og sunnudag 14—17 15% afmœlisafsláttur Á sýningunni veröur mxi. margverölaunaöur sófi eftir NÖNNU DITZEL.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.