Morgunblaðið - 28.06.1991, Page 27

Morgunblaðið - 28.06.1991, Page 27
réei B<r'jT2. jss flO’..D)AGrTiiic!(ön! œŒAjaKTJDiffleDm > - MORGUNBCAglÐ-FÖSTUPA-GPR- 28: 'JÚWÍ Tgyr---------- H —27 Reykjavíkurkvartettinn Tónleikar haldnir í Þingeyrarkirkj u SUMARHÁTÍÐ að Þingeyrum stendur nú sem hæst. Reykjavíkurkvartettinn hefur dvalið undanfarna daga að Þingeyrum og leikið fyrir ferðamenn og gesti bæði fyrir og eftir hádégi. Um helgiiia eru fyrirhugaðir tvennir tónleikar. Þeir fyrri verða í kvöld, föstu- dagskvöld kl. 21.00 og hinir síðari á sunnudaginn kl. 15.00. Munu þeir standa í u.þ.b. klukkustund. Sumarhátíð að Þingeyrum stendur til 2. júlí og leikur kvartettinn í kirkjunni daglega kl. 10-12 og 14-16. Gefst ferðamönnum nú ein- stakt tækifæri til að skoða þessa undurfögru steinkirkju og njóta tónlistar um leið. Þingeyrar eru í 6 km fjarðlægð frá hringveginum. Opinber túlkun EB á Lúxemborgarfundinum: Póhtískt samkomulag náð- ist um sjávarútvegsmál ísland og Noregur viðurkenndu afdráttarlaust tengingu veiðiheimilda og aðgangs að markaði í SKJALI frá framkvænidastjórn Evrópubandalagsins, þar sem kem- ur fram opinber tiilkun á niðurstöðu ráðherrafundar ríkja Evrópu- bandalagsins (EB) og Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA), sem liald- in var í Lúxemborg 17.-18. júní, segir að Jacques Poos, forsætisráð- herra Lúxemborgar og formaður ráðherraráðs EB, telji að pólitískt samkomulag hafi náðst um fisk á fundinum. I plaggi EB segir m.a. að auð- sýnilegur árangur hafi náðst á síðasta fundi ráðherranna um miðj- an maí, hvað varðar lagasetningu og valdssvið stofnana. Síðan segir: „Poos forseti sagði að um nóttina hefði náðst pólitískt samkomulag (accord politique) um aðra ákveðna málaflokka sem hefðu mikilvægt pólitískt gildi eins og fiskur..." Vissulega hafi Poos og Wolfgang Schussel, utanríkisráðherra Aust- urríki, en Austurríki fer nú með formennsku í EFTA, viðurkennt, að enn væri eftir mikil vinna hvað varðaði tæknilega útfærslu þessara málaflokka áður en hægt væri að gera þá hluta af heildarsamkomu- laginu. Hins vegar teldi Poos ekki þörf á öðrum ráðherrafundi EB og EFTA-ríkjanna í ljósi þeirrar pólitísku vinnu sem þegar hefði verið unnin. Síðar í textanum segir að starf gærdagsins (þ.e. 18. júní) hafi að mestu leyti farið í umræður sem höfðu það að markmiði að ná mál- amiðlun um málefni sjávarútvegs- ins. í þessu sambandi hafi sér í lagi þurft að ná samkomulagi um tvö grundvallaratriði sem mjög náin tengsl væru á milli að mati EB. Annars vegar betri aðgang sjávar- afurða EFTA-ríkjanna á markað EB og hins vegar aðgang fiskveiði- báta bandalagsins að miðum EFTA. „Eftir mjög erfiðar lokaviðræður er niðurstaðan að ríki EFTA, þ.m.t. ísland og Noregur, fallast afdrátt- arlaust á tengingu þessara tveggja grundvallaratriða, sem þýðir að fiskveiðimenn bandalagsins fá að- gang, jafnvel þó í mjög takmörkuðu mæli sé, að fiskveiðimiðum EFTA- ríkja innan ramma EES.“ Hvað varðar nánari útfærsluatr- iði og framtíðar fiskveiðikvóta hefðu málamiðlunartillögur frá ís- landi og Noregi verið ræddar og það væri ekki með öllu útilokað að hægt væri að ná endanlegu sam- komulagi i náinni framtíð innan þess ramma sem mótaður hefði verið í grófum dráttum. I lok skjalsins segir að hvað varð- ar staðfestingu iokasamkomulags um EES hafi Poos tekið fram að EB krefðist þess að öll ríki EFTA Verkalýðsfélög taka að sér launagreiðslur til starfsfólks Álafoss: Greiðslur um mánaðamótin nema tæplega 40 milljónum Bæjarstjórn Mosfellsbæjar samþykkir að leggja fé til nýs hlutafélags IÐJA, félag verksmiðjufólks, hefur samþykkt að leysa til sín launakr- öfur félagsmanna sinna sem starfa hjá þrotabúi