Morgunblaðið - 28.06.1991, Page 48

Morgunblaðið - 28.06.1991, Page 48
48 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 1991 Ég ætlaði að vera í grímu- búningi en fékk engan til að passa þá litlu. Með morgnnkafíinu Þú ert viss um að þú hafir bara ýtt á loftræstingar- hnappinn? HÖGNI HREKKVfSI Jafnvægið í lífkeðjunni Það sem hefur haldið líftórunni í útkjálkabúum hér uppi á íslandi er tilviljanakenndur innflutningur á utanaðkomandi erfðaefni. Danskir voru þar drýgstir, því næst duggar- ar og síðan einstaka ferðamenn sem fengu að orna sér bakatil hjá heima- sætum og vinnukonum. Ef ekki hefði komið til þessi Guðs blessun væri allt eins líklegt að öll þjóðin hefði dáið drottni sínum í svarta- dauða og bólusótt. Þegar skyldleikaræktunin verður of mikil er hætt við að ein veirus- kjóða drepi allan stofninn á skömm- um tíma því ónæmiskerfi kvikind- anna verður of keimlíkt. Þetta er staðreynd sem náttúruverndar- menn um heim allan skilja mæta vel, en íslenskar hvalveiðihetjur með bísperrta oddhvassa fleina hafa ekki ennþá fattað. Er ekki kominn tími til að við nuddum sögualdarglýjuna úr aug- unum og áttum okkur á því að við erum bara nokkrir frekir krakkar á skeri úti í sjó sem ætlum okkur ekki aðeins að eigna okkur sjálft skerið heldur tvöhundruð mílna rad- íus af hafi og öllu því sem þar er meðan hungurvofa þriðja heimsins fitnar á bitanum. Nú ber ekki að skilja mig svo að við eigum að afsala okkur réttin- um til lífsbjargar,\ heldur hitt að slíkur réttur verður ekki réttlættur nema með því að taka tillit til óska og sjónarmiða systkina okkar í sam- félagi þjóðanna. Eru þær rannsóknir sem fyrir liggja á stofnstærð hvala virkilega Saga af heiðar- legum manni Ég vil koma á framfæri innilegu þakklæti til mannsins í Asparfelli 6 sem fann kassann með freyðivíninu út á bílastæði 1. júní. Það var notað í brúðkaupsveislu um kvöldið. Við uppgötvuðum þegar við vorum kominn niður í veilusalinn að kass- ann vantaði og við bókuðum það að við myndum ekki sjá kassann meir. En þegar við komum upp í Asparfell var kassinn kominn í leit- irnar - vinur okkar fór á undan okkur og þá beið maður í anddyrinu með kassann. Vinur okkar tók við kassanum en gleymdi að spyija manninn að nafni. Hefðum viljað þakka manninum sjálfum fyrir heið- arleikann. Kær kveðja til þessa heiðarlega ókunnuga manns. Hlíf Sigurðardótti það áreiðanlegar að hægt sé að segja til um arfblendni dýranna, þ.e. hættuna á því að skyldleika- ræktun sé ekki of mikil? íslendingar skiptu tugum þúsunda en samt vor- um við nálægt því að deyja út í tveimur plágum. Höfðum við þó betri aðstæður til að hlúa hvert að öðru en skepnur úthafanna. Þið munið kannski eftir trektinni hans Þorleifs í frægum sjónvarps- þætti um hvalamálið hér um árið. Líkingin var góð og á einnig við hér, þó samhengið sé annað. Ef við sjáum ekki ofan í trektina getum við talið okkur trú um það fram á síðustu stundu að hún sé full af vatni því flæðið niður um stútinn er alltaf jafn mikið þar til það allt í einu hættir. Ég hef enga trú á því að vísindamenn Hafrannsókna- stofnunar hafi nokkra raunhæfa hugmynd um yfirborðið í erfðatrekt hvalastofnanna. Getum við leyft okkur að taka þá áhættu að verða hugsanlega réttlausir náttúruglæpamenn í heimi sem er að vakna til meðvit- undar um gildi þess að viðhalda jafnvægi í lífkeðjunni? Við höfum tekið okkur þann rétt að varðveita einn hlekkinn í þessari viðkvæmu keðju. Við verðum að þekkja eðlis- eiginleika hans til hlítar áður en við getum leyft okkur að láta reyna á hvort hann haldi. Asgeir Stórkostleg hugmynd A föstudaginn var las ég í Morg- unblaðinu ánægjulega frétt þess efnis að eldri borgurum gæfist kost- ur á að yrkja reiti í skólagörðum Reykjavíkurborgar. Að vísu hljóðaði beiðni garðyrkjustjóra