Morgunblaðið - 28.06.1991, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 28.06.1991, Blaðsíða 31
moKgun^laðiB 2&. Ifliíát* í#lt 8f Fræðimannsíbúð úthlutað FRÆÐIMANNSÍBÚÐ sam- kvæmt reglum um Hús Jóns Sigurðssonar í Kaupmannahöfn hefur verið úthlutað fyrir tíma- bilið 1. sept. 1991 tU 31. ágúst 1992. Úthlutun fengu: Dr. Hjalti Huga- son, 1. september til 31. október til að afla gagna fyiir rit um sögu kristni á íslandi í 1000 ár. Dr. Hafnhildur Ragnarsdóttir, 1. nóvember til 31. desember, til að vinna að samanburðarrannsóknum á skilningi íslenskra og danskra barna á hugtökum og orðaforða yfír fjölskylduvensl. Dr. Unnsteinn Stefánsson, 1. jan- Helgarferðir Utivistar ÞRJÁR Útivistaferðir verða um helgina. Leiðrétting Þau leiðu mistök urðu í vinnslu blaðsins, að i grein Árna Sigfússon- ar, íslensk fyrirtæki um allan heim, sem birtist i viðskiptablaði Morgun- blaðsins i gær breyttist orðið líkjast í lýjast. Merking setningarinnar varð því allt önnur en ætlast var til. Rétt er hún þannig: „Neyslu- venjur og lífsviðhorf þjóða hafa mjög tekið að líkjast á undanföm- um áratug." Morgunblaðið biðst velvirðingar á mistökunum. í Vestmannaeyjaferð verður farið i úteyjaferð og gengið í land í Elliða- ey sem er stærsta úteyjan og er uppganga þar auðveld. Vanir veiði- menn verða með í för. Á sunnudeg- inum.verður gengið um Heimaey og ef til vill farið í siglingu þar um kring. Tvær ferðir verða í Þórsmörk. í annarri ferðinni verður boðið upp á gönguferðir við allra hæfí og varð- eld á laugardagskvöldið. I hinni ferðinni .verður farið í gönguferð upp frá Skógum, meðfram Skógá og fossamir skoðaðir. Síðan liggur leiðin yfír Fimmvörðuháls, á milli Eyjaíjallajökuls og Mýrdalsjökuls. Gangan tekur 8 til 9 klst. en gist verður í skála Útivistar, Básum. I Krimmar á Coen-tíðni Kvikmyndir Sæbjöm Valdimarsson Bíóborgin: Valdatafl - „Miller’s Cross- ing“ Leikstjóri Joel Coen. Handrit Joel og Ethan Coen. Kvik- myndatökustjóri Barry Sonn- enfeld. Tónlist Carter Burw- ell. Aðalleikendur Gabriel Byrne, Marcia Gaye Harden, John Turturro, Jon Polito, J.E. Freeman, Albert Finney. Bandarísk. 20th Century Fox 1990. Þeir Coen-bræður hafa ekki aðeins skapað sér frægð og virð- ingu með örfáum myndum heldur sterkan, persónulegan stíl, það má segja að þeir séu á eigin bylgjulengd. Þetta snertir flestar hliðar kvikmyndagerðarinnar, efni - sem auðkennist af ein- stæðum gálgahúmor - og efnis- tök, leikstjóm og leikaravali. Maður bíður vissulega spenntur eftir nýjasta afreki þeirra Barton Fink, Gullpálmamynd Cannes-hátíðarinnar í ár, en Valdatafl gefur henni örugglega lítið eftir. í Valdatafli segir af krimmum á kreppuárunum vestan hafs og valdatafli þeirra í borginni New Orleans. Það er hinn írskættaði Finney sem ræður ríkjum í upp- hafí myndar og stjómar af harð- fylgi með hinn útsmogna Byme sér við hægri hönd. Sá ítalskætt- aði rummungsþjófur og illmenni Polito er helsti andstæðingur Fin- neys og hefur þijótinn Freeman sér til fulltingis. Hinsvegar hefur Finney borgarstjórann og lögre- gluforingjann í vasanum. Hin svellandi Harden veldur síðan vinarslitum á milli