Álafoss fyrir júnímán- uð auk allra orlofskrafna fyrir síðasta orlofsár og verða laun starfs- manna í félaginu greidd út á þriðjudag. Þá hafa fleiri stéttarfélög gefið jákvæð svör um að hlaupa undir bagga með starfsfólkinu, að sögn Þrúðar Helgadóttur sem sæti á í starfsmannaráði þrotabús Ála- foss í Mosfellsbæ og Hveragerði. Áætlað er að heildarlauna- og orlofs- skuld fyrirtækisins við starfsmenn nemi nú tæplega 40 millj. kr., að sögn Jóns Sigurðssonar, fjármálastjóra hjá Álafossi. Bæjarsljórn Mosfellsbæjar hefur lýst sig reiðubúna til að leggja fram fé eða veita ábyrgðir við stofnun rekstrarfélags ef könnun leiðir í Ijós að áfram- haldandi rekstur sé raunhæfur. Þá hafa fyrrverandi stjórnendur Ála- foss orðið við áskorun um að kanna leiðir til að endurreisa rekstur þrotabúsins. Að sögn Jóns Sigurðssonar er áætlað að starfsmenn Álafoss í Mosfellsbæ eigi inni um 13 millj. kr. laun fyrir fyrstu 3 vikur júní en þrotabúið tók yfir reksturinn 20. júní. Starfsmenn á Akureyri eigi um 2 milljónir en þeir fengu greitt 15. júní fyrir fyrri hluta mánaðar- ins. Orlofsskuld vegna sumarleyfa starfsfólks nemur 21 milljón. Þá munu starfsmenn í Hveragerði eiga um 4 millj. hjá fyrirtækinu. Stéttarfélög aðstoða starfsmenn Iðja mun greiða starfsmönnunum þau laun sem þeir eiga inni fyrir tímabilið 1.-19. júní auk orlofs fyrir síðasta orlofsár vegna sumarleyfa. Verkstjórafélag Reykjavíkur hefur samþykkt að leysa til sín kröfur sinna félagsmanna með sama hætti. Verslunarmannafélag Reykjavíkur hefur samþykkt að le’ysa til sín or- lofskröfur félagsmanna sinna. Verkalýðsfélag Árnessýslu hefur samþykkt að leysa til sín kröfur starfsmanna Álafoss í Hveragerði og einnig hafa Rafiðnaðarsamband- ið og Vélastjórafélagið samþykkt að Ieysa til sín launakröfur sinna félagsmanna, að sögn Þrúðar. Hins vegar hafa Félagjámiðnaðarmanna og Verkakvennafélagið Fi-amsókn ekki enn haldið fúnd um þetta mál en gefið vilyrði um fyrirgreiðslu við sína félagsmenn. Þrúður sagði að félögin hefðu einnig samþykkt að aðstoða félagsmenn við kröfugerð í þrotabúið vegna launa í uppsagn- arfresti en Ríkisábyrgðasjóður launa vegna gjaldþrota ábyrgist laun fyrir þrjá mánuði upp að ákveðinni hámarksupphæð. Bústjórar þrotabúsins hafa heim- ild til að samþykkja launakröfur til bráðabirgða ef Ijóst þykir að þær séu réttmætar. Verður skiptaráð- andi að gefa umsögn um launakröf- umar og verður félagsmálaráðherra að taka ákvöfðun innan fjögurra mánaða þar í frá um hvort þær verða greiddar úr ríkissjóði. Bú- stjórar þrotabús Álafoss hafa gefið starfsmönnum loforð um að hraða afgreiðslu þeirra krafna sem þeir eiga á nú þegar inni. Starfsmenn vilja leggja fram fé Þrúður sagði að starfsmenn hefðu tekið þátt í undirbúningi að áframhaldandi rekstri fyrirtækisins og væru reiðubúnir til að leggja fram fé við stofnun hlutafélag. „Það þarf þó meira fé til en starfsmenn geta reitt fram. Við vonum að í framhaldi af samþykkt bæjarstjórn- ar Mosfellsbæjar muni Akureyrar- bær einnig samþykkja að að leggja fram fé til áframhaldandi rekstrar og að Landsbankinn muni þá sjá sér fært að tryggja rekstrarfé. Það er óljóst hver framvinda málsins verður en við erum að falla á tíma,“ sagði hún. Fulltrúar bæjarfélaganna hafa átt fundi með forráðamönnum fjár- festingarlánasjóða um aðstoð við uppbyggingu nýs fyrirtækis en að sögn Þrúðar hafa engin viðbrögð enn borist við þeirri málaleitan. Ólafur Ólafsson, fyri-v. forstjóri Álafoss hf., segir að stjórnendur fyrirtækisins hafi þegar orðið við áskorunum sveitarfélaga og starfs- fólks um að kanna leiðir til að end- urreisa fyrirtækið. „Við höfum átt viðræður við forsvarsmenn Akur- eyrarbæjar og höfum kynnt leiðir sem