til borgar- ráðs um 50 umframreiti en reikna má með að þar sé sama moldin. Hugmyndin um að leiða saman eldri og yngri í leik og starfi er góð og vissulega mætti athuga fleiri möguleika eins og leikskóla, dag- vistunarheimili og leikvelli. En það sem blaði allra lands- manna þótti fréttnæmt við skóla- garðana var að aðeins einn eldri- borgari sótti um reit og skein í gegn að um áhugaleysi væri að ræða og á það eflaust við í mörgum tilfellum. Það eldra fólk sem vill og getur nýtt sér þetta boð skólagarðanna á a.m.k. við þijú vandamál að stríða. Að komast heiman frá sér að reitunum og til baka aftur. Þetta fólk sem er um eða yfir sjötugt, á erfitt með að beygja sig en flestir eru reitirnir undir hnéhæð. Margt af þessu fólki á ekki stíg- vél og regngalla lengur né annan klæðnað til garðyrkjustarfa. Til að yfirstíga þessi vandamál þarf peninga og því borgaryfirvalda að vega og meta hvers virði það er að hrinda þessari stórkostlegu hugmynd í framkvæmd. Helgi Steingrímsson Týndur köttur Fullvaxinn fressköttur, gulur á bakinu, með gult skott, hvítar fætur og kvið, fór á flakk í Breiðholti fyrir nokkru. Vinsamlegast hringið í síma 30677 ef hann hefur ein- hvers staðar komið fram. Fundar- laun. Jf Víkveiji skrifar Sú var tíðin, fyrir alls ekki mjög mörgum árum, að ef fara átti út að borða í Reykjavík gat maður einungis valið úr handfylli boðlegra veitingahúsa. Á þessu hefur orðið stökkbreyting til mikils batnaðar. Er nú svo komið að vart verður þverfótað fyrir veitingahúsum þai' sem afbragðs matur, þjónusta og umhverfi er á boðstólum. Víkverji dagsins var í síðustu viku með hóp útlendra gesta á sín- um snærum og stóð sig stundum að því að eiga í stökustu vandræð- um með að gera upp hug sinn um hvert ætti nú að fara með gestina að borða. En sama hver niðurstaðan varð, hvergi varð Víkveiji né gest- irnir fyrir vonbrigðum með matinn. Það sem helst má setja út á er verðlagið sem er geysihátt, jafnvel miðað við önnur Norðurlönd, sem alla jafna eru þó talin vera dýrustu lönd í Evrópu ef ekki í heimi. Þetta háa verðlag hérlendis er ekki ein- ungis hægt að skýra með því að fyrir nokkrum árum var settur virð- isaukaskattur á þjónustu veitinga- staða. Virðisaukaskattur í Svíþjóð er til að mynda 25% en verðlag á veitingahúsum er samt sem áður töluvert lægra en hér. Og fyrst byijað er að kvarta: Því miður eru vínlistar flestra veitingahúsa jafn óspennandi og metnaðarlausir og matseðlarnir eru áhugaverðir og vandaðir. Einstaka veitingahús eru vissulega til fyrirmyndar i þessum efnum en er ekki kominn tími til að fleiri hugsi sinn gang, sýni örlít- inn metnað og láti af meðalmennsk- unni? XXX ó að við íslendingar teljum okkur lifa í mjög nánum tengslum við hafið og höfum nán- ast allt okkar lifibrauð af því er með endæmum hve lítið við reynum að nýta okkur kosti þess í hinu daglega lífi. Þannig eru fiskborð í íslenskum stórmörkuðum oftast álíka óspennandi og heimildar- myndir um dráttarvélaframleiðslu í Sovétríkjunum. Það hefur oft vakið athygli Vík- veija í Frakklandi hve mikið er þar lagt upp úr sjávarafurðum í stór- mörkuðum (eins og reyndar öllum öðrum matvælum). Jafnvel í mið- hluta Frakklands, mörg- hundruð kílómetrum frá sjó er algengt að finna afgreiðsluborð upp á tugi metra þar sem hægt er að finna allar hugsanlegar lystisemdir úr sjónum. Og það mjög ferskar. í sjávarþorpum í Frakklandi verður svo ekki þverfótað fyrir fiskbúðum sem er ævintýri líkast að heimsækja. Hér á íslandi er ekki einu sinni hægt að fá ferska kræklinga keypta, eftir því sem Víkveiji kemst næst, þó að eitthvað sé nú til af þeim í sjónum í kringum okkur. Af hveiju ekki að nýta betur skel- fiskinn og hafa hann á boðstólum fyrir almenna neytendur?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.