Finneys og Bymes, sá fyrrnefndi vill gift- ast stúlkunni sem báðir elska en hún velur Byme. Hann gengur þá á mála hjá Polito en til þess eins að hreinsa til í borginni og er allt á suðumarki um hríð. En þegar sést aftur útúr augum er púðurmökkurinn dofnar er fátt sem fyrr. Sjálfsagt þykir einhveijum nóg um ofbeldið og hrottaskap- inn í Valdatafli en að þessu sinni er það ekki til skreytingar né ódýrt hjálparmeðal heldur notað til að undirstrika vinnubrögð og innræti illyrmanna sem því beita. Manndráp og djöfulskapur er lifí- brauð gangstera. En persónu- sköpunin er einmitt einn besti þáttur myndarinnar og samtölin lengst af hnitmiðuð og textinn knappur, undir nokkram áhrifum Chandlers og Hammetts. Sögu- þráðurinn er hinsvegar oft nokk- uð loðinn, einkum undir lokin - sem má skilja á ýmsa vegu og er tæpast fullnægjandi greinar- góð í jafn harðsoðinni og bein- skeyttri mynd sem gefur í engu eftir ágætisverkum á borð við Góða gæja og vantar aðeins herslumuninn uppá jöfnuð við klassík einsog Guðföðurinn I & U. Hér era persónumar í dekkri kantinum. Gangsteramir Finney og Polito sígildir skúrkar, sem og hjálparkokkar þeirra flestir. Borgarstjórinn og lögregluyfír- valdið gamalkunnar ímyndir spillingar og lasta, jaðra við teiknimyndafígúrar, aðeins Byme einn virðist eiga eitthvað af því siðgæði sem tungum fóla er svo tamt í myndinni. Ástamál- in era heit og ástríðufull og ör- lagavaldur myndarinnar. Marcia Gay Hardin er sem sköpuð í hið undirförala man þriðja áratugar- ins, enginn veit hvað innra býr. Annars er leikaravalið óað- finnanlegt og á þessari sláandi Coen-tíðni. Byme fer vel með hlutverk hins leyndardómsfulla Toms, sem er meistari svikamyllu myndarinnar, kaldur á ytra borði en maður fær Iítinn botn í karakt- erinn. Finney er aðsópsmikill sem gangsterinn Leó, jafnvel svo að hann skilur eftir tómarúm meðan hans nýtur ekki við um miðbik myndarinnar. Og lítt kunnir skapgerðarleikarar í aukahlut- verkum gefa stjömunum ekkert eftir. Polito er ægilegur sem mafíósinn - hvernig stendur á því að maðurinn var ekki til- nefndur til Oskarsverðlaunana líkt og Pesci fyrir hliðstætt hlut- verk í Góðum gæjum, það má ekki á milli sjá hvor er minnis- stæðari. Og hvemig má það vera að slík ágætismynd og Valdatafl fékk engar tilnefningar yfír höf- uð? Freeman skapar eftirminni- legt, útsmogið og stormandi fúl- menni, rammöfugsnúið í ofaná- lag. Turturro fer á kostum sem smeðjulegt skítseyði og það er ekki veikan punkt að finna í smáhlutverkum. Tónlistin er skínandi og vel notuð, (t.d. er öll Danny Boy senan stór- skemmtilega útfærð), og Sonn- enfeld filmar af alkunnri snilld. Vönduð og mögnuð skemmtun. úar til 31. mars, til að vinna að riti um haffræði og afla heimilda í sambandi við rannsóknir á íslensk- um vötnum sem sjór gengur inn í. Dr. Sigfús A. Schopka, 1. apríl til 31. maí, til að Ijúka ritgerð um þorskstofninn við Island á tímabil- inu 1930 til 1990 og athuga í sam- vinnu við .Grænlensku fískirann- sóknastofnunina í Kaupmannahöfn samspil íslenska þorskstofnsins við grænlensku þorskstofnana. Grétar Unnsteinsson, 1. júní til 31. ágúst, til að