við teljum raunhæfastar og þau skilyrði sem verða að vera til stað- ar. Meira getum við ekki gert sem Stendur en bíðum nú eftir því aðrir aðilar sem koma að málinu taki sínar ákvarðanir og þegar þeirri ákvarðanatöku er lokið verður kveðið úr um niðurstöður. Það er hins vegar ljóst að menn verða að taka þátt í áhættunni og áskorun ein og sér bjargar engu,“ segir Ólaf- ur. Samþykkt bæjarstjórnar Mos- fellsbæjar Allir bæjarfulltrúar Mosfellsbæj- ar samþykktu eftirfarandi um mál- efni Álafoss á bæjarstjórnarfundi sl. miðvikudag: „Bæjarstjórn Mos- fellsbæjar er reiðubúin, að lokinni skoðun og mati á forsendum hugs- anlegs rekstrarfélags um yfirtöku á rekstri þrotabús Álafoss hf., að leggja fram fé og/eða ábyrgðir vegna öflunar hlutafjár til félagsins ef framangreind skoðun og mat leíðatil þeirrar niðurstöðu að bæjar- stjórn telji að slíkur rekstur sé raun- hæfur til frambúðar." legðu samkomulagið fram til stað- festingar. í þessu fælist að banda- lagið teldi nauðsynlegt að endur- meta stöðuna ef eitt eða fleiri ríki myndu ekki taka þátt í að staðfesta það samkomulag sem menn myndu að lokum komast að. Á blaðamannafundi að loknum fundinum í Salzburg var Poos spurður hvort að það samkomulag sem náðst hefði í Lúxemborg um fisk væri enn á borðinu. Poos svar- aði því tii að það væri enn á borð- inu og væri reyndar grundvöllur samningaviðræðnanna. Sala ríkisbanka: Mikilvægt að eignar- hald verði dreift - segir Davíð Oddsson DAVÍÐ Oddsson forsætisráð- herra segir að sala ríkisbanka sé á því stigi að verið sé að vinna grunnvinnu áður en lengra verði haldið. Hann segir jafn- framt að mikilvægt sé að eign- arhald banka og annarra stór- fyrirtækja á íslenskan mæli- kvarða verði dreift, sé þeim breytt í hlutafélög. Þeir bankar sem um er að ræða eru Búnað- arbankinn og Landsbankinn. Davíð sagði í samtali við Morg- unblaðið að eins og fram hafi kom- ið áður vilji þessi ríkisstjórn breyta bönkum í hlutafélög og síðan, í fyllingu tímans, selja þau hluta- bréf. „En, við teljum að markaður- inn sé það lítill hér að menn verði að fara varlega og ganga hægt fram,“ sagði hann. Davíð var spurður hvort það væri stefna ríkisstjórnarinnar að eignarhald slíkra hlutafélaga væri dreift. „Já, það kom fram við myndun stjórnarinnar, og ég tel það mikilvægt, að eignarhald á bönkum og slíkum stórfyrirtækj- um á okkar mælikvarða verði dreift. Það safnist ekki allt á fárra manna hendur,“ sagði forsætis- ráðherra. Listasafn ASÍ: Listsýningar í minn- ingu Ragnars í Smára TVÆR listsýningar, sem Listasafn ASÍ gengst fyrir í minningu Ragnars í Smára hefjast á morgun. Önnur er að Kjarvalsstöðum og hin í Listasafni ASÍ við Grensásveg, og opna báðar laugardag- inn 29. júní. Að Kjarvalsstöðum verða sýnd- ar myndir er Ragnar í Smára gaf Alþýðusambandí íslands þann 1. júlí árið 1961 og nefnist sýningin Ragnar í Smára - myndir úr gjöf Ragnars til ASÍ. Auk mynda á sýningunni verður sýning á bók- um frá útgáfuferli Ragnars sem Vaka - Helgafell sér um. Einnig verður á Kjarvalsstöðum tónlist- ardagskrá og annað efni frá Tón- listarfélaginu. Sýningin að Kjarv- alsstöðum opnar á morgun kl. 14.00 og frumflytur Örn Magnús- son verkið Kveðja eftir Mist Þor- lcelsdóttur við opnunina. Sýningin verður opin daglega frá Id. 11.00 til 18.00 ogstendurtil 14. júlí n.lc. í Listasafni ASÍ við Grensásveg verður sýning á vegum Listasafns ASÍ og Sambands íslenskra myndlistarmanna er nefnist Ungir listamenn - sýning í minningu Ragnars í Smára. Tíu listamenn taka þátt í sýningunni sem opnar á morgun kl. 15.30. Sýningin verður opin daglega frá kl. 14.00 til 19.00 og stendur til 21. júlí n.k.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.