Morgunblaðið - 28.06.1991, Page 33

Morgunblaðið - 28.06.1991, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 1991 33 Sigrún Kristjáns dóttir - Minning Fædd 10. ágúst 1916 Dáin 22. júní 1991 Nú er amma líka dáin_ og von- andi komin til afa, hún saknaði hans svo mikið þegar hann dó. Hún var alltaf svo góð við okk- ur, en Alzheimersjúkdómurinn fór svo illa með hana og henni leið oft svo illa, það var svo erfitt að horfa upp á það, en nú líður henni vel hjá afa og Guði. Þegar við vorum lítil var alltaf svo gaman að heimsækja ömmu og afa í Hólmgarðinn, fara í smáferð- ir, gera eitthvað skemmtilegt og borða ís á eftir. Amma elskaði að ferðast, þá leið henni best. Hún var svo flink í höndunum, hún saumaði út, teiknaði, málaði, skar út allskon- ar fallega hluti, t.d. lampa, hillur, kassa o.fl. o.fl. Svo voru það stytt- urnar sem hún gerði, þær voru al- veg meiriháttar og við nutum góðs af. Og svo hjálpaði hún okkur að teikna og mála, amma var sko lista- maður. Því' miður gat hún ekki notið þessara hæfileika til að stytta sér stundir nú síðustu árin. Sjúk- dómurinn sá fyrir því. Hún var lærður tannsmiður, var með þeim fyrstu hér á landi, hún átti meist- arabréf upp á það, sem hún var svo stolt af. Álltaf vildi hún amma vera fín og hrein og vildi að við værum það líka, hún brýndi fyrir okkur að vera góð og hjálpsöm. Amma sagði svo skemmtilegar sögur frá því þegar hún var lítil og við hlógum svo innilega saman, það voru góðar stundir. Við eigum svo margar góð- ar minningar sem við geymum í hjarta okkar. Við viljum þakka honum Frið- þjófi sem var henni svo ómetanleg- ur vinur og félagi á Hrafnistu. Hann studdi hana og hjálpaði á allan hátt og túlkaði fyrir hana þegar hún gat ekki tjáð sig sjálf því hann skildi hana alltaf. Hann minnir okkur svo á afa eins og hann var við ömmu. Elsku Friðþjófur, Guð styrki þig í sorg þinni og þakka þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir elsku ömmu okkar. Við þökkum elsku ömmu fyrir allt sem hún gerði fyrir okkur. Við söknum hennar svo sárt, en við huggum okkur við að nú líður henni vel hjá afa og Guði sem hún trúði svo sterkt á. Krissi, Haflína og Rúnar Nú er elsku amma farin frá okk- ur og loksins komin til afa eins og hún þráði svo heitt. Elsku amma átti mjög erfitt þeg- ar að afi dó, því hún var svo mikill sjúklingur og hann studdi hana svo vel. Afi dó 1989 og skiptumst við systkinin þá á um að sofa hjá ömmu á nóttunni, þar til mamma kom á morgnana og sótti okkur og ömmu og fóium við þá heim til okkar. Nokkru seinna fór amma vestur til Ingibjargar og þaðan á Hrafnistu og var búin að vera þar í rúmt ár þegar hún dó. Mikið var amma lán- söm þegar hún hitti hann Friðþjóf á Hrafnistu, hann var gamall kunn- ingi ömmu og afa, Friðþjófur hefur verið henni ömmu okkar svo mikið góður, hann hefur stutt hana og huggað og glatt, ekki síður en afi gerði. Alltaf var amma jafn glöð þegar að við komum í heimsókn til henn- ar, þó að hún væri mikið veik var ^ lundin ávallt létt og alltaf var amma til í að grínast við okkur og glettast. Gott var að koma til ömmu og afa í Hólmgarði, þau áttu alltaf eitthvað gott í munninn og góð ráð að gefa okkur og pössuðu okkur vel. Amma var sannkölluð listamann- eskja á árum áður, hún var tann- smíðameistari, hún málaði myndir, skar út í tré stóra sem smáa hluti, saumaði út, teiknaði og margt eig- um við fallegt eftir hana elsku ömmu okkar. Nú riljast það upp þegar afi dó, ó það var svo sárt, og nú er hún' amma dáin líka, við þökkum elsku ömmu allt, guð geymi þau bæði. Megi guð styrkja þig elsku Frið- þjófur í sorg þinni, og þakka þér allt. Elsku amma sagði okkur að við myndum hittast aftur öll þegar við værum dáin, og er það okkar von að svo verði. Sigrún og Garðar Valgerður Berg- þórsdóttir - Kveðjuorð Margs er að minnast við fráfall sérstæðrar konu. Þakklæti er og efst í huga þegar skólasystir og góð vinkona er kvödd. Við Valla hittumst í fyrsta sinn við setningu Hjúkrunarskóla íslands í byijun árs 1957 og máttum þola þar sam- an sætt og súrt í þrjú ár undir sama þaki. Við slíkar aðstæður verður ekki hjá komist að kynnast persónuleika eins og Valgerði mjög náið og eiga saman góðar stundir. Gott var til hennar að leita um aðstoð við hitt og þetta, því snemma kom í ljós hvert leita átti. Valla var mjög vel að sér og kunni vel til verka, bæði á hjúkrunarsvið- inu og til daglegra heimilisstarfa, sem ekki eru öllum ungum stúlk- um töm. Enn treystust kynni okkar, er við fluttumst til Danmerkur saman