afla heimilda í Danmörku um upphaf íslenskrar garðyrkju og kynna sér fræðslu og menntun í umhverfísmálum. Alls barst 41 umsókn um fræði- mannsíbúðina. I úthlutunamefndinni eiga sæti Guðrún Helgadóttir alþingismaður, Ingvi S. Ingvarsson sendiherra í Kaupmannahöfn og formaður stjómar Húss Jóns Sigurðssonar og dr. Þórir Kr. Þórðarson prófessor. Morgunblaðið/Finnur Magnússon Nokkrir aðstandendur sýningarinnar í Akraborginni f.v.: Bjarni H. Þórarinsson, G. R. Lúðvíksson, Jóhann Valdimarsson, Kristbergur Pétursson og Jón Garðar Henrysson. Myndlistasýning í Akraborginni Myndlistarsýning verður haldin um borð í Akraborginni frá 29. júni til 20. júlí. Nítján myndlista- menn standa að sýningunni en hún ber heitið Hafsauga. Sýningin verður opnuð tvisvar um borð í Akraborginni. Fyrst á Akra- nesi kl. 11 laugardaginn 29. júní og síðan í Reykjavík kl. 14 sama dag. Sýningin er eingöngu opin farþegum Akraborgarinnar. Á henni verða málverk ög skúlptúrar og einnig verður boðið upp á ljóðalestur. Þetta er eftir því sem næst verður komist í fyrsta skipti sem samsýning er haldin um borð í íslensku skipi. AHO-kvartettinn heldur tónleika í Norræna húsinu AHO-kvartettinn frá Finnlandi heldur tónleika í Norræna húsinu laugardaginn 29. júní kl. 1.7.00. Hljóðfæraleikararnir era nemar í Vástra Helsingfors Musikinstitut og eru fædd á áranum 1977-1979. Þeir hafa undanfarin tvö ár verið undir handleiðslu Riitta Poutanen, sem kemur með þeim hingað til lands. Kvartettinn hefur leikið fyrir svæðisútvarpið í Helsingfors, leikið á tónleikum skólans og einnig kom- ið fram í Síbelíusarakademíunni og frumflutt þar, m.a. Quartetto Pic- cole eftir Kalevi Aho. Á efnisskrá þeirra í Norræna húsinu er Strengjakvartett í G-dúr KV 80 eftir Mozart, Strengakvart- ett nr. 1 (saminn árið 1952) eftir Einojuhani Rautavaara og Strengjakvartett í g-moll op. pos.th. D 173 eftir Schubert. Kvartettinn skipa: Anna Kahanpaá (f. 1977) 1. fiðla, Anne- marie Áström (f. 1977) 2. fiðla, Mikko Franck (f. 1979) víóla og Tomas Djupsjöbacka (f. 1978) selló. Verð frá 815 þúsund. GREIÐSLUSKILMÁLAR FYRIR ALLA. H) VATNAGÖRÐUM 24, RVÍK., SÍMI 689900 INNLAUSNARVERÐ VAXTAMIÐA VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS Í1.FL B.1986 Hinn 10. júlí 1991 er ellefti fasti gjalddagi vaxtamiða verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs með vaxtamiðum í 1. fl.B.1986. Gegn framvísun vaxtamiða nr.11 verður frá og með 10. júlí n.k. greitt sem hér segir: Vaxtamiði með 50.000,- kr. skírteini = kr. 4.576,25 Ofangreind fjárhæð er vextir af höfuðstól spariskírteinanna fyrir tímabilið 10. janúar 1991 til 10. júlí 1991 að viðbættum verðbótum sem fylgja hækkun sem orðið hefur á lánskjaravísitölu frá grunnvísitölu 1364 hinn 1. janúar 1986 til 3121 hinn 1. júlí n.k. Athygli skal vakin á því að innlausnarfjárhæð vaxtamiða breytist aldrei eftir gjalddaga. Innlausn vaxtamiða nr.11 fer fram gegn framvísun þeirra í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, Reykjavík, og hefst hinn 10. júlí 1991. Reykjavík, 28. júní 1991. SEÐLABANKI ÍSLANDS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.