haustið 1960 ásamt skólasystur okkar, Birnu. Þær stöllur Valla og Bima höfðu ráðist til starfa á sjúkrahúsi en ég til að gæta bús og fmmburðar. Ogleymanlegar era heimsóknir þeirra þar og verða seint þakkaðar. Allmörg ár Iiðu er fundum okk- ar bar ekki saman, en þá var Valla búsett í Bandaríkjunum þar sem eiginmaður hennar stundaði framhaldsnám. Þegar heim var komið var þráðurinn tekinn upp aftur eins og aðeins væra nokkrir dagar liðnir, þótt það væru í raun allmörg ár. Stofnaður var sauma- klúbbur meðal skólasystranna. Valla hafði engu gleymt í útivist- inni en bætt við ýmsu nýju og víst er um það, að alltaf var hlakkað til saumaklúbbs hjá Völlu. Valla var um margt mjög sér- stök kona, með ákveðnar skoðan- ir, sem hún var ávallt reiðubúin að granda nánar ef með þurfti. Strax á skólaáram var hún mér og sjálfsagt fleiram hinna yngri í hópnum sem einskonar móðir, þótt aldursmunur væri enginn. Hún hafði til að bera einhvem þroska, sem við söknuðum og verður sú samfylgd aldrei metin til fulls. Far þú í friði og hafðu þakkir fyrir leyfa okkur að kynnast þér. Nú legg ég augun aftur ó Guð þinn náðarkraftur mér veri vörn í nótt. Æ viltu við mér taka mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. Þessum fáu minningarorðum fylgja innilegar samúðarkveðjur til eiginmanns og fjölskyldu Val- gerðar og verði minning þeirra um góða eiginkonu og móður huggun harmi gegn. Þórunn Kveðjuorð: Sigtryggur Stefáns- son - Akureyri Fæddur 21. desember 1925 Dáinn 11. júní 1991 Sigtryggur Stefánsson, bygg- ingafulltrúi, er okkur horfinn yfir móðuna miklu löngu fyrir aldur fram. Sannast þar máltækið svo sem oft áður að enginn veit sína ævina fyrr en öll er. Það var ekki rætt um dauðann þegar við ókum saman frá Borgar- nesi til Reykjavíkur, í hans hinstu ferð til að gangast undir aðgerð. Við ræddum um fjölmörg önnur mál okkur hugleikin. Eg mun ékki ræða hér æviferil Sigtryggs. Það munu aðrir gera. Leiðir okkar Sigtryggs lágu sam- an á fund, sem við voram boðaðir til og vakti maðurinn þá strax at- hygli mína. Hann hafði þá hæfileika að setja mál sitt þannig fram að eftir því væri tekið. Sigtryggur var skarpgreindur og fljótur að átta sig á aðalatriðum í hveiju máli. Við byggingarfulltrúar voram svo heppnir að fá notið þess í félagi okkar en hann var einn af stofnendum Félags byggingarfull- trúa og fyrsti gjaldkeri þess. Vil ég fyrir hönd félagsins þakka honum fyrir störf hans fyrir félag- ið. Við kveðjum góðan vin með miklum söknuði og vottum aðstand- endum samúð. Olafur K. Guðmundsson FÉLAGSLÍF FERÐAFELAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 & 11798 19533 Helgarferðir 28.-30. júní 1. Kl. 18 Núpsstaðarskógar Náttúruperla á Suðurlandi, ekki síðri en Þórsmörk. Tjöld. Göngu- ferðir m.a. að Nupsárfossi og Súlutindum. Fararstj. Jón Viðar Sigurðsson. 2. Kl. 20 Þórsmerkurferð Nú ættu allir að mæta i Þórsmörk- ina með Ferðafélaginu. Fjölbreytt ferð fyrir unga sem aldna. Göngu- ferðir. Kvöldganga. Afsláttarverð þessa helgi. Gist í Skagfjörðs- skála, Langadal. Fararstj. Ingi- björg Þráinsdóttir. 3. Kl. 20 Yfir Fimmvörðuháls Gengin ný, sérlega falleg leið niður af hálsinum hjá Kaldaklifs- gili og vestan Skógár. Gist i Þórsmörk. Upplýsingar og farm. á skrifst., Öldugötu 3, simar 19533 og 11798. Kynnið ykkur sumarleyfisferðir Ferðafélagsins. Næstu ferðir: 1. 29/6-3/7 Strandir - ísa- fjarðardjúp. Fá sæti laus. 2. 29/6-3/7 Reykjafjörður - Drangajökull. 2 sæti laus. Ferðafélag íslands. H ÚTIVIST GRÓHNNII • REYKJAVÍK • SÍMI/SÍMSVARI 14606 Ferðakynning á Steindórsplani í dag, föstudag, kl. 17-19 verður Útivlst með kynningu á dags- ferðum, helgarferðum og sumar- leyfisferðgum, sem félagið stendur fyrir á næstunni. Kynn- ingin verður á gamla Steindórs- planinu á homi Aðalstrætis og Hafnarstrætis. Ný rúta af full- komnustu gerð verður til sýnis. Laugardagur 29. júní Kl. 08: Þríhyrningur er skemmtilegt fjall að ganga á og mjög sérkennilegt í laginu. i miðju fjallsins er hvilft sem heit- ir Flosadalur og upp frá henni tróna fjögur horn. Gengið verður upp frá Vatnsdal og upp í Flosadal. Þá verður farið upp á vesturhornið en þaðan er frá- bært útsýni yfir Rangárvelli, Krappa og Heklu. Þá er hug- myndin að ganga einnig á mið- hornið og geta gönguglaðir jafn- vel skokkað upp á fleiri horn. Komið verður niður með Hamra- vailagili og að eyðibýlinu Reyni- felli. Munið hjólreiðadaginn á sunnudag. Grillað í Heiðmörk og farið í leiki. Sjáumst! Útivist

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.